Morgunblaðið - 27.05.1993, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1993
17
Réttur, réttlæti, ríki
Mikael M. Karlsson er formaður Vettvangs, Islands-
deildar alþjóðasamtaka um heimspeki réttar og menn-
ingar, sem heldur heimsþing sitt hér á landi í vikunni
eftir Kristján G. Arngrímsson
Réttur, réttlæti og ríki, er meginviðfangsefni sextánda
lieimsþings Alþjóðasamtaka um heimspeki réttar og
menningar, sem hófst í Reykjavík á miðvikudaginn sl.
og stendur í viku. Það er Vettvangur, íslandsdeild sam-
takanna, sem stendur að þinginu í samvinnu við Háskóla
íslands, Heimspekistofnun og Norræna húsið. Að sögn
Mikaels M. Karlssonar, formanns Vettvangs, var búist
við að um 300 erlendir gestir kæmu til þingsins, auk
50-100 íslenskra gesta. „Þarna hittast heimspekingar,
lögfræðingar og félagsvísindamenn frá öllum heimshorn-
um, og margir hverjir eru hátt skrifaðir fræðimenn,“
segir Mikael. „Við leggjum áherslu á að fá fulltrúa sem
víðast að, til dæmis frá Austur-Evrópu og Indlandi, og
getum þannig talað um efnið frá mismunandi sjónarhorn-
um.“
Að sögn Mikaels verður „hið
norræna sjónarmið“ tekið sér-
staklega til umfjöllunar í einum
af vinnuhópum þingsins, þar sem
hugað verður að Evrópubanda-
laginu og tengslum Norðurland-
anna við það. „Það er brýnt að
við ræðum þetta efni hér á landi
og veltum því fyrir okkur hvað
þátttaka okkar í bandalaginu
myndi hafa í för með sér. Það
gæti haft alvarlegar afleiðingar
ef við hugsum ekki um málið
núna; Evrópa er í brennidepli,
heimurinn er að tala um Evrópu,
og þar eru að verða breytingar
sem við verðum að leitast við að
skilja ofan í kjölinn, því annars
eigum við á hættu að verða leik-
soppar annarra í stað þess að
geta sjálf hlutast til um okkar
mál. Þannig mætti nefna fyrir-
lestur Joxerramon Bengoetxea,
sem er ungur jlaski, sem veltir
fyrir sér spurningunni um það
hvort nútíma þjóðríki séu að líða
undir lok. Og svarið hjá honum
er jákvætt. Attracta Ingram
kemur frá írlandi og heldur því
fram að Efnahagsbandalagið sé
tákn um samhyggju fremur en
þjóðemishyggju. En þótt fræði-
menn komi saman og ræði málið
þá munu þeir að sjálfsögðu ekki
finna neinar einfaldar lausnir.
Við reynum að dýpka umræðuna
og komast að meginatriðum
hennar, því að ef við höldum
áfram að tala yfirborðslega um
efnið, það er að segja, skiptast
á skoðunum um það, þá mun
okkur ekki miða neitt áleiðis.
Þannig ættu fyrirlestramir að
geta hjálpað íslendingum til þess
að átta sig á því hvernig má
greina efnið og skilja um hvað
það snýst. Heimspeki er meira
en bara safn kenninga og skoð-
ana, hún er fyrst og fremst við-
leitni á samræðuformi til að
skilja betur aðalatriði umræð-
unnar. Við reynum að greina á
milli þess sem skiptir máli og
hins sem er útúrdúr.eða beinlínis
villandi hugmynd."
Réttarheimspeki á íslandi
Alþjóðasamtök um heimspeki
. réttar og menningar voru stofn-
uð í Þýskalandi árið 1909. Að
samtökunum standa nú 42
landsdeildir um allan heim. Vett-
vangur var formlega stofnaður
árið 1985, en áður höfðu Norður-
löndin staðið saman að deild. „Ég
fór á heimsþingið í Helsinki
1983,“ segir Mikael, „þar sem
meðal annars voru umræður um
réttarheimspeki á Norðurlöndum
en hvergi minnst á ísland í því
sambandi. Þegar ég kvartaði yfír
því var mér boðið að halda er-
indi um réttarheimspeki á ís-
landi, sem ég og gerði, en það
var að vísu ekki mikið um málið
að segja. Okkur þótti ekki freist-
andi að vera með í Norðurlanda-
deildinni, bæði sökum sérstöðu
tungumálsins og einnig fjar-
lægðarinnar frá hinum Norður-
löndunum. Þess vegna varð úr
að við stofnuðum hér sérstaka
landsdeild og hin Norðurlöndin
hafa fylgt fordæmi okkar, nú
síðast Danir.
Ég held að það sé afskaplega
mikilvægt fyrir okkur að fá
heimsþing samtakanna hingað
vegna þess að hér er ekki mjög
sterk hefð fyrir réttarheimspeki.
Víða erlendis er mikill samgang-
ur milli lögfræði og heimspeki.
Til dæmis má nefna að við Édin-
borgarháskóla er réttarheim-
speki kjamafag í lögfræði; ég
var einu sinni gistiprófessor í
París og þar var það sama uppi
á teningnum. Hér á landi hefur
hins vegar verið lögð megin-
áhersla á lögtækni, eins og Sig-
urður Líndal orðaði það, og held-
ur lítið verið gert úr hlutverki
réttarheimspekinnar. Fyrir þessu
eru flóknar ástæður, sem að
hluta til má rekja til þjóðfélags-
gerðarinnar og þess hve hratt
íslenskt þjóðfélag hefur þróast á
skömmum tíma. En þótt þannig
sé ekki sterk hefð í þessum efn-
um hér þá veit ég að sumir kenn-
arar í lagadeildinni eru áhuga-
samir um að koma á gagnrýn-
inni umfjöllun um lög og rétt.“
í anda Arlstótelesar
Mikael er dósent í heimspeki
við Háskóla íslands. Hann er
bandarískur að uppruna, en hef-
ur búið á íslandi í tuttugu ár og
verið íslenskur ríkisborgari í tíu
ár. Hann leggur áherslu á að
hann sé íslendingur. „Við hjónin
komum hingað til lands sem
ferðamenn haustið 1973. Árið
áður höfðu þeir Páll Skúlason
og Þorsteinn Gylfason byrjað að
kenna heimspeki sem BA-grein
við háskólann og ég hitti þá að
máli og hafði orð á því að það
gæti verið gaman að koma aftur
í heimsókn við tækifæri og kenna
kannski eitt og eitt námskeið.
En þeir misskildu mig eitthvað
og það varð úr að ég tók að mér
að kenna eitt námskeið þama
strax á haustmisserinu 1973,
kannski mest fyrir forvitnisakir.
En það höfðu allir gaman af
þessu svoleiðis að ég kenndi
einnig á vormisserinu, og í gróf-
um dráttum má segja að ég hafí
verið hérna síðan. Þetta hefur
allt gengið vel og þótt ég sé
enginn sérstakur tungumála-
maður þá hef ég gaman af ís-
lensku og hef lært málið smám
saman og er alls enginn Kani.“
Mikael var þannig þriðji heim-
spekikennarinn við Háskólann,
en auk þeirra kenndi Símon Jó-
hann Ágústsson _ heimspekileg
forspjallsvísindi. „Ég hafði áður
kennt heimspeki í Boston, en það
var gaman að koma hingað og
taka þátt í að byggja upp nám
í greininni hér. Fyrstu árgang-
arnir voru þetta 6-7 manns en
nú er svo komið að það em um
það bil 70 nemendur á fyrsta
ári. Þetta er eiginlega vandamál
því að við höfum ekki húsnæði
fýrir alla þá sem vilja læra — á
siðfræðinámskeiði sem ég kenndi
í vetur sat fólk á gólfínu og í
gluggakistum. Ég veit nú ekki
nákvæmlega hvað veldur þessum
vinsældum, en heimspekinám er
jú auðvitað það eina sem er hag-
nýtt á tímum atvinnuleysis.
Þótt heimspeki sé ung fræði-
grein hér á landi má segja að
það sé að þróast hér heimspeki-
hefð sem er í grófum dráttum í
anda Aristótelesar. Það er kerfis-
bundin heimspeki sem er ekki
eins öfgakennd og til dæmis
nýaldarhefðin frá dögum Desc-
artes, sem skiptist í raunhyggju
og rökhyggju. Sú aristótelíska
er heilsteypt blanda af því
tvennu, því að kenningasmíð er
alltaf að hluta til óháð reynslu,
en verður samt að vera í tengsl-
um við raunveruleikann. Þetta
er hefð sem tekur siðfræði alvar-
lega, ekki sem annarlega heim-
spekigrein, heldur sem kjar-
nagrein. Sumir nútíma raun-
hyggjumenn hafa viljað gera lítið
úr hlut siðfræðinnar, en hér er
hún sterk. Kennararnir hér við
Háskólann hafí verið á ýmsum
stöðum við nám og því alist upp
við mismunandi hefðir, Páll í
Belgíu, Þorsteinn í Bandaríkjun-
um og Englandi, Arnór Hannib-
alsson í Rússlandi, Póllandi og
Skotlandi, en samt höfum við
allir sameiginlegan áhuga á ar-
istótelísku hefðinni. Ekki svo að
skilja að við séum allir að tala
eins og páfagaukar upp úr Arist-
ótelesi, en það er nú samt svo,
að nú á dögum erum við um
margt sammála honum, til dæm-
is hvað varðar að taka siðfræði
og stjómspeki alvarlega og að
viðurkenna mikilvægi dygðasið-
ferðis. Þessi íslenska hefð er
kannski svolítið ný af nálinni og
hefur eiginlega orðið til án þess
að við höfum haft beinlínis samr-
áð þar um. Þetta er frekar eins
og ákveðin hugsun hafi verið í
gangi og sé að skila sér.“
Sjálfstæðir nemendur
„Á þessum tíu árum sem heim-
speki hefur verið kennd til BA-
prófs hér hafa upp undir tuttugu
af nemendum okkar verið fólk
sem er á heimsmælikvarða í
greininni. Ég held að það hafí
ekki bara verið í heilafrumunum
á þeim, né heldur er ég að segja
að við séum svona frábærir
kennarar. Satt best að segja þá
veit ég ekki nákvæmlega hverjar
ástæðumar em, en ég held að
þær séu á einhvern hátt bundnar
þjóðfélagsgerðinni. Þetta er
mjög hátt hlutfall, ef til dæmis
er miðað við Bandaríkin, þar sem
ég upplifði þetta ekki. Auðvitað
eru góðir nemendur alls staðar,
en mér virðast forsendurnar vera
aðrar hér. íslenskir nemendur á
BA stigi em yfírleitt eldri en
þeir bandarísku og virðast taka
heimspeki af meiri alvöm,
kannski vegna þess að nemendur.
hér leggja mikla áherslu á að
vera sjálfstæðir einstaklingar og
em oft komnir með fjölskyldu
og em jafnvel að byggja. Úti eru
nemendumir eiginlega böm,
ógiftir og búa í foreldrahúsum
og hafa enga ábyrgð gagnvart
öðmm en sjálfum sér. Uppeldi
er til dæmis eitt af meginatriðun-
um í kenningum Aristótelesar
og siðfræði hans hefur þar af
leiðandi oft aðra og dýpri merk-
ingu fýrir íslenska nemendur.
Heimspeki kemur þeim oft fyrir
sjónir sem afskaplega jarðbundin
fræðigrein. Svo er þjóðfélagið
hérna dálítið villt og heimspeki
hefúr þar af leiðandi meiri þýð-
ingu sem viðleitni til að skilja
og skilgreina forsendur mann-
lífsins. Efni þingsins sem hefst
núna á miðvikudaginn, er ein-
mitt gott dæmi um þessa við-
leitni."
Vortónleikar skólabarna á Selfossi
Selfossi.
BöRN í Sandvíkurskóla og Sól-
vallaskóla á Selfossi luku tónlist-
arstarfi sínu með vortónleikum
12. maí í Selfosskirkju. í skólun-
um hafa í vetur eins og undanfar-
in ár verið starfandi bjöllukórar
sem komið hafa fram á tónleik-
um og skemmtunum í vetur. Þá
hefur verið starfandi barnakór í
Sandvíkurskóla.
Á vortónleikunum flutti bjöllu-
kór Sandvíkurskóla fjögur lög og
bjöllukór Sólvallaskóla, þar sem
eru eldri börn, flutti átta lög.
Barnakór Sandvíkurskóla flutti
fímm lög við undirleik Glúms
Gylfasonar en einnig aðstoðaði
Stefán Þorleifsson við undirleik.
Það er Jónína Guðmundsdóttir
sem er stjórnandi kóranna og hef-
ur leitt umfangsmikið kórstarf í
skólunum.
Flutningur kóranna var með
miklum ágætum og vel tekið en
Selfosskirkja var nánast fullsetin.
Það var ekki laust við að börnin
legðu sig sérlega vel fram því
stjórnandinn er á förum til frekara
náriis erlendis. Henni var þakkað
Barnakór Sandvíkurskóla.
innilegá í lok tónleikanna bæði af
áheyrendum og bömunum sjálfum
og ekki laust við að sjá mætti tár
blika á hvarmi.
Sig. Jóns.
MtRKING HF
BRAUTARHOLT 24
SÍMI: 627044
TÖLVUSICORIN
MCRKI OG STAFIR
DESGAMPS
Ungbarnasloppar
Tilvalin sængurgjöf
Sthma.
CLUCCA TJOLO
Síðumúla 35, sími 680333.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Skemmtileg sumarnámskeið fyrir fróðleiksfúsa krakka
{fjögur ár höium við boðið fróðleiltsfusum krökkum að sxkja sumarnámskeið um tölvur og
tölvunotkun. Við viljum vekja athygli ykkar á að enginn annar skóli hefúr jafnmikla reynslu afþví
að kenna börnum og unglingum á tölvur. Við bjóðum því reyndustu kennarana og spennandi
námskeið sem et aðlagað að þötíiim krakkanna. Kennd er tölvufræði, véltinm, ritvinnsla, notkun
geisladisb og skanna, teikning, upplýsingasöfnun og úrvinnsla og margt fleira.
Þau geta sótt 2ja eða 3ja vikna námskeið á morgnana eða cftir hádegi og þau geta valið um hvort
þau lira á Macintosh eða PC tölvu. Þátttökugjaldi er stillt mjög í hóf.
Námskeið hefjast 1. júnf, 21. júní, 19-júií, 3. ágúst og 16. ágúst.
Lcitaðu nánari upplýsinga hjá okkur.
Tölvu- og verkfræöiþjónustan
Grensásvegi 16 • 108 Reykjavik
© 68 80 90