Morgunblaðið - 19.05.1993, Side 31
r
\
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993 31
Morgunblaðið/Þorkell
Umferðarátak
LÖGREGLA á suðvesturhorni
landsins er þessa dagana með sér-
stakt umferðarátak, sem beinist að
vinnuvélum, enda er mesti annatími
í notkun þeirra að hefjast. Ástand
vélanna er kannað og alltaf er eitt-
hvað um að þær séu teknar úr
umferð vegna ófullnægjandi búnað-
ar. Þá er kannað hvort ökumenn
þeirra hafi fullnægjandi vinnuvéla-
og ökuréttindi og hvort vélunum
er ekið þar sem takmarkanir eða
bann eru við akstri slíkra tækja.
Einnig hyggjast lögreglumenn sér-
staklega fylgja því eftir að skrán-
ingarskyld ökutæki séu búin skrán-
ingarmerkjum í samræmi við fyrir-
mæli laga og reglugerða.
!
I
I
I
Dagur aldraðra í Dóm-
kirkjunni á morgun
Á MORGUN, uppstigningardag,
er dagur aldraðra í kirkjunni.
Af því tilefni verður messa í
Dómkirkjunni kl. 2 e.h. þar sem
sr. Hjalti Guðmundsson predikar
og þjónar fyrir altari. Einsöng í
messunni syngur Þorgeir J.
Andrésson, tenórsöngvari.
Eftir messuna er kirkjugestum
boðið til kaffidrykkju á 'Hótel Borg.
Þar syngur Þorgeir J. Andrésson
nokkur lög fyrir gesti en hann hef-
ur getið sér mjög gott orð fyrir
söng sinn í Sardasfurstynjunni að
undanfömu. Marteinn H. Friðriks-
son, dómorganisti, leikur með á
píanó.
Þess er vænst að eldri borgarar
í Dómkirkjusöfnuðinum íjölmenni
Dómkirkjan í Reykjavík.
til messunnar og kaffídrykkjunnar
á eftir.
Vika eldri borgara
árlegur viðburður
VIKU eldri borgara lauk sl. laugardag og að sögn aðstandenda henn-
ar eru allir á einu máli um það, jafnt flyljendur sem gestir, að hún
hafi verið einstaklega vel heppnuð. Ríkir mikil gleði meðal eldri
kynslóðarinnar með þessar málalyktir, að sögn Péturs H. Ólafssonar
sem var framkvæmdastjóri undirbúningsnefndar. Sagðist hann dauð-
þreyttur en himinlifandi í samtali við Morgúnblaðið.
Viku eldri borgara lauk sl. laug-
ardag. Skemmtiatriðin voru fjöl-
sótt. Alþingis- og ráðhúsið nutu
mestrar hylli meðal gesta og að
auki var húsfyllir á Café París og
Hótel Borg alla dagana. Pétur
sagði einnig að sér virtist sem allir
sem hlut áttu að máli væru sælir
og ánægðir með hvernig til tókst
og jafnvel stæði til að gera vikuna
að árlegúm viðburði. Hefði borgar-
stjóri ekki tekið illa í þá hugmynd.
Það var borgin sem fjármagnaði
vikuna en Félag eldri borgara sá
um skipulagninguna. Þegar er búið
að skipuleggja mót fyrir kóra frá
Norðurlöndunum næsta sumar og
að sögn Péturs er búið að tryggja
gistingu fyrir 1.000 manns, fá af-
not af kirkju og þár fram eftir
götunum.
800 manna fagnaður
Pétur sagði einnig að lokahófíð
í ráðhúsinu sl. laugardagskvöld
hefði tekist einstaklega vel, hefðu
um 800 manns verið í húsinu og
m.a. hefði bifhjólaklúbburinn Snigl-
arnir tekið þátt í gleðinni og mættu
eldri borgarar því vel við una.
Ferming í Mið-
dalskirkju
Ferming í Miðdalskirkju, upp-
stigningardag kl. 14. Prestur sr.
Rúnar Þór Egilsson. Fermdir
verða:
Óðinn Þór Kjartansson,
Feney, Laugarvatni.
Rúnar Gunnarsson,
Dalseli, Laugarvatni.
Stiúpbörn í Laugarásbíói
LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýn-
ingar á myndinni Stjúpbörn. Með
aðalhlutverk fara Hillary Joce-
lyn Wolf, David Strathairn, Mar-
gret Whitton og Griffin Dunne.
Einn af framleiðendum myndar-
innar sagði að svipað hefði hent
hana og gerist í myndinni. Hún
sagði að þegar bróðir hennar hefði
útskrifast úr menntaskóla fyrir
þrem árum, með dóttur pabba henn-
ar og hálfsystur okkar hefði
mamma hennar verði þarna með
nýja eiginmanninum. Pabbi hennar
var þarna og fyrrverandi kona hans
(vegna þess að það var dóttir henn-
ar sem var að útskrifast) og nýi
kærastinn hennar. Þegar skóla-
stjórinn bað foreldra Michael Godd-
ars að standa upp, stóðu upp sjö
manns. Þá rann upp fyrir henni
Aðalleikarar myndarinnar Stjúp-
börn.
grínið sem getur hlotist af þegar
foreldrar eru lausir í rásinni og því
miður einnig sorg og tregi. Mynd
þessi er sem betur fer frekar á léttu
nótunum.
STOP
Hemlaklossar
Hemlakjálkar
Hemladiskar
Hjóldælur
Höfuðdælur
Hemlaslöngur
Hemlagúmmí
Handbremsubarkar
Hemlavökvi
Hemlarofar
naust
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásíöum Moggans! A
Jtí:
RAÐAUGí YSINGAR
Sérvöruverslun
Til sölu lítil sérvöruverslun við Laugaveg.
Hentug fyrir einstakling sem vill starfa við
eigið fyrirtæki. Hagstætt verð.
Áhugasamir vinsamlegast sendi inn nafn og
símanúmer á auglýsingadeild Mbl., merkt:
„ET - 10911“, fyrir 24. maí.
I
Til sölu
notaðar vélar til bókagerðar
(prentmyndagerð):
1. HOPE framköllunarvél, filmubr. 70 cm.
2. ESKEFOT framköllunarvél, filmubr. 42 cm
(mjög góð til framk. frá setningarvél).
3. CRTronic 360 ásamt Typeview 300. Af-
kastamikil tölva, sem hentar mjög vel fyr-
ir setningu á bókum og eyðublöðum.
Mörg letur fylgja.
4. SCREEN-Repromaster af vönduðustu
gerð. Filmustærð 40x55 cm. Fullkomin
tölva í stjórnborði. Hentar vel í útlit-
svinnslu o.fl.
5. Frá BELLOWS stórt Ijósaborð með bor
til vinnslu á prentformum.
6. Filmuskammtari, tekur tvær stærðir af
rúllum.
Samútgáfan Korpus,
Ármúla 20-22.
Sími 685020 (Sigurður/Hallgrímur).
Sumarbústaða-
og garðeigendur
Höfum til sölu fallegt, náttúrulegt, útiræktað
birki í mörgum stærðum.
Einnig víðiplöntur og runna.
Opið til kl. 21.00 og sunnudaga til kl. 18.00.
Gróðrarstöðin Skuld,
Lynghvammi 4,
Hafnarfirði,
sími 651242
Esmod - Ósló
Esmod Internatinonal er heimsins stærsti
tískuskóli með höfuðaðsetur í París og útibú
í Rennes, Bordeaux, Lyon, Nice, Bangkok,
Casablanca, Rabat, Túnis, Seoul, Tokyo,
Múnchen og Ósló.
3 ára nám ítískuhönnun
og fyrirsætustörfum
Nýtt skólaár hefst 30. ágúst. Umsóknarfrest-
ur er til 10. júní. Skólinn er láns- og styrkhæf-
ur hjá Statens lánekasse.
Ef þú hefur áhuga á að vita meira, þá hafðu
samband við skólann í síma 90 47 22 71 56 25.
Moteskolen AS ESMOD - Ósló,
Teglverksgt. 7a, 0553 Ósló,
Noregi.
dlul
InýitónlistarskcJinn
Inntökupróf í söng
verða mánudaginn 24. maí. Upplýsingar og
skráning í síma 39210 frá kl. 14-18.
Næstu vortónleikar skólans verða í skólanum
föstud. 21. maí kl. 18: Píanónemar 6.-8. st.
Laugard. 22. maí kl. 14: Nemar 3.-5. st.
Sunnud. 23. maí kl. 17: Kammer- og hljóm-
sveitartónleikar. Mánud. 24. maí kl. 20.30:
Söngtónleikar - efri stig. Mánud. 26. maí kl.
18: Sjöundastigstónleikar í söng og píanóleik.
í Gerðubergi laugardaginn 22. maí kl. 17:
Burtfararpróf í píanóleik:
Arnar Bjarnason píanóleikari.
Skólaslit verða í Bústaðakirkju föstudaginn
28. maí kl. 18.
Frá Nýja tónlistarskólanum.
Borgarnes
Alþingismennirnir
Sturla Böðvarsson
og Guðjón
Guðmundsson
verða til viðtals í
Sjálfstæðishúsinu,
Borgarnesi,
miðvikudaginn
19. maí kl. 17-19.