Morgunblaðið - 01.05.1993, Síða 70

Morgunblaðið - 01.05.1993, Síða 70
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRi LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1993 FOLK ■ TOMMY Caton, fyrrum fyrir- liði Manchester City, lést í gær eftir að hafa fengið hjartaslag. Caton, sem var 30 ára, lék með Manchester City, Arsenal, Ox- ford og Charlton. ■ ÍTALIR geta tryggt sér farseð- ilinn á HM í Bandaríkjunum 1994, með sigri á Svisslendinga í Bern á morgun. ■ MANCHESTER United verð- ur Englandsmeistari í dag, ef Aston Villa tapar gegn Oldham heima. Man. Utd. leikur heima ' gegn Blackburn á mánudaginn. Ef Aston Villa vinnur í dag, þurfa leikmenn United sigur gegn Black- burn til að tryggja sér meistaratitil- inn. ■ EGGERT Bogason, kringlu- kastari úr FH, kastaði 58,38 m á Landsbankamóti FH í Hafnarfirði um síðustu helgi. Þessi árangur, svo snemma árs, gefur góð fyrirheit um framhaldið í sumar. ■ EINAR Kristjánsson, FH, sigraði í hástökki á móti í Louis- ianna í Bandaríkjunum á sunnu- dag, stökk 2,10 metra. ■ FINNBOGI Gylfason, hlaupari úr FH, sigraði á sama móti í 1.500 metra hlaupi eftir taktískt hlaup. ■ STEINN Jóhannsson, FH, hafnað í 4. sæti í 800 metra hlaupi á sama móti. FELAGSLIF KSÍ-Klúbburinn til Lúxemborgar Þriðja starfsár KSÍ-klúbbsins, stuðnings- mannafélags íslenska iandsliðsins í knatt- spyrnu, er að hefjast og stendur skráning ‘ nýrra félaga yfir. Starfsemnin felst aðallega í samkomum tengdum landsleikjum fslands a heimavelli, en einnig eru skipulagðar hóp- ferðir á leiki erlendis, landsleiki og ýmsa aðra stórleiki. Klúbburinn gengst fyrir vorferð til Lúx- emborgar í tengslum við landsleik heima- manna og fslendinga í undankeppni HM fimmtudaginn 30. maí. Hægt verður að velja um þriggja til fimm daga ferð, en nánari upplýsingar um ferðina og klúbbin veita Hörður og Þórir (s. 699300). KLIFUR KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Gód ferð San Antonio Spurs til Portlands Sean Elliott var hetja San An- tonio Spurs, þegar félagið gerði góða ferð til Portland, þar sem það vann Trail Blazers 86:87 í vest- urdeildinni. Hann skoraði tvö síð- ustu stig San Antonio úr vítaskot- um þegar 5,3 sek. voru til leiks- loka. Leikmönnum Portlands mis- tókst að skora úr sínu síðasta skoti - rétt fyrir leikslok, þannig að gest- irnir fögnuðu sigri. Portland hafði ávallt forystu og var munurinn mestur 14 stig, en undir lokin skoruðu leikmenn San Antonio átta síðustu stigin. Þess má geta að þegar staðan var 86:85 og 10 sek. eftir fengu heimamenn tvö vítaskot, en kappinn Cliff Rob- inson brást þá bogalistin - misnot- aði þau bæði. Elliott skoraði 18 stig fyrir San Antonio, en David Robinson 16 og hann tók 15 frá- köst. Clyde Drexler lék ekki með heimamönnum vegna meiðsla. Je- rome Kersey skoraði 24 stig Terry Porter og 18 fyrir Portland. Hakeem Olajuwon fór á kostum með Houston, sem átti ekki í vand- ræðum með Los Angeles Clippers. Hann skoraði 28 stig, tók ellefu fráköst, varði níu skot, átti fimm stoðsendingar og vann knöttinn fjórum sinnum. Xavier McDaniel skoraði 21 stig fyrir Boston, sem vann Charlotte örugglega, 112:101, í austurdeild- inni. Boston gerði út um leikinn í þriðja leikhluta með því að ná 30:18 skori. McDaniel kom af bekknum þegar Reggie Lewis datt niður um miðjan fyrri hálfleik, eftir að hafa skorað 17 stig. Lewis fékk aðsvif. Cleveland Cavaliers vann örugg- an sigur, 114:98, á New Jersey Nets. Níu af leikmönnum liðsins skoruðu meira en tíu stig, sem er metajöfnun. Derrick Coleman skor- aði 31 stig fyrir New Jersey, en aðrir leikmenn í byrjunarliðinu skoruðu saman aðeins 25 stig. Morgynblaðið/Sveinbjörn Elín Sigurösdóttir, Árni Birgisson, Garðar Einarsson og Árni G. Reynisson. KVENNAHLAUP ÍSÍ 19. |Úní Dk. imnrmneuii á 50 stöðum um land allt Æfingar fyrir kvennahlaupió í Garóabæ eru á þriðjudögum kl. 18.10 og laugardögum kl. 10.00 við íþróttamióstöóina Asgaró í Garðabæ. Allar konur velkomnar. SJOVA-ALMENNAR AÓalstyrktaraðili kvennahlaups Leiðbeinandi: Elín Birna Guómundsdóttir. Hakeem Olajuwon (nr. 34) fór á kostum með Houston gegn Los Angeles Clippers. Hann skoraði 28 stig og tók auk þess mörg fráköst. Ámi G. sigurveg- ari í klifurkeppni Arni G. Reynisson varð sigur- vegari í klifurkeppni á dögun- um, eftir harða keppni við Garðar Einarsson. Björn Baldursson, sem varð annar á Opna Norðurlanda- mótinu fyrir stuttu, missti fótafestu í keppninni og var úr leik. Klifinn var sex metra hár veggur - tíu metra leið. Árni G. fékk tím- ann 3:30 mín., en Garðar fór leiðina á 3:28 mín. Árni Birgisson var þriðji á 3:18 mín. Þess má geta að Björn mjög góðum tíma, en hann fór klif- urleiðina á 33 sek. Elín Sigursdóttir varð sigurveg- ari í kvennaflokki. KNATYTSPYRNA EM U-16 ARA Slysalegt mark kost- aði sæti í úrslrtum Íslenska drengjalandsliðið í knatt- spymu, U-16, er úr leik í Evrópu- keppninni eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir Svisslendingum, 0:1, í síð- asta leik sínum í úrslitakeppni EM í Tyrklandi í gær. Islenska liðinu hefði nægt jafntefli til að komast í 8-liða úrslit, en slysalegt mark á 35. mín- útu kom í veg fyrir það. Dæmd var aukaspyma á íslenska markvörðinn fyrir tvígrip rétt utan markteigs. Svisslendingar tóku spymuna — renndu til hliðar á Vok- el, sem var besti leikmaður liðsins og er á samningi hjá Grasshoppers, sendi knöttin efst í markhornið fjær. „Ein afdrifarík mistök og þar með var draumurinn um sæti í átta liða úrslitum úti,“ sagði Sveinn Sveins- son, aðalfararstjóri íslenska liðsins. Sveinn sagði að íslenska liðið hafi leikið illa, sérstaklega í fyrri hálfieik. „Við voru heppnir að vera ekki und- ir strax á fyrstu mínútu er Svisslend- ingar áttu skot í stöng og skömmu síðar fengu þeir dauðafæri, sem þeir nýttu ekki. Annars var lítið um mark- tækifæri í leiknum. Besta færi ís- lands kom á 75. mínútu er Eiður Guðjohnsen átti góða sendingu fyrir markið en Þorbjörn Sveinsson náði ekki að skalla að marki úr upplögðu færi. Þessi úrslit voru mikil von- brigði fyrir strákana,“ sagði Sveinn. Hann sagði að Eiður Guðjohnsen hafi verið besti leikmaður íslands. Islenska liðið kemur heim annað kvöld með flugvél frá London. KARATE Bjami banda- rískur meistari Bjarni Kristjánsson, 26 ára Reykvíkingur, varð fyrir stuttu bandarískur háskóla- meistari í karate með félagi sínu, UML Karate Club frá Bos- ton. Bjarni, sem keppti fyrir Karatefélag Reykjavíkur, hélt til Bandaríkjanna til náms í hag- fræði og fjármálafræði við há- skólann í Boston 1990. Bjarni stóð sig best í UML-sveitinni í umræddri keppni og vann fjórar af fimm viðureignum sínum. Þess má geta að Bjarni er nú í Japan ásamt fjórum úr UML Karate Club, en þar keppir fimm manna sveit félagsins fyrir hönd Bandaríkjanna á móti þar sem 20. félög taka þátt. UM HELGINA Skíði Fossavatnsgangan, sem er liður í íslands- göngunni, fer fram í dag, 1. maí. Gengið er frá Fossavatni í Engidal og farið yfir Fellsháls og Miðfellsháls og endað við Skíðaheima á Seljalandsdal, alls 20 km. Gangan á sér '58 ára sögu og telst elsta fjöldaganga á íslandi. Golf Opið golfmót verður haldið á vegum Golfklúbbs Grindavíkur á Húsatóftavelli í Grindavík á morgun, sunnudag. Leikinn veður höggleikur með og án forgjafar. Skráning fer fram í dag, laugardag, frá kl. 17 - 21. Golfklúbbur Hellu heldur opið golfmót í dag, laugardag, á Strandarvelli. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Golfklúbbur Reykjavíkur opnar golfvöll- inn í Grafarholti formlega í dag með keppni í innanfélagsmóti og verður ræst út frá kl. 09.00. Leikinn verður 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Siglingar Siglingaklúbburinn Þytur í Hafnarfirði og Siglingasamband íslands verða með tvíl- iða keppni á kjölbátum í dag og á morgun. Keppni hefst báða dagana kl. 10 og verður keppt á Micro 18 bátum með þriggja manna áhöfn. Skvass íslandsmótið í skvassi fer fram í Vegg- sporti við Stórhöfða um þessa helgi og þá næstu. í dag og á morgun verður fslands- mót kvenna og forkeppni i karlaflokki en úrslitakeppni karlanna verður um næstu helgi. Knattspyrna Þrír leikir verða leiknir í 8-liða úrslitum Litlu-bikarkeppninnar um helgina; í dag kl. 14. mætast ÍA og ÍBV annars vegar og HK - Grindavík hins vegar. Á morgun kl. 16 mætast svo Breiðablik og Keflavík. KR og Valur mætast í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins á mánudaginn kl. 20. Frjálsíþróttir Vímuvarnahlaup Lions í Hafnarfirði verð- ur á morgun, sunnudag, á Víðistaðatúni og hefst kl. 14.00. Hægt er að velja um tvær hlaupalengdir, 2,2 km og 4,6 km og mega keppendur hlaup, ganga eða skokka. Allir þátttakendur fá verðlaunapening, en þátt- tökugjald er kr. 500. Fram 85 ára Knattspyrnufélagið Fram er 85 ára í dag, laugardaginn 1. maí. Af því tilefni verður opið hús fyrir Framara og velunnara félagsins í Fram-heimilinu frá kl. 15 þar sem boðið verður upp á veitingar. í tilkynningu frá Fram er þess getið að félagið er í hópi elstu starfandi íþróttafé- laga landsins og var eitt af stofnfélögum ÍSI 1912. Fram hefur átján sinnum orðið íslandsmelstari í knattspyrnu og sjö sinnum bikarmeistari. í handknattleik hefur félagið átta sinnum orðið íslandsmeistari í karla- flokki og nitján sinnum í kvennaflokki, auk þess sem Fram-stúlkur hafa níu sinnum orðið bikarmeistarar. Þess er og getið að öflug skíðadeild sé með aðsetur í Eldborg- argili ( Bláfjöllum þar sem aðstaða sé mjög góð. „Höfuðstöðvar Fram eru í Safamýri, en þar standa nú yfir miklar framkvæmdir við byggingu nýs íþróttahúss, sem áætlað er að verði tilbúið í júni á næsta ári," seg- ir ennfremur. Núverandi formaður Fram er Alfreð Þor- steinsson. Uppskeruhátíð Breiðabliks Uppskeruhátíð unglingaráðs körfuknatt- leiksdeildar Breiðabliks verður á morgun, sunnudag, í Félagsheimili Kópavogs og h^fst kl. 14.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.