Morgunblaðið - 27.05.1993, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1993
Athafnasemi
á Akureyri
_________Myndlist______________
Bragi Ásgeirsson
í fjarlægð hef ég fylgst með mik-
illi uppbyggingarstarfsemi á sviði
myndlistar norðan heiða, en átti
ekki svo gott með að trúa því með
öllu. Forvitni mín var vakin og ég
greip tækifærið í sambandi við vor-
sýningu Myndlistarskóla Akureyrar
og gerði mér ferð norður til að líta
þróunina eigin augum.
Það er merkilega lítil fyrirhöfn
að komast til Akureyrar, en heldur
þykir mér flugfarið dýrt hafi menn
ekki tækifæri til að nýta sér sérfar-
gjöldin. Æskilegt væri að við sem
byggjum þetta fjarlæga útsker gæt-
um komist til meginlandsins fyrir
ámóta fjárhæð. Það mundi tengja
okkur umheiminum nánari böndum
en öll efnahagsbandalög.
Það var kuldalegt um að litast á
leiðinni norður og sjaldan hef ég séð
Iandið jafn hrjúft, nákalt og litlaust,
en viss form- og litræn fegurð er-
þó falin- í þessum umhleypingi og
meinlega sumarfrera.
Myndlistarskólinn var stofnaður
1974 og á því 20 ára afmæli á
næsta ári, svo að réttilega má segja
“ fasteignasala
< Suðurlandsbraut 14
S 678221 fax 78289
Opið laugardag 11-14
3ja-5 herb.
Kríuhólar - 3ja
Nýstandsett 79 fm íb. á mjög góðum
kjörum m. góðum lánum. Verð 6,2 millj.
Asparfell - 5 herb.
Góð 130 fm tveggja hæða íb. Góð lán.
Verð: Tilboð.
Klapparstígur - 4ra
Glæsil. 120 fm íb. tilb. u. trév., í nýju
blokkinni á Völundarlóðinni. íb. er björt
og rúmg. Óviðjafnanlegt útsýni. Góð
greiöslukjör og mjög gott verð.
Kjarrhólmi - 3ja
Góð 3ja herb. 75 fm íb. Parket á gólf-
um. Sameign nýuppg. Verð 6,5 millj.
Einbýlis- og raðhús
Vesturhús
Vel hannað nýl. hús m. góðum innr.
Mjög rúmg. bílskúr, auk einstaklíb. Stór-
kostl. útsýni. Hagstæö lán.
Nónhæð- Gbæ
Erum með í sölu nokkrar 4ra herb. íb.
sem afh. tilb. u. trév. Verð 7950 þús.
Suðurhlíðar- Kóp.
Nýtt glæsil. parhús 180 fm ásamt 27
fm bílskúr. Hús og lóð að fullu frág. 3-4
svefnherb. Skipti á ódýrari kcma til
greina. Verð 14,5 millj. Einkasala.
Sýnishorn úr söluskrá
Borgarholtsbraut - parh.
Samtún - parhús.
Urðarbakki - raðhús.
Grettisgata - einbhús.
Rauðagerði - hæð.
Ósabakki - raðhús.
Hamraborg - 3ja herb.
Þverholt - 3ja herb.
Alhliða ráðgjöf
- ábyrg þjónusta
Guömundur Sigþórsson sölustjóri,
Skúli H. Gíslason sölumaöur,
Kjartun Rugnurs hrl.
að hratt fljúgi ögurstund, ég man
glögglega er ég skoðaði skólann
fyrst er hann var rétt í burðarliðn-
um. Nú er hann kominn í nýtt hús-
næði á einum besta stað í miðbæn-
um, eða Kaupvangsstræti, og hefur
verið bætt við nýrri deild, sem er
grafísk hönnun. Hér geta þeir norð-
anmenn byggt á reynslunni að sunn-
an og hafa t.d. strax í upphafi tekið
tölvutæknina í þjónustu sína, en
ekki sem markmið í sjálfu sér, held-
ur sem hvert annað verkfæri svo sem
rissblý, penna og pensil. Tölvan er
hraðvirkari og skilar óaðfinnanlegu
handverki, en getur aldrei keppt við
skapandi kenndir. Þess vegna er
mikilvægt að nemandinn nái valdi á
miðlinum, en ekki tölvan á nemand-
anum. Skili tölvan andlausri vinnu,
er það þannig ekki hennar sök held-
ur þess sem stjórnar henni.
Allt er í fullum gangi í skólanum
og vonandi ræktar hann sérkenni
sín, en það er mjög mikilvægt að
listaskólar geri það, en séu ekki
reknir samkvæmt einhverjum
ákveðnum staðli og með löggiltu
námsmati sem er gróf móðgun við
skapandi hugsun. Sú sjónræna
menntun hlýtur að vera mikilvæg-
ust, sem er í samræmi við nánasta
umhverfi og velferð þeirra sem þar
búa, en skal síður stjórnast af þörf-
um fjarlægra menningarheilda.
Því miður hefur eitt ár verið klippt
af fornáminu eins og í MHÍ, sem
veldur mörgum nemendum miklum
erfiðleikum, þvi að nám á listasviði
í framhaldsskólum kemur aldrei í
stað markvissrar grunnþjálfunar í
listaskólum. Slíkt er hrein óskhyggja
rasspúðafræðinga fræðslukerfisins.
Við megum ekki gleyma því hve
grunnmenntunin er mikilvæg í landi,
sem hefur engin stórsöfn, þar sem
nemendur geta rannsakað þróun
heimslistarinnar í beinu sjónmáli,
það sem eitt slíkt safn hefur að
geyma getur jafnast á við 50-100
brotkenndar kynningar erlendrar
listar hér á landi.
Hið mikilvægasta í listnámi er að
kenna fólki að vinna og einbeita sér
óskipt að því sem það er að gera
allan daginn. Læra að meta huglæg
vinnubrögð til jafns við hlutlæg.
Samfelld og markviss vinnubrögð
eru undirstaða árangurs í myndlist,
enda árangur í ýmsum listaskólum
fyrst og fremst undir framsæknum
einstaklingum kominn, er bæta sér
upp nám, slitið úr markvissu sam-
hengi, með vinnu utan skólatíma.
Ekki er mögulegt að reka lista-
skóla undir stefnumörkunum „mynd
í skyndi, list í hvelii", og þó þa sé
auðvitað hvergi gert getur sumum
fundist það er þeir líta vinnubrögðin.
Á þetta er bent, vegna þess að
menn verða að gera sér grein fyrir
því hve myndlistarnám eitt sér gerir
miklar kröfur, og að hér eigi mála-
miðlanir og hóplausnir ekki heima.
Einungis fáir af þeim sem leggja út
í listnám verða atkvæðamiklir lista-
menn, en listaskólar þykja þó ein-
hveijar mikilvægustu stofnanir
menningarríkja, þeir teljast rækta
mjúku gildin í mannlífsflórunni, sem
eru hverri þjóðfélagsheild lífsnauð-
synleg. Þá vita menn líka að stuðn-
ingur við listir skilar sér einnig fjár-
hagslega, og hér er uppbyggingin í
Þýskalandi lýsandi dæmi, því að
þarlendir leggja aldrei í neitt nema
að það á einhvern hátt skili arði.
En menn mega svo aldrei missa sjón-
ar af því, að mjúku gildin gera engu
síður kröfur en þau hörðu.
Framanskráð eru auðvitað ein-
ungis almennar staðreyndir, en hér
Verslun til sölu
Til sölu er af sérstökum ástæðum tískuverslun með
kvenföt, vel staðsett í Rvík. Góður lager, fallegar innrétt-
ingar. Gott tækifæri til að skapa sér sjálfstæða starfsemi.
EIGNASALAIM, Ingólfsstræti 8,
símar 19540og 19191.
Það skiptir máli að menningar- og viskuviðir landsins laufgist. Til
þess þurfa sterkir stilkar að vaxa upp úr frjórri gróðurmold. Á
myndinni sjást útskriftarnemar Myndlistarskóla Akureyrar 1993.
er þó vel að merkja mikilvægt að
menn haldi vöku sinni. Þá skulu
menn minnast þess, sem fárast út
af streyminu úr listaskólum, að það
er einungis brot af því sem kemur
úr áfangakerfinu með stúdentsprófi,
svo og háskólum með hin ýmsu
embættismannapróf. Menntun þess,
sem að auganu eða eyranu snýr
ásamt næmi skilningarvitanna ætti
þó síst að vera óæðri almennri
menntun í bóknámsskólum.
Annars var það annað, sem var
öðru fremur ástæða forvitni minnar
og það er hið svonefnda Listagil, sem
áður hét víst Grófargil. Þar er hvert
húsið a fætur öðru undirlagt lista-
starfsemi og var mér tjáð að 10 lista-
menn hefðu þar vinnuaðstöðu, auk
þess sem þær eru einnig íverustaður
sumra. Eg kom inn í nokkrar vinnu-
stofur og var mjög undrandi á því
hve rúmgóðar og hentugar þær eru.
Listamennirnir hafa keypt þetta
rými fyrir hóflegan perúng og inn-
réttað sem vinnustofur (og heimili)
af miklum dugnaði, og víðast hvar
er húsnæðið ekki fullfrágengið.
Meira að segja er verið að innrétta
listasafn og listamiðstöð, sem fyrir-
hugað er að opna í ágústmánuði, en
þó einungis eina hæðina til að byija
með. Fullbyggt sýndist mér sem
safnbyggingin muni rúma mun fleiri
myndverk en Listasafn íslands (I),
en málverkaeignin er auðvitað stór-
um minni.
Einn og einn listasalur hefur ver-
ið starfræktur á Akureyri, en þeir
lognast útaf, því ekki var enn grund-
völlur fyrir slíka starfsemi, en þessar
stórhuga framkvæmdir virðast hafa
smitað út frá sér og nú eru fleiri
en einn í gangi, en sumir munu þó
á tilraunastiginu.
Hér er mikilvægt að menn átti
sig á að hið almenna rekstrarform
á listhúsum, sem hér á landi tíðk-
ast, hentar sennilega ekki allstaðar.
Má vísa til þess að í stórborgum
ytra eru virtir sýningarsalir kannski
á fjórðu hæð í lyftulausum húsum,
og þeir sem reka þau hugsa ekki
svo mikið um almenna aðsókn held-
ur þeim mun meira um umsvifín,
kynna skjólstæðinga sína og að
dreifa listaverkum.
íslenskur listamarkaður er þannig
afar einhæfur og frumstæður enn
sem komið er og það hefur gefið
ýmsum tækifæri til lágkúrulegra
vinnubragða við dreifingu listar.
Framkvæmdirnar á Akureyri eru
svo risavaxnar framfarir í litlu sam-
félagi, að maður hlýtur að taka ofan
fyrir ráðamönnum þar, því að án
velvildar þeirra hefði þetta ekki ver-
ið mögulegt. Þetta er innlegg í vax-
andi áhuga og skilning á listum í
heiminum sem jafnvel hefur náð ein-
angruðum samfélögum, þar sem
minna var hugsað um mjúku gildin
hér áður fyrr, en þeim mun meir
um lífsbjörgina eina og sér.
En náttúrlega er þetta einnig
andsvar við þeim gelda miðstýrða
niðursuðuiðnaði, sem nú á tímum
þrengir sér jafnvel inn í hinar af-
skekktustu vistarverur, og sem eins
og brýtur niður mannleg gildi.
Alveg tvímælalaust mun Listagil
setja sérstakan svip á bæjarlífíð á
Akureyri á næstu árum og fram-
kvæmdirnar geta orðið allri list á
landinu til góða, því að þetta smitar
út frá sér og enn eru sumir lands-
fjórðungarnir afskiptir.
Það sem máli skiptir er að dreifa
lifandi Iist um landið og frumkvæðið
á ekki einungis að koma frá ríkinu
eða framtakssömum listaspekúlönt-
um og listamönnum á höfuðborg-
arsvæðinu. Vísa má einnig til þess
að aldrei hefur verið eins mikil þörf
á að skipuleggja innkaup á myndlist-
arverkum og dreifa þeim um landið,
í skóla, stofnanir og félagsheimili.
En hið mikilvægasta af öllu er
að listin einangrist ekki við lands-
hlutana, þótt þeir megi svo sannar-
lega halda í sérkenni sín, heldur
verði sameign og stolt þjóðarinnar.
Sú innansveitarkróníka, sem list-
iðkun hefur lengstum verið, og er
þá höfuðborgarsvæðið alls ekki und-
anskilið, er dragbítur á alla framþró-
un. Listamenn verða að skilja að því
sterkari sem heildin er, þeim mun
jarðtengdari verður listin þjóðarsál-
inni og af því hafa allir hag. Jafnvel
listafélögin verða fljótlega að vett-
vangi framapots fámennrar lista-
klíku er rígheldur í völdin með allri
þeirri misnotkun sem því er samfara.
Sú hugmynd leitar á, hvort ekki
væri upplagt fyrir okkur íslendinga,
að fara að dæmi þeirra í útlandinu
sem tilnefna menningarborg Evrópu.
Eins og fram hefur komið, hefur það
reynst sumum borgum ómæld víta-
mínsprauta og gerbreytt ásjónu
þeirra og má taka Glasgow sem
dæmi. Árið 1996 fellur heiðurinn svo
í skaut Kaupmannahafnar, og er
undirbúningurinn í fullum gangi, og
hyggjast borgarbúar lyfta grettis-
taki ekki síður en Glasgow-búa, sem
þeir reyndar vilja taka til fyrirmynd-
ar og helst yfírganga. I fyrra var
Madrid menningarborg Evrópu og í
ár er það Antwerpen og er þar mik-
ið að gerast.
Hvað Kaupmannahöfn snertir
hafa ráðmenn lagt því sem nemur
sjö og hálfum milljarði íslenskum
krónum i framkvæmdirnar, en gert
er ráð fyrir að veltan sjálf hlaupi
upp í hundruð milljarða.
Hvernig væri nú að tilnefna menn-
ingarumdæmi ársíns á íslandi með
það fyrir augum að rækta innlenda
menningu og innlent framtak í list
og mennt. Við gætum t.d. bytjað á
því að útnefna einhvern kaupstað
landsfjórðunganna, t.d. ísafjörð eða
Seyðisfjörð, og fært okkur svó upp
á skaftið.
Málið er, vel að merkja, að öll
þjóðin tekur þátt í uppbyggingunni
hveiju sinni og það gefur skiljanlega
margfalda möguleika til viðamikilla
og myndarlegra framkvæmda á
hveijum stað. Til viðbótar má búast
við að þetta yrði eitt sterkasta aflið
til viðhalds íslenskri menningu og
þjóðartungunni um leið.
Morgunblaðið/Krislinn
Mynd af Regínu Þórðardóttur
Afkomendur Regínu Þórðardóttur leikkonu hafa fært
Þjóðleikhúsinu málverk af henni að gjöf. Regína starf-
aði í Þjóðleikhúsinu á annan áratug, hún var ráðin við
opnun hússins 1950 og lék yfir fjörutíu hlutverk á ferli
sínum þar. Myndin af Regínu er eftir Pétur Friðrik og
hefur henni verið fenginn staður í Kristalssal leikhúss-
ins. Ljósmyndari smellti af þegar dætur Regínu og dótt-
urdætur afhentu Þjóðleikhússtjóra myndina. F.v.: Stefán
Baldursson, Kolbrún Bjamadóttir, Edda Bjamadóttir,
Ragnheiður og Regína Harðardætur.