Morgunblaðið - 27.05.1993, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1993
Helga Helga-
dóttir — Minning
Pædd 19. júní 1972
Dáin 20. mai 1993
Veturinn hefur kvatt með síðasta
hretinu og Frónbúar eru þess vissir
að sumarið ylji þeim sem eftir er,
enda orðnir langeygir eftir sumri
og hlýju. Það birtir til, og allir bíða
átekta eftir sumrinu, en þá, skyndi-
lega, dimmir aftur. Við fyllumst
depurð haustsins, saknaðar og
hryggðar og kuldinn umlykur okk-
ar. Stúlka í blóma lífsins, rétt að
hefja vor lífsins, er hrifín á braut
á einu andartaki.
Við kynntumst Helgu fyrir
nokkrum árum, þegar hún og Rrist-
leifur bróðir voru saman, og strax
var Helga eins og ein úr fjölskyld-
unni. Okkur varð einnig strax ljóst
að Helga hafði alla þá kosti sem
prýða góða manneskju, einlæg og
heiðarleg, ætíð glöð svo það það
geislaði af breiðu brosi hennar. Það
er hægt að segja með sanni að hún
hafi unnið hug og hjörtu allra sem
kynntust henni.
Helga kom nokkrum sinnum í
heimsókn til okkar austur í Nes-
kaupstað, og minnumst við sérstak-
lega verslunarmannahelgarinnar
árið 1989, þar sem hún var hrókur
alls fagnaðar og einnig þegar við
urðum samferða austur sumarið
1991. Eitt dæmi getum við nefnt
sem sýnir hvað Helga náði til fólks.
Sonur okkar, þá ekki nema tveggja
ára gamall, þekkti aðeins eitt kenni-
leiti í Reykjavík og það var Perlan.
Hann sagði í hvert skipti sem keyrt
var framhjá Perlunni, „þarna er
Perlan. Þar vinnur Helga, eigum
við ekki að heimsækja hana?“
Foreldrum Helgu, systkinum og
öðrum aðstandendum sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur,
og megi minningin um góða stúlku
deyfa mesta sársaukann.
Þegar við minnumst Helgu sjáum
við fyrir okkur eitt stórt geislandi
bros, og það getur enginn tekið frá
okkur. Við þökkum fyrir að hafa
fengið tækifæri til að kynnast
manneskju eins og Helgu.
Björg, Magnús,
Skarphéðinn.
Með örfáum orðum langar okkur
til að minnast Helgu frænku. Hún
fæddist á Akranesi 19. júní 1972
og lést af slysförum 20. maí síðast-
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GRÍMUR EIRÍKSSON
frá Ljótshólum,
Drápuhlíð 42,
lést á heimili sínu laupardaginn 22. maí.
Jarðsungið verður frá Árbæjarkirkju föstudaginn 28. maí kl. 15.00.
Ástríður Sigurjónsdóttir,
Eiríkur Grimsson,
Anna Grímsdóttir, Runólfur Þorláksson,
og barnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÁGÚSTA RAGNARS,
sem andaðist 17. maí sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstu-
daginn 28. maí kl. 13.30.
Gunnar Ragnars, Guðríður Eiríksdóttir,
Karl Ragnars, Emilia Jónsdóttir,
Guðrún Ragnars, Jens B. Helgason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
STEFANÍA GUÐBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR,
Norðurbyggð 24b,
Þorlákshöfn,
lést af slysförum mánudaginn 24. maí.
Einar Bragi Bjarnason,
Svanlaug Erla Einarsdóttir,
Bragi Þór Einarsson.
t
Faðir minn, tengdafaðir og afi,
VIGGÓ SIGURJÓNSSON
bifreiðastjóri,
Stóragerði 10,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 28. maí
kl. 10.30.
Ingibjörg Viggósdóttir, Jón Bergvinsson
og börn.
t
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og
vináttu við andlát og útför elskulegs vinar míns, sonar og bróður
okkar,
GUNNARS RAFNS GUÐMUNDSSONAR
teikara.
Björgvin Gislason,
Guðrún Guðmundsdóttir,
Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir,
Jenný Erla Guðmundsdóttir,
Áslaug Eva Guðmundsdóttir.
liðinn. Foreldrar Helgu eru hjónin
Stefanía Sigmarsdóttir og Helgi
Sigurðsson. Helga ólst upp í föður-
húsum á Akranesi ásamt systkinum
sínum þeim Guðríði og Sigurði. Síð-
ustu ár hefur hún búið í Reykjavík
og stundað nám við Hótel- og veit-
ingaskóla íslands.
Fréttimar um að Helgu væri
saknað og síðan að hún hefði fund-
ist látin komu eins og reiðarslag.
Okkur setur hljóð, en síðan koma
allar ljúfu minningarnar fram í
hugann. Fyrstu minningar Sigmars
og Guðrúnar um Helgu eru úr sveit-
inni hjá afa og ömmu á Skeggja-
stöðum, þar sem frændsystkinin
dvöldust oft saman á sumrin. Við
sjáum Helgu fyrir okkur úti þar sem
hún er að tína blóm til að skreyta
eldhúsgluggann hjá ömmu. Blóm-
vendirnir hennar Helgu voru marg-
ir og þeir voru fallegri en allir aðr-
ir blómvendir. Við minnumst leikj-
anna með Helgu og Guðríði, bæði
í sveitinni og á heimilum okkar.
Eins og gengur og gerist hjá böm-
um á þessum aldri urðu stundum
flokkadrættir milli okkar. Þá stóðu
Sigmar og Helga jafnan þétt saman
um að gefa ekki hlut sinn fyrir eldri
systrum. Þama var lagður gmnnur
að tryggri og varanlegri vináttu
okkar allra.
Heimsóknir Skagafjölskyldunnar
vora alltaf tilhlökkunarefni hér á
Austurlandi, en vegna þess hve
langt var á milli okkar var sam-
bandið minna en við hefðum viljað.
Leiðir frændsystkinanna lágu sam-
an í Reykjavík á síðustu áram vegna
skólagöngu og vinnu. Þá var vinátt-
an endurnýjuð og oft glatt á hjalla.
Allar minningar okkar um Helgu
eru ljúfar og bjartar. Við munum
aldrei gleyma bjarta brosinu hennar
og tilhugsunin um það gerir okkur
sorgina bærilegri. Það fór ekki allt-
af mikið fyrir Helgu, en verkin
hennar töluðu sínu máli. Hún var
alls staðar vel liðin og dáð af félög-
um og vinnuveitendum. Elsku
Helga. Við erum þakklát fyrir þann
stutta tíma sem við fengum að vera
með þér, þú ert perla sem aldrei
gleymist. Við biðjum algóðan Guð
að vernda þig og blessa minningu
þína.
Stefanía, Helgi, Guðríður og
Siggi. Á þessum erfiðu stundum
biðjum við Guð að vera með ykkur
og styrkja ykkur. Fegurð og birta
mun fylgja minningunni um Helgu.
Guðrún, Sigmar, Marta,
Ásgrímur og Jóhanna.
Mig langar til að minnast vin-
konu minnar, Helgu, með nokkram
orðum. Sagt er að þeir deyi ungir
sem guðirnir elska. Já, það er ekki
spurt að aldri þegar slysin eiga sér
stað. Það er sárt að hugsa til þess
að svo ung og lífsglöð stúlka eins
og hún Helga skuli vera horfin frá
okkur. Ég hef þekkt Helgu frá því
ég man fyrst eftir mér. Við áttum
heima hvor á móti annarri á Bjark-
argrundinni og lékum okkur mikið
saman.
Eftir að ég fluttist til Reykjavík-
ur, 6 ára gömul, minnkaði sam-
bandið á milli okkar, en slitnaði þó
aldrei. Það var alltaf tilhlökkunar-
efni, þegar ég fór upp á Skaga til
afa og ömmu, að fara og hitta
Helgu, enda var það oft mitt fyrsta
verk. Það vora alltáf miklir fagnað-
arfundir. Við töluðum saman um
allt milli himins og jarðar og áttum
til með að gleyma okkur alveg.
Eftir að Helga fluttist suður hitt-
umst við alltaf annað slagið, oftar
hringdum við þá á milli til að heyra
hvor í annarri. Sambandið hélst
alltaf gott þrátt fyrir miklar annir.
Þegar ég hugsa til þess að ég
muni ekki hitta hana Helgu fram-
ar, fínn ég hve mikill missir það
er. En mestur er þó missirinn fyrir
fjölskylduna hennar. Elsku Helgi,
Stefanía, Guðríður og Siggi, megi
Guð vera með ykkur og styrkja
ykkur í þessari núklu sorg.
Guðrún M. Örnólfsdóttir.
Sú harmafregn barst mér hinn
23. maí síðastliðinn, að Helga vin-
kona mín hefði látist í umferðar-
slysi.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að kynnast Helgu og áttum við alla
tíð góð samskipti. Helga var einstök
manneskja. Það var svo bjart yfír
henni og alltaf var stutt í hennar
fallega bros.
Hún var alltaf boðin og búin að
rétta hjálparhönd. Hún gætti sonar
míns og fór oft og einatt með hann
með sér í Akraborgina til pössunar
á Akranesi. Samskipti hennar við
son minn voru einstaklega þægileg
og hrifning drengsins af henni var
mikil. Til merkis um það var nafn
Helgu með þeim fyrstu nöfnum sem
sonur minn gat sagt.
Upp í huga minn kemur yndisleg-
ur mánuður sem við Helga áttum
saman í Danmörku sumarið 1990
er ég dvaldist hjá Soffíu systur
minni. Helga var við vinnu í Dan-
mörku og bjó hjá Soffíu. Þarna átt-
um við góðar stundir saman. Ég
minnist þess hve stutt var í kímni-
gáfu Helgu og mikið var hlegið og
upp á ýmsu fundið. Já, þar var glatt
á hjalla, en núna hefur ský dregið
fyrir sólu.
Það var reiðarslag að Helga
Hjónaminning
Geir Ivarsson og
Guðrún Ólafsdóttir
Fæddur 15. september 1912
Dáinn 3. ágúst 1989
Fædd 14. maí 1915
Dáin 17. maí 1993
Og feginshugar fínn ég bilið' styttast
uns fomir vinir mega aftur hittast.
(Tómas Guðmundsson)
Hún amma mín er komin til afa.
Ég reyni að syrgja hana ekki of
mikið því að ég veit að hún vildi
engin tár. Hún vildi ekki að við
grétum þótt hún færi. Hún vildi að
við gleddumst yfir því að henni liði
ekki lengur illa. Gleddumst yfir því
að hún og afi eru saman á ný.
Þannig var það alltaf. Hún og
afí. Tvö orð sem ávallt vora nefnd
í einni svipan; tvær persónur sem
tilheyrðu hvor ánnarri. Ég var sVo
lánsöm að fá að kynnast þessum
hjónum og fyrir það verð ég ævin-
lega þakklát.
Afi minn Geir ívarsson var fædd-
ur árið 1912 í Sölkutóft á Eyrar-
bakka. Sökum veikindá móður hans
var hann látinn í fóstur til fjar-
skyldra ættingja ungabarn að aldri
og þaðan fórhann ekki fyrr en sem
ungur maðúr í atvinnuleit. Leiðin
lá norður í síldina á Siglufírði þar
sem hann kynntist ömmu minni,
Guðrúnu Ólafsdóttur, sjómanns-
dóttur úr Brekku í Glerárþorpi,
nærri Akureyri. Þau keyptu Stein-
holt og fóru að hokra. Oft var
þröngt í búi og matur af skomum
skammti en hjónin undu glöð og
ólu upp sín börn. Elstur var Gunn-
ar, en hann drukknaði ungur að
áram ókvæntur og barnlaus, Þá
skyldi vera hrifin á brott frá okkur.
Spurningar um lífíð og tilveruna
koma upp í huga minn og ég velti
því fyrir mér hver það sé sem ræð-
ur um tilvist okkar hér á jörðu og
ég fyllist mikilli reiði í hans garð.
Hvers vegna er hún tekin frá okk-
ur, þessi ljúfa manneskja? Það má
vera að maður sé bara eigingjarn.
Þegar ég svo hugsa mig betur um
er ég þess fullviss að Helgu hefur
verið ætlað göfugt verk þar sem
hún er nú.
Ég votta foreldrum Helgu, systur
og bróður, svo og öllum ættingjum
hennar og vinum mína dýpstu sam-
úð. Megi Guð styrkja ykkur í sorg-
inni.
Kristín.
Þegar þú ert sorgmæddur
skoðaðu þá hug þinn aftur
og þú munt sjá að þú grætur
vegna þess sem var gleði þin.
(Kahlil Gibran.)
Föstudaginn 21. maí fengum við
þær fréttir, er við mættum til vinnu,
að Helgu væri saknað. Vjð tóku
langir dagar vonar og ótta. Það var
svo á sunnudeginum að við fengum
þær fregnir að Helga væri fundin,
en gleðin var skamvinn því að okk-
ur var jafnframt sagt að hún væri
ekki lengur á meðal okkar.
Það hefði fáa grunað það hinn
18. júní 1991’þegar við hófum nám
í Perlunni, að tæpum tveimur áram
síðar yrði jafn stórt skarð höggvið
í hópinn og nú hefur orðið. Við sem
byrjuðum að vinna saman þennan
dag, vorum mörg nýgræðingar í
greininni, öll spennt að heíja störf
á nýjum stað með nýju fólki.
Það kom fljótt í ljós hvaða mann
Helga hafði að geyma því að hún
sást aldrei skipta skapi þótt vinnu-
tíminn væri oft langur og erfiður.
Því meira sem var að gera því ein-
beittari varð Helga, en loks þegar
látunum linnti birtist bjarta brosið
hennar og gert var grín að því sem
miður hafði farið um kvöldið.
Þannig mun Helga lifa í minn-
ingu okkar sem glaðleg, lífsglöð,
en umfram allt traustur vinur. Megi
Guðs blessun fylgja Helgu á nýjum
og ókunnum vegum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Að lokum viljum við senda okkar
innilegustu samúðarkveðjur til for-
eldra, systkina og allra sem eiga
um sárt að binda á þessum sorgar-
tíma. Megi góður Guð blessa ykkur
öll.
Kristín Óladóttir,
Gerður Gunnarsdóttir.
Á stundu sem þessari koma góð-
ar minningar um yndislega stúlku
upp í huga okkari Helga er nú far-
in á undan okkur til Nangijala, sem
kom móðir mín, Kolbrún, og yngst-
ur var ívar. Barnabörnin urðu átta
og barnabarnabömin eru orðin sjö.
Ég ólst nánast upp á hlaðinu hjá
afa og ömmu og var því ekki göm-
ul þegar ég fór að rúlla á litlu fótun-
um til þess að fara í bíltúr með afa
eða sníkja mér köku hjá ömmu. Og
þegar ég eltist komst ég að því að
meira var hægt að sækja til þeirra
- þekkingu. I mínum augum vissu
þau allt. Þau vora víðlesin hjón,
fróð og vel gefin og það var alltaf
hægt að leita til þeirra ef mig vant-
aði góða bók að lesa eða þurfti að
fræðast um einhverja persónu sög-
unnar. Hvort sem það var Nápóleon
eða Ragnheiður biskupsdóttir var
víst að annaðhvort afí eða amma
gat miðlað mér af þekkingu sinni.
Sjómannsbömin, verkamannshjón-
in, sem alla tíð strituðu fyrir sér
og sínum þekktu þá gleði sem þekk-
ingih elur og alla tíð var kátt í litla
kotinu. Þar voru heimsmálin rædd
og þjóðlífsbyltingar gerðar. Lausnir
fundnar á öllum heimsins vanda-
málum. En líkt og baráttuhugurinn
var gleðin aldrei ljarrt þeSsum
mætu hjónum. Jafnvel undir það
síðasta þegar farið- var-. að draga