Morgunblaðið - 27.05.1993, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1993
Ríkisstjórnin fjallar um nýskipan og umbætur í ríkisrekstrinum
Ný stefna í útboðsmál-
um ríkísins samþykkt
RÍKISSTJÓRNIN hefur undanfarið fjallað um stefnumörkun Frið-
riks Sophussonar fjármálaráðherra um umbætur og nýskipan í
ríkisrekstri. Stefnan er að dreifa valdi, auka ábyrgð og flytja
ákvarðanir sem næst vettvangi. Og á ríkisstjórnarfundi í fyrra-
dag, 25. maí, samþykkti ríkissljórnin nýja stefnu í útboðsmálum.
Samningsstj órnun
í fréttatilkynningu frá fjármála-
ráðuneytinu kemur fram að kjarni
þessarar stefnu er að dreifa valdi,
auka ábyrgð og flytja ákvarðanir
sem næst vettvangi og ná með því
hagkvæmari rekstri og betri þjón-
ustu. Meðal þess sem hin nýja
stefna gerir ráð fyrir er að í upp-
hafí næsta árs hefjist tilraun með
nýtt form á samskiptum ráðuneyta
og stofnanna; svonefndri samings-
stjómun. Verður nauðsynlegra
lagaheimilda leitað á Alþingi.
í væntanlegum bæklingi fjár-
málaráðuneytisins varðandi „um-
bætur og nýskipan í ríkisrekstri"
segir að samningsstjómun feli í sér
að veita tilteknum stofnunum auk-
ið sjálfstæði gegn því að þær nái
auknum fjárhagslegum og fagleg-
um árangri.
Skýrari ákvarðanataka
í fyrrgreindu riti fjármálaráðu-
neytisins er m.a. lögð áhersla á að:
„Það er lykilatriði í skilvirkri stjórn-
sýslu að skilja á milli pólitískra
ákvarðana um markmið ríkis-
rekstrarins og þess árangurs sem
ríkisstofnunum er gert að skila og
faglegra og rekstrarlega ákvarð-
ana um hagkvæmustu leiðimar að
hinum pólitísku markmiðum."
í bæklingi fjármálaráðuneytisins
er gerð grein fyrir því að verið sé
að þróa fjárlagagerðina í átt til
rammafjárlaga. Nú séu rammar
settir fyrir hvert ráðuneyti og mál-
efnaflokk. Mikilvægt sé að þessi
þróun nái niður í ríkiskerfið, allt
til stofnana og einstakra deilda
þeirra. Þessi aðferð feli í sér vald-
dreifingu, því ríkisstjórn forgangs-
raði milli ráðuneyta, ráðuneyti milli
stofnana og stofnanir milli deilda.
Það er einnig gert ráð fyrir því að
stofnanir fái aukið frelsi og ábyrgð
í launamálum, innan ramma kjara-
samninga og launakerfis ríkisins.
í kynningarbæklingi fjármála-
ráðuneytis er hvatt til þess að fjár-
veitingar verði lagaðar að þörf og
eftirspurn notenda, m.a. eru þær
aðferðir nefndar að ákvarða fjár-
véitingu t.d. á nemenda eða sjúkl-
ing, eða með föstu 'framlagi til ein-
stakra stofnana sem endurskoða
þarf reglulega með tilliti til nýrra
þarfa.
Ávísun á þjónustu
í bæklingi ráðuneytisins segir
að ekki sé nægjanlegt að Alþingi
og ráðuneyti hafí eftirlit með
árangri ríkisstofnanna. Nauðsyn-
legt sé að virkja hinn almenna
borgara betur í þessu sambandi.
Stofnanir verði í auknum mæli að
búa sig undir að almenningur geti
valið um þjónustu hinna ýmsu að-
ila. Meðal Ieiða til að gera valfrels-
ið sýnilegra, er sú að afhenda borg-
urunum ávísun á ákveðna þjónustu
sem þeir geta síðan framvísað þar
sem þeir telja að gæði þjónustunn-
ar séu mest.
Útboðsstefna ríkisins
Á ríkisstjórnarfundinum í fyrra-
dag var samþykkt ný stefna ríkis-
ins í útboðsmálum. Það er mark-
mið ríkisstjórnarinnar að auka út-
boð hjá ríkinu í innkaupum, þjón-
ustu og framkvæmdum. Tilgangur
þessa er að stuðla að hagkvæmni
og sparnaði hjá ríkinu og jafnræði
IÐNSKOLINN I
HAFNARFIRÐI
REYKJAVÍKURVEGI 74 OG FLATAHRAUNI
SÍMAR 51490 OG 53190
Innritun á haustönn 1993
Innritað er á allar námsbrautir í skrifstofu
skólans virka daga frá kl. 9.00 til 15.00.
Síðasti innritunardagur er 4. júní.
Iðnnám og verknám
- Iðnnámsbrautir fyrir samningsbundna
iðnnema.
- Verknámsdeildir í háriðnum, málmiðnum,
rafiðnum og tréiðnum.
Fornám
- Námið er ætlað unglingum er þurfa á upprifjun
að halda. Nemendur fá fjölbreytta starfskynn-
ingu og geta um áramót hafið reglulegt nám.
Hönnun og tækniteiknun
- Hönnunarnám, er byggir á verkstæðinu sem
grunni. Kennd er teikning og meðferð tækja
og efnis á sviðum trés, málma, plasts og
steinaslípunar.
- Tækniteiknun.
Meistaraskóli
- Fyrir byggingariðnir og aðrar iðngreinar.
meðal þeirra sem selja ríkinu vörur
eða þjónustu. Jafnframt er talið að
markviss útboðsstefna muni efla
samkeppni á markaði innanlands.
í útboðsstefnu ríkisstjórnarinnar
er kveðið á um hvað skuli bjóða
út, hverjir skuli bjóða út vörur og
þjónustu og hvaða fjárhæðamörk
skuli gilda í þeim viðskiptum. Með-
al þeirra markmiða sem ríkisstjórn-
in stefnir að er að fyrir árslok 1994
skuli a.m.k. helmingur innkaupa
rekstrarvara vera samkvæmt út-
boðum. Það jafngildir árlegum inn-
kaupum fyrir um 4.000 milljónir
króna.
Kveðið er fyrir árslok 1994 skuli
innkaup og verksamningar vegna
framkvæmda og viðhaids vera sam-
kvæmt útboði. Það er nánar skil-
greint þannig að innkaup og að-
keypta þjónustu yfir 2 milljónir
króna og framkvæmdir yfir 5 millj-
ónir króna skuli bjóða út nema
augljóst sé að það þjóni ekki hags-
munum viðkomandi stofnunar.
Einnig er það talið æskilegt, eftir
því sem við á, að nota útboð við
innkaup undir þessum viðmiðunar-
mörkum.
Undir útboðsstefnu ríkis-
stjómarinnar fellur einnig að þjón-
ustusamninga skuli gera að undan-
gengnu almennu útboði. Er þar
miðað við sömu fjárhæðarmörk og
varðandi innkaup og aðkeypta
þjónustu.
Tvenns konar útboðsform eru
algengust; opið útboð og lokað út-
boð. Ríksstjórnin hefur ákveðið að
viðhafa skuli opið útboð nema sér-
stakar ástæður mæli með öðru.
Hagkvæmasta tilboði m.t.t. verðs
og gæða skal jafnan tekið. Ef
lægsta tilboði sé ekki tekið skal
lögð fram skýring á því.
í stefnu ríkisstjórnarinnar er
ákveðið að Innkaupastofnun ríkis-
ins veiti aðstoð og leiðbeiningar við
undirbúning og tilhögun útboða.
Til að tryggja samræmda tilhögun
útboða er kveðið á um að ef útboð
eru undirbúin með aðstoð ráðgjafa
eða af'hlutaðeigandi stofnun skuli
fara að reglum stjórnar opinberra
innkaupa um undirbúning og til-
högun útboðsins-, jafnframt skal
fela Innkaupastofnun að auglýsa
útboð, afhenda útboðsgögn og taka
við tilboðum.
Kveðið er á um að Innkaupa-
stofnun ríkisins kanni sameiginleg-
ar þarfir fyrir vörur og þjónustu
og beiti sér fyrir sameiginlegum
innkaupum. Ríkistofnunum verði
skylt að veita Innkaupastofnun
upplýsingar um innkaupaþarfir
vegna undirbúnings að sameigin-
legum útboðum sem stofnunin
gengst fyrir.
Kjaradeila sjómanna
Samninga-
viðræðum
var frestað
FULLTRÚAR Sjómannasam-
bands Islands og viðsemjenda
urðu ásáttir um að fresta frek-
ari samningaviðræðuum um
óákveðinn tíma þar sem engin
lausn væri í sjónmáli á ágrein-
ingsefnum deiluaðila á fundi
hjá ríkissáttasemjara í gær.
Guðlaugur Þorvaldsson ríkis-
sáttasemjari sagðist ekki reikna
með að viðræður yrðu teknar upp
aftur fyrr en í haust. Megin
ágreiningur viðræðnanna hefur
staðið um þátttöku sjómanna í
kvótakáupum útgerða og um
gerð sérstakra samninga um
ýmsar nýjar veiðiaðferðir. Sjó-
mannasambandið verður því ekki
aðili að heildarkjarasamningun-
um sem náðust í seinustu viku.
Samningafundum á milli full-
trúa Farmanna- og fiskimanna-
sambandsins og viðsemjenda
verður hins vegar haldið áfram
en þar eru mönnunarákvæði
samninga aðallega til umræðu.
Samningarnir í gQdi hjá
rúmlega sjötíu félögum
Rafverktakar felldu samninginn vegna
ágreinings um ákvæðisvinnustofu
RÚMLEGA 100 verkalýðsfélög
höfðu síðdegis í gær sent Vinnu-
veitendasambandi íslands og/eða
Ríkissáttasemjara staðfestingu á
samþykkt kjarasamninganna, en
frestur til staðfestingar rann út í
gær. Framkvæmdastjórn Vinnu-
veitendasambands íslands sam-
þykkti samninginn fyrir sitt leyti
nema hvað hún lítur svo á að hann
gildi ekki fyrir vörubílstjórafélög-
in. Landssamband íslenskra raf-
verktaka felldi samninginn vegna
ágreinings um rekstur ákvæð-
isvinnustofu. Samningurinn hefur
því tekið gildi hjá rúmlega 70
verkalýðsfélögum.
í samþykkt framkvæmdastjómar
VSÍ er vakin athygli á því að samn-
ingurinn miði að framlengingu síð-
astgildandi samninga. Af þeim
ástæðum taki hann ekki til Lands-
sambands vörubifreiðastjóra, enda
hafi VSI hætt samningum við þann
félagsskap fyrir allnokkrum árum
og hyggi ekki á gerð kjarasamninga
við þennan hóp sjálfstætt starfandi
atvinnurekenda, eins og segir í sam-
þykkt framkvæmdastjórnar VSÍ.
Rúmlega 30 félög innan Landssam-
bands vörubifreiðastjóra sendu Ríkis-
sáttasemjara staðfestingu á sam-
þykkt kjarasamningsins sem þau
skrifuðu undir.
Ágreiningur um rekstur
ákvæðisvinnustofu
Landssamband íslenskra rafverk-
taka ákvað í gær að hafna kjara-
samningnum vegna ágreinings við
Rafiðnaðarsambandið um rekstur
ákvæðisvinnustofu og gjaldtöku
vegna hennar og telur LIR sig óbund-
ið af samningnum en lýsir sig reiðu-
búið ti! samþykkis að fengnu sam-
komulagi um ágreiningsefnið.
Félög innan Rafíðnaðarsambands-
ins staðfestu samninginn í gær. Guð-
mundur Gunnarsson, formaður Raf-
iðnaðarsambandsins, sagði að
ákvörðun LÍR breytti litlu. Það væri
álit lögfræðinga sambandsins að síð-
asti samningur Rafiðnaðarsamband-
ins myndi halda gildi sínu þar til nýr
tæki við. Hann sagði að þar sem
orlofsuppbót væri innifalin í töxtum
flestra rafvirkja og þeir nytu ekki
láglaunabóta hefði það lítil áhrif á
kjörin þó meistararnir hefðu ákveðið
að fella samninginn.
Mótmæli hafa borist til borgarráðs
••
Oimur staðsetning
tívolísins könnuð
BORGARRÁÐ hefur sainþykkt, að
kannaðir verði aðrir möguleikar
á staðsetningu fyrir tívolí vegna
mótmæla sem borist hafa frá íbú-
um í nágrenni Umferðarmiðstöðv-
arinnar og frá embætti lögreglu-
stjóra.
I bréfi íbúanna er lýst áhyggjum
vegna fyrirhugaðs reksturs í ná-
grenninu og vísað til reynslu, sem
fékkst af rekstri tívolís á Bakkastæð-
inu síðastliðið sumar. Þá hafi komið
í ljós að honum fylgdi mun meiri
hávaðamengun en unnt væri að
sætta sig við nálægt íbúðarhverfum.
Borgarbúar eigi rétt á að vera lausir
við óþarfa hávaðamengun og ónæði
sem henni fylgi.
í bréfi lögreglustjóra er vakin at-
hygli á að allnokkuð hafí verið kvart-
að til lögreglunnar síðastliðið sumar
vegna hávaða og óriæðis frá tívolíinu
á Bakkastæðinu. í nálægð við BSÍ
séu mun fleiri íbúðir og því líklegt
að íbúar þar verði fyrir óþægindum
vegna hávaða, jafnvel þótt tónlistinni
verði stillt í hóf.
Þá segir: „Lögreglan ítrekaði und-
ir lokin óskir um að lækkað yrði í
tónlistinni sl. sumar, en við þeim til-
mælum var ekki orðið.“ Loks er vak-
in athygli á þeirri hættu, sem getur
falist í miklu streymi fólks, sérstak-
lega ungs fólks, yfir Hringbrautina
á móts við BSÍ. Gera þyrfti ráð fyrir
varúðarráðstöfunum á löngum kafla
til þess að draga megi úr líkum á
slysum.
Kærði stuld á
klámmyndum
EIGANDI myndbandaleigu við
Ingólfstræti kærði innbrot til lög-
reglunnar um hádegi í fyrradag.
Brotist hafði verið inn hjá honum
og stolið 26 klámmyndböndum.
Um var að ræða myndir sem bann-
aðar eru hér á landi.
Eigandinn krafðist þess að lög-
reglan hefði upp á þeim sem stolið
höfðu myndunum og þar með gert
atlögu að lífsviðurværi sínu en mað-
urinn hefur haft tekjur af því að
leigja eða selja myndir þessar þeim
sem hafa vilja.