Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993 29 Fjölbreytt dagskrá í Hafnarfirði Sýningin Vor ’93 opnuð í dag SÝNINGIN Vor ’93 í Hafnarfirði verður opnuð í íþróttahúsinu í Kaplakrika kl. 19 í dag. Tæplega 100 fyrirtæki taka þátt í sýningunni og í tengslum við hana er fjölbreytt skemmtidag- skrá sem miðuð er við alla fjölskylduna. „Gaflarinn“ verður mættur á staðinn við opnun sýningarinnar og tívolí verður opið fyrir börnin. Kvæðamannafélagið verður með dagskrá og dans- sýning verður í kvöld. Sýningunni er lokað kl. 22 en dansað verður í miðbæ Hafnarfjarðar til kl. 1 og mun hljómsveitin GCD halda uppi fjörinu. Aðgöngumiði að sýningunni gildir einnig í tívolíið. Þá er að- göngumiðinn jafnframt happ- drættismiði í MBA-happdrættinu og verður dregið daglega alla sýn- ingardagana um ferð fyrir tvo til Kaupmannahafnar. Samstillt átak Sýningin er samstillt átak bæj- aryfirvalda í Hafnarfirði, atvinnu- fyrirtækja og verkalýðshreyfingar til að vekja athygli á hafnfirskri vöru og þjónustu. Að sögn Stens Johanssons, forsvarsmanns sýn- ingarinnar, hefur verið kraftur í uppsetningu hennar. Sagði hann að bæjaryfirvöld og Hafnfirðingar væru staðráðnir í því að breyta vandamálunum í verkefni til úr- lausnar, sýningin væri einungis upphafið að átaki sem næði til alls bæjarins. Sten sagði að tæplega 40 fram- leiðslufyrirtæki tækju þátt í sýn- ingunni en ijölmörg smáfyrirtæki væru þar með framleiðslu sína og kenndi margra grasa. Ýmsar uppákomur verða í tengslum við skemmtidagskrá sýn- ingarinnar. Á fimmtudag mun t.d. slökkvilið og bæjarstjóm Hafnar- fjarðar takast á í nýstárlegri íþróttagrein, vatnsbolta. Verður leikið með boltann með kröftugum vatnsbunum en liðin eru hvort um sig staðráðin í að fara með sigur af hólmi. Sýningin verður opin til 23. maí. Á morgun, uppstigningardag, Landsmót skólalúðra- sveita í Hafnarfirði LANDSMÓT skólalúðrasveita verður haldið í Hafnarfirði dag- ana 28.-30. maí nk. Mótið sækja rúmlega þúsund börn og ungl- ingar ásamt sljórnendum og fararstjórum, fólk alls staðar að af landinu. 35 skólalúðra- sveitir taka þátt að þessu sinni og gestir mótsins verða 40 fé- lagar í skólalúðrasveit frá Skell- efteá í Svíþjóð. Þetta er fjölmennasta mót þess- arar tegundar sem haldið hefur verið hér á landi. Þar verður spilað og æft, saman og sitt í hvoru lagi, tónleikar haldnir í íþróttahúsinu við Strandgötu, auk þess sem nokkur tími gefst til samveru og kynna á öðram grundvelli. Á mótinu starfar einnig 70-80 manna úrvalssveit skipuð tónlistar- fólki úr hinum ýmsu skólalúðra- sveitum. Fenginn hefur verið þekktur erlendur stjórnandi, Tre- vor J. Fora, til að stjórna og leið- beina þeirri sveit. (Fréttatilkynning) Lifandi tón- list á Plúsnum Á PLÚSNUM v/Vitastíg mið- vikudaginn 19., föstudaginn 21. og laugardaginn 22. maí stiga þijár hljómsveitir á stokk. Rokkabillíband Reykjavíkur leik- ur frá kl. 21-3 í kvöld, miðvikudag- inn 19. maí, en á fimmtudaginn 20. maí verður Zappa-kvöld þar sem sýnt verður myndband frá nýlegum hljómleikum. Bláeygt sakleysi leik- ur fyrir dansi föstudaginn 21. maí og laugardaginn 22. maí verður það svo hljómsveitin Galíleó með sveita- ballastemmningu. (Fréttatílkynning) Morgunblaðið/Kristinn Lokahandtök fyrir sýningu UNNIÐ að uppsetningu glerpiramída í bás Gler- SÍÐASTA hönd lögð á útstillingu á gleraugum af borgar hf. á sýningunni Vori ’93. ýmsum gerðum hjá Augsýn hf. og 22. og 23. maí verður opið frá Fiskmarkaður Hafnarfjarðar við til 18 og laugardag og sunnudag kl. 12 til 22. Föstudaginn 21. maí smábátahöfnina verður opin á frá kl. 11 til 18. verður opið frá kl. 17 til 22. fimmtudag og föstudag frá kl. 14 Opel Corsa vsk. - bíll Er þrælsterkur, spameytinn og lipur sendibíll. Tilvalinn í atvinnureksturinn Verð kr 696.000.- árg. 1992 Verð kr. 559-000.- án vsk. BÍLHEIMAR Höfóabakka 9, sími 634000 og 634050 Reykvíkingar - nú hreinsum vi& til. Næsta laugardag er sérstakur hreinsunardagur í Reykjavík fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Ruslapokar fóst afhentir í hverfabækistöðvum gatnamálastjóra. Vesturbæ við Njarðargötu, Austurbæ við Sigtún, Miðbæ á Miklatúni, Breiðholti við Jafnasel, Árbæ, Selási og Grafarvogi við Stórhöfða. Starfsmenn Reykjavíkurborgar munu sjá um að fjarlægja fulla poka sem settir eru út fyrir lóðamörk. Einnig er auðvelt að losna við rusl í gámastöðvar Sorpu sem eru við: Ánanaust móts við Mýragötu, Sævarhöfða norðan við Malbikunarstöð, Gylfaflöt austan Strandvegar og Jafnasel í Breiðholti. Höldum borginni hreinni. Gatnamálastjórinn í Reykjavík hreinsunardeild

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.