Morgunblaðið - 01.05.1993, Síða 61

Morgunblaðið - 01.05.1993, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1993 'sgsr ia(/.' r :r:TZTAí‘mA‘)íVAA giha:ig'/myOTrotvr Hjónaminning Gréta RósnýJóns- dóttir og Ingólfur Kristinsson Gréta Rósný Fædd 3. október 1910 Dáin 25. apríl 1982 Ingólfur Fæddur 10. október 1910 Dáinn 26. febrúar 1993 Það var alltaf svo gaman þegar mamma og pabbi ákváðu að fara til Akureyrar í okkar árlegu heim- sókn til afa og ömmu. Mikrl var tilhlökkunin að hitta þau þegar við keyrðum upp Helgamagrastrætið með öllum stóru tijánum. Akureyri var eins og útlönd í huga okkar systkina, svo fallegur fannst okkur bærinn. Alltaf tóku afi og amma á móti okkur opnum örmum þegar við komum. Þessar minningar eru efst í huga okkar er við hugsum til baka og mikill er söknuður okk- ar nú, en minningarnar eigum við alltaf. Afi fæddist á Akureyri, sonur Guðlaugar Stefaníu Benjamíns- dóttur og Kristins Jósefssonar. Var hann yngstur fjögurra bama þeirra hjóna. Afi missti föður sinn ungur að árum og varð því tengdari móð- ur sinni og var mjög kært á milli þeirra. Átján ára átti afi að fara í nám hjá móðurbróður sínum, Magnúsi Benjamínssyni úrsmið, er bjó í Reykjavík, en úr því varð ekki þar sem afi veiktist og var lengi að ná sér. Afi hóf störf hjá Ullarverksmiðjunni Gefjun þar sem mágur hans, Jónas Þór, var verk- smiðjustjóri. Síðan fór hann að vinna hjá póstbátnum Drang við skrifstofu- og afgreiðslustörf. Lengst starfaði Ingólfur afi þó við Sundlaug Akureyrar. Afi tók mikinn þátt í félagsstörf- um, t.d. söng hann með karlakórn- um Geysi í fjöldamörg ár. í frímúr- arareglunni var hann í mörg ár. Hann var formaður starfsmann- afélags Akureyrar frá 1961-1968 og 1971-1975, kosinn heiðursfé- lagi hinn 21. maí 1979, var full- trúi á þingum BSRB í Reykjavík og gegndi fleiri trúnaðarstörfum. Einnig var hann formaður Karls II. Á sínum yngri árum starfaði hann og lék með Leikfélagi Akur- eyrar, þá sýndi hann fimleika með LFA og starfaði með íþróttafélag- inu Þór. Sæti átti hann sem full- trúi á aðalfundum Kaupfélags Ey- firðinga, vann fyrir Framsóknar- flokkinn og átti þar sæti á lista. Heyrðum við sagt að afi hefði ver- ið góður ræðumaður og aldrei nein lognmolla í kringum hann þar sem heitar umræður áttu sér stað. Gat hann þá talað í sig hita og var mikill sannfæringarkraftur í orð- um hans. Afi var mikilhæfur mað- ur sem mikil eftirsjá er að. Til gamans látum við fylgja nokkrar af vísum þeim er morgunsyndarar ortu til hans er hann var sjötugur: Afinælis ég yrki braginn aðeins til að minna á daginn og sjötíu ára sómamann sem alla tíð var okkar maður árla á fótum hress og glaður, morgunkarlar meta hann. Ekki breytist okkar dómur að hann teljist hrekkjalómur þó að fjölgi æviár, Enn þá strákur er í honum, ærslabelgur framar vonum, þó að kollur gerist grár. Oft finnst þeim sem Ingólf þekkja einhvers konar tímaskekkja orðin sé í aldri hans, því stöðugt virðist Ingi ungur aldrei neitt í spori þungur, vinnur öll sín verk með glans. Ingólfur afi tók sér margt fyrir hendur og gerði það vel, t.d. batt hann inn bækur eftir að hann hætti störfum. Hann kom ekki svo til okkar að hann athugaði hvort ekki þyrfti að binda inn einhveija bókina. Einnig fann afi sig vel í að búa til alls kyns muni, svo sem fallega lampa, pípustatíf úr viði, já, eða bara hvað sem honum datt í hug. Gaman var að hlusta á hann fara með hinar ýmsu vísur og rím- ur. Þegar við vorum fyrir norðan var hann iðinn við að segja okkur hin ýmsu staðarnöfn og örnefni, þar sem við ókum hjá þegar var farið út að keyra með honum og ömmu. Stundum minntist hann á Saurbæ í Hvalfirði þar sem hann var í sveit hjá Jóhönnu móðursyst- ur sinni og manni hennar, séra Einari Thorlacius. Sagði hann okk- ur stundum sögur þaðan. Gaman þótti honum líka að vitna í Islend- ingasögurnar. Á heimili afa og ömmu var í mörg horn að líta og margt spenn- andi að skoða, þar á meðal mikið af bókum og gömlum tímaritum. Heimili afa og ömmu einkenndist af snyrtimennsku og hreinlæti og mikið var lagt upp úr góðum sið- um, og vandað og gott málfar var í heiðri haft, einhver menningar- bragur á öllu að okkur fannst. Þegar amma dekkaði borð var það sérlega huggulegt, hvort heldur sem um virkan dag var að ræða eða hátíðisdag. Amma var fædd á Sólheimum á Akureyri, dóttir Kristínar Guðjóns- dóttur og Jóns Björnssonar skip- stjóra og útgerðarmanns. Var hún elst átta barna þeirra hjóna. Tvær systur hennar eru nú á lífi. Afi og amma giftu sig hinn 26. nóvember 1932. Þeim varð sex barna auðið. Elst er Hildur Jónína, gift Guðlaugi Tómassyni; Örn, kvæntur Elsu Valgarðsdóttur; Örl- ygur, kvæntur Ástu Jónsdóttur; Ingólfur, kvæntur Sigrúnu Valdi- marsdóttur; Gréta Kristín, gift Sig- urði Hallgrímssyni; og yngstur Örvar, kvæntur Erlu Olafsdóttur. Barnabörnin eru 23, barnabarna- börnin 34 og eitt barnabarna- tjanrab'am:------------ 7 Nóg hefur verið að gera á stóru - heimili. Þar sem amma var ekki alltaf heilsuhraut hafði hún vinnu- konu sem hefur verið henni ómetanleg hjálp á meðan börnin voru ung. Seinna meir tók hún kostgangara inn á heimilið, þó yfir- leitt ekki nema einn í einu. Voru það bæði námsmenn og danskar. stúlkur, sem hún síðan hélt alltaf góðu sambandi við með bréfa- skriftum. Þegar börnin fóru að fljúga úr hreiðrinu, fór amma að sinna meira sínum áhugamálum. Hún söng í kirkjukór Akureyrarkirkju og starfaði í kvenfélaginu Hlíf. Einnig störfuðu saman konur þeirra karla- kórsmanna. Gaman hafði amma af að setjast niður við píanóið og spila, jafnvel eitthvað frumsamið. Amma var mjög víðsýn kona, og á undan sinni samtíð að mörgu leyti. Bæði hvatti hún ungt fólk til að mennta sig og skoða sig um í heiminum á meðan tækifæri væri til. Sjálf stundaði hún sjálfsnám, meðal annars í ensku. Og dönsku las hún og talaði. Andleg málefni voru henni alltaf hugleikin og hef- ur hún áreiðanlega tekið á móti afa opnum örmum. Við kveðjum elsku afa og ömmu okkar með ljóði eftir Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi, nágranna þeirra. Ég nefni nafnið þitt, og næturmyrkrið flýr, því ljóma á lofti slær hið liðna ævintýr. Ég nefni nafnið þitt og nýja heima sé, þar grær hið vilta vín, þar vagga pálmatré. Ég nefni nafnið þitt, og nóttin verður hlý. Ég heyri klukknaklið frá kirkju í Assisí. Þú kemur móti mér í minninganna dýrð. í sólskini og söng er sál mín endurskírð. Jón, Tómas, Kristín, Grétar og Álfhildur. I Arnþrúður Ingimars dóttir - Kveðjuorð í dag kveðjum við góða konu, Arnþrúði Ingimarsdóttur, eða Öddu, eins og hún var alltaf kölluð. Enn er höggvið skarð í stóra systk- inahópinn frá Þórshöfn. Að leiðar- lokum er margs að minnast. I mörg ár vorum við nokkrar konur saman í saumaklúbbi 0g er Adda sú þriðja af okkur sem kveður. Við vorum allar ungar á þessum árum þegar við hittumst vikulega. Ein okkar bjó út í sveit, en þó færð gæti stund- um verið slæm létum við það aldrei aftra okkur frá að komast út að Möðruvöllum og einu sinni í svo vondu veðri að við sáum varla hvert við vorum að fara. Einum eigin- manninum varð þá að orði, hvort við gætum kannski ekki líka haft saumaklúbb úti í Grímsey. Já, það var oft gaman í þá daga. Það var alveg yndislegt að hafa hana Öddu í þessum hópi. Hún hafði svo góða nærveru og ljúfa lund og lagði aldrei nema gott til, því þetta var kona sem öllum vildi gott gera. Oft var hún búin að skemmta okkur, því hún hafði alveg sérstaka kímnigáfu og á sinn hóg- væra hátt sagði hún svo skemmti- lega frá að maður veltist um af hlátri. Það eru sannarlega góðar minningar sem við eigum um hana Öddu, þegar hún hefur lokið sinni jarðvist. Hún andaðist aðfaranótt sumar- dagsins fyrsta eftir nokkurra mán- aða baráttu við sinn sjúkdóm. Á nýju tilverustigi hefur hún gengið inn í sumarið. Að þessum fáu orðum loknum sendum við eiginmanni Öddu, Jóni Kristinssyni, börnum þeirra, Árnari og Ilelgu, systkinum hennar og öðrum vandamönnum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing hennar og hafi hún þökk fyrir allt. Gamli saumaklúbburinn. Adda frænka er dáin. Adda stóra eins og við systurnar kölluðum hana, þessi fallega kona er farin. Enn er höggvið skarð í hinn glæsi- lega systkinahóp pabba. Adda var sú af systkinum pabba sem mér finnst ég hafa þekkt mest og best, sú sem ávallt var hægt að leita til er við vorum litlar þegar eitthvað amaði að, alltaf var Adda tilbúin að hlusta. Elsku Adda, hafðu þökk fyrir allt. Megir þú hvíla í friði. Heilagi guðsson, kenn þú oss krossinn að bera. Kraftur þinn megnar oss aflvana styrka að gera. Styrk oss og styð, stattu oss sjálfur við hlið, elskunnar ímynd og vera. Sendu nú frið þinn í syrgjandi ástvina hjörtu. Sýn þeim hinn dána í upprisuljósinu björtu. Eilífa ást, aldrei er syrgjendum brást, hastaðu á harmélin svörtu. Sjúkleikans þungbæru þjáningarspor er gengin, þrautunum lokið - og gröfin hræðast skal enginn. Dauðinn er lif. Drottinn vor styrkur og hlíf. Vissa um framhaldslíf fengin. Vinir og ættmenn, er hamþrungin sitjið í sárum, sólarljós æðra heims brotnar í jarðneskum tárum. Guðs góði son gaf öllum samfundar von. - Kvíðum ei komandi árum. (Vald. V. Snævarr.) Elsku Jón, Arnar, Helga Bogga, Adda og aðrir ástvinir. Ég votta ykkur öllum innilega samúð. Helga frænka. Fleiri minningargreinar um Amþrúði Ingimarsdóttur bíða birtingar og munu birtast á næstu dögum. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR F. PÉTURSDÓTTUR, Austurbrún 25. Ingibjörg Ólafsdóttir Wilson, Sigurjón Á. Ólafsson, Hafdís Ólafsdóttir, Theódóra Ólafsdóttir, Óli Rúnar Ólafsson Perry G. Wilson, Hildur Sigurðardottir, Guðjón Guðnason, Þórir Ingvarsson, og barnabörn. t Þökkum innilega sýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okk- ar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR frá Vindási, Laugarnesvegi 88. Ólafur Ingvarsson, Guðni G. Jónsson, Ingveldur Sveinsdóttir, Elín H. Jónsdóttir, Jóhann Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eig- inkonu minnar, móður okkar, tengda- móður og ömmu, VALGERÐAR MARGRÉTAR LÁRUSDÓTTUR frá Heiði á Langanesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á 3. hæð hjúkrunarheimilisins Skjóls. Snorri H. Bergsson, Bergur Vilhjálmsson, Kristbjörg Kristjánsdóttir, Edda Snorradóttir, Þorkeli Guðfinnsson, Sæbjörg Snorradóttir, Þorgils Arason og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eig- inkonu minnar, móður okkar, dóttur og tengdadóttur, LÁRU JÓHANNESDÓTTUR, Framnesvegi 16, Reykjavík. Guðmundur A. Jóhannsson, Kristín Guðmundsdóttir, Jóhannes Guðmundsson, Lilja Sólrún Guðmundsdóttir, Jóhannes Guðmundsson, Helga Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.