Morgunblaðið - 27.05.1993, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.05.1993, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1993 Spáð 1% verðbólgu næstu mánuði XJtlit er fyrir að nafnvextir lækki VERÐBÓLGAN verður vel innan við 1% næsta hálfa árið, miðað við áætlaða hækkun lánskjaravísitölunnar í nýrri verðbólguspá Seðlabanka íslands. Á næsta ári verður verðbólgan innan við 0,1% og samkvæmt framreikningi bankans hækkar lánskjaravísitalan nánast ekkert frá iokum þessa árs til loka næsta árs. Vegna spár Seðlabankans búast bankarnir við að lækka nafnvexti á næsta vaxtabreytingardegi sem er um helgina en ekki er útlit fyrir breytingar á raunvöxtum. Valur Valsson, bankastjóri Ís- gerður nú að loknum kjarasamning- landsbanka, sagði að vaxtabreyting- ar væru enn til skoðunar í bankan- um. Hann sagði að sér virtist tilefni vera til einhverrar breytingar á nafn- vöxtum en ekki lægi ljóst fyrir hvað breytingin yrði mikil í þessari viku. Hins vegar sagðist Valur ekki sjá að tilefni væri til nokkurrar lækkun- ar raunvaxta. Stefán Pálsson, bankastjóri Bún- aðarbankans, sagði að ákvarðanir um vexti yrðu teknar á bankaráðs- fundi næstkomandi föstudag. Hann sagði að samkvæmt spá Seðlabank- ans væri útlit fyrir mjög litla verð- bólgu á næstu mánuðum og því yrði Iækkun nafnvaxa tekin til gaum- gæfilegrar athugunar. Engín verðbólga á næsta ári Lánskjaravísitalan er 3.278 stig í þessum mánuði. Samkvæmt spá Seðlabankans verður hún 3.293 stig í desember og 3.295 stig í desember 1994. Þegar litið er á breytingar vísi- tölunnar yfir þrjá mánuði á árs- kvarða sést að verðbólgan verður 0,4 til 1% út árið og á næsta ári nánast vegur lækkun vísitölunnar í febrúar til apríl upp litla hækkun hennar aðra mánuði ársins. Framreikningur Seðlabankans er Samið við ^ yfirmenn á farskipum Samninganefndir Farmanna- og fiskimannasambands íslands, VSÍ og VMS undirrituðu nýjan kjarasamn- ing fyrir yfirmenn á farskipum í gærkvöldi sem byggist í meginatrið- um á kjarasamningi ASÍ og VSÍ. Samningurinn gildirtil ársloka 1994. um. Gert er ráð fyrir óbreyttu gengi yfir spátímann og óbreyttri launavísi- tölu. Við útreikninginn gefur bank- inn sér þær forsendur að auknar nið- urgreiðslur leiði til 0,2% lækkunar framfærsluvísitölunnar í júní og 0,1% í júlí og skattabreytingar leiði til 0,9% lækkunar í janúar á næsta ári. Vörubílstjóri klemmdi handlegg undir palli bílsins Þetta var afskaplega mikíð áfall fyrir mig ALVARLEGT vinnuslys varð á Hofsósi á þriðjudag er Gunnar Baldvinsson vörubíl- sijóri klemmdi annan handlegginn undir pall- inum á bíl sínum. Gunnar segir að þetta hafi verið afskaplegt áfall fyrir sig og honum fannst óratími líða þar til fólk í nærliggjandi húsum heyrði köll hans og gat komið honum til aðstoðar. Fá þurfti til lyftara úr frystihús- inu til að lyfta pallinum af hendi Gunnars. Gunnar liggur nú á Landspítalanum og er á góð- um batavegi en handleggur hans er mölbrotinn eft- ir óhappið. Gunnar er 67 ára gamall og þetta er í fyrsta sinn á rúmlega 40 ára ökuferli hans sem hann lendir í óhappi. „Ég var að vinna við að aka timbri í bænum og hafði lyft pallinum upp svo auð- veldara væri að taka það af honurn," segir Gunnar. „Þá heyrði ég að gat kom á loftslöngu undir pallin- um og þegar ég fór með höndina til að athuga málið nánar skall pallurinn niður' á handlegginn." Einn við vinnu Gunnar var einn við vinnu er slysið varð og það var fyrir tilviljun að maður í grenndinni heyrði köll hans og gat látið vita af atburðinum. Brugðu menn fljótt við og fenginn var lyftari úr frystihúsinu til að lyfta pallinum af hendi Gunnars. Hann var síðan fluttur rheð sjúkrabíl til Sauðárkróks og þaðan var flogið með hann til Reykjavíkur. Eftir aðgerð á Landspítalanum er ljóst að Gunnar mun halda hand- legguum. „Ég er töluvert eftir mig eftir þetta áfall og ég svaf illa í nótt,“ segir Gunnar. „Én ég missi ekki höndina og það er fyrir öllu.“ Á batavegi GUNNAR Baldvinsson frá Hofsósi er nú á bata- vegi eftir að hafa lent í alvarlegu vinnuslysi. Flugvirkj afélag- íslands aflýsti boðuðu verkfalli Fundur ríkisstjórnarinnar um setningu bráðabirgðalaga afboðaður STJÓRN- og trúnaðarráð Flugvirkjafélags íslands ákvað á fundi sínum um kvöldmatarleytið í gær að afboða þriggja daga verkfall sem átti að hefjast kl. 6 í morgun. Verður flug því með eðlilegum hætti í dag. Ríkisstjórnarfundi sem halda átti í gærkvöldi, þar sem taka átti ákvörð- un um hvort sett yrðu bráðabirgðalög til að koma í veg fyrir verkfall- ið, var aflýst þegar ljóst var að flugvirkjar höfðu afboðað verkfallið. Forystumenn Flugvirkjafélagsins voru boðaðir á fund Halldórs Blön- dals samgönguráðherra í gærdag og eftir fundinn sagði ráðherra að eng- inn samningsgrundvöllur virtist vera fyrir hendi. I framhaldi af því var svo boðað til ríkisstjórnarfundar kl. 20 í gærkvöldi en skömmu áður en að fundurinn átti að hefjast bárust þau boð frá stjóm og trúnaðar- mannaráði Flugvirkjafélagsins að verkfallinu hefði verið aflýst. Halldór Blöndal kvaðst í gær- kvöldi vera mjög ánægður með ákvÖrðun flugvirkja, sem hann sagð- ist telja að væri í fullu samræmi við raunveruleikann og stöðuna í kjara- málum í dag. Aðspurður hvort iegið hefði fyrir að sett yrðu bráðabirgða- lög á verkfallið sagði Halldór að menn hefðu haft mjög þungar áhyggjur af ástandinu sem var að skapast. Bókanir hefðu dregist veru- lega saman hjá Flugleiðum og mik- ill óróleiki verið á ferðamarkaðinum. „Það gat auðvitað ekki gengið að nú kæmi til stöðvunar á flugsam- göngum,“ sagði hann. „Það liggur í augum uppi að það er betra að hafa ekki á sér lög og í dag Frændur í Skálholti Norskir prófastar hafa dvalist við fundarhöid í Skáiholti 26 Kosið d Spáni Lítill munur er á fylgi stærstu stjórnmálafiokka Spánar 25 .„íSfiSÍP ftf ÍSS; ís#S|;i§SL= fsriSSrii r~... vv zr:'£i£ré: i ^ Skipaðu þér í frcmstu fylkbigu Metsund Tvöfalt met hjá Bryndísi Ólafsdótt- ur á Smáþjóðaleikunum 50 Viðskipti/Atvinnulíf Dagskrá Leiðari Staða Sjálfstæðisflokksins 26 ► Matvælaframleiðsla - Fyrir- tæki um lokaverkefni - Bláa lónið - Skyndibitastaðir - Samtök iðn- aðarins - Hlutabréfamarkaður - Hagnaður Iðnþróunarsjóðs ► Kvikmyndir vikunnar - Iþrótt- ir helgarinnar - Roseanne - Stjörnur framtíðarinnar - Syngj- andi strandvörður - Bíóin í borg- inni - Líkamsræktarmyndbönd vera ennþá frjáls með næsta leik,“ sagði Hálfdán Hermannsson, for- maður Flugvirkjafélagsins. Hann sagði þó að ekki hefði legið fyrir bein hótun af hálfu ráðherra um að sett yrðu lög á verkfallið. Hálfdán sagðist hafa átt viðræður við for- stjóra Flugleiða í.gærkvöldi og þeim hefði komið saman um að leysa þyrfti úr kjaradeilunni og byrja við- ræðurnar upp á nýtt. Sagði hann aðspurður að félagið stæði áfram við sína kröfugerð en hana þyrfti að ræða lið fyrir lið. Flug með eðlilegum hætti Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði að flug í dag yrði með eðlilegum hætti. „Við hefðum óskað að þessi afboðun hefði komið fyrr því þetta hefur valdið okkur verulegu tjóni en við erum mjög Slapp lif- andieftir 10 m fall MAÐUR, sem var að störfum í nýbyggingu við Árskóga í Breiðholti síðdegis í gær, féll niður af fjórðu hæð og lenti á svölum fyrstu hæðar. Að sögn lögreglu var fallið um 10 metrar og þótti hann hafa sloppið ótrú- lega vel. Maðurinn var fluttur á slysa- deild Borgarspítalans í Reykjavík. Reyndist hann hafa meiðst á baki og fótum en var ekki talinn í lífs- hættu. Hann mun þó þurfa að dvelja á spítala í nokkra daga. ánægðir með að þetta skyldi fara svona. Við vonum að við getum nú sest niður og gengið frá samningi innan þess ramma sem settur hefur verið með heildarkjarasamningunum og erum reiðubúnir til að ganga til þess verks strax,“ sagði Einar. Stefanía Guðbjörg Stefánsdóttir Lést af slysförum KONAN sem lést þegar hún féll af hestbaki í Þorlákshöfn á mánudag hét Stefanía Guð- björg Stefánsdóttir, 28 ára gömul. Stefanía var fædd 27. sept- ember 1964, til heimilis í Norð- urbyggð 24b í Þorlákshöfn. Hún lætur eftir sig eiginmann og tvö börn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.