Morgunblaðið - 19.05.1993, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993'
+
Móðir okkar,
ÁGÚSTA RAGNARS,
Fálkagötu 19,
Reykjavík,
andaðist í Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 17. maí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Gunnar Ragnars,
Karl Ragnars,
Guðrún Ragnars.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐMUNDA JÓNA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Kópavogsbraut 1 b,
Kópavogi,
lést í Borgarspítalanum 17. maí síðastliðinn.
Fyrir hönd aðstandenda,
Björn Jóhann Óskarsson, Erna Guðlaugsdóttir,
Sigurbjörg Edda Óskarsdóttir, Hörður Gíslason,
Sjöfn Oskarsdóttir,
Kristján Pétur Ingimundarson, Jóhanna Axelsdóttir,
Þorsteinn Ingimundarson, Álfdís Gunnarsdóttir,
Inga Ólöf Ingimundardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín,
ARNDÍS KRISTRÚN
KRISTLEIFSDÓTTIR,
Hrafnistu,
andaðist á heimili sínu 17. maí.
Kolbeinn Guðmundsson,
frá Kilhrauni.
+
BJÖRN SIGVALDASON,
áður bóndi í Bjarghúsum,
sem andaðist miðvikudaginn 12. maí síðastliðinn, verður jarðsung-
inn frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. maí kl. 13.30.
Jóhanna Björnsdóttir, Jón M. Ámundason,
Þorvaldur Björnsson, Kolbrún Steingrímsdóttir,
Hólmgeir Björnsson, Jónína Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SÆMUNDUR JÓNSSON
frá Bessastöðum,
Öldustíg 1, Sauðárkróki,
verður jarðsunginn frá Reynistaðakirkju föstudaginn 21. maí
kl. 14.00.
Mínerva Gísladóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Gíslína Þórðar-
dóttir - Minning
Fædd 3. október 1907
Dáin 9. maí 1993
Það verða ætíð kaflaskipti í til-
verunni þegar fólk hverfur af sjón-
arsviðinu eftir langan dag. Lóa, eins
og hún var alltaf kölluð, fæddist í
Reykjavík 3. október 1907 og var
tekin í fóstur af hjónunum Vilborgu
Jónsdóttur og Þórði Bjarnasyni og
ólst upp hjá þeim við mikið ástríki.
Hún launaði þeim fóstrið og annað-
ist þau til dauðadags. Ung kynntist
hún mannsefni sínu, Guðmundi Jó-
hannssyni blikksmið, og giftust þau
árið 1931. Þau eignuðust fjögur
börn, Sigríði, Borgþór, Jóhann og
Svövu. Borgþór lést árið 1976, en
hin lifa móður sína.
Mér er minnisstætt atvik, sem
gerðist á mínu heimili fyrir næstum
30 árum. Þau hjón komu í kvöld-
heimsókn og Lóa kom ekki tóm-
hent. í hlut dóttur minnar kom
Barbie-dúkka, sem þá var nýtt leik-
fang á markaðnum, hún rauk til
og þakkaði Lóu fyrir og fór svo til
Guðmundar, en þá sagði hann: „Það
er ekkert að þakka mér, taktu bara
í báðar hendurnar á henni Lóu.“
Ég skildi vel hvað hann átti við því
að ég vissi að hennar mesta gleði
var að gefa og vinstri höndin henn-
ar vissi ekki alltaf hvað sú hægri
gjörði.
Þegar ég kom inn í þessa fjöl-
skyldu fyrir 40 árum, þá var mikið
og gott samband milli hennar og
systra Guðmundar.
Guðmundur átti við áfengis-
vandamál að stríða allt til ársins
1950, en þá sneri hann á Bakkus
og hætti allri drykkju og kom þá
sólin upp á því heimili. Fjórum árum
seinna stofna nokkrir félagar sam-
tök áfengissjúklinga, AA. Hann
helgaði samtökunum starfskrafta
sína upp frá því, dyggilega studdur
af henni. Hún var hversdagshetjan,
sem vann öll sín störf í kyrrþey og
af alúð og stóð eins og klettur að
baki sínum nánustu og setti sjálfa
sig aftast í forgangsröðina.
Tengdafaðir minn bjó hjá okkur
síðustu tíu æviárin. Þá fjölgaði sam-
verustundunum með því fólki, sem
var á hans aldri og gaf sér tíma
til að koma í heimsókn. Lóa og
Guðmundur voru í þeim hópi og
samskipti okkar urðu öll nánari.
Með árunum laðaðist ég að henni.
Hún var vinur vina sinna, en gat
líka verið óþægilega tannhvöss. Ég
hef heimsótt hana nokkuð oft sein-
ustu fimmtán árin, mér til gleði.
Við áttum margt sameiginlegt. Við
vorum báðar fæddar af mæðrum,
sem sáu ekki möguleika á að veita
barni sínu skjól og neyddust til að
láta það frá sér. í þá daga var ekki
um margt að velja. Það var kafli í
lífsbókinni, sem við ræddum oft.
Við ræddum líka lífsgátuna, trú-
málin, gleðina, sorgina og dauðann
og það sem gerir okkur að manni.
Hún var vel gefin, hafði ákveðnar
skoðanir og var andlega hress allt
til dauðadags.
Guðmundur lést 7. maí 1989, þá
höfðu þau gengið saman æviveginn
í rúm sextíu ár. Um það leyti var
hún í miklum rannsóknum og svo
var ekki um flúið að taka af henni
annan fótinn. Gervifótur eða
göngugrind gátu ekki hjálpað
henni, því að líkaminn var farinn
að bila, svo hjólastóllinn var hennar
farartæki eftir það. Aldrei komst
hún aftur heim á Hringbraut 58,
þar sem hún hafði átt heimili alla
tíð. Þá sótti hún styrk sinn í trúna
á Guð, sem allt veit og skilur. Ég
vissi að hún var bænheit, fylgdist
náið með niðjum sínum og vinum
og bað fyrir þeim.
Við Hans, Katrín og Sverrir
þökkum henni umhyggjuna, sam-
veruna og allar fyrirbænirnar. Við
óskum henni góðrar landtöku í nýj-
um heimkynnum. Guð blessi börnin
hennar, tengdabörn og barnabörn.
Málfríður Linnet.
Fjarskalega verður tilveran und-
arleg og öðruvísi án hennar Lóu,
mágkonu minnar. Hún var orðin
85 ára gömul, farin að líkamlegri
heilsu og þráði að fá hvíld eftir lang-
an og oft æði strangan starfsdag.
En hún skilur eftir sig mikið tóm
og söknuð í hugum okkar, ættingja
hennar og vina, enda bar hún ætíð
hag okkar allra fyrir bijósti. Hún
fékk að sofna burt úr þessum heimi,
umvafin ástúð þeirra, sem henni
voru kærastir.
Lóa var fædd í Reykjavík 3. októ-
ber 1907 og ólst hér upp hjá vönd-
uðum, góðum og trúuðum kjörfor-
eldrum, sem unnu einkadótturinni
mjög og vildu hag hennar sem best-
an. Ekki var veraldarauði fyrir að
fara á æskuheimili Lóu, en þeim
mun meiri reglusemi og hófsemi.
Fyrir tilstuðlan kristniboðsfélag-
anna í Reykjavík og vegna utanað-
komandi hvatningar sigldi Lóa til
Noregs 18 ára gömul og stundaði
nám við Lýðháskólann í Stavanger
í tvö ár. Minntist hún skólaáranna
einlægt með hlýju og virðingu. Vin-
áttuböndin, sem þar voru hnýtt,
slitnuðu ekki á langri ævi. Hún
hélt t.d. bréfasambandi við a.m.k.
eina skólasystur sína fram á síðustu
ár, vissi ég.
Skömmu eftir heimkomuna, árið
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
PETREA JÓNSDÓTTIR,
sem andaðist hinn 14. þ.m., verður jarðsungin frá Akureyrar-
kirkju föstudaginn 21. maí kl. 13.30.
Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hinn-
ar látnu, er bent á dvalarheimilið Hlíð.
Elsa Jónsdóttir,
Maria Jónsdóttir,
Niels Jónsson,
Jóhanna Helga Jónsdóttir
tengdabörn og fjölskyldur.
+
Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
KATRÍNAR MAGNEU GUÐMUNDSDÓTTUR,
Stórholti 28,
Reykjavik,
verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn 19. maí,
kl. 15.00.
Haukur Helgason, María Kristoffersen,
Nanci Arnold Helgason, Steen Kristoffersen,
Mikael Kristoffersen, Daniel Kristoffersen,
Robert Kristoffersen.
1927, kynntist hún jafnaldra sínum,
Guðmundi Jóhannssyni blikksmið,
bróður mínum, og gengu þau í
hjónaband 6. júní 1931. Þau eignuð-
ust fjögur börn og eru þijú þeirra
á lífi. Son misstu þau frá konu og
fjórum sonum árið 1976 og mann
sinn missti Lóa svo 7. maí 1989
eftir um 60 ára sameiginlega lífs-
göngu.
I lífi Lóu hafa svo sannarlega
skipst á skin og skúrir. Margvísleg-
ir erfiðleikar steðjuðu að. Bóndi
hennar háði áralanga baráttu við
Bakkus og leið hún og heimilið allt
fyrirþað eins og gefur að skilja.
En hún lét ekki hugfallast og stóðst
andstreymið. Guðmundur bar sigur
úr býtum í glímunni við áfengið og
það tók að birta í ranni.
Áfram reyndi þó á fórnfýsi henn-
ar og skilning, því Guðmundur tók
að hjálpa áfengissjúklingum af óbil-
andi áhuga, jafnt á nóttu sem degi.
Ekki var spurt hvaða dgaur var,
ef einhver var hjálparþurfi. Alltaf
var Guðmundur reiðubúinn að fara
á vettvang. Heimilið sat á hakanum,
en Lóa hélt ótrauð áfram að annast
börn og bú til að hann gæti heils
hugar sinnt starfi sínu, sem jafn-
framt var eitt af aðaláhugamálum
hans og veitti hún honum þannig
ómetanlegan stuðning.
Mér hefur orðið tíðrætt um erfið-
leikana, en hún varð einnig mikillar
gæfu aðnjótandi og hamingjusamir
eru þeir einir, sem beina hug að
öðru marki en hamingju sjálfra sín.
Lóa var bráðvel gefin, velvirk og
fljótvirk að hveiju sem hún gekk,
afkastamikil húsmóðir. Hún stjórn-
aði stóru heimili við þröngan húsa-
kost eins og altítt var fyrr á tímum
og hlúði að foreldrum sínum báðum
á meðan þau þurftu á að halda.
Þau létust bæði í hárri elli á heim-
ili hennar. Til hins síðasta fylgdist
hún grannt með öllum afkomendum
sínum svo og öðrum nákomnum,
gladdist yfir velgengni og hryggð-
ist, ef eitthvað fór úrskeiðis.
Ótalinn er enn einn ríkur þáttur
í fari hennar, gjafmildin, sem var
einstök og margir hafa notið. Óhætt
er að fullyrða, að hún hafi verið rík
alla sína lífstíð, því að það sem
menn gefa er þeirra mesti auður.
Síðustu tvö árin átti hún heimili
sitt í Seljahlíð, vistheimili aldraðra,
og naut þar einstakrar umönnunar,
sem hún var þakklát fyrir og talaði
oft um. Starfsfólki þar skulu færðar
alúðarþakkir allra aðstandenda.
Ég þakka Lóu vináttu hennar og
gæði við mig og allt mitt fólk, lífs
og liðið, frá fyrstu tíð og bið guð
að blessa hana og ástvinum hennar
minningarnar.
Sigríður G. Jóhannsdóttir.
Scríneðingar
í blómaskrcyíiiigum
við öll lickilæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími19090