Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 38
38 rtr MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993 I i A'ir ".'Tr"H'T7)7'i i ■; ^ i v' i!1G!(i A,.'| iROM fclk í fréttum IÞROTTIR Olafur Eiríksson út- nefndur íþróttamaður KR Olafur Eiríksson, sundmaður, var útnefndur íþróttamaður KR fyrir keppnistímabilið 1992 til 1993 á aðalfundi félagsins á dög- unum. Ólafur, sem verður tvítugur í haust, vakti mikla athygli á Ólympíumóti fatlaðra í Barcelona á Spáni í fyrra, þar sem hann sigr- aði í tveimur greinum í sínum fötl- unarflokki og bætti Ólympíumetið í báðum og heimsmetið í annarri. Auk þess var hann þriðji í tveimur greinum. Ólafur hóf sundæfingar hjá KR í september 1989 og hefur staðið sig vel í keppni innan lands og utan. í fyrra bætti hann átta ís- landsmet í sínum flokki, en fyrir utan glæsta sigra á Ólympíumót- inu, sigraði hann í tveimur grein- um á Opna Malmö mótinu og í þremur greinum á Opna hollenska mótinu, en varð í þriðja sæti í 200 m flugsundi á Sundmeistaramóti íslands. Hann var valinn íþróttámaður ársins 1992 hjá fötluðum og var í 8. sæti í kjöri íþróttamanns árs- ins, sem Samtök íþróttafrétta- manna standa að. Iþróttadeildir KR komu með tilnefningar í kjöri Sumum þótti Katarina ganga of langt. Ólafur Eiríksson, sundmaður og íþróttamaður KR 1992 til 1993, til hægri, tekur við farandbikamum af Kristni Jónssyni, formanni KR. íþróttamanns KR og aðalstjórn glæsilegan farandbikar sem Georg félagsins kunngerði úrslitin á aðal- L. Sveinsson gaf félaginu á sínum fundinum. Þá afhenti Kristinn tíma og eignarplatta. Jónsson, formaður KR, Ólafi IÞROTTIR Katarina Witt hneykslar aðdáendur Skautadrottningin Katarina Witt hefur vakið aðdáun margra gegnum tíðina. Nú er hins vegar svo komið, að sumir aðdá- enda hennar ná ekki upp í nefið á sér vegna hneykslunar. Orsökin er sú, að birtar hafa verið myndir af henni á forsíðu þýsks viku- biaðs, þar sem hún hylur bijóst sín með skautum. Katarina segist vilja vekja athygli á því, að hún sé ekki einungis íþróttahetja held- ur sé hún líka kvenmaður. Er eitt- hvað að því að undirstrika kven- leikann? spyr skautadrottningin, sem undirbýr sig nú á fullu fyrir vetrarólympíuleikana í Lillehamm- er. Madonna verður að sýna á sér velsæmishliðina vilji hún koma fram í Peking. TÓNLEIKAR Madonna verður að vera siðsöm Madonna hefur fengið boð frá kínverska menningarmála- ráðuneytinu um að halda tónleika þar í landi, en ráðuneytinu er meðal annars ætlað að ýta undir gagnkvæm menningaleg skipti við erlendar þjóðir. Madonnu hef- ur verið skýrt frá því að fram- koma og fatnaður verði að vera innan velsæmismarka. Þar sem henni er mikið í mun að fá að syngja í Kína hefur hún að sögn fallist á skilyrðin. Haft er eftir dagblaði í Kína, að menningarmálaráðuneytið líti á kynþokka sem eðlilegan hlut, en öðru máli gegni með nekt og ósæmilega hegðan. Fréttin um komu Madonnu hefur að vonun vakið mikla at- hygli Kínveija og einn aðdáandi hennar hafði mestan áhuga á því hvort hún kæmi fram fáklædd. Þegar hann fékk hins vegar að vita um reglurnar, sagði hann með vonarrödd: „Kannski verður hún ekki í bijósthaldara.“ Áætlað er að tónleikarnir fari fram í Peking í lok ársins. NAMSMENN Leita að gestgjöfum COSPER —"wr~ (CJPIB Geturðu ekki sofnað? Það er ekkert skrítið fyrst þú eyðir nóttunum í að ganga milli íbúða og trufla nágrannana. Stúdentar í félagsráðgjöf í Há- skólanum í Kiel hafa undanfar- in ár kynnt sér félagsráðgjöf og félagslegar aðstæður fólks í hinum ýmsu löndum, og er það liður í námi þeirra. Þeir hafa ferðast víða í því sambandi, kynnt sér félags- ráðgjöf í háskólum og á stofnunum í viðkomandi landi og búið á meðan hjá fólki sem starfar að félagslegum málefnum. Stúdentarnir í Kiel hafa nú í hyggju að koma til Islands dagana 23. ágúst til 13. september nk., til að kynna sér félagsráðgjöf. Þetta er átta manna hópur, fimm konur og þrír karlar á aldrinum 20 til 28 ára og hafa þau undirbúið sig ræki- lega undir dvölina með því að lesa og afla sér upplýsinga um land og þjóð. Til að komast betur í snert- ingu við þjóðina og kynnast þeim félagslegu aðstæðum sem hún býr við, óska þau sérstaklega eftir því að búa hjá fólki sem starfar í félags- lega geiranum, eins og til að mynda félagsráðgjöfum, sálfræðingum, prestum, kennurum og fleirum sem gætu rætt þau málefni við þau. Að vanda bjóða þeir síðan gestgjöfum sínum til dvalar í Kiel í staðinn. Nú er leitað að gestgjöfum á ís- landi og þeir sem gætu hugsað sér að hýsa einhvem af þessum ungu, áhugasömu stúdentum og þiggja síðan að launum boð þeirra um dvöl í Kiel, geta snúið sér til Þóru Magnúsdóttur sem starfar á al- þjóðaskrifstofu háskólastigs í Há- skóla íslands. Stúdentar í félagsráðgjöf í Háskólanum í Kiel ásamt kennara sínum, Peter Dentler, sem er lengst til hægri á myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.