Morgunblaðið - 16.05.1993, Side 1

Morgunblaðið - 16.05.1993, Side 1
80 SIÐUR B 109. tbl. 81. árg. SUNNUDAGUR 16. MAI 1993 PRENTSMIÐJA MORGUNBLADSINS Martröðinni lokið MENN úr sérsveitum frönsku lögreglunnar eru hér að bera börnin út úr skólanum eftir að maðurinn, sem hélt þeim í gíslingu, hafði verið skotinn. Þar með lauk 46 klukkustunda langri martröð fyrir foreldra barnanna og raunar alla Frakka, sem fylgst hafa með málinu milli vonar og ótta. Gíslatöku í París lauk þegar lögreglan skaut manninn til bana Danir takast á um Maastricht DANIR kjósa um Maastricht-samninginn öðru sinni á þriðjudag og bendir flest til, að hann verði samþykktur. Ummæli yfirhagfræðings Citibank í London um að dönsku krónunni sé ekki hætt þótt kjósendur höfnuðu Edinborgarákvæðun- um ganga hins vegar þvert a það sem meðmælendur þeirra hafa haldið fram, en stöðugleiki í efnahagslífinu eru helstu röksemdir þeirra fyrir jái. Neil MacKinn- on segir í viðtali við Politiken að krónan lendi ekki í neinum ólgusjó þó Edin- borgarákvæðunum verði hafnað, því á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum þyki ósennilegt að nokkuð verði úr áættunum EB um myntbandalag fyrir aldamót. Sagnfræðingur nokkur hefur ályktað að góða veðrið geri Dani sjálfstæðari og þar sem spáð er sól og 25 stiga hita næstu daga auki það líkur á höfnun. Skoðana- kannanir benda þó allar til, að Ma- astricht verði samþykkt. Mannleg mistök SÁ atburður varð í Svíþjóð á síðasta ári, að lítil flugvél lenti í vandræðum, missti mótorinn eins og stundum er sagt, og neyddist flugmaðurinn til að nauðlenda á vatni. Sökk vélin til botns á þriggja metra dýpi en flugmanninum og farþega hans tókst þó að bjarga sér við illan leik. Flugslysanefndin sænska hefur nú Iokið við að rannasaka málið og í skýrslu, sem hún hefur sent frá sér, er komist að þeirri niðurstöðu, að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Fólust þau í því, að flug- maðurinn varð svo gagntekinn af fegurð stjörnuhiminsins, að hann gáði ekki að sér þegar bensínið þraut á aðaltankinum og gleymdi að skipta yfir á varatankinn. Serbar kjósa um friðaráætlunina SERBAR í Bosníu greiða nú um helgina • atkvæði um friðaráætlun Vance og Owens og Sameinuðu þjóðanna og er talið fullvíst, að hún verði felld með miklum meirihluta. Hefur sjálfskipað þing þeirra fellt hana þrisvar og áskor- anir Serba í Serbíu og Svartfjallalandi um að samið verði um frið hafa engin áhrif haft. Á Vesturlöndum virðist eng- in samstaða vera um einhveijar aðgerð- ir í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Bosníu-Serbar á kjörskrá eru um 730.000 en kjósa átti í gær og í dag. Á Vesturlöndum hefur þjóðaratkvæða- greiðslunni verið vísað á bug sem mark- lausri en meðal Serba sjálfra virðist mikill áhugi vera á henni. Mætti fólk snemma á kjörstað og kváðust sumir varla hafa sofið af tilhlökkun. „Þetta eru mikilvægustu kosningar í lífi mínu. Nú gefst okkur tækifæri til sýna hvaða hug við berum til áætlunar Vance og Owens,“ sagði kjósandi í Pale. „Bömin höfðu líklega minni áhyggjur en við“ Neuilly. Reuter MAÐURINN, sem hélt sex börnum og kennara þeirra í gíslingu í skóla í París, var skotinn til bana í gærmorgun. Hafði hann sofnað út frá þvi að telja peninga, lausn- argjaldið, sem hann hafði fengið fyrir börnin, og notaði þá lögreglan tækifærið til að koma börnunum undan. Við það vaknaði hann og var þá umsvifalaust skotinn enda var hann girtur miklu sprengiefni. Börnin og kennara þeirra sakaði ekki. Umsátrið um skólann stóð í 46 klukku- stundir og hafði maðurinn fyrst á valdi sínu 21 bam auk kennarans. 15 börnum sleppti hann á fimmmtudag en hin sex hótaði hann að deyða yrði hann ekki látinn fá um einn milljarð fsl. kr. í lausnargjald fyrir þau og tryggð undankoma. Var orðið við kröfunni um peningana og þeim komið til hans. í fyrrakvöld og fyrrinótt var reynt að semja við manninn um að hann afhenti sprengiefn- ið, sem hann var með, en fengi í staðinn byssu og bíl til að koma sér burt en á það vildi hann ekki fallast. Mjög taugaóstyrkur „Hann var orðinn mjög taugaóstyrkur," sagði Nicolas Sarkozy, borgarstjóri í Neu- illy, sem er úthverfí frá París, „og þuldi fyrir munni sér, að börnin væm skjöldurinn sinn og vildi ekki koma út. Allt í einu var eins og hann frysi og hann var ekki meira til viðtals." Það var svo klukkan hálfátta í gærmorg- un að frönskum tíma, að menn úr sérsveitum lögreglunnar voguðu sér inn í kennslustof- una en þá var vitað, að maðurinn hafði sofn- að við að telja peningana. Virtist hann gagn- tekinn af þeim og taldi þá í sífellu þar til hann dottaði eftir nokkurra sólarhringa vöku. Hann vaknaði þó þegar lögreglumenn- irnir voru að fara burt með börnin og var hann þá skotinn í höfuðið. Tilbúinn að sprengja skólann Um sig miðjan hafði maðurinn bundið 16 dýnamítstúpur og fimm aðrar fundust í skólastofunni. Hafði hann búið þannig um hnútana að hann gat sprengt þær fyrirvara- laust. „Eg held jafnvel, að börnin hafí haft minni áhyggjur en við,“ sagði Sarkozy borg- arstjóri í gær en sagt er, að kennslukonan hafí staðið sig eins og hetja allan tímann og getað talið bömunum trú, að um eins konar æfíngu væri að ræða. SVIPTINGAR Á SKJÁNUM Tímamót í tískuverslun? 16 FJARRI HURDASKELLUM ÓSÝNILEGA FJOLSKYLDAN ÖNDVEGISSðLUR SÆMUNDAR SAMVINNUAÐILI EÐA SYNDASELUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.