Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1993 Hart deilt mnan ríkisstj órnarmnar um breytingar á búvörulögum Paradísarfuglablómin og stj órnarsamstarfið SAMSTARF ráðherra í ríkisstjórninni er með stirðasta móti vegna deilu Halldórs Blöndal landbúnaðarráðherra annars vegar og Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra, Jóns Bald- vins Hannibalssonar utanríkisráðherra og Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra hins vegar. Einkum hafa skeyti gengið á milli landbúnaðarráðherra og utanríkisráðherra um frumvarp það um breytingar á búvörulögum, sem Halldór hefur lagt fram. Deilan snýst um það hvort landbúnaðarráðherra eigi að ákveða það eður ei, hvort leggja skuli verðjöfnunargjald á landbúnaðarvörur, sem leyfilegt verður að flytja til lands- ins samkvæmt EES-samningnum og tvíhliða samkomulagi við Evrópubandalagið. Við fyrstu sýn virðist deilan snúast um nokkur suðræn blóm og grænmetistegundir, en að baki ligg- ur stærri spurning um það hver muni ráða verðlagningu á Iandbúnaðarafurðum þegar innflutningur á þeim verður gef- inn frjáls í auknum mæli á næstu árum, eins og flest stefnir í. AF INNLENDUM VETTVANGI ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN Málið tengist samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, þó með óbeinum hætti. Með gerð samningsins um EES var ákveðið að rýmka eilítið um innflutning á unnum landbúnaðarvörum hingað til lands. Þar er t.d. um að ræða jógúrt, vissar aðrar sýrðar mjólkur- afurðir, smjörlíki og aðrar oliu- blöndur, sem innihalda á milli 10-15% af mjólkurfítu. Heimilt er samkvæmt samningnum — en alls ekki skyit — að leggja full verðjöfn- unargjöld á þessar vörur, eins og nokkrar vörutegundir sem áður hefur ekki verið innflutningsbann á; t.d. kakó, pasta og súpur. Auk þessa var gert sérstakt tví- hliða samkomulag íslands og Evr- ópubandalagsins um landbúnað, sem tók gildi 15. apríl síðastliðinn. Samkvæmt því er enn rýmkað örlít- ið um innflutningshöft og innflutn- ingur leyfður á fimm blómategund- um; nelliku, lokaskeggi, flamingó- blómi, fuglamjólk og paradísar- fuglablómi, á tímabilinu 1. desem- ber til 30. apríl. Á tímabilinu 1. nóvember til 15. marz má flytja inn fímm grænmetistegundir; tómata, salathöfuð, gúrkur, nýja eða kælda papriku og frysta papriku. Þarf að breyta búvörulögom Til þess að þessi innflutningur stangist ekki á við núgildandi bú- vörulög, þarf að breyta þeim. Er Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra lagði fram frumvarp þess efnis i nóvember, vildu þrír aðrir ráðherrar, sem málið snertir, skoða málið betur. Það voru þeir Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráð- herra, sem fer með utanríkisverzl- un, Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra, sem fer með almennan inn- flutning og iðnaðarmál, og Friðrik Sophusson fjármálaráðherra, en álagning vörugjalda er á hans starfssviði. Ráðherrum gekk illa að verða sammála um innihald frum- varpsins og eftir fimm mánaða þóf varð til samsuða, sem allir voru álíka óánægðir með. í frumvarpinu, eins og það var lagt fram, var kveð- ið á um að „innflutningur á búvör- um, unnum sem óunnum og tilsvar- andi vörum, er háður samþykki landbúnaðarráðherra“ og að „ráð- herra getur ... heimilað innflutn- ing í samræmi við ákvæði í fríverzl- unar- og milliríkjasamningum, sem ísland er aðili að. Jafnframt látið að öðru leyti koma til framkvæmda ákvæði í slíkum samningum, bók- unum og viðaukum, sem teljast óaðskiljanlegur hluti þeirra, svo og breytingar sem kunna að verða gerðar á slíkum samningum og bókunum og viðaukum við þá.“ Samkomulag í ríkisstjórn en breytingar á þingi Samkomulag var gert í ríkis- stjóminni um þetta orðalag og bók- að á ríkisstjórnarfundi, með því for- orði að 'allir ráðherramir gætu sætt sig við niðurstöðuna. Þegar fmm- varpið kom fyrir landbúnaðamefnd Alþingis, tók það verulegum breyt- ingum. Nefndarálit kom fram á miðvikudag og frumvarpið kom á dagskrá Alþingis. Meirihluti nefnd- arinnar, sem skipaður er sjálfstæð- ismönnunum Agli Jónssyni, for- manni, Einari Guðfínnssyni, Eggert Haukdal og Árna R. Ámasyni, al- þýðuflokksmanninum Össuri Skarphéðinssyni og framsóknar- mönnunum Jóhannesi Geir Sigur- geirssyni og Guðna Ágústssyni, skilur fmmvarpið þannig, að ekki eigi að leyfa innflutning landbúnað- arafurða, nema verðjöfnunargjöld verði lögð á þær. Þess vegna leggur hann til að í framvarpinu standi: „Ráðherra getur .. . heimilað inn- flutning í samræmi við ákvæði í fríverzlunar- og milliríkjasamning- um sem ísland er aðili að, enda sé verðjöfnunargjöldum beitt í sam- ræmi við heimildir í milliríkja- samningnum." í nefndaráliti meiri- hlutans segir um þessa breytingar- tillögu: „Hér á landi hefur verið valin sú leið að fela fjármálaráð- herra framkvæmd á verðjöfnunar- heimildinni en landbúnaðarráðherra framkvæmd á heimildum til inn- flutnings þessara vara. Með breyt- ingunni er lagt til að tekið verði skýrt fram í frumvarpinu að skil- yrði þess að landbúnaðarráðherra beiti heimild sinni til að leyfa hinn samningsbundna innflutning verði að fjármálaráðherra nýti sér heim- ildir viðkomandi samninga um beit- ingu verðjöfnunargjalda. Verði það skilyrði ekki uppfýllt getur landbún- aðarráðherra synjað um slíkan inn- flutning." Valdið fært milli ráðherra Með þessu er í raun verið að taka völdin af fjármálaráðherranum og færa landbúnaðarráðherranum ákvörðunarvald um bæði innflutn- inginn og álagningu verðjöfnunar- gjaldsins. Heimildin, sem er í EES- samningnum til að leggja á verð- jöfnunargjöld, væri orðin að skyldu, yrði þetta að lögum. Fjármálaráð- herra, sem vill að sjálfsögðu halda skattlagningarvaldinu hjá sér, og ráðherrar Alþýðuflokksins, sem eru almennt hlynntir innflutningi land- búnaðarafurða á sem lægstu verði til þess að bæta hag neytenda, eru æfír yfír þessu. Landbúnaðarráð- herra er hins vegar hæstánægður. Þingflokkur Alþýðuflokksins hafn- aði breytingartillögum nefndar- meirihlutans algerlega, og í þing- flokki Sjálfstæðisflokksins lauk fundi um málið án niðurstöðu. Fjármálaráðherra og ráðherrar alþýðuflokksins telja breytingartil- lögur meirihluta landbúnaðarnefnd- ar brjóta í bága við ýmis laga- ákvæði, til dæmis ákvæði stjómar- ráðslaga um verksvið ráðherra. Þá sé landbúnaðarráðherranum gefin heimild til þess að ákveða hvort hann eigi að framfylgja milliríkja- samningum, sem sé brot á þjóða- rétti, lögum um stjórnarráðið og sennilega á stjómarskránni. Þá tel- ur viðskiptaráðuneytið að breyting- artillögumar bijóti gegn tollalög- um, þar sem það sé samkvæmt þeim verkefni fjármálaráðherra að leggja á jöfnunargjöld. Samkvæmt áliti þeirra Sveins Snorrasonar hæstaréttarlögmanns og Jóns Höskuldssonar, deildarstjóra lög- fræðideildar landbúnaðarráðuneyt- isins, sem Halldór Blöndal aflaði sér í gær, segir hins vegar að breyting- artillögur landbúnaðamefndar feli ekki í sér efnisbreytingar frá upp- haflegu frumvarpi að þessu leyti. „Verði frumvarpið að lögum getur landbúnaðarráðherra ákveðið með reglugerð eða á annan hátt, hvort Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra um frumvarpið um búvörulögin Verðui' að tryggja rekstrar- umhverfi landbúnaðarms HALLDÓR Blöndal landbúnaðarráðherra segir að frumvarpið um breytingar á búvörulögum, sem hart er deilt um í ríkisstjórn, hafi ekki tekið efnislegaim breytingum frá því það var samþykkt í ríkis- stjórn. Hann vísar því á bug að hann hafi rofið samkomulag við fjár- málaráðherra, viðskiptaráðherra og utanríkisráðherra um efni þess. „Frumvarpið er reist á stefnu rík- isstjómarinnar í málefnum landbún- aðarins, í tengslum við Evrópska efnahagssvæðið og GATT-samning- ana, en samþykkt þeirra mun hafa í för með sér verulegan innflutning og nýja samkeppni í landbúnaði," sagði Halldór. „Fmmvarpið byggir á því, og um það náðist samkomulag í ríkisstjóminni, að innflutningur á búvömm, unnum sem óunnum, og tilsvarandi vömm, skuli háður sam- þykki landbúnaðarráðherra. Að þvf samkomulagi komu einkum Björn Friðfinnsson frá viðskiptaráðuneyti og Sigurgeir Þorgeirsson frá land- búnaðarráðuneyti, og um það var enginn misskilningur milli mín og iðnaðarráðherra. Jafnframt er kveðið á um það í frumvarpinu að landbún- aðarráðherra sé heimilt að leyfa inn- flutning í samræmi við ákvæði í frí- verzlunar- og milliríkjasamningum og láta koma til framkvæmda ákvæði í slíkum samningum. Þetta þýðir að vömlíki falla undir ákvæði fmmvarp- ins og sömuleiðis verður það á valdi landbúnaðarráðherra að kveða á um hvort verðjöfnunargjöld verði lögð á hinar innfluttu vömr, í samræmi við hina alþjóðlegu samninga. Það ákvæði fmmvarpsins var síðan sér- staklega borið undir utanríkisráðu- neytið í meðfömm þingsins og land- búnaðarnefnd breytti orðalagi sam- kvæmt tilmælum þess. Það var raun- ar formaður þingflokks Alþýðu- flokksins, Össur Skarphéðinsson, sem hafði milligöngu um að það orða- lag yrði borið undir utanríkisráðu- neytið og ábendingar kæmu þaðan. Það er líka nauðsynlegt að fram komi að Indriða Þorlákssyni, skrif- stofustjóra í fjármálaráðuneytinu, var fullkunnugt um þann skilning landbúnaðarráðuneytisins að með frumvarpinu væri þetta vald fært í hendur landbúnaðarráðherra. Það var því gengið mjög hreint til verks og engin eftirmál af minni hálfu.“ Hvatning frá bændum Halldór sagði að sér þætti með ólíkindum að ráðherrar Alþýðu- flokksins vildu nú'draga til baka eða draga úr fyrri skuldbindingum sínum við landbúnaðinn, í tengslum við samninginn um EES. „Ég hef fengið hvatningu frá bændum og raunar kveðjur frá bún- aðarsamböndum nú á þessum klukkustundum, sem sýna að ná- kvæmlega er fýlgzt með þessu máli. Það er auðvitað hluti af sjálfstæðis- baráttu okkar íslendinga, nú þegar við göngum til alþjóðlegs samstarfs, að íslenzkir atvinnuvegir geti treyst því að líka þau ákvæði samninganna, sem lúta að réttindum þeirra og rekstrammhverfi, gangi fram. Það sé ekki aðeins opnað fyrir innflutn- ing, heldur njóti íslenzkir atvinnu- vegir sambærilegra kjara og stéttar- bræður þeirra í öðmm löndum Efna- hagssvæðisins," sagði Halldór. Aðspurður hvort hann hefði heyrt frá neytendum, sem fengju ódýrari landbúnaðarafurðir ef álagningu verðjöfnunargjalda á innflutning væri sleppt, sagði Halldór að verið væri að tala um að opna fyrir inn- flutning. „Ef það á að fara að blanda neytendapólitík eitthvað saman við þetta mál, hafa bændur nú tekið á sig verulega tekjuskerðingu til að koma tiPmóts við sjónarmið neyt- enda. Atvinnutekjur sauðfjárbænda munu minnka um 40% á næsta ári og verð á lambakjöti til bænda á íslandi er lægra en í löndum Evrópu- bandalagsins. Þar em háir styrkir til nautakjötsframleiðslu og fleiri greina, en engir slíkir styrkir em hér á landi. Ef við tökum saman fram- leiðslutengd útgjöld ríkisins vegna landbúnaðarmála, er það lægri upp- hæð en sá virðisaukaskattur, sem er lagður á íslenzkar landbúnaðaraf- urðir, og má þá kannski skírskota til þess að til dæmis í Bretlandi er enginn virðisaukaskattur á landbún- aðarvömm." Utanríkisráðherra getur ekki staðið við fullyrðingar Aðspurður hvernig líklegt væri að deila hans við samráðherra sína leystist, sagði Halldór: „Það er alveg ljóst að við það verður að standa að bændur geti verið ömggir um það rekstrammhverfí, sem þeir hafa inn- an EES. Það er líka öldungis ljóst að það er ekki hægt að hverfa frá því að það verði á valdi landbúnaðar- ráðherra að kveða á um innflutning- inn, tryggja það að verðjöfnunargjöld verði lögð á, eins og í öðmm löndum EES, og raska þannig ekki rekstrar- gmndvelli landbúnaðarins." Halldór sagði að fullyrðingar ut- anríkisráðherra um að hann hefði rofíð samkomulag ráðherranna væm út í hött og hann gæti ekki staðið við þær. „Það er auðvitað ekki gott í stjómarsamstarfi ef ráðherrar verða að tala saman með þessum hætti í fjölmiðlum, en ég get ekki setið undir þessum orðum þegjandi." Landbúnaðarráðherra sagði að í ríkisstjóminni lægi fyrir sú samþykkt að leggja full jöfnunargjöld á allar innfluttar landbúnaðarvömr, sem væm í samkeppni við innlenda fram- leiðslu, og það yrði að tryggja. Aðalstræti 6 Tillögu um skreytingu vísað til borgarráðs TILLAGA Guðrúnar Ög- mundsdóttur, Kvennalista, í borgarstjóm Reykjavíkur um samkeppni um listskreytingu á framhlið Morgunblaðshúss- ins, Aðalstræti 6, sem keypt hefur verið fyrir Borgarbóka- safnið, var vísað til borgar- ráðs. Tillagan gerir ráð fyrir sam- bærilegri samkeppni og verið hefur um aðrar listskreytingar á vegum borgarinnar, samanber Ráðhús Reykjavíkur. Jafnframt að borgarráði yrði falin nánari útfærsla á tillögunni, m.a. við- ræður við meðeigendur hússins og handhafa höfundarétta. Lyftistöng I greinargerð með tillögunni segir, að listskreyting á húsið yrði mikil lyftistöng fyrir útlit og ímynd miðbæjarins. „List- skreyting myndi einnig hafa mjög styrkjandi áhrif á endur- hönnun og breytt skipulag við Ingólfstorg/Grófartorg. Þar sem húsið er nú að fara að hýsa aðra starfsemi og fá nýtt hlut- verk í miðbænum, er þetta kjör- ið tækifæri til að breyta ímynd þess með listskreytingu á fram- hlið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.