Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRTNGLAN 1, 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKVREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Morgunblaðið/RAX Tugþúsundir leggja leið sína íBláa lónið UM 20 þúsund manns hafa komið í Bláa lónið frá áramót- um, og líklega er um 70% þess fjölda útlendingar, að sögn Kristins Benediktssonar, framkvæmdastjóra Bláa lónsins. ^>eim fjölgar stöðugt sem leggja leið sína á þennan vinsæla ferðamannastað við Grindavík. Um næstu mánaðamót verður tekin í notkun ný viðbygging sem bætir mjög alla aðstöðu baðgesta og gerður hefur verið göngustígur út í hraunið. Kristinn sagði að ráðgert væri að byggja bryggju út í lónið þar sem baðgestir gætu hvílst og stundað sólböð þegar vel viðrar. Hann sagði að gott hljóð væri í aðilum í ferðaiðnaði varðandi komandi sumar. Á myndinni að ofan baðar yngis- mærin Lovísa Aðalheiður Guðmundsdóttir sig í Bláa lóninu. Nær 3.000 sjómenn lentu í vinnuslysum á tímabilinu 1988-1992 Bótagreiðslur alls 760 imlljónir króna Kostuðu 340 millj. meira en vinnuslys annara launþega ALLS lentu um 2.850 sjómenn í vinnuslysum á sjó tímabil- ið 1988 til 1992. Samkvæmt upplýsingiim frá Trygginga- stofnun ríkisins námu heildargreiðslur til sjómanna á þessu fimm ára tímabili alls um 760 milljónum króna. Til saman- burðar má geta þess að heildargreiðslur til allra annarra launþega landsins vegna vinnuslysa á sama timabili námu um 420 milljónum króna. Þetta er sláandi munur þegar haft er í huga að sjómenn eru aðeins 5,7% launþega. Ólafur Þór Ragnarsson, sem sæti á í Öryggisfræðslunefnd á vegum Sjómannasambands íslands, segir að þarna sé um að ræða stóran þátt í öryggismálum sjómanna sem ekki sé sinnt nægilega mikið. „Við verð- um að koma meir inn á verklega þáttinn í allri öryggisfræðslunni því stór hluti af þeim sjómönnum sem lenda í vinnuslysum eru nýliðar eða byijendur,“ segir Ólafur Þór. „Það er fullur hugur í okkur að vinna á þessu vandamáli en það er dýrt í framkvæmd. Hinsvegar hefur lengi verið í bígerð að koma á fót nýliða- fræðslu í þessum efnum og hug- myndir til um að nýta skipið Sæ- björgu í þeim tilgangi." Jónas Haraldsson lögfræðingur LÍÚ hefur unnið á vettvangi öryggis- mála fyrir LÍU. Hann segir að út- gerðarmenn séu algerlega samstíga sjómönnum í að vilja vinna að úrbót- um á þessum vettvangi. Hátt hlutfall örorku Þegar skoðaðar eru tölur Trygg- ingastofnunar kemur í ljós að árin 1988 til 1990 slösðust rúmlega 600 sjómenn árlega við vinnu sína. Þar sem stéttin telur rúmlega 7.000 manns lætur nærri að 8% vinnuafls- ins hafí lent í bótaskyldu slysi á þessu tímabili. Á tveimur síðustu árum hefur slysunum fækkað nokk- uð, þau voru 522 árið 1991 og 493 í fyrra. Þegar skoðaðar eru tölur um eingreiðslur vegna 10-49% örorku kemur í ljós að 36 sjómenn hlutu slíkar greiðslur árið 1988 á móti 72 launþegum í Iandi. Á síðasta ári hlutu 45 sjómenn slíkar greiðslur á móti 99 launþegum í landi. Bótagreiðslur vegna vinnuslysa 1988-92 millj. kr. Laun- 169,8172-7 þegar 160,1 ásjó 139,7 Laun- '|l þegar d átandi 10^B7 i,o 122,4 88 89 90 91 92 90 91 92 Jónas Haraldsson segir að það hafí lengi verið barist fyrir því að koma nýliðafræðslu á laggimar hvað varðar verkþátt sjómennskunnar. Nú síðast hafi legið fyrir Alþingi frumvarp þess efnis en það hafi ekki náð í gegn á síðasta þingi. „Við emm að sjálfsögðu óhressir með að þetta frumvarp skyldi ekki nást í gegn,“ segir Jónas. Bæjarsljórn Bolungarvíkur ræddi um kaup á Dagrúnu og Heiðrúnu Ganga inn í kaupsammnga Á FUNDI bæjarstjórnar Bolungarvíkur í gærmorgun var samþykkt einróma að stefna að því að ganga inn í kaupsamn- inga vegna togaranna Dagrúnar og Heiðrúnar og að sögn Ólafs Kristjáns- sonar bæjarsljóra ætlaði bæjarstjórn að leggja fram ákveðnar hugmyndir til lausnar á þessu máli á fundi með þing- mönnum kjördæmisins í gærdag. „Þessir kaupsamningar frá Grindavík og Hafn- arfirði em ófullkomnir eins og fram hefur komið þar sem ekki em á viðeigandi hátt tilgreindir- greiðsluskilmálar eða neitt slíkt. Það er samhugur um það hér að stefna að því að komast yfir Dag- rúnu og Heiðrúnu ásamt veiðiheimildum, því ef svo fer að skipin fari úr byggðinni þýðir það um 70% af aflaheimildum Bolvíkinga og að 200 störf af 570 fæm úr bænum. Þessa sýn viljum við ekki horfa á til enda. Það stendur núna yfír hlutafjár- söfnun vegna Ósvarar en við þurfum að auka þar fé verulega, og talað er um að ná 80 milljónum inn. Við verðum því að treysta á að Bolvíkingar og aðrir viðskiptaaðilar þessa fyrirtækis vilji standa að því með bæjarstóm að vinna að því,“ sagði Ólafur. 200 kröfur Skiptafundur var haldinn í þrotabúi EG í fyrra- dag og að sögn Ólafs var þar eingöngu verið að kynna lýstar kröfur í búið, en þær em um 200. Snjóar norðan- og aust- anlands N ORÐLENDIN GAR og Aust- firðingar urðu áþreifanlega varir við að vetur konungur er ekki lagstur í dvala þegar snjó byijaði að kyngja niður á föstudag. Svo dæmi sé tekið hófst éjjagangur strax snemma um morguninn á Eg- ilsstöðum og um kaffileytið gekk í samfellda snjókomu sem stóð yfir með hléum fram á laugardagsmorgun. Frost var 2-3 stig í fyrrinótt og eru það mikil viðbrigði, því fyrr í vikunni var 20 stiga hiti á Egilsstöðum. Benedikt Vilhjálmsson, flugradio- maður, sagði að 5-6 cm jafnfallinn snjór hefði legið á flugbrautunum tveimur á Egilstöðum í gærmorgun. Hafíst var handa við að ryðja báðar brautimar snemma um morguninn en verkið tók á fjórða tíma og þvi var lokið rétt fyrir hádegi. Benedikt vildi ekki slá því föstu að hretið væri það síðasta á þessum vetri. „Yfírleitt er hægt að treysta því að þegar birkið er byrjað að springa út sé komið sumar en það var byijað að springa út núna. Birk- ið flaskaði því á sumarkomunni í þetta sinn. Ánnars trúir maður ekki öðm en þetta sé það síðasta sem komi á þessu vori þó að allur gangur sé auðvitað á þessu,“ sagði hann. Hlýnar eftir helgi Ásdís Auðunsdóttir, veðurfræð- ingur, sagði að veðrið yrði í stómm dráttum svipað fram á mánudag en eftir það tæki að hlýna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.