Morgunblaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiMay 1993Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 27.05.1993, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 27.05.1993, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1993 félk í fréttum STJORNUR Vill verða einsetumaður Eric Schweig, sem lék Uncas í kvikmyndinni Síðasta móhík- ananum, segist stefna að því að verða einsetumaður, þrátt fyrir að hann sé aðeins 25 ára. Ástæðuna segir hann vera þá, að hann hafi orðið fyrir svo miklu áfalli þegar slitnaði upp úr ástarsambandi sem hann átti í. Hann segist aðeins hafa orðið ástfanginn í þetta eina skipti og varð að flytjast fylkja á milii til að láta það ekki eftir sér að ónáða stúlkuna áfram. Eric ólst upp í norðvestur Kanada og er kominn af inúítum í aðra ættina. Hann var tekinn í fóstur af hvítum foreldrum og fannst æska sín erfið að því leyti að hann var eini litaði drengurinn sem gekk í skólann. „Stelpurnar gengu í stóran boga til þess að forðast mig,“ segir hann. Nú gegnir hins vegar öðru máli, hann þykir kynþokkafullur og vek- ur athygli kvenfólks hvar sem hanh kemur, meðal annars fyrir sítt, svart hárið. Leikstjórar hafa farið fram á að hann láti klippa sig, en hann neitar því alfarið og segir að það væri „eins og að klippa af sér handlegginn“. Eric Schweig segist hafa gaman af hundum og vill flytja þangað sem hann getur búið einn með þeim. ÁSTARMÁL Andrés dreymir ekki F erg’ie ótt það eigi til að ganga fjöllum hærra að kóngafólk- ið Andrés og Fergie séu í þann mund að taka saman á ný, er það haft fyrir satt að Andrés sé mjög ánægður með piparsveinastöðu sína, enda hefur hann sést á ferli með ýmsum fegurðardísum. Hefur það vakið mikla at- hygli, að engin þeirra er beinlínis lík „típa“ og Fergie. Raunar er síðasta snótin sem Andrés sást spóka sig með svo gersamlega ólík hertogaynjunni að með ólíkindum má heita. Stúlkan sú heitir Catrina Skepper. Hún er 24 ára göm- ul og fyrrverandi fyrirsæta. Fergie er fremur ýturvaxin og í styttra lagi. Catrina er himinhá og með vöxt tannstöng- uls. Fergie er rauðhaus, en Catrina ljóshærð. Haft er fyr- ir satt að þær eigi ekkert sameiginlegt á andlega sviðinu fremur en hinu líkamlega. Þrátt fyrir allt þá er ekkert enn sem komið er, sem bendir til þess að Catrina Skepper sé verðandi hertoga- ynja. Þau segjast einungis vera góðir vinir. ÚTGÁFUTÓNLEIKAR spilar í kvöld TUNGLIÐ HÚSIÐ OPNAR KL. 22.00 ALDURSTAKMARK 18 ÁRA BARNALÁN Ekkert bam árum saman en svo allt í einu sexburar Grimsby. The Daily Telegraph. Jean Gibbens, 29 ára gömul kona frá borginni Grimsby í Bret- landi, eignaðist sexbura í liðinni viku, fimm stúlkur og einn dreng. Alls aðstoðuðu 37 læknar, hjúkrun- arfræðingar og ljósmæður á St. James-spítalanum í Leeds við fæð- inguna en taka þurfti bömin með keisaraskurði. Segja talsmenn sjúkrahússins að börnunum, sem fæddust ellefu vikum fyrir tímann, heilsist „einstaklega vel“ og eigi þau öll meira en 80% líkur á að lifa af. Um helgina kom hins vegar í ljós að móðirin á barn fyrir og býr ekki lengur með föður þess og sex- buranna. Hefur það valdið miklu írafári í Bretlandi að einstæðri móður skuli hafa verið leyft að fara í fijósemisaðgerð. Líkurnar á að kona fæði sexbura eru hverfandi eða einn á móti tvö hundruð þúsund milljörðum. Ein- ungis eru til í heiminum sex sexbur- ar, sem lifað hafa af meðgöngu og fæðingu, þar af tvö pör í Bretlandi. Raunar var lengi vel óvíst hvort Jean myndi nokkurn tímann eignast börn. Hún þjáist af meðfæddum galla sem gerir að verkum að egg- los á sér ekki stað án lyfjagjafar. Hefur hún fengið lyfja- og horm- ónagjöf undanfarin sjö ár vegna þessa og átti sér að lokum stað það sem læknar kalla læknisfræðilegt „óhapp". „Þetta ástand gerir að verkum að eins konar allt-eða-ekk- ert staða getur komið upp. í stað þess að mynda ekkert egg býr lík- ami hennar til Ijölmörg," segir Vinay Sharmay, talsmaður St. Ja- mes-spítala. Aðeins fjögur fóstur greindust Sharmay sagði að undir eðlileg- um kringumstæðum hefði verið framkvæmd fóstureyðing til að vemda móðurina þegar í Ijós hefði komið að um sexbura væri að ræða. Þegar Gibbens varð þunguð greindi hins vegar starfsfólk á spítalanum í Grimsby einungis þijú fóstur. Þeg- ar læknar uppgötvuðu nokkru síðar að hún gengi með sexbura neitaði Gibbens að fara í fóstureyðingu þegar læknar buðu henni að fjar- lægja fjögur fóstur og sagði að náttúran yrði að hafa sinn gang. Hún vildi ekki gera upp á milli barnanna sinna, þau voru henni það dýrmæt eftir að hún hafði beðið ámm saman eftir að geta eignast bam. Ekki í sambúð og átti barn fyrir Fyrst eftir fæðinguna vom birtar fréttir af því að Gibbens (eða Jean Vinc eins og hún var kölluð fyrstu Jan Vince er hreint ekki barnlaus eins og menn héldu, heldur er hann nú orðinn tíu barna faðir. Gary Vince, sex ára, hefur eign- ast sex systkini á einu bretti. dagana), og „sambýlismaður" hennar byggju í lítilli þriggja her- bergja íbúð og í viðtölum við íjöl- miðla lýsti faðirinn, Jan Vince, því yfir hversu hamingjusamur hann væri. Virtist af fréttum sem langri og erfiðri bið þeirra hjóna eftir fyrsta baminu væri nú loks lokið. Nú um helgina greindu hins veg- ar fjölmiðlar í Bretlandi frá því að „Jean Vince“ héti í raun Jean Gib- bens og byggi ekki með Jan Vince. Þá ættu þau sex ára son saman. Ofan á allt saman kom svo í ljós að Jan Vince er fráskilinn og á þijú börn úr fyrra hjónabandi. Hefur það verið harðlega gagn- rýnt í Bretlandi að einstæð móðir skuli hafa fengið að fara í fijósemis- aðgerð á sama tíma og hundruð bamlausra hjóna eru á biðlistum. Skýrðu bresk blöð frá því að innan ríkisstjómarinnar væri rætt um að endurskoða reglur um hvemig velja bæri úr fólk í slíkar aðgerðir. COSPER Stattu upp maður, annars verður aftur keyrt yfir þig!

x

Morgunblaðið

Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Language:
Volumes:
111
Issues:
55740
Registered Articles:
3
Published:
1913-present
Available till:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Locations:
Editor:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-present)
Haraldur Johannessen (2009-present)
Publisher:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-present)
Keyword:
Description:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsor:
Supplements:

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 117. tölublað (27.05.1993)
https://timarit.is/issue/125577

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

117. tölublað (27.05.1993)

Iliuutsit: