Morgunblaðið

Date
  • previous monthMay 1993next month
    MoTuWeThFrSaSu
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 27.05.1993, Page 12

Morgunblaðið - 27.05.1993, Page 12
12 • MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAI 1993 HEIÐAR JÓNSSON snyrtir og INGRID HALLDÓRSSON snyrtifræðingur veita ráðleggingar og kynna í dag, 27. maí, kl. 13 til 18.30. H Y G E A dnyrtivöruverdLun Kringlunni SUMAR '93 Hágæða sumarfatnaður á alla fjölskylduna Þú færð ' V hjá okkur Hummelbúöin, Sporthúsið, Sporthlaðan, Ármúla 40, Reykjavík. Akureyri. ísafirði. Akrasport, Akranesi. Sportvöruverslun Oskars, Keflavík. IIM HELGINA Lára Gunnarsdóttir. Myndlist Lára Gunnars- dóttir í Norska húsinu Lára Gunnarsdóttir opnar sýn- ingu í Norska húsinu í Stykkis- hólmi næstkomandi laugardag, 30. maí, kl. 14.00. Lára stundaði nám við MHÍ 1978- 1983 og lauk prófi frá grafíkdeild. Lára hefur áður haldið tvær einkasýningar í Slunkaríki á ísafirði og tekið þátt í nokkrum samsýningum í Reykjavík og víðar. A sýningunni í Norska húsinu eru olíukrítar- myndir, flestar frá síðasta ári. Sýningin er opin daglega og lýkur henni 30. júní. Agatha Kristjánsdóttir. Agatha í Þrastar- lundi Agatha Kristjánsdóttir sýnir olíumálverk í Þrastarlundi til 13. júní, en sýning hennar hófst 20. maí. Þetta er 6. einkasýning henn- ar. Agatha er fædd í Reykjavík árið 1935 og hefur stundað mynd- list í áratug, og verið á þeim tíma í Myndlistarklúbbi Hvassaleitis, svo og sótt hin ýmsu námskeið sem í boði hafa verið m.a. í vetur í Myndlistarskóla Rýmis í Listhúsi í Laugardal. Einnig hefur Agatha Elfar Guðni. stundað nám í píanóleik og ferð- ast víða erlendis. Myndir hennar eru teiknaðar eftir eigin skissum og hugmyndum. Elfar Guðni í Gimli Elfar Guðni opnar sýningu á verkum sínum í samkomuhúsinu Gimli á Stokkseyri næstkomandi laugardag, 29. maí, kl. 14.00. Hann sýnir þar olíu-og vatnslita- myndir ásamt höggmyndum utan- húss, unnum í rekavið úr Stokks- eyrarfjöru. Þetta er 22. einkasýn- ing Elfars, en hann hefur sýnt víða um land. Sýningin er opin í átta daga og lýkur sunnudaginn 6. júní, sjómannadaginn. Karl í Eden Karl T. Sæmundsson sýnir um þessar mundir 38 málverk í Eden í Hveragerði, máluð með olíu, vatnslitum og pastel. Þetta er 4. einkasýning Karls en að auki hef- ur hann tekið þátt í samsýningum. Sýning Karls hófst 25. maí og stendur til 7. júní. Leiklist A * „Ur einu í annað“ I afmæli Jónasar LEIKDEILD Ungmennafélags- ins Skallagríms hefur sýnt rev- íuna „Úr einu í annað“ sjö sinn- um í Borgarnesi við góða að; sókn og ágætar undirtektir. I sýningunni eru meðal annars brot úr Deleríum Búbónis og Járnhausnum eftir Jónas Árna- son og verða þau flutt á afmæl- isdagskrá Jónasar í Reykholts- skóla næstkomandi föstudags- kvöld. Revían er úrval af „söngvum, gríni og gleðibrótum úr þekktum leikritum", ein§. og segir í leik- skrá. Þröstur Guðbjartsson leik- stýrir. Atriðin eru flest úr íslensk- um söng- og gamanleikritum eins og Saumastofunni eftir Kjartan Ragnarsson, Deleríum Búbónis eftir þá Jónas og Jón Múla Arna- syni og Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson. Alls tóku um 30 manns þátt í uppfærslunni. Úr einu í annað BIRNA Þorsteinsdóttir í hlutverki syngjandi kerl- ingarinnar fyrir utan „Skálkasly'ólið“. Morgunblaðið/Theodór Þórðarson BJÖRN Leifsson og Jenný Lind Egilsdóttir í hlutverkum sínum í leik- ritinu Gullna hliðinu eft- ir Davíð Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 117. tölublað (27.05.1993)
https://timarit.is/issue/125577

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

117. tölublað (27.05.1993)

Actions: