Morgunblaðið - 19.05.1993, Page 46

Morgunblaðið - 19.05.1993, Page 46
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993 ÍSHOKKÍ / ÚRSLITAKEPPNI NHL-DEILDARINNAR GOLF TENNIS Góð byrjun hjá þeim kanadísku KR-ingarfjölmennum! Karen á heimleið Islandsmeistarinn í golfí, Karen Sævarsdóttir úr Keflavík, er á heimleið eftir að hafa stundað nám og leikið golf í Bandaríkjunum í vetur. Karen lék með skólaliðinu í háskólakeppninni en um helgina fékst úr því skorðið að skólinn henn- ar komst ekki áfram í úrslitakeppn- ina. Karen hefur samt leikið mjög vel en það dugði skólaliðinu ekki til að komast áfram. Hún varð meðal annars í sjötta sæti á sterku móti um fyrri helgi. Karen er vænt- anleg til landsins í vikunni og verð- ur því væntanlega með á öðru stiga- mótinu í golfí sem fram fer i Leir- unni um helgina. Stuku- kvöld (karlakvöld) verður haldið í Súlnasal Hótels Sögu íkvöld 19.maí. Mæting í nýju stúkunni kl. 19.00 eða úHótelSögu kl. 20.00. Miðaverð 3.500 kr. TORONTO og Montreal sigr- uðu sannfærandi ífyrsta ieik undanúrslita NHL-deildarinnar í íshokkf og bíða Kanadamenn spenntir eftir næstu leikjum. Draumur þeirra er að kanadísk lið leiki til úrslita, en Wayne Gretzky á líka dygga stuðnings- menn í föðurlandi sínu og viija margir sjá hann og samherja hans í LA Kings í efsta þrepi. Toronto tók á móti Kings í fyrri- nótt og réðust úrslit í þriðja leikhluta, en heimamenn unnu 4:1. Doug Gilmour var hetja Toronto, gerði tvö mörk og lagði upp önnur tvö. Gilmour skoraði fyrst fyrir Tor- onto, en Pat Conacher jafnaði. Glenn Anderson kom heimamönnum yfír í þriðja hluta og Gilmour bætti öðru marki sínu við skömmu síðar, átt- unda mark hans í úrslitakeppninni, en Bill Berg áti síðasta orðið með fyrsta marki sínu í úrslitakeppninni. Gilmour er stigahæstur í úrslita- keppninni með 26 stig, átta mörk og 18 stoðsendingar, en tekur ekki í mál að sér sé líkt við Gretzky, sem er með 24 stig. „Það má ekki setja mig á sama stall og þann besta. Við erum báðir að vinna okkar starf og þetta verður löng og ströng keppni,“ sagði Gilmour, en fjóra sigra þarf til að komast í úrslit. Monica Seies ar væru miklar, en ekki væri hægt að fullyrða að batinn yrði algjör. Seles, sem er 19 ára, varð fyrir fólskulegri árás manns, sem stakk hana í bakið með hnífi og gaf þá skýringu að hún ógnaði Steffí Graf á toppnum. Hún hefur sigrað í öllum helstu tennismótunum nema Wimbledon og ætlaði sér stóra hluti þar í sumar, en áréttað var að ekk- ert gæti breytt ákvörðuninni um að hætta við þátttöku, jafnvel þó hún yrði búin að ná sér að fullu. Reuter Barátta Bill Berg gerði síðasta mark Toronto gegn LA Kings, en hér fær hann óbiíð- ar móttökur hjá Rob Blake og sam- heijum. keppir ekki Monica Seles, sem er efst á heimsafrekalistanum í tenn- is, tilkynnti í gær að þar sem hún hefði ekki náð sér eftir árás, sem hún varð fyrir á móti í Þýskalandi fyrir skömmu, gæti hún ekki tekið þátt í Opna franska meistaramót- inu, sem hefst n.k. mánudag. Seles átti titil að veija, en hún hefur sigr- að á mótinu undanfarin þijú ár. Talsmaður tennisstjörnunnar til- kynnti einnig að Seles gæti ekki verið með á Wimbledon af sömu ástæðu, en myndi einbeita sér að endurhæfíngunni í Colarado í Bandaríkjunum, þar sem hún hefur verið síðan árásin átti sér stað. Læknir hennar sagði að framfarirn- WQ Aðalfundur Aðalfundur Skagamanna - stuðningsmannafé- hö' lags Knattspyrnufélags ÍA - verður haldinn í fé- lagsheimili Lögreglufélags Reykjavíkur, Brautar- holti 30, miðvikudaginn 19. maí 1993, kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. ★ Gestir verða Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna, ★ Þórdís Arthúrsdóttir, ferðamálafulltrúi á Akranesi, og ★ Orri Harðarson, sem leikur og syngur nokkur lög. ★ Veitingar í boði Langasands á Akranesi. Mætum sem flest - Nýirfélagar velkomnir. Stjórnin. Maxfli. OPNA DUNLOP MAXIFII MÓTID í 60LFI fer fram á Hólmsvelli í Leiru 22. og 23. maí. Leiknar verða 36 holur meö og án forgjafar. Mótið gefur stig til landsliðs. Skráning í stigamótið til kl. 20 fimmtudaginn 20. maí. Skráning í opna flokkinn til kl. 20 föstudaginn 21. maí. Ræst út frá kl. 09.00. Skráning í síma 92-14100. GLÆSILEG VERÐLAUN m C^CWILIF UMBOÐSAÐILI fbroítir & tðmstundir Þekkt italskt merki óskar eftir um- boðsaðila á Islandi. Þarf að hafa góð sambönd innan fótbolta, handbolta og körfubolta. Hafið samband við Per Stromsnes, simi&fax 90 47 5 321515. Gretzky sagði að lið Kings væri ekki sambærilegt við lið Edmonton, sem hann varð fímm sinnum meist- ari með 1984 til 1990. „Við eigum á brattann að sækja, en þegar ég var með Edmonton var gert ráð fyr- ir að við sigruðum.“ Pat Burns, þjálfari Toronto, sagði að úthaldið hefði ráðið úrslitum. „Það má vel vera að við séum gaml- ir, en við erum best komnir á okkur líkamlega og úthaldið réð úrslitum í þriðja leikhluta." Montreal byijaði einnig vel og vann New York Islander 4:1, en New York sló meistara Pittsburgh út í átta liða úrslitum. „Við gleymdum hvernig á að leika þennan leik á leið- inni frá Pittsburgh til Montreal," sagði A1 Arbour, þjálfari New York. „Við byijuðum ekki á neinu og luk- um því engu. Við vorum þreyttir eftir sjö leiki gegn Pittsburgh, en það er engin afsökun. Við lékum bara illa.“ Jacques Demers, þjálfari Montre- al, var ánægður. „Eg er sérstaklega ánægður með hugarfar minna manna. þeir voru tilbúnir eftir að hafa ekki leikið í viku, en venjulega tekur um 30 til 40 mínútur að koma öllum aftur inní leikinn eftir slíka hvíld. En mótheijarnir verða betri í næsta leik og við Iíka.“ IÞROTTIR Heilsuvika framundan Senn er liðið ár frá því að lands- samtökin íþróttir fyrir alla, ÍFA, voru stofnuð á vegum ÍSÍ. Samtökin hafa vaxið hratt á þessu fyrsta ári og nú þegar eru félagar orðnir um 8.000. Mörg stór verk- efni eru á döfinni sem öll hafa það að leiðarljósi að stuðla að bættri heilsu þjóðarinnar. Fyrsta stórverkefni vorsins er heilsuvika dagana 20. til 26. maí. Þar verða ýmsir atburðir skipulagð- ir, tengdir næringu og hreyfingu. Þá verður höfð samvinna við fjöl- margra aðila um skipulagða íþróttaviðburði, svo og kynningar á hollu mataræði og fleiru sem snýr að heilbrigði. Búist er við þátttöku í heilsuvikunni um land allt og hef- ur þetta verkefni verið kynnt öllum íþrótta- og tómstundafulltrúm, á öllum heilsugæslustöðvum og í öll- um grunnskólum landsins. Meðal atburða má nefna þátttöku Reykjavíkurborgar og Akureýrar- bæjar í alþjóðlegum íþróttadegi, Hverdagsleikunum, þann 26. maí. Hugmyndin er að heilsuvikan verði íþróttastarfi almennings í landinu lyftistöng og opni augu fólks fyrir gildi hreyfingar og hollrar fæðu. Þann 19. júní verður Kvenna- hlaup ÍSÍ og hefur ÍFA verið falin yfirumsjón með undirbúningi og framkvæmd hlaupsins. Kvenna- hlaupið hefur unnið sér sess í íþróttaiðkun kvenna á síðustu árum og hefur fjöldi þátttakenda aukist ár hvert. Ráðgert er að hlaupið verði á u.þ.b. 50 stöðum um allt land og slegið verði þátttökumet. Markmið samtakanna er að fá 10.000 konur til að vera með þann 19. júní nk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.