Morgunblaðið - 01.05.1993, Síða 72

Morgunblaðið - 01.05.1993, Síða 72
72 _________________________MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1993 SUWWUPAGUR 2/5 Sjónvarpið 9.00 ► Morgunsjónvarp barnanna Kynnir er Rannveig Jóhannsdóttir. 10.45 ►Hlé 17.35 ►Sunnudagshugvekja Hjalti Hugason lektor flytur. 17.45 ►Á eigin spýtur Framhald þáttarað- ar sem sýnd var á liðnu ári, þar sem Bjarni Olafsson smiður og kennari veitti tilsögn í smíði nytsamra hluta. í þessum þætti er smíðaður sólpall- ur. Dagskrárgerð: Saga film. 18 00 RADIIAFEkll ►Jarðarberja- DHIinnCrm börnin (Markjord- bærbama) Þáttaröð um börnin Signe og Pál. Signe á von á litlu systkini og í þáttunum er fjallað um hvernig hún upplifír breytinguna sem er að verða á högum fjölskyldunnar. Þýðandi: Jóhanna Jóhannsdóttir. Lesari: Arna María Gunnarsdóttir. (Nordvision - Norska sjónvarpið) (1:3) 18.30 ►Fjölskyldan í vitanum (Round the Twist) Ástralskur myndaflokkur um ævintýri Twist-fjölskyldunnar sem hefur flúið skarkala borgarinnar og sest að í gömlum vita. í fyrsta þættin- um bregður einn úr fjölskyldunni sér á kamarinn og kemst að því að þar er reimt. Honum bregður svo illilega að hann missir falska tönn niður um gatið. Upphefst þá mikill eltingar- leikur við tönnina og drauginn. (1:13) 18.55 ►Táknmálsfréttir .00 ►Skemmtiþáttur Eds Sullivans (The Ed Sullivan Show) Bandarísk syrpa með úrvali úr skemmtiþáttum Eds Suiiivans, sem voru með vinsæl- asta sjónvarpsefni í Bandaríkjunum á árunum frá 1948 til 1971. Fjöldi heimsþekktra tónlistarmanna, gam- anleikara og fjöllistamanna kemur fram í þáttunum. (26:26) 19.30 ►Roseanne Bandarískur gaman- myndaflokkur. Aðalhlutverk: Rose- anne Amold og John Goodman. Þýð- andi: Þrándur Thoroddsen. (1:26) 20.00 ►Fréttir 20.30 ►Veður 20.35 ►Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva 1993 Kynnt verða þrjú laganna sem keppa til úrslita á Ir- landi í maí. 20.45 ►Húsið í Kristjánshöfn (Huset pá Christianshavn) Sjálfstæðar sögur um kynlega kvisti, sem búa í gömlu húsi í Christianshavn í Kaupmanna- höfn og næsta nágrenni þess. Þýð- andi: Olöf Pétursdóttjr. (14:24) 21.10 ►Þjóð í hlekkjum hugarfarsins Fyrsti þáttur: Trúin á moldina Heimildarmynd í fjórum þáttum um atvinnulíf á íslandi fyrr á öldum. í fyrsta þætti er greint frá hornsteini hins foma bændasamfélags, sem var vistarbandið svonefnda. Upp er brugðið svipmyndum, sem sýna hve djúptæk áhrif vistarbandið hafði á atvinnuvegi og mannlíf i landinu. Frásagnir í þáttunum kunna að vekja óhug bama og viðkvæms fólks. Þul- ir: Róbert Arnfinnsson og Agnes Johansen. Handrit og klipping: Bald- ur Hermannsson. Kvikmyndataka: Rúnar Gunnarsson. Framleiðandi: Hringsjá. 22.10 23.40 ifwif iivun ►Sú var t,ðin'st- IiVIIIItII RU Pauli - Fyrri hluti (Damals in St. Pauli) Þýsk sjónvarps- mynd. Árið 1920 kemur ítalskur skipskokkur til þorpsins St. Pauli í útjaðri Hamborgar, sem nú er helsta skemmtanahverfi borgarinnar. Hann dvetur á gistihúsi og ætlar að vera í viku, en verður hrifinn af dóttur ekkjunnar sem ræður þar húsum, flendist á staðnum og opnar ítalskan veitingastað. í myndinni er sagt frá samskiptum hans við heimamenn til ársins 1932. Leikstjórar: Helmut Christian Görlitz og Ottokar Runze. Aðalhlutverk: Stefano Viali, Birgit Bockmann, Erika Skrotzki og Joseph Long. Þýðandi: Veturliði Guðnason. Seinni hluti myndarinnar verður sýndur miðvikudaginn 5. maí. (1:2) Tfllll IQT ►Völuspá Hljómsveit- lUHLIul in Rikshaw flytur framsamda tónlist við hið foma kvæði. Handrit skrifaði Gunniaugur Jónasson sem jafnframt stjórnaði upptöku. Ástrós Gunnarsdóttir samdi dansa. Lesarar: Sigurður Gröndal og Eva Ásrún Albertsdóttir. Síðast sýnt 16. október 1988. 0.05 ►Útvarpsfréttir i dagskrárlok Stöð tvö 9.00 DHDUJICCUI ►Skógarálfarnir DflnnAcriU Þau Ponsa og Vaskur lenda sífeilt í ævintýram. 9.20 ►Magdalena Skemmtileg teikni- mynd um Magdalenu litlu í klaustur- skólanum í París. 9.45 ►Umhverfis jörðina í 80 draumum Ævintýraleg teiknimynd. 10.10 ►Ævintýri Vífils Teiknimyndaflokk- ur um lítinn músastrák. (6:13) 10.35 ►Ferðir Gúllívers Talsett teikmynd. 11.00 ►Kalli kanfna og félagar Teikni- mynd fyrir alla aldurshópa. 11.15 ►Ein af strákunum Teiknimynd sem segir frá ungri stúlku sem er ákveðin í að verða blaðamaður. 11.35 ►Kaldir krakkar (Runaway Bay) Leikinn myndaflokkur um hressa krakka sem hittast í sumarleyfinu á eyjunni Martinique. (5:13) 12.00 ►Evrópski vinsældalistinn (MTV - The European Top 20) Tónlistarþátt- ur þar sem kynnt era tuttugu vinsæl- ustu lög Evrópu. 13.00 IflfllfllVlin ►Rekin að heiman nVIMVIInU (Whcrc the Heart is) Myndin segir á gamansaman hátt frá Stewart McBain sem er vel stönd- ugur fjölskyldufaðir. Dag nokkurn kemst hann að þeirri niðurstöðu að taki hann sig ekki saman í andlitinu sitji hann uppi með börnin sín sem reyndar era komin á fullorðinsár og hafa hingað til lítið sem ekkert haft fyrir lífínu. Aðalhlutverk: Dabney Coleman, Uma Thurman, Joanna Cassidy, Crispin Glover, Suzy Amis og Christopher Plummer. Leikstjóri: John Boorman. 1990. Lokasýning. 14.50 IÞROTTIR ► NBA-tilþrif (NBA Action) Þáttur sem all- ir hafa gaman af. 15.15 ►Handbolti Fylgst með gangi mála í íslandsmótinu í 1. deild í handknatt- leik karla. 15.45 ►NBA-körfuboltinn Einar Bollason lýsir leik Charlotte Hornets og Chicago Bulls í bandarísku NBA- deildinni. 17.00 ►Húsið á sléttunni (Little House on the Prairie) Framhaldsmynda- flokkur um Lauru Ingalls. (13:24) 17.50 ►Aðeins ein jörð Endurtekinn þátt- ur frá síðastliðnu fimmtudagskvöldi. 18.00 ► 60 mínútur Fréttaskýringaþáttur. 18.50 ►Hollensk list (Imagination Capti- vated by Reality) I þessum þætti verður fjallað um það hvað iistamenn þurfa að horfast í augu við þegar þeir vinna með afstæðan raunveru- leika, þ.e. raunveruleika sem eigin- lega ekki er til. 19.19 ►19:19 Fréttir og veður. 20.00 hfCTTID ►Bernskubrek (Thc r ILI I ln Wonder Years) Banda- rískur myndaflokkur um unglinga- vandamál Kevins Arnold. (19:24) 20.30 ►Sporðaköst Lokaþáttur íslensk myndaflokks fyrir veiðiáhugamenn. 21.05 ►Hringborðið (Round Table) Myndaflokkur um ungt fólk sem starfar að löggæslu í höfuðborg Bandaríkjanna. (5:7) 21.55 VlfllfllVliniD ►Ástarleikur n Vlnlrl I nUIII (Gamc of Love) Skemmtistaðir fyrir einhleypa, deyfð ljós, taktföst tónlist, loforð um ævin- týri og ánægju. Jafnvel hlédrægasta fólk breytist í dýr næturinnar, leitar að bráð og ræðst til atlögu. Rétt eins og í framskóginum era sumir sigur- vegarar en aðrir verða að láta í minni pokann. Næturlífið tekur sinn toll hjá þeim sem hafa ekki hörkuna sem þarf til þess að fylgja reglunum - hinir, sem vita út á hvað leikurinn gengur, njóta hans til fullnustu. Aðal- hlutverk: Ed Marino, Mac Gail og Tracy Nelson. Leikstjóri: Bobby Roth. 1987. 23.30 ► Karatestrákurinn III (The Karate Kid III) Þegar Daniel kemur frá Okinawa vonast hann til að geta lif- að friðsömu lífi og unnið með meist- ara sínum, Miyagi, í verslun hans. Þess í stað er hann narraður til að keppa við hinn harðsvíraða Mike Bames. Daniel á augljósiega litla möguleika gegn þessum reynda bar- dagamanni, sérstaklega eftir að Miy- agi neitar að hjálpa honum. Leik- stjóri: John G. Avildsen. 1989. Malt- in gefur verstu einkunn. 1.25 ►Dagskrárlok. Hollensk list - Samspil ímyndunar og veruleika er við- fangsefni fimmta þáttar í röðinni Hollenskri list. Samspil veruleika og ímyndunar STÖÐ 2 KL. 18.50 Samspil veru- leika, ímyndunar og draumsins um betri veröld í verkum hollenskra listamanna verður til umfjöllunar í fjórða þætti Hollenskrar listar (Imagination Captivated by Real- ity). Tjáningarform listamanna eru ákaflega mismunandi og þetta sam- spil birtist í ólíku formi í verkum manna sem tilheyra mismunandi listgreinum og stefnum. Rembrandt leitaði til að mynda, gjarnan til Bibl- íunnar þegar hann reynda að tjá vonir sínar um betri heim en aðrir svo sem grafíklistamaðurinn Japp Drupsteen, fara allt aðrar leiðir til að nálgast svipað markmið en í þættinum verður sýnt hvernig Japp notar nútíma kvikmyndatækni til að tjá sýn sína á hinum „tilveru- lausa veruleika". Þjód í hlekkjum hugarfarsins SJÓNVARPIÐ KL. 21.10 Þjóð í hlekkjum hugarfarsins er heimild- armynd í fjórum þáttum, sem Sjón- varpið sýnir næstu sunnudagskvöld. Myndin fjallar um djúptæka þver- sögn, sem einkennt hefur íslenskt atvinnulíf frá upphafi byggðar. Frá því er greint hvernig þessi þversögn drap í dróma sjálfsbjargarviðleitni íslendinga fyrr á öldum, hefti at- vinnulíf og stöðvaði allan eðlilegan viðgang þjóðarinnar. Fyrsti þáttur- inn nefnist Trúin á moldina og þar er greint frá hornsteini hins forna, íslenska bændasamfélags, sem var vistarbandið svonefnda. Þetta fyrir- komulag hélt þjóðinni í helgreipum öldum saman, kom í veg fyrir mynd- un borga og hindraði framþróun í sjávarútvegi. Seinni þættimir þrír nefnast Fjósamenn á fiskislóð, Hel- víti Húsavíkur-Jóns og Blóðskamm- arþjóðfélagið. Athygli er vakin á Ný íslensk heimildarmynd í fjórum þáttum Þjóð í hlekkjum hug- arfarsins - „Á íslandi hafa aldrei verið boðuð önnur trúarbrögð göf- ugri en trúin á mold- ina.“ Fjórði hluti þáttaraðar um listsköpun Hollendinga Stúdíó 33 frá Höfn Þorsteinn Viggósson gestur Arnar Petersen RÁS 2 KL. 16.05 Örn Petersen fær Þorstein Vig- gósson veitingamann í Kaup- mannahöfn í viðtal til sín í dag. Þorsteinn hefur komið víða við, hefur verið í veitingarekstri í 35 ár, bæði á íslandi og í Dan- mörku, hefur tvisvar misst aleiguna og tvisvar byijað upp á nýtt. Þorsteinn var einn af stofnendum Von Veritas og áður rak hann diskótekið Pussycat og næturklúbbinn Bonaparte sem voru með vin- sælustu skemmtistöðum Kaup- mannahafnar. Auk" viðtalsins við Þorstein leikur Örn tónlist af nýjustu hljómplötum Svíans Thomasar Ledins og dönsku hljómsveitar- innar Shubidua. Þorsteinn Viggósson Vistarbandið - Fyrirkomulag sem hélt þjóðinni í helgreipum öldum saman. því að í þáttunum koma fyrir frá- sagnir sem eru vart við hæfi barna og viðkvæms fólks. Þulir eru Rób- ert Arnfinnsson og Agnes Johans- en, Rúnar Gunnarsson kvikmyndaði og Baldur Hermannsson skrifaði handrit og klippti þættina. Fram- leiðandi þáttanna er Hringsjá. Samneyti villtra og ræktaðra fiskstofna Verndun villtra fiskistofna til umfjöllunar í Sporðaköstum STÖÐ 2 KL. 20.30 Verndun villtra fiskistofna sem þrífast í íslenskum ám og vötnum verður til umfjöllun- ar í Sporðaköstum í kvöld. Rætt verður við sérfræðinga og áhuga- menn um sérkenni villtra fiski- stofna í ám og vötnum og hvaða áhrif samneyti þeirra við ræktaða stofna gæti haft í för með sér. Auk umfjöllunar um hugsanlegar hætt- ur, svo sem erfðablöndun, verður talað um kaup á laxakvóta í úthafi og þau skref sem stigin hafa verið til að vernda og viðhalda villtum fiskistofnum í íslensku ferskvatni. Dagskrárgerð er í höndum Barkar Braga Baldvinsssonar. Sporðaköst - Verndun villtra fiskistofna sem þrífast í íslensk- um ám og vötnum verður til umfjöllunar í Sporðaköstum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.