Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1993 Hin nýja söguskoðun eftirHalldór Kristjánsson Kona nokkur skrifar Morgun- blaðinu nokkur aðdáunarorð um Baldur Hermannsson og sjónvarps- "’þætti hans, raunar bara um þann fyrsta. Hún talar um að Baldur „fletti ofan af glæpamönnum og sýni hvemig farið var með fátækl- inga og munaðarlaus böm.“ Það er ekki fyrir einum að lá að dást að honum Baldri. Konan er ekki ein um það. Þess vegna er þetta skrifað. Ofan af engu er flett Baldur fletti ekki ofan af einu né neinu. Hann leiðir ekkert nýtt í MÚTORVINDINGAR og aðrar rafvélaviðgerðir á vel búnu verkstæði. RAFLAGNAÞJÓNUSTA í skipum, verksmiðjum og hjá einstaklingum. ljós. Hans afrek er að tína saman sögur af ýmsum ljótum málum. Flestir sem komnir eru til vits og ára munu vita það að bragðmikl- ar sögur hafa þá náttúm að magn- ast í meðferðinni. Það á við um munnmælasögur og það á eins við þær munnmælasögur sem komist hafa í annála. Þar eru ýmsar sögur ýktar. Þarf langt að leita? Við mig hefur talað maður sem segir að langamma sín hafi verið systir Þorkels Pálssonar sem hvarf frá Þverbrekku í Öxnádal 1828. Hann segir að langamma sín hafi talið drykkjuskap eiga mestan hlut að dauða bróður síns. Voðaverk eru unnin á okkar dögum þar sem áfengisneysla leiðir til ýmiskonar slysa og óhæfuverka. Er sú óhappa- saga löng og ljót og engin þurrð á enn sem komið er. En ekki höfum við efni á að grýta fyrri kynslóðir þess vegna. Sonurinn á Melum Baldur Hermannsson fi'allaði um son Jóns sýslumanns á Melum. Mér segir einn af niðjum hans að Kamm- erráðið hafi átt tvær dætur með konu sinni en langað til að eiga son. Sonurinn fæddist á jólum 1824. Móðir hans var vinnukona á heimil- inu. Sonurinn ólst upp hjá föður sínum og bjó eftir hann á Melum. Hann var aldrei munaðarlaus. Sag- an um nautið á Melum, það sem varð afhuga kúnum en eltist við kvenfólk á víst að vera bölvun landsins til áréttingar. Baldur getur ekki feðrað sr. Jón Gerðar voru kröfur til húsbænda Hér skal ekki eltast lengur við einstakar sögur. Á það vil ég minna að Baldur gengur alveg fram hjá því að stundum voru réttarhöld vegna þess að talið var að húsbænd- ur hefðu ekki uppfyllt skyldur sínar við munaðarleysingja sem þeim hafði veriðstrúða fyrir. Rétt hefði verið að athuga þá hliðina enda þótt uppskera réttvísinnar í þeim efnum kunni að virðast heldur lítil. Málsókn vakti þó umtal. Sómi breskra borga Baldur sýndi okkur tölur um íbúafjölda í London sem dæmi um það að borgir urðu til og uxu úti í heimi þó að ekkert breyttist hjá okkur. Svo átti víst að skilja þetta að myndun borgar væri vegur til almennrar velsældar og ríkidæmis. En er það nú víst að allt hafi verið í sómanum í þessum borgum? í almanaki Þjóðvinafélagsins 1896 var og er grein um enskan stjómmálamann sem hét Shaftes- bury. Greinin er merkt Þ.B. sem mun vera upphafsstafir Þórhalls Bjamarsonar sem síðar varð bisk- up. Þar er Bretinn kynntur með þessum orðum: „Shaftesbury hafði óbeit á Hjaðningavíginu enska um völdin, og sagði um þinggarpana miklu, að þeir berðust jafnan um fólkið en ekki fyrír fólkið. Hann gat aldr- ei orðið neinn flokksmaður. Mest- allt deiluefni þingflokkanna var hégóminn einber í augum hans. Neyðin og nektin, spillingin og fá- fræðin hjá milljónunum í djúpi mannhafsins var eina þingmálið sem hann vildi gefa sig við. Bótin var sú að koma á laga- verndun fyrir aumingjana og fáráð- lingana, fyrir konur, unglinga og börn sem í hinni dýrlegustu niður- lægingu unnu fyrir brauði sínu í námum og verksmiðjum." Síðar segir svo: „Rannsóknamefndin kom með svo ófagra skýrslu af lífi bama og kvenna i námum og verksmiðjum, að torvelt er að trúa því, að slíkt hafi átt sér stað í kristnu landi á þessari öld. Börn vom látin vinna 12-16 stundir á dag, þau urðu að ganga 4 danskar mílur fram og aftur til vinnunnar. í sumum namu- göngum var svo lágt til loftsins, að eigi komust þar aðrir um en börn, sem stundum skriðu fyrir vagninum hálfnakin, með aktýgin spennt um miðju. Fjögra ára gömul börn voru látin í vinnu og úr því þau voru 6 ára gömul, þótti það ekki nema sjálfsagt að þau gæfu sig í það. Það var „frelsi" foreldr- anna að selja bömin í þennan þræl- dóm, þau gjörðu samningana fyrir bömin, og „iðnaðarnámstími" þeirra stóð svo fram að tvítugu eða lengur. Fullur helmingur slíkra barna dó, en þau sem upp komust urðu oftast nær aumingjar á sál og líkama, vinnudýr, sem voru orð- in útlifuð gamalmenni um þrítugt. Framt að helmingi verkafólks í námunum vom kvenmenn, er lifðu þar í dýrslegu siðleysi saman við afhrak karlmanna. Kvenmenn sem Halldór Kristjánsson „Baldur fletti ekki ofan af einu né neinu. Hann leiðir ekkert nýtt í ljós. Hans afrek er að tína saman sögur af ýmsum ljótum málum.“ í bemsku fóm í námuvinnuna, misstu allt kveneðli sitt og enda vaxarlagið, urðu þær óhæfar til barngetnaðar, sem fremur mátti þó telja happ en óhapp í eymdarlífí þeirra." Myndefni fyrir Baldur Þeir sem þetta lásu í bernsku VANIR NIENN vönduð vinna, áratuga reynsla. Reynið viðskiptin. Vatnagorðum 10 • Reykjavík S 685854 / 685855 • Fax: 689974 Baldur fullyrðir að sr. Jón Orms- son í Sauðlauksdal hafí verið sonur Orms sýslumanns Daðasonar. í æviskrám Bókmenntafélagsins seg- ir Páll Eggert: „Faðir kallaður Orm- ur Jónsson frá Keflavík, en almennt talinn Ormur sýslumaður." Dreng- urinn fékk gott uppeldi hjá móður- föður sínum og varð aðstoðarprest- ur í Selárdal hjá sr. Eggert syni Orms sýslumanns og síðar tengda- sonur hans. Má vel vera að sr. Eggert hafí talið hann bróður sinn. En Baldur getur ekkert sannað um faðemið. HEFUR ÞIG DREYMT UM AÐ EIGNAST Miele UPPÞVOTTAVÉL? JÚIVt-TILBOÐ TILBOÐ 22% AFSLÁTTUR 6 manna kaffistell frá Villeroy & Boch að verðmæti 10.000 kr. fylgir hverri vél. TILBOÐSVERÐ: 89.522,- KR. STG VERÐLISTAVERÐ: 115.263,- Tilboðið gildir meðan birgðir SUNDABOKÍi 1.1 • 104 Opnunartími mánudaga til Lokað á laugardögum. *Verð mióast við gengi Um 200 ársstörf í kaviarframleiðslu eftir Kjartan Friðbjarnarson Nýlega hafa 6 kavíarframleið- endur hér á landi vakið á sér at- hygli með því að skrifa utanríkis- ráðuneytinu bréf og fara fram á bann við útflutningi á söltuðum grásleppuhrognum. Bann, sem gæti stofnað í hættu hagsmunum landsins með þau tollafríðindi, sem tekist hefír að semja um við Efna- hagsbandalagið. Til áréttingar þessari kröfu, hafa þeir fært þau rök, að með útflutn- ingi hrogna séu flutt úr landi 200 ársstörf í þessum iðnaði, útflutn- ingsverðmæti hrognanna myndi tvöfaldast, ef þau væru unnin hér á landi í neytendapakkningar, og stærsti hluti þeirrar tvöföldunar séu vinnulaun. Það er atvinnuleysi á íslandi nú, og það alvarlegt atvinnuleysi, sem allir landsmenn hafa áhyggjur af. Það er því móðgun við þetta at- vinnulausa fólk, ef þessi fámenni hópur framleiðenda, sem ekki hefir tekist að reka fyrirtæki sín með hagnaði, ætlar nú að nota neyð til þess að skapa sér aðstoð stjórn- valda og samúð almennings. Fyrir- tæki þessi eru, eins og öll önnur fyrirtæki, rekin í ágóðavon fyrir þau sjálf, en ekki til atvinnusköpun- ar fyrir aðra. Vinnsla þessara hrogna hér skapar engin 200 störf, 3M Tannfylliefni ekki 100 störf og ekki einu sinni 50 störf. Á seinasta ári var heildarsöltun grásleppuhrogna hér ca. 13.000 tunnur. Þar af var flutt út 5.805 tn eða 45% en til innlendra kavíar- framleiðenda fór 7.192 tn eða 55% heildaraflans. Á yfírstandandi ver- tíð gefa kannanir á aflatölum til kynna, að afli verði ekki mikið yfír 10.000 tunnur. Ekkert hefir komið fram, sem bendir á breytta skipt- ingu aflans milli útflytjenda og inn- lendra framleiðenda, svo líklegur útflutningur í ár er 4.500 tn. Úr 4.500 tn af grásleppuhrogn- um fást 4.500.000 glös með 100 g af kavíar. Vinnulaunaþátturinn í framleiðslu glassins er 3-5 kr. (DKR 0,30-0,50). Ef reiknað er með hærri tölunni hér á landi gerir það 22.500.000 kr. Ef þessari upp- hæð er deilt á 200 störf og niður á 12 mánuði, þá fæst út mánaðar- kaup kr. 9.375 sem er ekki sérlega eftirsóknarvert starf. Ef upphæð- inni er deilt niður á 100 störf fæst mánaðarkaup kr. 18.750 og 50 störf á 37.500 kr. Skömmu áður en K. Jónsson & Co. varð gjald- þrota, var afnumin bónusgreiðsla til starfsfólks þar, og eftir stóð strípaður taxti 43.000 til 47.000 kr. mánaðarlaun eftir starfsaldri. Mánaðarlaun sem eru 43.000 kr. gefa 250 kr. í tímakaup. í niður- suðuiðnaði í Danmörku eru lág- markslaun DKR 72 sem er 750 ísl. kr. eða þrefalt hærri en þau laun, sem greidd eru hér. Útflytjendur, sem selja söltuð grásleppuhrogn fyrir trillukarla, reyna að sjálfsögðu að ná bæði lækkandi verði og hröðum greiðsl- um fyrir sína umbjóðendur. Þetta hefir tekist vonum framar, eins og eftirfarandi tölur sýna: 1990 DEM 900 1991 DEM 1025 1992 DEM 1125 1993 DEM 1260 Lágmarksverð til útflutnings eru ákveðin á samráðsfundum aðila í þessari grein, þ.e. útflytjenda, framleiðenda kavíars innanlands, Landssambands smábátaeigenda, og fulltrúa viðskiptadeildar utan- ríkisráðuneytisins. Framleiðendur kavíars hér hafa aldrei samþykkt neina af þessum hækkunum á sam- ráðsfundunum og á seinasta fundi vildu þeir viðhalda DM 1125 sem lágmarksverði og voru með tillögur um skattlagningu á grásleppu- karla, til að létta þeim samkeppnina við erlenda framleiðendur, sem greiða þreföld laun á við þessa kappa. Þó innlendum framleiðendum kavíars hafí ekki tekist að halda niðri verði á söltuðum grásleppu- hrognum, með beinum hætti, þá hefír þeim tekist það óbeint, með stöðugum undirboðum á fullunnum kavíar á mörkuðum í Evrópu. Oft hefir verið erfitt að fá þessi undir- boð staðfest, því ekki hefir söluverð héðan legið á lausu, en nú liggur fyrir tilboð frá SH um sölu á ka- víar til Madrid fyrir FF 6,90 100 g glas, komið þangað með 60 daga gjaldfresti, og frekari afslætti ef keypt er mikið magn. Á þessum markaði eru Danir að selja þessa vöru á FF 8,40 sem er 22% hærra verð. Þegar okkur tekst að semja um hærra hráefnisverð til erlendra kaupenda, þá þurfa þeir einnig að geta selt kavíarinn á hærra verði. Það gengur hinsvegar erfíðlega, þegar íslenzkur kavíar er boðinn á útsöluverði, jafnvel nú, þegar vönt- un er á hrognum. Flestar íslensku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.