Morgunblaðið - 28.05.1993, Side 60
BL
S)
M
Á
LETTÖL
V ^
Gæfan fylgi þér
í umferðinni
SJOVA
LMENNAR
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REÝKJA VÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, ' '
ILF 1556 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
FOSTUDAGUR 28. MAI 1993
VERÐ I LAUSASOLU 110 KR.
Keisaraynjan
SALLUSTRA keisaraynja
prýðir forhlið rómversku
koparmyntarinnar.
Rómverskur
koparpeningnr
Ekki hef-
ur fund-
ist eldri
hlutur
RÓMVERSKUR koparpening-
ur, sem fannst í jarðvegs-
hleðslu í Vestmannaeyjum
1991, hefur verið aldurs-
greindur og er hann frá
225-235 eftir Kristsburð, elsti
manngerði hluturinn, sem
fundist hefur hér á landi.
Ragnar Borg, myntfræðingur,
hefur aldursgreint peninginn
ásamt Antoni Holt á myntsafni
Seðlabankans og Þjóðminja-
safnsins. „Þessi peningur er
sleginn af Alexander Severusi
Rómarkeisara, sem ríkti frá 225
til 235,“ sagði Ragnar. „Myndin
á peningnum er af eiginkonu
hans, Sallustia Barbia Orbiana."
Ragnar sagði að áður hefðu
fundist hér fjórir rómverskir
peningar, en þeir væru allir
50-80 árum yngri. „Ég tel að
þessir peningar hafí borist hing-
að með Keltum, sem getið er í
íslendingabók Ara fróða sem
Papa. Þeir höfðu rómverska pen-
inga í fórum sínum, sem höfðu
táknrænt gildi, að gjalda skyldi
keisaranum það sem keisarans
væri og Guði það sem Guðs
væri. Peningamir fímm fundust
allir á svæðinu frá Vestmanna-
eyjum að Papey og ég tel að
fundur þeirra sanni að Papar
hafí verið hér fyrir landnám vfk-
inga,“ sagði Ragnar Borg.
Sj ávarútvegsráðherra um tillögur Hafrannsóknastofnunar um þorskafla
Veiði umfram 175 þús.
tonn er ekki hagkvæm
HAFRANNSOKNASTOFNUN hefur nú lagt
til að þorskafli á næsta fiskveiðiári verði
ekki meiri en 150.000 tonn. Að öðrum kosti
verði gengið um of á hrygningar- og veiði-
stofn, sem báðir séu í sögulegu lágmarki.
Þorskaflinn á yfirstandandi fiskveiðiári
verður um 235.000 tonn, sem er 45.000 tonn-
um umfram tillögur Hafrannsóknastofnun-
ar. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráð-
herra, segir að veiði umfram 175.000 tonn
geti tæpast talizt hagkvæm eða skynsamleg,
en vill ekki tjá sig um hver ákvörðun hans
um þorskafla kunni að verða. Davíð Odds-
son, forsætisráðherra, segir ekki tímabært
að tjá sig um tillögur fiskifræðinganna.
Verði afli takmarkaður við 150.000 eða
175.000 tonn, þýðir það milljarða tekjusam-
drátt, en talið er að auknar veiðar á úthafs-
karfa, rækju og loðnu geti jafnazt á við um
20.000 tonna þorskafla. Þorskafli á íslandsmið-
um varð 156.733 tonn árið 1919 og hefur aldr-
ei síðan orðið svo lítill.
Verði þorskafli á næstu árum miðaður við
225.000 tonn árlega, eru töluvert miklar líkur
á að draga verði verulega úr þorskveiðum inn-
an fárra ára. Slík veiði fæli einnig í sér um
þriðjungs líkur á hruni þorskstofnsins. Þetta
kemur fram í áliti vinnuhóps um nýtingu físki-
stofna.
„Mér sýnist að við getum dregið þá ályktun
af þessari skýrslu að hagkvæmar veiðar úr
þorskstofninum liggi á bilinu frá 125.000 lest-
um upp í 175.000 lestir. Áhættuþættirnir eru
mismunandi eftir því hvar menn bera niður á
þessu svigrúmi, en utan við þennan ramma
sýnist manni að ekki geti verið um skynsama
eða hagkvæma nýtingu að ræða,“ segir Þor-
steinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra.
Á ekki að koma á óvart
Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsókna-
stofnunar, segir að nýútkomin skýrsla stofnun-
arinnar sé aðeins staðfesting á síðustu skýrslu
og því eigi mönnum ekkert að koma á óvart.
Kristján Ragnarsson, formaður Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna og Hólmgeir
Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasam-
bandsins segja æskilegt að fara að tillögum
fiskifræðinga um uppbyggingu þorskstofnsins.
Sjá nánar í miðopnu blaðsins.
Fjölgar á Tjörninni
Morgunbl aðið/J úlíus
EFTIR hægviðri og sól undanfarinna daga er ekki
um að villast, sumarið langþráða er komið. Önnur
óræk merki sumarsins í höfuðborginni eru ungarnir
litlu á Tjörninni. Á þessari mynd sést stolt æður með
unga sína þijá, en blikinn fylgist með sundtökum
afkvæmanna úr hæfílegri fjarlægð.
Þróað
sölukerfi
bruggara
SÖLUKERFI landasala, sem er
svipað upp byggt og í fíkniefnavið-
skiptum, er orðið það þróað að
mun auðveldara og fyrirhafnar-
minna er fyrir unglinga á höfuð-
borgarsvæðinu að komast yfir
landa en annað áfengi.
Landi er aðalvímugjafí unglinga á
höfuðborgarsvæðinu, að sögn lög-
reglumanna og fólks sem starfar
með unglingum. Lögreglan telur að
hveiju sinni séu nú starfandi á höf-
uðborgarsvæðinu 4 stórvirkar landa-
gerðir, sem hver framleiði allt að
200-250 lítra af eimuðum 40% landa
í viku. Lögreglan handtekur þá sem
hafa framfæri sitt að einhveiju eða
öllu leyti af landasölu, en óvinnandi
er að sinna öllum *ábendingum sem
berast um framleiðslu í heimahúsum.
Haft er eftir lögreglumanni, að
segi 16-17 ára sölumaður að hann
viti ekki hver framleiði landann, þá
sé hann líklega að segja satt. Sölu-
kerfíð sé uppbyggt á sama hátt og
á fíkniefnamarkaðnum.
Sjá bls. 22: „Landi talinn ...“
Þyrlur sóttu tvo sjómenn
Erfiðlega gekk að fá samþykki varnarliðsins til að það sendi vélar í flugið
TVEIR stýrimenn um borð í frystitogaranum Bald-
vini Þorsteinssyni EA-10, í eigu Samhetja hf. á
Akureyri, slösuðust skömmu eftir hádegi í gær
er þeir urðu fyrir vir sem slitnaði en togarinn var
þá á djúpkarfaveiðum 430 sjómílur suð-vestur af
Reykjanesi. Annar mannanna handleggsbrotnaði
við höggið en hinn slasaðist á höfði og missti
meðvitund um tíma en var þó ekki talinn í lífs-
hættu.
Tilkynning um slysið barst klukkan 14 í gærdag.
Ekki var unnt að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar
eftir mönnunum þar sem flugdrægni hennar er aðeins
150 mílur á haf út. Var þá leitað til björgunarsveitar
varnarliðsins. Erfíðlega gekk að fá samþykki varnarl-
iðsins til að fara í flugið því skv. starfsreglum þess
mega þyrlur sveitarinnar aðeins sinna björgunarflugi
af þessu tagi þegar um líf eða dauða er að tefla og
fékkst ekki heimild til að senda vélamar á loft fyrr
en kl. 18.30. Að sögn Friðþórs Eydal blaðafulltrúa
vamarliðsins hafa þessar' reglur alltaf verið í gildi en
þó ekki ævinlega verið fylgt strangt eftir. í hveiju
tilviki þyrfti að vega og meta hvort það væri réttlætanr
legt að senda björgunarþyriur í svo kostnaðarsamt
flug og sagði hann að þegar þrengdist um væri erfíð-
ara að víkja frá reglunum.
Sex tíma flug
Tvær þyrlur og eldsneytisvél fóru loks í loftið kl.
19.10 í gærkvöldi og voru komnar á slysstað um kl.
21.20 en togarinn hafði þá siglt tæplega 100 mílur á
móts við björgunarþyrlurnar. Tók rúman hálftíma að
ná mönnunum en þeir voru teknir um borð í sitt hvora
þyrluna. Voru þær væntanlega til Reykjavíkur um kl.
1 í nótt.
Tveir sjómenn af togaranum Baldvin Þorsteinssyni
EA10 slösuðust f gær þegar togarinn var staddur
um 430 sjómllur S V af Reykjanesi. Tvær þyrlur frá
Varnarliðinu í fylgd eldsneytisvélar lögðu upp frá
Keflavík kl. 19:10 og komu að skipinu kl. 21:20.
Áætlað var að komið yrði með sjómennina til
Reykjavlkur um kl. 1:00 í nótt.
ÍSLAND