Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993 Matargjafir Dómkirkju til atvinnulausra Húnvetnskir bændur gefa 100 kg af kjöti STJÓRN Búnaðarsambands Vestur-Húnvetninga samþykkti á fundi sínum síðastliðinn föstudag að gefa atvinnulausum í Reykja- vík 100 kíló af kindakjöti. Kjötið var sent suður í gær og verður því dreift á vegum Dómkirkjunnar. Kirkjan mun á næstunni standa fyrir matar gjöfum til heimila, þar sem hart er í búi „Þetta er viðleitni til að styðja við bakið á fólki, sem á í ijárhags- erfiðleikum og hefur ekki efni á að kaupa gæðakjöt," sagði Gunnar Þórarinsson, ráðunautur hjá Bún- aðarsambandi V-Húnvetninga. Hann sagði að ekki hefði verið ákveðið hvort matargjöfum af þessu tagi yrði haldið áfram, en ekkert væri útilokað í því efni. Matarbúr Dómkirkjunnar Kjötinu frá húnvetnskum bænd- um verður dreift til fjölskyldna, sem á því þurfa að halda, á vegum Dómkirkjunnar. I safnaðarheimili kirkjunnar er nú rekin miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit. Sr. Jakob Agúst Hjálmarsson dómkirkju- prestur segir að kirkjan hafi tekið að sér í samráði við Hjálparstofnun kirkjunnar að gera þriggja mán- aða tilraun með að halda úti mat- argjöfum undir yfirskriftinni „Matarbúr Dómkirkjunnar“. „Við ætlum að leiða í Ijós með þessari tilraun hvort nægilegt framboð er á matvælum til að standa undir þeirri eftirspum, sem tilraunin ætti sömuleiðis að leiða í ljós,“ sagði sr. Jakob. Hann sagði að tilraunin byggði á fyrirmyndum frá útlöndum, þar sem hjálpar- stofnanir hefðu tekið að sér dreif- ingu á ýrrveum umframvamingi framleiðenda til fólks, þar sem efnahagur væri bágur. Morgunblaðið/Júlíus Breyttur Suðurlandsvegur FRAMKVÆMDIR vegna breytinga á Suðurlandsvegi eru nú hafnar, en í gær var unnið að sprengingum við Vesturlandsveg. Þegar breytingunum lýkur mun Suðurlandsvegur ekki liggja í gegnum Árbæjarhverf- ið, eins og nú er, heldur yfir holtið rétt við golfvöllinn á Grafarholti og tengjast Vesturlandsveginum þar fyrir neðan. í haust verður lokið við að sprengja fyrir veginum yfir holtið og leggja malarslitlag. Þá er enn eftir lokafrágangur við gatnamót þessara miklu umferðaræða. ) ÍDAGkl. 12.00 7° m VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri 2 alakýjaða Reykjavik 7 léttskýjað Bergen 18 alskýjað Helsinki 19 léttskýjað Kaupmannahöfn 19 léttskýjað Narssarssuaq 4 iéttskýjað Nuuk 2 léttskýjað Osló 19 léttskýjað Stokkhólmur 22 léttskýjað Þórshöfn 9 skýjað Algarve 16 skýjað Amsterdam 18 alskýjað Barcelona 20 hálfskýjað Beriín 23 heiðskírt Chicago 10 alskýjað Feneyjar 26 þokumóða Frankfurt 24 skýjað Glasgow 12 skýjað Hamborg 24 léttskýjað London 16 hálfskýjað Los Angeles 15 léttskýjað Lúxemborg 19 skýjað Madríd 16 skýjað Malaga 23 skýjað Mallorca 20 skýjað Montreal 8 heiðskírt NewYork 16 skýjað Orlando 23 þokumóða París 19 skýjað Madelra 19 léttskýjað Róm 24 skýjað Vín 25 léttskýjað Washington 17 skúr Winnipeg 1 skýjað Ættartré Völsunga í Jökulsárgljúfrum ' Hollendmgarnir ekki sóttir til saka „OKKUR sýnist sem verknaðurinn sjálfur, að mála ættartré Völsunga á klettavegginn, sé fyrndur, en í sumar tnunum við skoða nákvæm- lega til hvaða ráða er unnt að grípa,“ sagði Þóroddur Þóroddsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs, er hann var inntur eftir því hvort til einhverra aðgerða yrði gripið vegna svokallaðs umhverfislista- verks tveggja HoIIendinga í Jökulsárgljúfrum. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu síðastliðið haust máluðu Hol- lendingamir tveir, Reinout van der Bergh og Gerhard Lentink, ættartréð á klettavegg í Jökulsárgljúfrum, skammt frá Upptyppingum, sumarið 1987. Til þess notuðu þeir innanhúss- málningu og kváðust hafa búist við að hún veðraðist af á skömmum tíma, en í ljós kom að hún var þeirrar náttúru'að ganga betur inn í blautan náttúrulegan stein en til dæmis olíu- málning. Náttúruvemdarráð fór bréflega fram á það við listamennina að þeir greiddu kostnað við þrif á klettaveggnum, en þeir tóku því afar ólíklega. Skoðað í sumar „Við ætlum að skoða í smáatriðum í sumar til hvaða ráða verður grip- ið,“ sagði Þóroddur. „Við höfum leit- að til lögfræðinga og þeim sýnist að verknaðurinn sem slíkur sé fyrndur, svo ekki sé hægt að kalla listamenn- ina til ábyrgðar. Menn hafa verið að velta þvi fyrir sér hvort hægt sé að kæra þá fyrir að skilja svona við staðinn, en það er ekki talið mögu- legt heldur. Við höfum því ákveðið að skoða þetta vel, hvort málningin sé farin að veðrast, hvemig hægt sé að ná þessu í burtu og hvað slíkt kosti. Það eru ýmsir boðnir og búnir að aðstoða við það.“ Þóroddur sagði að hann ætti von á að listamennimir reyndu að kom- ast hjá því að taka þátt í kostnaði f við hugsanlega hreinsun á kletta- veggnum. Það skýrðist hins vegar ekki fyrr en um mánaðamótin júní- júlí til hvaða ráða yrði gripið. Full vél fer 1 að hlusta áBruce FULL flugvél Atlanta-flugfé- lagsins flýgur í fyrramálið til írlands með aðdáendur banda- ríska rokkarans Bruce Springsteen. 130 manns ætla að sækja tónleika hans í Dublin annað kvöld og kemur vélin heim með fólkið strax að tón- leikunum loknum. Samvinnuferðir-Landsýn standa að þessari ferð í samvinnu ' við Bylgjuna og segir Helgi Jó- hannsson framkvæmdastjóri Samvinnuferða að það sé fyrst og fremst ungt fólk sem fari í þessa ferð, sem kostar 19.900 kr. Að sögn Helga hefur verið ( ákveðið að bjóða upp á ferð á tónleika írsku hljómsveitarinnar U2 í Dublin í ágúst nk. Lítill þorskafli í aprílmánuði Netaveiðibann hluti skýringar EIN af ástæðum þess hversu þorskafli var lítill í april, auk lítils kvóta, er óvenjulangt bann við þorskveiði í net í mánuðinum, að sögn Jóns B. Jónassonar, skrifstofustjóra í sjávarútvegsráðuneytinu. Páskastopp á netaveiðum fyrir Suður- og Vesturlandi hefur verið árvisst, en var óvenjulangt í ár, eða 15 dagar, að sögn Jóns. I fyrra var bannið 10 dagar og áður var það yfirleitt vika. Þá segir Jón einnig spila inn í að krókabann hafi verið í 10 daga af apríl. Jón segir að stoppið hafí mikil áhrif á aflatölur, ekki sízt vegna þess að uppistaðan í þorskafla báta sé veidd á þessum árstíma. Bannið komi minna við afla stærstu togar- anna, en komi nokkuð við minni tog- skip.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.