Morgunblaðið - 28.05.1993, Síða 17

Morgunblaðið - 28.05.1993, Síða 17
■<mér út af bekknum.- Þetta feyfði hann sér að segja um mig, sem var alls ekki gömul kona, og það sagði ég yfirlækninum sem brosti bara. En þetta var ekkert til að brosa að, hann hefði heldur átt að gefa unga manninum áminningu, hann hefur gleymt þessu strax enda um annað að hugsa. Svona getur hégóminn gert mann að fáráðlingi. Ég blygð- aðist mín þegar ég hafði áttað mig á kringumstæðunum. En þessi demba kom svo óvænt yfir mig að mér var meira um en svo, að ég gæti áttað mig og hegðað mér eins og virðulegri roskinni konu sæmdi. Ef til vill hefur hann séð merki ell- innar sem ég sjálf hafði ekki tekið eftir, af því ég hafði ekki viljað sjá þau. Öldruð kona sagði mér frá reynslu sinni um kerlingarmálin. Drengur i húsinu þar sem hún leigði kallaði stundum á eftir henni: „Þú ert kerling." Hún lét sem hún heyrði það ekki, þangað til einn daginn að henni datt í hug að svara hon- um: „Já, ég er kerling og þú ert karl.“ Drengurinn varð orðlaus. Hann hét nefnilega Karl. Bömin hérna í Seljahverfí eru flest prúð. En forvitin urðu þau þegar þetta stóra hús var allt í einu orðið fullt af öfum og ömmum. Fáum dögum eftir að ég var flutt í húsið tók ég eftir því að tveir litlir drengir voru alltaf að sniglast í kringum það og horfa upp í gluggana. Eg fór út til þeirra og spurði þá hvort þá lang- aði til að hitta einhvern. Nei, sögðu þeir báðir í einu, en okkur langar svo óskaplega mikið til þess að sjá inn. Ég sagði að það væri víst vel- komið. Og við svar mitt urðu þeir hjartanlega glaðir og þakklátir. Þegar þeim fannst nóg komið að sjá, kvöddu þeir mig, þeir höfðu fengið að seðja forvitnina og um leið nokkra fræðslu. Þeir höfðu ekki farið langt til baka, þegar annar þeirra kom hlaupandi og spurði: „Heldurðu að við getum ein- hvern tíma fengið að búa hérna?“ Ég svaraði eftir bestu getu í sam- ræmi við spurninguna og við skild- um mestu mátar. Ég get ekki látið vera að minnast aðeins meira á börnin. Þau eru mér svo hugleikin. Gunnar Smári ritstýrir Heimsmynd GUNNAR Smári Egilsson, fyrr- verandi ritsljóri Pressunnar, hef- ur tekið við starfi sem ritstjóri tímaritsins Heimsmyndar. Her- dís Þorgeirsdóttir, sem hefur rit- stýrt Heimsmynd undanfarin ár, er nú í leyfi. Gunnar Smári sagði í samtali við Morgunblaðið að hann yrði í rit- stjórastólnum um sinn, að minnsta kosti í sumar. „Ég hef ekki ritstýrt tímariti áður, en hins vegar hef ég starfað sem blaðamaður á NT, Tím- anum, Helgarpóstinum, Pressunni og DV. Þó tímarit sé annað brag- form þá er það ekki önnur veröld," sagði hann. „Mér er ekkert kapps- mál að breyta blaðinu, en hins veg- ar held ég að það sé ekki hægt að ritstýra svona blaði án þess að það sjáist hver er við stjórnvölinn." Gunnar Smári sagði að hann væri ekki búinn að leggja áform um útgáfu eigin blaðs á hilluna. „Ég vil reyna það til þrautar og ætla að kanna grundvöll þess í sumar,“ sagði hann. „Það kemur í ljós á næstu 2-3 mánuðum hvort af því verður. Ég ætla mér hins • vegar ekki að fara út í slíka útgáfu ef það er ljóst að það gengur ekki upp.“ V^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! cíí7 Oft hafa börn af dagheimilum í nágrenninu komið og sungið fyrir okkur. Eitt sinn var ég beðin að segja þeim sögu að launum fyrir sönginn. Það gladdi mig. Þegar sögunni var lokið kom stærsti drengurinn úr hópnum og gaf mér innilegan þakklætiskoss á vangann. Fleiri fóru svo að dæmi hans. Ég varð himinsæl. Sambandið milli elli og æsku er svo hjartanlegt og sak- laust. Hingað að Seljahlíð hafa margir komið til þess að gleðja okkur með skemmtiatriðum. Öllu þessu fólki sendi ég bestu þakkir. Öllum er nauðsynleg einhver til- breyting, ekki síst þeim sem lítið geta farið sjálfir vegna elli og sjúk- leika sem fylgir aldursskeiðinu. Sóknarpresturinn og kvenfélag Seljasóknar hafa ekki látið sitt eft- ir liereia. þeim skal ekki eleymt. Allir sem láta kærleikann ráða fá laun sín þaðan sem réttlætið býr. Þeim er mikið gefið sem eru ríkir af þolinmæði, umburðarlyndi og kærleika, það eru Guðs gjafír. Þeg- ar ég var ung þurfti ég eitt sinn að vaka yfir aldraðri deyjandi konu, ég bjóst við umskiptum á hverri stundu, ég var víst að hugsa um að bráðum færi hún þangað sem engin þjáning væri til. Allt í einu sá ég að varir hennar bærðust, ég lagði eyra mitt að vörum hennar, þá heyrði ég orðin: „Þegar Guð er með oss, hver er þá á móti oss?“ Mér fannst í svipinn að himininn væri að opnast, og hvísl hinnar deyjandi konu vera ómur af engla söng. Höfundur er rithöfundur. Hvað er að frétta afþér í fríinu? Farsíminn er mikilvægt samskiptatæki, hvort heldur er í bílinn, sumarbústaðinn, útileguna eða fjallaferðina. Með stafræna símakerfinu geturðu á einfaldan hátt flutt símtal úr vinnunni eða að heiman beint í farsímann hvar sem þú ert á landinu. Þúsundir íslendinga nota farsíma daglega og nú átt þú kost á að eignast einn slíkan frá Motorola á frábæru verði og góðum greiðslukjörum. MOTOROLA — traustur tengiliður PÓSTUR OG SÍMI Söludeildir I Ármúla 27, Kirkjustræti, Kringlunni og á póst- og símstöövum um land allt GOTT FÓLK / SlA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.