Morgunblaðið

Date
  • previous monthMay 1993next month
    MoTuWeThFrSaSu
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 27.05.1993, Page 13

Morgunblaðið - 27.05.1993, Page 13
13 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1993 Þrældómur á ballarhafi Úti á ballarhafi MEÐLIMIR áhafnarinnar þurfa að bregða sér í hin ýmsu hlut- verk. Hér er það skipstjórinn sem breytist í tannlækni eitt augna- blik. _________Leiklist Súsanna Svavarsdóttir Remould Theatre Company á Litla sviði Þjóðleikhússins: Togað á norðurslóðum. Höf- undar: Rupert Creed og Jim Hawkins. Tónlist: John Conolly og Bill Meek. Búningar: Chris Lee. Tónlistarstjórn: Hilary Gordon. Leikstjóri: Rupert Creed. Saga togaraútgerðar í Húll. Ég verð að játa að mér fannst þetta ekki fýsilegur efniviður í gott drama. En það verður ekki á Bretana logið, þegar leikhús er annars vegar; • verkið er virkilega áhugavert og vel skrifað. Það seg- ir ekki frá eigendunum og er ekki skýrsla um átök þeirra í brimsjó þjóðfélagsbreytinga, heldur frá lífi sjómannanna sjálfra, harðræði þeirra — beinlínis þrælkún — til sjós, fjölskyldulífi þeirra sem nær yfir tvo daga á þriggja vikna fresti, draumum þeirra um ríki- dæmi þar sem þeir standa pikk- freðnir við að gera að fiski úti á ballarhafi í stormi og stórsjó. Og allar breytingar sem verða á hög- um útgerðarinnar bitna á þeim, fyrst og fremst. En það skiptast á skin og skúr- ir í lífi sjómannanna; milli félag- anna um borð myndast sérkenni- legt traust; líf þeirra, limir og afkoma er undir þvi komið að hver og einn sé vakandi á verðin- um. Ein mistök geta kostað þá alla lífið. Og þegar komið er í land, byijar áhöfnin á því að fara út að skemmta sér, svo koma konurnar og börnin. Það er nán- ast skiljanlegt, því fjölskyldurnar eru þeim næstum framandi. Trún- aðar- og tryggðarböndin eru sterkust við félagana. Saga eiginkvennanna og mæðranna er líka sögð í þessu verki og heildin í frásögninni verð- ur afar sterk. í því er fjallað um gleði og sorgir, félagslegar að- stæður, lífssýn og mannleg sam- skipti í mjög svo nákvæmri blöndu af húmor og alvöru, heiðarleika og hispursleysi. Vinna leikhópsins er feykigóð og ég verð að segja að af þeim gestaleikjum frá útlandinu sem ég hef séð hér á seinustu árum er Togað á norðurslóðum sú besta. Leikhópurinn samanstendur af fimm einstaklingum, þeim Chuck Foley, Neville Hutton, Simeon Truby, Gerard McDermott og Fi- onu Welburn. Það er mikið og gott jafnræði með þeim í leik, en auk þess leika þau á hin ýmsu hljóðfæri og syngja. Öll hafa þau góðar raddir og eru ákaflega skemmtilegir leikarar hvað allt látbragð varðar. Þó verð ég að segja að Fiona Welburn heillaði mig mest með kvenpersónunum í verkinu. Hún er dýrlega bresk í sínum kjaftakerlingatýpum, sem tala um alvarleg mál af einstöku skopskyni. Tónlistin í sýningunni er bæði vel skrifuð og vel flutt. Þar svífur þessi skemmtilegi breski þjóð- lagaandi yfir vötnunum, sem ger- ir sjóarasöngva þeirra dálítið mýkri en okkar. Lýsingin er mjög áhrifarík og vel unnin og skapár ógnandi og sterkt andrúmsloft ásamt vel útfærðum leikhljóðum — og leikstjórnin mjög góð. Verk- ið er sett saman úr mörgum atrið- um, en framvindan er hröð og sýningin heildstæð og víst er að á áhrifaríkan hátt gefur hún áhorfandanum innsýn í lífsbaráttu og hugmyndaheim sem fer að mestu leyti framhjá okkur sem störfum í landi. Hollt okkur sem grenjum nokkrar vikur á ári útaf snjóslyddu á malbiki. Hubbard í vandræðum ____________Jass_______________ Guðjón Guðmundsson Freddie Hubbard var ekki nema endurómurinn af sjáifum sér á tón- leikum hans og kvintetts hans í Súlnasal Hótel Sögu sl. þriðjudags- kvöld. Það verður að segjast að hann hélt ekki tóni og rembdist við háar nótur sem hann réð ekki við með afleitum árangri. Hvað veldur? Þeir sem hafa hlýtt á plötur Hub- bards í gegnum tíðina vita að hann er svo miklu betri en hann var í Súlnasal. Hann er ekki nema 55 ára gamall og ætti að geta haldið út eina tónleika. Það sem allt snýst um hjá trompetleikurum eru varirn- ar, „chops“, og þær voru illa út- leiknar á Hubbard. Hann var þjáður og gaf þá skýringu að hann hefði búið of lengi i Kaliforníu og ekki æft sig sem skyldi. Nýlega hefði hann leikið á tónleikum í New York og leikið of mikið í of lítilli æfingu og hærri nótur en hann réð við. Afleiðingin varð sú að hann sprengdi efri vörina og undirritaður sá að þær voru bólgnar og öróttar. Sagt er að eitthvað þessu líkt komi fyrir alla^trompetleikara einu sinni eða oftar á ferlinum. Miles lokaði sig af í tæp fimm ár, munið eftir því, og Chet Baker missti tennurnar eftir kjaftshögg. Engu að síður voru tónleikarnir mikil vonbrigði þeirra Ijölmörgu sem lögðu leið sína í Súlnasal til að heyra í goðinu. Hubbard opnaði tónleikana á Bolivia eftir píanistann Cedar Wal- ton, lag sem er á samnefndri skífu Hubbards frá 1991. Týpískt bopp- lag, sem opnar með laglínu og lýk- ur á sama hátt. Strax í upphafslín- unni mátti heyra að Hubbard átti í erfiðleikum, tónninn var óhreinn og hann náði ekki upp. One of a Kind, sem er á V.S.O.P. albúminu, samdi Hubbard og tileinkaði Miles Davis. Hann komst nokkurn veginn skammlaust í gegnum það. Auk þess lék kvintettinn Up Jumped Spring, Byrd like og Dear John. Morgunblaðið/Þorkell Það var eins og kvintettinn liði fyrir frammistöðu leiðtogans. Javon Jackson var ekki svipur hjá sjón, eins og þeir sem hafa heyrt hann í tónleikadiski Hubbards frá Fat Tuesday-klúbbnum í fyrra, geta vitnað um. Hann og Hubbard náðu aldrei saman í samleiksköflunum og sólóunum stillti hann í hóf. Ronnie Matthews lét lítið að sér kveða, en lék þó ákaflega blúsaða túlkun á God bless the Child, en Louis Hayes er algjör töframaður á settið (sem Sigurður Þórarinsson frá Vestmannaeyjum lánaði hon- um). Senuþjófurinn var hins vegar Daninn Jesper Lundgaard, sem kom til landsins sex tímum fyrir tónleik- ana og hljóp i skarð Jeff Cham- bers, sem missti af flugvélinni í Los Angeles. Lundgaard er einhver tæknilegasti bassaleikari sem und- irritaður hefur hlýtt á og sóló hans voru magnaðar tónflækjur. Gaman verður að heyra i honum á ný á morgun er hann leikur með Sven Asmussen í Súlnasal. Það er erfitt að gera sér í hugar- lund hvemig Hubbard ætlar að klára fjögurra vikna tónleikapró- gramm í Evrópu eins og hann er á sig kominn. En auðvitað blundar sú von og ósk í bijóstum allra að hann nái sér á strik á ný, ekki síst vegna þess að hann hefur ekki enn- þá komist á þann stall sem hann á skilinn. En nú hefur Verve-útgáfu- fyrirtækið, sem gaf út tvær síðustu plötur Joe Hendersons, sóst eftir samningi við meistarann þjáða. Honda er auðveldur í endursölu og heldur sér vel í verði. Hugleiddu það, nema þú sért að kaupa þér bil til llfstíðar. Það er mikill munur á því hversu vel bílar halda sér í verði. Munurinn á endursöluverði ársgamallrar Honda og annarra bíla getur verið töluverður. Að ári liðnu getur Honda verið allt að 25% verðmeiri en aðrir bílar í sama verðflokki. (H HOIVDA VATNAGÖRÐUM - SÍMI 689900 -góð fjárfesting PUMA-D 27., 28. og 29. maí AGAR 20% afsláttur »hummel^ SPORTBÚÐIN Ármúla 40

x

Morgunblaðið

Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Language:
Volumes:
111
Issues:
55740
Registered Articles:
3
Published:
1913-present
Available till:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Locations:
Editor:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-present)
Haraldur Johannessen (2009-present)
Publisher:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-present)
Keyword:
Description:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsor:
Supplements:

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 117. tölublað (27.05.1993)
https://timarit.is/issue/125577

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

117. tölublað (27.05.1993)

Actions: