Morgunblaðið - 01.05.1993, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 01.05.1993, Qupperneq 72
72 _________________________MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1993 SUWWUPAGUR 2/5 Sjónvarpið 9.00 ► Morgunsjónvarp barnanna Kynnir er Rannveig Jóhannsdóttir. 10.45 ►Hlé 17.35 ►Sunnudagshugvekja Hjalti Hugason lektor flytur. 17.45 ►Á eigin spýtur Framhald þáttarað- ar sem sýnd var á liðnu ári, þar sem Bjarni Olafsson smiður og kennari veitti tilsögn í smíði nytsamra hluta. í þessum þætti er smíðaður sólpall- ur. Dagskrárgerð: Saga film. 18 00 RADIIAFEkll ►Jarðarberja- DHIinnCrm börnin (Markjord- bærbama) Þáttaröð um börnin Signe og Pál. Signe á von á litlu systkini og í þáttunum er fjallað um hvernig hún upplifír breytinguna sem er að verða á högum fjölskyldunnar. Þýðandi: Jóhanna Jóhannsdóttir. Lesari: Arna María Gunnarsdóttir. (Nordvision - Norska sjónvarpið) (1:3) 18.30 ►Fjölskyldan í vitanum (Round the Twist) Ástralskur myndaflokkur um ævintýri Twist-fjölskyldunnar sem hefur flúið skarkala borgarinnar og sest að í gömlum vita. í fyrsta þættin- um bregður einn úr fjölskyldunni sér á kamarinn og kemst að því að þar er reimt. Honum bregður svo illilega að hann missir falska tönn niður um gatið. Upphefst þá mikill eltingar- leikur við tönnina og drauginn. (1:13) 18.55 ►Táknmálsfréttir .00 ►Skemmtiþáttur Eds Sullivans (The Ed Sullivan Show) Bandarísk syrpa með úrvali úr skemmtiþáttum Eds Suiiivans, sem voru með vinsæl- asta sjónvarpsefni í Bandaríkjunum á árunum frá 1948 til 1971. Fjöldi heimsþekktra tónlistarmanna, gam- anleikara og fjöllistamanna kemur fram í þáttunum. (26:26) 19.30 ►Roseanne Bandarískur gaman- myndaflokkur. Aðalhlutverk: Rose- anne Amold og John Goodman. Þýð- andi: Þrándur Thoroddsen. (1:26) 20.00 ►Fréttir 20.30 ►Veður 20.35 ►Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva 1993 Kynnt verða þrjú laganna sem keppa til úrslita á Ir- landi í maí. 20.45 ►Húsið í Kristjánshöfn (Huset pá Christianshavn) Sjálfstæðar sögur um kynlega kvisti, sem búa í gömlu húsi í Christianshavn í Kaupmanna- höfn og næsta nágrenni þess. Þýð- andi: Olöf Pétursdóttjr. (14:24) 21.10 ►Þjóð í hlekkjum hugarfarsins Fyrsti þáttur: Trúin á moldina Heimildarmynd í fjórum þáttum um atvinnulíf á íslandi fyrr á öldum. í fyrsta þætti er greint frá hornsteini hins foma bændasamfélags, sem var vistarbandið svonefnda. Upp er brugðið svipmyndum, sem sýna hve djúptæk áhrif vistarbandið hafði á atvinnuvegi og mannlíf i landinu. Frásagnir í þáttunum kunna að vekja óhug bama og viðkvæms fólks. Þul- ir: Róbert Arnfinnsson og Agnes Johansen. Handrit og klipping: Bald- ur Hermannsson. Kvikmyndataka: Rúnar Gunnarsson. Framleiðandi: Hringsjá. 22.10 23.40 ifwif iivun ►Sú var t,ðin'st- IiVIIIItII RU Pauli - Fyrri hluti (Damals in St. Pauli) Þýsk sjónvarps- mynd. Árið 1920 kemur ítalskur skipskokkur til þorpsins St. Pauli í útjaðri Hamborgar, sem nú er helsta skemmtanahverfi borgarinnar. Hann dvetur á gistihúsi og ætlar að vera í viku, en verður hrifinn af dóttur ekkjunnar sem ræður þar húsum, flendist á staðnum og opnar ítalskan veitingastað. í myndinni er sagt frá samskiptum hans við heimamenn til ársins 1932. Leikstjórar: Helmut Christian Görlitz og Ottokar Runze. Aðalhlutverk: Stefano Viali, Birgit Bockmann, Erika Skrotzki og Joseph Long. Þýðandi: Veturliði Guðnason. Seinni hluti myndarinnar verður sýndur miðvikudaginn 5. maí. (1:2) Tfllll IQT ►Völuspá Hljómsveit- lUHLIul in Rikshaw flytur framsamda tónlist við hið foma kvæði. Handrit skrifaði Gunniaugur Jónasson sem jafnframt stjórnaði upptöku. Ástrós Gunnarsdóttir samdi dansa. Lesarar: Sigurður Gröndal og Eva Ásrún Albertsdóttir. Síðast sýnt 16. október 1988. 0.05 ►Útvarpsfréttir i dagskrárlok Stöð tvö 9.00 DHDUJICCUI ►Skógarálfarnir DflnnAcriU Þau Ponsa og Vaskur lenda sífeilt í ævintýram. 9.20 ►Magdalena Skemmtileg teikni- mynd um Magdalenu litlu í klaustur- skólanum í París. 9.45 ►Umhverfis jörðina í 80 draumum Ævintýraleg teiknimynd. 10.10 ►Ævintýri Vífils Teiknimyndaflokk- ur um lítinn músastrák. (6:13) 10.35 ►Ferðir Gúllívers Talsett teikmynd. 11.00 ►Kalli kanfna og félagar Teikni- mynd fyrir alla aldurshópa. 11.15 ►Ein af strákunum Teiknimynd sem segir frá ungri stúlku sem er ákveðin í að verða blaðamaður. 11.35 ►Kaldir krakkar (Runaway Bay) Leikinn myndaflokkur um hressa krakka sem hittast í sumarleyfinu á eyjunni Martinique. (5:13) 12.00 ►Evrópski vinsældalistinn (MTV - The European Top 20) Tónlistarþátt- ur þar sem kynnt era tuttugu vinsæl- ustu lög Evrópu. 13.00 IflfllfllVlin ►Rekin að heiman nVIMVIInU (Whcrc the Heart is) Myndin segir á gamansaman hátt frá Stewart McBain sem er vel stönd- ugur fjölskyldufaðir. Dag nokkurn kemst hann að þeirri niðurstöðu að taki hann sig ekki saman í andlitinu sitji hann uppi með börnin sín sem reyndar era komin á fullorðinsár og hafa hingað til lítið sem ekkert haft fyrir lífínu. Aðalhlutverk: Dabney Coleman, Uma Thurman, Joanna Cassidy, Crispin Glover, Suzy Amis og Christopher Plummer. Leikstjóri: John Boorman. 1990. Lokasýning. 14.50 IÞROTTIR ► NBA-tilþrif (NBA Action) Þáttur sem all- ir hafa gaman af. 15.15 ►Handbolti Fylgst með gangi mála í íslandsmótinu í 1. deild í handknatt- leik karla. 15.45 ►NBA-körfuboltinn Einar Bollason lýsir leik Charlotte Hornets og Chicago Bulls í bandarísku NBA- deildinni. 17.00 ►Húsið á sléttunni (Little House on the Prairie) Framhaldsmynda- flokkur um Lauru Ingalls. (13:24) 17.50 ►Aðeins ein jörð Endurtekinn þátt- ur frá síðastliðnu fimmtudagskvöldi. 18.00 ► 60 mínútur Fréttaskýringaþáttur. 18.50 ►Hollensk list (Imagination Capti- vated by Reality) I þessum þætti verður fjallað um það hvað iistamenn þurfa að horfast í augu við þegar þeir vinna með afstæðan raunveru- leika, þ.e. raunveruleika sem eigin- lega ekki er til. 19.19 ►19:19 Fréttir og veður. 20.00 hfCTTID ►Bernskubrek (Thc r ILI I ln Wonder Years) Banda- rískur myndaflokkur um unglinga- vandamál Kevins Arnold. (19:24) 20.30 ►Sporðaköst Lokaþáttur íslensk myndaflokks fyrir veiðiáhugamenn. 21.05 ►Hringborðið (Round Table) Myndaflokkur um ungt fólk sem starfar að löggæslu í höfuðborg Bandaríkjanna. (5:7) 21.55 VlfllfllVliniD ►Ástarleikur n Vlnlrl I nUIII (Gamc of Love) Skemmtistaðir fyrir einhleypa, deyfð ljós, taktföst tónlist, loforð um ævin- týri og ánægju. Jafnvel hlédrægasta fólk breytist í dýr næturinnar, leitar að bráð og ræðst til atlögu. Rétt eins og í framskóginum era sumir sigur- vegarar en aðrir verða að láta í minni pokann. Næturlífið tekur sinn toll hjá þeim sem hafa ekki hörkuna sem þarf til þess að fylgja reglunum - hinir, sem vita út á hvað leikurinn gengur, njóta hans til fullnustu. Aðal- hlutverk: Ed Marino, Mac Gail og Tracy Nelson. Leikstjóri: Bobby Roth. 1987. 23.30 ► Karatestrákurinn III (The Karate Kid III) Þegar Daniel kemur frá Okinawa vonast hann til að geta lif- að friðsömu lífi og unnið með meist- ara sínum, Miyagi, í verslun hans. Þess í stað er hann narraður til að keppa við hinn harðsvíraða Mike Bames. Daniel á augljósiega litla möguleika gegn þessum reynda bar- dagamanni, sérstaklega eftir að Miy- agi neitar að hjálpa honum. Leik- stjóri: John G. Avildsen. 1989. Malt- in gefur verstu einkunn. 1.25 ►Dagskrárlok. Hollensk list - Samspil ímyndunar og veruleika er við- fangsefni fimmta þáttar í röðinni Hollenskri list. Samspil veruleika og ímyndunar STÖÐ 2 KL. 18.50 Samspil veru- leika, ímyndunar og draumsins um betri veröld í verkum hollenskra listamanna verður til umfjöllunar í fjórða þætti Hollenskrar listar (Imagination Captivated by Real- ity). Tjáningarform listamanna eru ákaflega mismunandi og þetta sam- spil birtist í ólíku formi í verkum manna sem tilheyra mismunandi listgreinum og stefnum. Rembrandt leitaði til að mynda, gjarnan til Bibl- íunnar þegar hann reynda að tjá vonir sínar um betri heim en aðrir svo sem grafíklistamaðurinn Japp Drupsteen, fara allt aðrar leiðir til að nálgast svipað markmið en í þættinum verður sýnt hvernig Japp notar nútíma kvikmyndatækni til að tjá sýn sína á hinum „tilveru- lausa veruleika". Þjód í hlekkjum hugarfarsins SJÓNVARPIÐ KL. 21.10 Þjóð í hlekkjum hugarfarsins er heimild- armynd í fjórum þáttum, sem Sjón- varpið sýnir næstu sunnudagskvöld. Myndin fjallar um djúptæka þver- sögn, sem einkennt hefur íslenskt atvinnulíf frá upphafi byggðar. Frá því er greint hvernig þessi þversögn drap í dróma sjálfsbjargarviðleitni íslendinga fyrr á öldum, hefti at- vinnulíf og stöðvaði allan eðlilegan viðgang þjóðarinnar. Fyrsti þáttur- inn nefnist Trúin á moldina og þar er greint frá hornsteini hins forna, íslenska bændasamfélags, sem var vistarbandið svonefnda. Þetta fyrir- komulag hélt þjóðinni í helgreipum öldum saman, kom í veg fyrir mynd- un borga og hindraði framþróun í sjávarútvegi. Seinni þættimir þrír nefnast Fjósamenn á fiskislóð, Hel- víti Húsavíkur-Jóns og Blóðskamm- arþjóðfélagið. Athygli er vakin á Ný íslensk heimildarmynd í fjórum þáttum Þjóð í hlekkjum hug- arfarsins - „Á íslandi hafa aldrei verið boðuð önnur trúarbrögð göf- ugri en trúin á mold- ina.“ Fjórði hluti þáttaraðar um listsköpun Hollendinga Stúdíó 33 frá Höfn Þorsteinn Viggósson gestur Arnar Petersen RÁS 2 KL. 16.05 Örn Petersen fær Þorstein Vig- gósson veitingamann í Kaup- mannahöfn í viðtal til sín í dag. Þorsteinn hefur komið víða við, hefur verið í veitingarekstri í 35 ár, bæði á íslandi og í Dan- mörku, hefur tvisvar misst aleiguna og tvisvar byijað upp á nýtt. Þorsteinn var einn af stofnendum Von Veritas og áður rak hann diskótekið Pussycat og næturklúbbinn Bonaparte sem voru með vin- sælustu skemmtistöðum Kaup- mannahafnar. Auk" viðtalsins við Þorstein leikur Örn tónlist af nýjustu hljómplötum Svíans Thomasar Ledins og dönsku hljómsveitar- innar Shubidua. Þorsteinn Viggósson Vistarbandið - Fyrirkomulag sem hélt þjóðinni í helgreipum öldum saman. því að í þáttunum koma fyrir frá- sagnir sem eru vart við hæfi barna og viðkvæms fólks. Þulir eru Rób- ert Arnfinnsson og Agnes Johans- en, Rúnar Gunnarsson kvikmyndaði og Baldur Hermannsson skrifaði handrit og klippti þættina. Fram- leiðandi þáttanna er Hringsjá. Samneyti villtra og ræktaðra fiskstofna Verndun villtra fiskistofna til umfjöllunar í Sporðaköstum STÖÐ 2 KL. 20.30 Verndun villtra fiskistofna sem þrífast í íslenskum ám og vötnum verður til umfjöllun- ar í Sporðaköstum í kvöld. Rætt verður við sérfræðinga og áhuga- menn um sérkenni villtra fiski- stofna í ám og vötnum og hvaða áhrif samneyti þeirra við ræktaða stofna gæti haft í för með sér. Auk umfjöllunar um hugsanlegar hætt- ur, svo sem erfðablöndun, verður talað um kaup á laxakvóta í úthafi og þau skref sem stigin hafa verið til að vernda og viðhalda villtum fiskistofnum í íslensku ferskvatni. Dagskrárgerð er í höndum Barkar Braga Baldvinsssonar. Sporðaköst - Verndun villtra fiskistofna sem þrífast í íslensk- um ám og vötnum verður til umfjöllunar í Sporðaköstum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.