Morgunblaðið - 28.05.1993, Side 12

Morgunblaðið - 28.05.1993, Side 12
Kammer- tónleikar í Hafnarborg SÍÐUSTU tónleikar starfs- Fyrstu tónleikar í nýrri sumar- tónleikaröð í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar hefjast þriðju- daginn 1. júní, kl. 20.30 og koma þar fram þau Tómas Tómasson, bassi, og Hrefna U. Eggerts- dóttir, píanóleikari. Þetta er ársins í tónleikaröð Tríós Reykjavíkur og Hafnar- borgar, menningar- og lista- stofnunar Hafnarfjarðar, verða haldnir á mánudag, annan í hvítasunnu, og hefj- ast þeir kl. 20. Á þessum tónleikum verður klarinettan mjög í sviðsljósinu, en það eru Sigurður I. Snorrason, klarinettuleikari, Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari, Pál- ína Árnadóttir, fiðluleikari, og Guðmundur Kristmundsson sem leggja Tríói Reykjavíkur lið á tón- leikunum. Fluttur verður forleikur um gyðingastef fyrir klarinettu, píanó og strengjakvartett eftir Sergej Prokofjev, Andstæður fyrir fiðlu, klarinettu og píanó eftir Béla Bartók og tríó fyrir píanó, klarinettu og selló eftir Ludwig van Beethoven. Tríó Reykjavíkur skipa þau Halldór Haraldsson, píanóleikari, Guðný Guðmunds- dóttir, fiðluleikari, og Gunnar Kvaran, sellóleikari. Tríóið mun á sumri komandi leika á tónleikum í Prag og Lundúnum. Tríó Reykjavíkur á æfingu ásamt gestum slnum. Tómas Tómasson. Hrefna U. Eggertsdóttir. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sumartónleikar upphafið á röð sumartónleika, alls 15 talsins, og munu þeir standa til loka ágústsmánuðar. Á efnisskránni eru ljóðasöngvar og aríur eftir Sigfús Einarsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Karl Ó. Runólfsson, Franz Schubert, Gustav Mahler, Francis Poulenc, Giuseppe Verdi, Wolfgang Amad- eus Mozart og Tsjajkovskíj. Tómas Tómasson lauk nýverið 8. stigs prófi í söng og hliðargrein- um frá Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Elísa- betar Erlingsdóttur. Á mennta- skólaárum sínum starfaði hann með kór Menntaskólans í Hamra- hlíð og með kór íslensku óperunn- ar hefur hann starfað frá 1990. Tómas hefur farið með ýmis ein- söngshlutverk í uppfærslum ís- lensku óperunnar og m.a. sungið einsöng með Sinfóníuhljómsveit íslands á jólatónleikum hennar 1992. Næsta haust heldur hann til náms við óperudeild Royal Col- lege of Music í Lundúnum. NÝMYNDBÖND * * FRA HASKOLABIOI BACK IN THE USSR BLÁA LÍNAN SEXUAL RESPONSE Erótísk spennumynd þar sem kynlífsfræð- ingur, sem stjórnar útvarpsþætti um kyn- líf, hellir sér út í villt framhjáhald með skelfilegum afleiðingum. Shannon Tweed fer með aðalhlutverkið en hún er fyrr- verandi leikfélagi ársins hjá Playboy. Spennumynd þar sem grínið er aldrei langt undan. Bandaríkjamaðurinn Archer Sloan fer í sumarfrí til Moskvu en fríið snýst upp í martröð þegar hann lendir óvart í hringiðu glæparotta og mafíu Moskvu- borgar. HASKOLABlÖ Sími 611212 Myndlist Samsýning í Ný- listasafninu Nú stendur yfir í efri sölum Ný- listasafnsins við Vatnsstíg sýning á verkum eftir Ingvar Ellert Óskars- son, Svein Einarsson og Óskar M.B. Jónsson. Á sýningunni eru teikning- ar og litkrítarmyndir, verk unnin úr plasthúðuðu blikki, útskurðarverk og myndir unnar úr sandsteini. í neðri sölum safnsins er kýning á verkum Þóru Sigurðardóttur. Á sýn- ingunni eru teikningar og þrívíð verk, unnin á sl. 2 til 3 árum. Þóra stundaði nám við MHÍ og Myndlista- skólann í Reykjavík og framhalds- nám við Det Jyske Kunstakademi í Árósum. Þóra sýndi síðast á sl. ári í Galleríi 11. Sýningum lýkur sunnu- daginn 30. maí. Síðasta sýningarhelgi Bjargar Björg Þorsteinsdóttir opnaði mál- verkasýningu_ í Hafnarborg 8. maí síðastliðinn. Á sýningunni eru mál- verk og olíukrítarmyndir sem unnar eru á sl. þremur árum. Björg stund- aði myndlistarnám við MHÍ, Aka- demie der bildende Kunste í Stuttg- art, Myndlistaskólann í Reykjavík og Atelier 17 í París. Hún hefur haldið yfir tuttugu einkasýningar hérlendis. Sýningin er opin til 31. maí en lokuð hvítasunnudag. Síðasta sýningarhelgi Sundby Gríska listakonan Theano Sundby sýnir vatnslitamyndir og teikningar í FÍM-salnum um þessar mundir, en hún er nú búsett í Noregi þar sem hún fæst við listsköpun sína. Hvíta- sunnuhelgin er síðasta sýningarhelgi hennar. Gallerí Heimalist opnað Gallerí Heimalist verður opnað á fimmtudag, 27. maí, í Vestmanna- eyjum. Galleríið verður með vörur sem flestar eru unnar af Vestman- neyingum og verður opið hús alla hvítasunnuhelgina frá kl. 14-18. Margo Renner í Eden Margo Renner heldur sýningu á glerskúlptúr í Eden, Hveragerði, yfir hvítasunnuhelgina. Á sýningunni gefst gestum kostur á að sjá gler breytast í alls kyns listaverk. Arktika í MÍR-salnum „Arktika", sýning Katrínar Þor- valdsdóttur og Alexöndru Kjuregej Argunovu í sýningarsal MIR við Vatnsstíg, stendur til 6. júní nk. en þá verður sýningarefnið búið til flutnings á íjölþjóðlega myndlistar- sýningu í Jakútsk, höfuðborg lýð- veldisins Sakha (Jakútíu) í Austur- Síberíu. Aðgangur á sýninguna er ókeypis og ölium heimill. Morgunblaðið/Silli Kirkjukór Ólafsfjarðar í Húsavíkurkirkju. Húsavík Kirkjukór Ólafsfjarðar í Þingeyjarsýslu Húsavík. KIRKJUKÓR Ólafsfjarðar hélt tvær söngskemmtanir í Þingeyj- arsýslu nýlega í Ljósvetninga- búð og Húsavíkurkirkju. Stjórn- andi var Pólverjinn Jakub Ko- losowski. Söngskráin var mikil og fjöl- breytt, alls 18 lög, og var söngnum svo vel tekið að alls varð kórinn að syngja 20 lög. Allt voru það veraldleg lög en fréttaritari hefði viljað fá að heyra eitthvað af and- legum lögum, ekki síst þar sem í kirkju var sungið. Ólafsfirðingar virðast ekki eiga við þann vanda að stríða sem margir kirkjukórar á smærri stöð- um glíma við og það er jafnræði kven- og karlaradda, en hjá þeim virðist ríkja jafnræði. Aðsókn var sæmileg en viðtökur ágætar eins og áður er sagt, af þeim sem til heyrðu. - Fréttaritari. Þjóðleikhúsið Allra síðustu sýning- ar á My Fair Lady SÝNINGUM á söngleiknum My Fair Lady fer senn að ljúka. Sýn- ingin hefur fengið afbragð und- irtektir og verið sýnd yfir 40 sinnum. Aðeins eru þrjár sýning- ar eftir, í kvöld, föstudaginn 28. maí, 5. júní og 11. júní. Rúmlega 30 manns taka þátt í sýningunni, leikarar, söngvarar og dansarar. Leikstjóri er Stefán Bald- ursson, leikmynd gerir Þórunn S. Þorgrímsdóttir en búninga þýskur búningahönnuður að nafni María Roers. Tónlistarstjóri er Jóhann G. Jóhannsson og breski danshöfund- urinn Ken Oldfield semur dansana. í helstu hlutverkum eru Jóhann Sigurðarson, Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir, Helgi Skúlason, Pálmi Gestsson, Örn Árnason, Bergþór Pálsson, Helga Bachmann, Þóra Friðriksdóttir, Sigurður Sigur-' jónsson, Margrét Guðmundsdóttir og Sigríður Þor- valdsdóttir. Söngleikurinn My Fair Lady fyallar um glímu málvísindaprófessorsins Henrys Higgins við að kenna óheflaðri og illa talandi alþýðustúlku, Elísu Doo- litle, rétt mál í þeim tilgangi að gera úr henni hefðarstúlku. Sigurður Sig- urjónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.