Morgunblaðið - 27.05.1993, Qupperneq 32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1993
32
Krístín Jóna Sigurð-
ardóttír — Minning
Fædd 23. september 1908
Dáin 19. maí 1993
Að kvöldi 19. þ.m. lést í Landspít-
alanum Kristín Jóna Sigurðardóttir
eftir stutta legu.
Hún fæddist á Stokkseyri 23.
september 1908 og var því á 85.
aldursári þegar hún féll frá. Foreldr-
ar hennar voru hjónin Sigurður Sig-
urðsson, sem alinn var upp í Skál-
holti, og kona hans, Valgerður Jóns-
dóttir frá Háeyri á Eyrarbakka.
Kristín var elst sex bama þeirra
hjóna sem upp komust. Faðir Krist-
ínar ók póstvagni frá Stokkseyri til
Reykjavíkur og tók einnig farþega.
Þetta var rúta þess tíma. Auk þess
stundaði Sigurður sjósókn. Móðir
Kristínar var mikil hannyrðakona
og hefði kosið, ef hún hefði átt þess
kost, að sitja í stofu við fínan sauma-
skap og fela öðrum hin venjubundnu
heimilisstörf. Sigurður og Valgerður
bjuggu um skeið á Eyrarbakka, en
fluttust síðan aftur til Stokkseyrar.
Sjálf leit Kristín á sig sem Stokks-
eyring.
Þama við suðurströndina verða
veður válynd, eins og kunnugt er.
Því má ætla að í bernsku hafí Krist-
ín litla oft staðið í fjöruborðinu og
horft milli vonar og ótta, út í ólg-
andi brimgarðinn. Sama ár og hún
fæddist fórust t.d. 12 menn þama
í lendingu, og hefur það verið mikil
blóðtaka litlu sjávarplássi.
Lífsbaráttan var hörð á þessum
tíma. Saga Kristínar endurspeglar
lífssögu þorra íslenskra alþýðu-
kvenna á þessari öld. Átján ára
gömul kveður hún bernskustöðvam-
ar og heldur út í hina stóm viðsjálu
veröld. Reykjavík er áfangastaður-
inn. Veganesti hennar er sú mennt-
un sem hún hlaut í bamaskólanum
á Stokkseyri og kjarkur og dugnað-
ur, sem henni var í blóð borinn.
Hlutskipti hennar er að verða vinnu-
kona og hún ræður sig í vist til hjóna
á Laugavegi 18. Hún er heppin, því
'að hún lendir hjá góðu fólki sem
hún hélt tryggð við æ síðan. Kjör
vinnukvenna, og raunar flestra
kvenna, vom engin sældarkjör á
þessum tíma. Lífíð var þrotlaus
vinna. Margri nútímakonunni myndi
líklega reynast það ofraun. Það
þurfti að bera kol og vatn, oft upp
marga stiga, kveikja upp í ofnum
og eldavél, bera út ösku, sandskúra
gólf, svo að fátt eitt sé nefnt. Erfið-
astir voru þó þvottadagarnir. Þvott-
inum var ekið á vagn eftir holóttum
veginum inn í Þvottalaugar og síðan
blautum heim. Það þurfti sterk bein
til að þola slíkt álag, og þau hafði
Kristín.
Kristín var tvö ár í vistinni á
Laugaveginum, eða þar til hún gekk
í hjónaband með Kristni Magnúsi
Halldórssyni og byijaði búskap með
honum á Hverfísgötu 67. Kristinn
ók vömbíl fyrir Reykjavíkurborg. 1
hjónabandinu t eignuðust þau hjón
fjórar dætur: Valgerði, Sigríði, Elínu
og Gíslínu. Allar dæturnar era bú-
settar í Reykjavík, þrjár þær elstu
giftar. Eiginmaður Kristínar andað-
ist árið 1967.
Mig minnir að það hafí verið að
haustlagi sem við Kristín kynnt-
umst. Hún hafði tekið að sér, fyrir
milligöngu frænku minnar, að að-
stoða mig nokkra tíma í viku við
heimilisstörfín. Þetta var snemma á
6. áratugnum. Klukkutímarnir urðu
býsna margir, því að hún var hjá
Efni og tæki fyrir nfiiee
járngorma innbindingu.
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 • 105 Reykjavík
Símar 624631 / 624699
okkur þar til 1969 og vann heimil-
inu allt það gagn sem hún mátti.
Þegar hún fluttist af Hverfísgötunni
í Álftamýrina, þar sem hún hafði
fest kaup á lítilli íbúð ásamt dóttur
sinni, Gíslínu, margfaldaðist vega-
lengdin milli okkar og hún hætti
að koma, enda orðin vinnulúin og
heilsutæp. Þetta breytti þó engu um
samband okkar, vináttan hélst
óbreytt.
Kristín var fágæt mannkosta-
kona. Eðliseinkenni hennar voru
festa og rósemi. Hún kippti sér ekki
upp við það þó ærslafengnir strákar
sporuðu stigann, sem hún var að
þvo. Ég minnist þess ekki, að henni
hafí nokkru sinni fundist þörf á að
stjaka við þeim, öll þessi ár.
Kristín líktist móður sinni í því,
að hún hafði yndi af hannyrðum.
Ég hygg það hafi verið hennar bestu
stundir, þegar hún sat að saumum,
prjónaði sokk eða heklaði dúk. Ég
naut góðs af þessu, því að hún vann
ýmsa handavinnu fyrir mig, auk
þess sem hún færði mér oft gjafír,
sem hún hafði sjálf unnið. í sam-
skiptum okkar var ég ævinlega
þiggjandinn. Kristín fór aldrei í
neina sólarlandaferð, en til útlanda
fór hún þó einu sinni, ásamt Gíslínu
dóttur sinni. Þær fóm til þriggja
landa, Danmerkur, Hollands og
Englands. Þessi ferð var mikil til-
breyting frá amstursömu hvers-
dagslífi.
Ég vil ekki skiljast svo við Krist-
ínu að ég minnist ekki á þá ánægju
sem hún hafði af tónlist. Hún hafði
gaman af kórsöng og sótti oft slíka
hljómleika.
Að einu leyti var Kristín mikii
hamingjumanneskja, hún átti ijöl-
skyldu sem sýndi henni mikla rækt-
arsemi. Þar átti Gíslína, dóttir henn-
ar, stærstan hlut, en hún annaðist
móður sína af mikilli óeigingimi þar
til yfír lauk.
Góð kona er gengin, hafí hún
þökk fyrir góða viðkynningu.
Hildigunnur Hjálmarsdóttir.
Þar var alltaf sól. Hjá ömmu var
alltaf sólskin fyrir okkur bamabörn-
in. Og þar var alltaf skjól líka. En
það var ekki bara sól og skjól fyrir
barnabörnin. Á Hverfisgötu 67, eða
„Hverfó" eins og ættaróðalið var
gjarnan nefnt, fyrmm óðal tengda-
foreldra Kristínar ömmu, hjónanna
Halldórs Þorsteinssonar trésmiðs
langafa míns, f. 7. mars 1875 að
Austurvelli á Kjalarnesi (Kasparíus-
sonar bónda þar), og konu hans
Gíslínu Pétursdóttur langömmu
minnar, f. 22. júlí 1874 að Bala á
Kjalamesi (Kristjánssonar bónda
að Bala), (Fremrahálsætt, les:
Flöskuhálsættin), var nánast alltaf
sól, hvernig sem viðraði útivið.
Langar mig hér að drepa aðeins á
nokkur minningarbrot og önnur
atriði úr lífi Kristínar ömmu og
Magnúsar afa míns og okkar barna-
barnanna. Þó ekki væri nema í
sagnfræðilegum tilgangi einum
saman.
Ekki var síður gestrisni og sól-
skin á Hverfisgötunni eftir að afi
minn Kristinn Magnús Halldórsson
og Kristín amma urðu húsráðendur
þar. Átti stórættin öll meira og
minna höfði sínu að halla þar. Enn
meira þó maga sína að seðja, sem
mér virðist stundum hafa sett var-
anlegan svip á vaxtarlag þessarar
ættar. Allir höfðu alltaf orð á því
við alla hversu gott var að koma
til Magga og Stínu á Hverfisgöt-
una. Skildi ég þetta fólk bara mæta-
vel því Kristín amma gat nánast
alltaf galdrað fram kökur á hvaða
degi sem var. Risajólakökur og risa-
stafla af pönnukökum Hvenær sem
var. Það áttu örugglega ekki allir
svona ömmu þá, hvað þá í dag. Svo
mikið er víst.
Þessar ömmur eru allt öðm vísi
'en allt annað kvenfólk sem lang-
flestir hitta fyrir í lífínu. Þar era
ekki kröfumar og þar er ekki nöldr-
ið yfír drullugu fötunum eða sæl-
gætiskaupunum. Nei, öðru nær. Þar
voru ekki bara óendanlegu köku-
birgðirnar til staðar á degi sem
kvöldi, heldur var ofsalega góða
brúna kexið til þar í stómm pokum.
í minningu flestra reykvískra
krakka fæddra á fímmta og sjötta
áratugnum vora ömmurnar engu
líkar. Þær vom ekki bara gangandi
sælgætis- og kökulagerar, heldur
vora þær búnar að vera til síðan í
fornöld menningarinnar. Þannig
upplifðu flestir krakkar ömmur sín-
ar og afa frá þessum tíma.
Og allar þessar eldgömlu ömmur
höfðu frá ótrúlegum furðusögum
að segja síðan „í gamla daga“.
Dulrænastar allra þessara furðu-
og órasagna voru túkalla-launa-
kaupssögumar frá því þær vom
ungar stúlkur í vinnu hér og þar.
Þegar þær höfðu túkall á viku í
laun fyrir erfíðisvinnu á mölinni.
Og fimmeyring á klukkutímann!
Aðar eins ógnarforneskju-frásagnir
var varla hægt að ímynda sér. En
þannig blöstu þessar „gömlu daga“-
frásagnir almennt við okkur. Og í
þannig heimsmynd lifðum við
barnabörn hennar Stínu ömmu
einnig.
Ég man þá tíð fyrir tæpum þijá-
tíu áram þegar Kristín amma sagði
mér frá því þegar hún kom sem
vinnukona til Reykjavíkur árin um
og fyrir 1925, þá rétt um 17 ára
vinnustúlka. Og hún hafði þá sem
fyrr þennan óskiljanlega endingar-
góða túkall í laun á viku. Þetta var
svo gjörsamlega óskiljanlegt þegar
gosflaskan kostaði fimmkall fýrir
okkur ömmubömin þá hjá honum
Jónasi. Þetta var greinilega alveg
óstjórnlegt okur hjá honum Jónasi
fannst okkur börnunum þá meðan
skilningurinn á verbólguskrímslinu
var ekki kominn ennþá í kollinn á
okkur. Það var sem sagt ekki hægt
að kaupa sér eina kók á hálfsmán-
aðarfresti með þessari fomaldar-
kaupgetu hennar ömmu.
En ég man líka þegar Kristín
amma sagði mér frá því þegar hún
fór að vinna sem vinnukona hjá
hjónunum sem bjuggu í risinu á
Laugavegi 20 árið 1926, þar sem
í dag eru á neðri hæðinni grænmet-
ismatstofur og skrifstofur Náttúru-
lækningafélagsins. Þá fékk hún 12
krónur og fimmtíu aura á mánuði!
Sagði hún mér að henni hefði fund-
ist það mikið þá. Þetta olli mér
miklum heilabrotum þegar ég fékk
á þessum frásagnartíma 12 þúsund
krónur á mánuði fyrir lítinn Mogga-
útburð.
En þessi vinnukonustaða hafði
meira í för með sér en 12 krónurn-
ar og fimmtíu aurana. Á heimili
þessara hjóna var uppeldissonur
austan úr Flóanum að nafni Gísli.
Gísli þessi átti töluvert af kunningj-
um sem hann dró með sér heim til
sín. Einn þessara kunningja þá var
ungur og myndarlegur maður að
nafni Magnús. Hittust því afi og
amma þar í fyrsta sinn og felldi
hann hug til hennar fljótlega. Varð
því úr þeim kynnum þessi stór-
myndarlegi ættleggur í mörgum
skilningi sem kominn er af þeim,
eins og sjá má í dag. Hreint af-
bragð.
Ég hefi stundum velt því fyrir
mér hvort nokkurn tímann í Is-
landssögunni hafi verið eða muni
koma fram önnur kynslóð eins og
aldamótakynslóð Magnúsar afa og
Kristínar ömmu. Kynslóð sem muni
upplifa aðrar eins breytingar eins
og þetta fólk gerði. Aðeins hluti af
þessu heljarstökki voru þessar óra-
túkallalaunasögur. Þetta fólk fædd-
ist ýmist í moldarholuhúsum í sveit-
um landsins, eða í sárfátækum
tómthúsum kaupstaðanna. Þá vora
engir bílar, né flugvélar, né símar,
hvað þá tölvur eða ljósleiðarar, eða
geimför eða gervihnettir, eins og
nú er þegar þetta fólk kveður þenn-
an furðulega heim. Nei, örugglega
engin kynslóð hingað til hefur horft
á aðar eins breytingar ganga í garð.
Og þrátt fyrir fijótt ímyndunar-
afl sem sagnfræðingur og spámað-
ur á ég erfitt með að ímynda mér
að nokkurn tíman muni koma fram
kynslóð þessari lík varðandi þjóðfé-
lagsbreytingar, utan þá sem í fram-
tíðinni eftir ca. 2 til 5 aldir héðan-
ífrá sem fær það óyndislega hlut-
skipti að annað hvort að farast með
manni og mús vegna óafturkræfra
skemmda á umhverfinu, okkar
■La.
mannanna vegna, eða þá að þrauka
í gegnum þær ólýsanlegu þrenging-
ar sem framundan virðast vera
óhjákvæmilega. En kynslóð Kristín-
ar ömmu stendur uppúr í dag og
um allnokkra framtíð hvað þjóðfé-
lagsbreytingar varðar. Og örugg-
lega hefur þetta sett meiri svip á
þetta fólk en flesta granar í dag.
En það er samt ekki hægt að
skella allri slæmri skuld nýrra þjóð-
félagsbreytinga á yngri kynslóðim-
ar. Það væri sögufölsun. Margt af
því sem miður hefur þróast í samfé-
lagi okkar í dag á sér rætur í eldri
kynslóðum og eldra gildismati og
fordómum margra þessara geng-
inna kynslóða, hvað sem fólki fínnst
annars um það. Það er óumdeilan-
legt. Þaðan er hluti tilvistarkreppu
nútímans líka kominn. Við skulum
ekki gleyma því við söguskoðanir
samtímans og fortíðarinnar.
Kristín amma hét fullu nafni
Jóna Kristín Sigurðardóttir. Hún
var fædd að Tjöm á Stokkseyri 23.
september 1908, elst sex systkyna
þar sem komust upp. Fjögur létust
kornung eins og algengt var á þess-
um tíma Islandssögunnar. Næst í
röðinni þeirra sem upp komust var
Halldóra, þá Sigurður, þá Sigríður,
þá Valgerður og yngstur var siðan
Jón, eða Nonni frændi á Stokks-
eyri. Af þessum systkynahópi lifa
í dag þær systur Halldóra ekkja á
Selfossi, Sigríður gift í Kópavogin-
um og Valgerður ekkja á Stokks-
eyri.
Foreldrar þeirra voru þau Sigurð-
ur Sigurðsson bóndi í Götuhúsum
á Stokkseyri og póstflutningsmaður
til Reykjavíkur, fæddur 27. febrúar
1874 í Höltunum (Halldórssonar og
Sigþrúðar Jónsdóttur), og kona
hans Valgerður Jónsdóttir fædd 13.
apríl 1885 að Skúmstöðum á Eyar-
bakka (Jónssonar og Kristbjörgu
Einarsdóttur).
Kristín amma giftist afa mínum
Kristni Magnúsi Halldórssyni 18.
maí 1929 hér í Reykjavík. Var hann
bifreiðastjóri hjá Reykjavíkurbæ
framanaf ævi á meðan heilsan ent-
ist, sem reyndar ekki var svo lengi.
Var hann fæddur hér í Reykjavík
27. október 1905. Þau eignuðust
fjórar dætur, þær Valgerði, gifta
Skarphéðni Össurarsyni, Sigríði,
gifta Andrési Bjerkhoel Adolfssyni,
Elínu, gifta Sigurði Gunnarssyni,
og Gíslínu, yngstu systurina. Eign-
aðist Valgerður fimm börn með
Skarphéðni, þau Össur, Magnús
Hall, Sigurð Valgeir, Jófríði Ágústu
og Halldóru. Eignaðist Sigríður eina
dóttur með Andrési, Hjördísi Bjerk-
hoel. Elín eignaðist líka eina dóttur
og alnöfnu ömmu sinnar, Kristínu
Sigurðardóttir. Barnabarnabörnin
urðu svo sjö núna síðastliðin mánu-
dag.
Magnús afi var í þá tíð eini bíl-
stjóri Reykjavíkurbæjar. Þá var
aðeins einn verkstjóri í bænum og
einn vinnuflokkur. Magnús afi var
því í senn bæði einkabílstjóri Ög-
mundar verkstjóra og keyrði vinnu-
flokkinn á yfirbyggða kassabílnum
vítt og breitt um litla bæinn, í hin
ýmsu verk sem fyrir dyrum stóðu
i þessu litla sveitarfélagi sem þá
hét líka Reykjavík.
Missti hann fyrir miðjan aldur
heilsuna og kom það í hlut Kristín-
ar að sjá fjölskyldunni með dætran-
um fjórum farborða á sinn hljóðláta
hátt. Vann hún sem vinnukona á
einkaheimilum á þeim árum og
lengi frameftir víðs vegar um bæj-
inn samhliða heimilishaldinu á
Hverfisgötunni, til að fjölskyldan
kæmist af og gæti haldið saman.
Má geta nærri að hart hafí verið í
búinu á þeim árum hjá fjölskyld-
unni í risinu á Hverfisgötunni, með
fyrirvinnuna frá sökum heilsuleysis
og stelpurnar fjórar ungar á öllum
aldri.
Ófáir réttu þeim Kristínu og
Magnúsi hjálparhönd þá þegar
harðast var í búi á þeim áram.
Þetta var fyrir nærri sextíu áram,
fyrir stríð og reyndar á meðan á
því stóð og eftir það þótt skárra
væri þá álðar þegar líða tók á öldina.
En það var ekki bara ódrepandi
dugnaðurinn sem Kristín amma
hafði til að bera. Því ég hef oft síð-
ar velt því fyrir mér að ef allir
skúrkar heimsins ættu aðrar eins
ömmur og Kristín var þá væri heim-
urinn, þessi samfelldi táradalur,
ekki bara öðru vísi en hann er í
dag, heldur allt öðru vísi. Það sem
yfirleitt það sem bilar í mótun ein-
staklinga og gerir þá að skúrkum
er skortur á gleði til handa þeim í
uppvextinum og nægur tími af
hendi fullorðinna og mjög fullorð-
inna. Mjög fullorðinna eins og ömm-
ur og afar og langömmur og langaf-
ar eru yfírleitt. Slík fyrirmyndar-
amma var Kristín Sigurðardóttir
óumdeilanlega.
Það er erfítt að lýsa ömmum.
Þær gefa í sífellu. Eru alltaf í góðu
skapi. Brosa mikið. Eiga alltaf allt.
Og skilja alltaf lítið fólk betur en
flestir aðrir. En þannig var ekki
bara Kristín amma. Hún var um-
fram allt prúð kona, geysilega prúð
kona og fádæma góð manneskja í
hvívetna við alla sem á vegi hennar
urðu. Fá dæmi gæti ég nefnt til
samjöfnunar við góðmennsku henn-
ar þótt margir væra kallaðir til
samanburðar.
En Kristín amma var líka dul
kona. Þannig fóru leikar að aldrei
fékk ég hana til að ræða við mig
í návist segulbands um sína ævi.
Það var nú ekki neitt til að tala um!
Ekki aldeilis. Og reyndar var yfir-
leitt erfitt að ræða við hana um
fortíðina eða hana sjálfa yfirleitt.
Þetta var helsti ljóðurinn á þessari
annars góðu ömmu. Kristín gerði
sér líka vel grein fyrir því að heim-
urinn snerist ekki í kringum hana.
Það er hætt við því að heimurinn
væri líka svolítið öðru vísi í dag ef
fleiri gerðu sér þetta eðli hans ljóst.
En ef eitthvað er að marka hand-
anheimafræðin þá eru allar líkur á
að ömmu verði nú loksins að ósk
sinni að geta tínt eplin af tijánum
út um gluggann sinn, eins og „ag-
entinn frá Ameríku" ku hafa sagt
bæjarbúunum í þessum volaða bæ
í þessu guðsvolaða landi í byijun
aldarinnar. Þannig væri nú mannlíf-
ið í henni fjarlægu Ameríku. Með
frásögnum þessum líkum voru ís-
lendingar lokkaðir til Vesturheims
héðan úr fátæktinni og volæðinu,
eins og hún sagði mér eitt sinn eft-
ir þessum agenti sem hún frétti af
þegar ég var að þiggja epli hjá
henni forðum sem aðrar góðgerðir.
Löngu síðar eftir þetta skildi ég
betur þá íslendinga sem fóra vestur
um haf héðan úr eymdinni og staðn-
aða bændasamfélaginu, þangað
sem eplin uxu á tijánum rétt í hand-
leggjarfjarlægð frá sólargluggun-
um, eins og hún amma hefði gjam-
an viljað fá að hafa það að eigin
sögn um leið og hún hló sjálf að
frásögn agentsins forðum.
Fyrir hönd barnabarna Kristínar
vil ég þakka öllum þeim skyldum
og óskyldum er sýndu henni þá
ræktarsemi sem raunin varð á á
ævikvöldi hennar. Það var til fyrir-
mundar.
En skal hér ekki síst líka þökkuð
sú fádæma umhyggja sem frænka
okkar og móðursystir, Gíslínu dótt-
ir hennar, sýndi móður sinni síðast-
liðin aldarfjórðung, þar sem hún
ól ekki bara önn fyrir henni á ævi-
kvöldinu, heldur hélt henni heimili
og sjúkrahús í senn alla tíð frá því
er Magnús afi lést 1967 og til síð-
asta dags. Það var til einstakrar
fyrirmyndar og verður seint nóg-
samlega þakkað. í það minnsta
ekki í þessu lífi.
Magnús H. Skarphéðinsson.