Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 4
'4 4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1993 Skaut þeim eldri aftur fyrir sig DANÍEL Jónsson, 16 ára, skaut mörgum af fremstu reiðmönnum og hestum landsins aftur fyrir sig er hann sigraði á hesti sinum Dalvari frá Hrappstöðum í A- flokki gæðinga á Hvítasunnumóti Fáks um helgina. Stóðu þeir fé- lagar efstir eftir forkeppnina með 8,63 og gulltryggðu sigurinn í úrslitunum. Þetta er í fyrsta skipti sem Daní- el keppir í fullorðinsflokki en fram til þessa hefur hann verið í unglinga- flokki og átt þar góðu gengi að fagna. Hestinn Dalvar sem er 9 vetra gamall keypti Daníel í Reiðskóla Reiðhallarinnar fyrir um tveimur árum fyrir fermingarpeningana. Þetta mun í annað skiptið sem sextán ára unglingur sigrar í A- flokki hjá Fáki því 1982 sigruðu þeir Tómas Ragnarsson og Fjölnir frá Kvíabekk á eftirminnilegan hátt. Sjá einnig bls. 40-41. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Sigrinum fagnað DANÍEL Jónsson á Dalvari frá Hrappstöðum sigraði í A-flokki gæðinga á Hvítasunnumóti Fáks. Hér sést hann fagna verðlaunum sínum. 24 innbrot um hvíta- sunnuna 24 INNBROT voru framin í Reykjavík um hvítasunnuna. Brotist var inn í einbýlishús á Seltjarnarnesi. Meðan íbúar húss- ins sváfu var stolið af heimilinu sjónvarpstæki, hljómflutnings- tækjum og 34 geisladiskum og góssið síðan borið út um aðaldyrn- ar. Þá var brotist inn í sumarbústað í nágrenni Reykjavíkur og mest- allt innbú fjarlægt, þar á meðal ísskápur og eldavél fyrir gas, auk sláttuvélar og ýmislegs annars. Einnig voru unnin spjöll í hús- næði Múrarafélagsins við Síðu- múla, og verðmætum stolið. Aðfaranótt þriðjudags var mað- ur handtekinn við innbrotstilraun í Radíóbúðina við Skipholt. Um helgina var brotist inn í fjöl- marga bíla og stolið úr þeim hljóm- flutningstækjum og verðmætum. í f I í I VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 2. JUNI YFIRUT: Yfir Græniandi er 1.028 mb hæð og frá henni hæðarhryggur í átt til Færeyja. Um 1.200 km suður í hafi er 993ja mb lægð sem þokast norður og síðar norðvestur. SPA: Austlæg átt fremur hæg um norðanvert landið en vaxandi sunnan- lands þegar líður á daginn, allhvass við suðausturströndina með kvöld- inu. Bjart veður að mestu um norðvestanvert landið, skýjað en úrkomu- lítið austanlands en skúrir á Suður- og Suðausturlandi. Svalt verður áfram um landið norðanvert en sunnanlands hlýnar lítiö eitt síðdegis. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Nokkuö hvöss austanátt. Rigning um landið sunnan- og austanvert en skýjað og þurrt að memstu norðan til. Hiti verður á bijinu 6-14 stig í nótt en 7-11 stig á morgun. HORFUR A FOSTUDAG: Stíf austanátt og rigning um allt land. Hiti verður 7-15 stig. HORFUR A LAUGARDAG: Nokkuð stíf suðaustlæg átt. Skúrir eða rign- ing víðast hvar, einkum sunnantil. Hiti verður á bilinu 5-12 stig. Nýir veðurfregnatimar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30.Svarstmi Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 890600. Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað r r r * r * r r * r r r r r * r Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma V Skúrir Slydduél $ Alskýjað * V Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaörimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig v súld = Þoka riig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 fgær) Það er yfirleitt ágæt færð á þjóðvegum landsins. Fært er fyrir létta bíla um Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar og á Botns- og Breiðdalshelði á Vestfjörðum. Fólksbílafært um Lágheiði á Noröurlandi. A Noröaustur- landi er ófært um Öxarfjarðarheiöi, og Hólssand, ágæt færð um Möðru- dalsöræfi og Vopnafjarðarheiði. Á Austurlandi er fært um Breiðdals- heiði, hálka á Vatnsskarði eystra og Hellisheiði eystri. Hálendisvegir eru lokaðir vegna snjóa og aurbleytu. Viðgerðir á klæöningum eru víða hafn- ar og eru vegfarendur beðnir qð virða hraðatakmarkanir sem settar eru vegna hættu á grjótkasti. Upplýsingar um færð eru veittar hjé Vegaeftirliti í slma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 6 úrk. ígrennd Reykjavfk 8 úrk.ígrennd Bergen 13 léttskýjað Helsinki 9 skýjað Kaupmannahöfn 14 skýjaö Narssarssuaq 5 léttskýjaö Nuuk 3 léttskýjað Osló 18 skýjað Stokkhólmur 12 skúr Þórshöfn 7 skýjað Algarve 21 helösklrt Amsterdam 10 skýjað Barcelona 23 léttskýjað Berlín 19 skýjað Chicago 7 heiðskfrt Feneyjar 25 heiðskírt Frankfurt 20 skýjað Glasgow 15 skýjað Hamborg 17 skýjað London 19 skýjað Los Angeles 17 léttskýjað Lúxemborg 19 skýjað Madrid 24 léttskýjað Malaga 24 heiðskfrt Mallorca 26 skýjað Montreal 11 skúr á sfð.klst. New York 14 þokumóða Orlando 24 léttskýjsð París 23 skýjað Madelra 22 hálfskýjað Róm 27 léttskýjað Vín 23 léttskýjað Washington 16 léttskýjað Winnipeg 4 léttekýjad IDAGkl. 12.00 Heímild: Veöurstofa islands (Byggt á veöurspá ki. 16.15 í gær) Jón Asbergsson til Útflutningsráðs JÓN Ásbergsson, fram- kvæmdastjóri Hagkaups, hef- ur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Útflutningsráðs frá 1. júlí næstkomandi. Jón tekur við af Ingjaldi Hannibalssyni, sem gegnt hefur framkvæmda- sfjórastarfinu frá 1988. Stjórn Útflutningsráðs tók ákvörðun um ráðningu Jóns á fundi í gær. Páll Siguijónsson, formaður ráðsins, segir að tekju- stofnar þess hafi breyst verulega að undanförnu. Það hafi áður fengið framlag frá ríkinu sem hafi verið miðað við ákveðið hlut- fall af aðstöðugjaldi, en það hafí nú verið afnumið og nauðsynlegt sé að endurskoða fjármögnun starfseminnar í því ljósi. Ekki liggi fyrir hvaða leiðir verði farnar í því sambandi en það verði skoðað með nýjum framkvæmdastjóra. Verkefriið frábrugðið Jón Ásbergsson segist hlakka til að takast á við ný verkefni á vettvangi Útflutningsráðs. Þarna sé reyndar um að ræða verkefni sem séu verulega frábrugðin þeim, sem hann hafí verið að takast á við undanfarin ár, en hann hafí áður en hann réðst til Hagkaups rekið lítið útflutningsfyrirtæki um 10 ára skeið. Varðandi framtíð Útflutningsráðs segir Jón, að stjórnin vilji greinilega takast á við þann vanda sem skapast hafí Jón Ásbergsson í sambandi við íjármögnun þess. Ráðið þurfi að leita að fastri fjár- mögnun starfseminnar og ráðning hans standi í sambandi við það. Jón Ásbergsson lauk viðskipta- fræðiprófí frá Háskóla íslands árið 1974 og stundaði framhaldsnám við háskólann í Arkansas í Banda- ríkjunum 1974 til 1975. Hann var framkvæmdastjóri Loðskinns hf. á Sauðárkróki 1975 til 1985 en hef- ur frá þeim tíma verið fram- kvæmdastjóri Hagkaups. Forseti Portúgals í opin- bera heimsókn 4. júní MARIO Soares, forseti Portúgals, og eiginkona hans, Maria Barroso Soares, koma í opinbera heimsókn til íslands 4. til 6 júní. Er þetta í fyrsta sinn sem þjóðhöfðingi Portúgals heimsæk- ir ísland en heimsókn þessi er til að endurgjalda opinbera heim- sókn frú Vigdísar Finnbogadóttur, forseta Islands, til Portúgals fyrir tæpum áratug. Mario Alberto Nobre Lopes So- ares tók við embætti forseta Port- úgals í kjölfar kosninga árið 1986 og var hann síðan endurkjörinn forseti í janúar árið 1991. Forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, mun taka á móti for- setahjónunum á Reykjavíkurflug- velli kl. 11 á föstudag. Meðan á heimsókninni stendur mun Mario Soares m.a. hitta Davíðs Oddsson forsætisráðherra að máli og eiga fund með leiðtogum stjórnarand- stöðuflokkanna á Alþingi. Einnig verður farið með forsetahjónin í skoðunarferðir til Þingvalla og Vestmannaeyja. Heimsókninni lýkur á sunnudag. 6 i I I I I t I > \-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.