Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JUNÍ 1993 39 Tjúttað á hættutímum Kvikmyndir Amaldur Indriðason Á hættutímum („Swing Kids“). Sýnd í Sagabió. Leikstjóri: Thomas Carter. Aðalhlutverk: Robert Sean Leonard, Kenneth Branagh, Christian Bale og Bar- bara Hershey. Bandaríska stríðsáramyndin Á hættutímum eða „Swing Kids“, sem sýnd er í Sagabíó, gerist í Hamborg árið 1939 og segir frá uppreisn ungs fólk gegn boðum og bönnum nasismans, sem brýst fram í dýrkun á bandarísku jasssveiflunni. Brot þess er ekki stórvægilegt, það tjútt- ar og sveiflar sér undir tónum Benny Goodmans og Duke er goð- ið. En nasisminn lítur þetta alvar- legum augum og er í því að loka klúbbum og senda tjúttarana í vinnubúðir. Fljótlega þegar líða tekur á mynd- ina verður ljóst að maður hefur séð þetta allt áður en í öðrum og mun betri búningi. Ef þú setur Walt Whitman í staðinn fyrir Benny Good- man ert þú kominn með „Dead Po- ets Society“ eða Bekkjarfélagið. Á hættutímum er Bekkjarfélagið í Hamborg. Robert Sean Leonard fer með aðalhlutverkið í báðum mynd- um en þama er einnig Christian Bale úr „Empire of the Sun“ og með smærri hlutverk fara Kenneth Branagh en hann leikur gestapó- mann án þess að af honum stafi hin hefðbundna ógn og skelfíng, -og Barbara Hershey er áhyggjufull móðir. Leikstjórinn Thomas Carter dælir í myndina tónlist tímabilsins og setur upp heilmikil dansnúmer, sem eru því marki brennd reyndar að líta út eins og vandaðar sviðsetning- ar. Þess á milli byggir hann upp spennu innan hóps krakka þar sem togast á nasisminn og það sem hann stendur fyrir og frelsið sem felst í sveiflunni og dansinum og einkennist af andúð á öllu því sem nasisminn heldur í heiðri. Margt er ágætlega unnið í útliti myndarinnar, búningar og leik- myndir og götulíf allt endurskapað oní smæstu smáatriði. Og leikararn- ir tala til allrar guðslukku án þýska hreimsins. En dramað í kringum krakkahópinn hrífur ekki sem skyldi, kannski af því sagan sjálf er ekki nógu spennandi og persón- urnar eru einstefnulegar. Þær skiptast í tvo hópa, góðar og vond- ar, og þær eru frekar grunnar og yfirborðskenndar. Þar fyrir utan var Bekkjarfélagið búið að afgreiða sama þema á þann hátt að ekki verður betur gert. ■ KJÖKORÐKiwanisklúbbanna í heiminum er Börnin fyrst og fremst. íslenskir Kiwanisklúbbar liggja ekki á liði sínu varðandi stuðning við börn og unglinga. Á mýndinni sést þegar fulltrúar Kiw- anisklúbbsins Elliða í Reykjavík, þeir Ragnar Engilbertsson, for- maður styrktarnefndar t.h., Reynir Guðmundsson, kjörforseti f.m., afhenda Víkingi H. Arnórssyni yfirlækni á Barnaspítala Hrings- ins gjafabréf vegna monitors, en það er tæki sem notað er til að fylgjast með líðan ungbarna sem flutt eru á milli byggðarlaga eða til útlanda til lækninga. Það gefur færi á að fylgjast með helstu lífs- mörkum sjúklinga s.s. hjartastarf- semi (hjartalínunt og æðasláttur), blóðþrýstingi, hitastigi, öndun og súrefnismettun í blóði. Verðmæti tækisins er um 850.000 kr. Kiwan- isklúbburinn Elliði gaf tækið í til- efni af 20 ára afmæli klúbbsins. (Fréttatilkynning) RAÐ/\ UGL YSINGAR Píanókennsla Kenni í sumar á píanó. Er í vesturbæ Reykjavíkur. Upplýsingar í síma 21552. Jón Sigurðsson. Verzlunarskóli íslands Innritun 1993-1994 Nemendur með grunnskólapróf: Umsóknir, ásamt staðfestum Ijósritum af grunnskólaskírteinum, skulu hafa borist skrifstofu skólans fyrir kl. 15.00 föstudaginn 4. júní nk. Teknir verða 280 nemendur inn í 3. bekk. Berist fleiri umsóknir verður valið inn í skól- ann á grundvelli einkunna þeirra, sem nú Ijúka grunnskólaprófi, en umsóknir eldri nem- enda fá víðtækari umfjöllun. VÍ tekur inn nemendur af öllu landinu og úr öllum hverfum Reykjavíkur. Nemendur með verslunarpróf: Umsóknir um nám í 5. bekk skulu hafa bor- ist eigi síðar en 31. maí nk. á sérstöku eyðu- blaði sem fæst á skrifstofu skólans. Inntökuskilyrði í 5. bekk er verslunarpróf með þýsku og aðaleinkunn ekki lægri en 6,50 eða sambærilegur árangur. Upplýsingar um brautir og valgreinar fást á skrifstofu skólans. 25% afsláttur af baðinnréttingum í nokkra daga. Sérsmíðum eldhús-, bað- og fataskápa. Opið í dag til kl. 21.00. Mávainnréttingar, Kænuvogi 42, sími 688727. Ættarmót Afkomendur Guðrúnar Eggertsdóttur og Jóns Jóhannessonar frá Laxárnesi: Munið að tilkynna um þátttöku í ættarmótinu sem hefst kl. 13.00 í Félagsgarði í Kjós sunnudaginn 20. júní til: Hönnu, sími 74235, Dúnu, sími 26863, Jónu, sími 671765, og Auðar, sími 39789. Selfoss Kynningarfundur um einkavæðingu verður haldinn á Hótel Selfossi í kvöld, miðvikudag- inn 2. júní, og hefst hann kl. 20.00. Á fundinum verður fjallað um starf og stefnu ríkisstjórnar- innar í einkavæð- ingu. Ræðumenn: Stein- grímur Ari Arason, aðstoðarmaður fjármálaráöherra, og Björn Frið- finnsson, ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Allir velkomnir. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu. Landsþing Landssam- bands sjálfstæðiskvenna haldið f Hafnarfirði dagana 3. og 4. júní1993 Fimmtudagur 3. júnf 1993. Kl. 17.00 Stjórnarfundur í Sjálfstæðishúsinu, Hafnarfirði. Kl. 18.00 Mótttaka í menningarmiðstöðinni Hafnarborg, Strandgötu. Kl. 19.00 Kvöldverður ( Sjálfstæðishúsinu. Verð kr. 700. Kl. 20.00 Afhending þinggagna f Sjálfstæðishúsinu. Kr. 800. Kl. 20.30 Þingsetning: Formaður L.S. Kosning fundarstjóra og fundarritara. Kosning kjörnefndar. Kl. 20.45 Skýrsla formanns. Reikningar L.S. Umræður/afgreiðsla. Kl. 20.00 Sveitarstjórnarmál og kosningar. Framsöguerindi: Hjördís Guðbjörnsdóttir, bæjarfulltrúi, Hafnarfirði. Hildigunnur Högnadóttir, (safirði. Bryndís Brynjólfsdóttir, bæjarfulltrúi, Selfossi. Umræöur að afloknum erindum. Kl. 22.30 Þinghlé. Föstudagur 4. júnf 1993. Kl. 09.30 Kaffiveitingar. Kl. 10.00 Þingi framhaldið. Kosning fundarstjóra og fundarritara. Ki. 10.15 Menntamál. Framsöguerindi: Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra. Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri, Garðabæ. Umræður. Kl. 12.00 Hádegisveröur. Verð kr. 800. Kl. 13.00 Kosning fundarstjóra og fundaritara. Stjórnmálaályktun kynnt. Anna Kristjánsdóttir, varaformaður L.S. Umræður. Kl. 14.00 Kosning formanns og stjórnar L.S. Kl. 14.30 Önnur mál. Kl. 15.30 Kaffihlé. Kl. 16.00 Þingslit. Kl. 16.15 Skoðunarferð, sigling o.fl. Kl. 18.30 Kvöldverður í Fjörunni, Hafnarfirði. Gestir: Matthías Á Mathiesen, fyrrverandi alþingismaður, og frú Sigrún Mathiesen. íbúð í París íbúð á frábærum stað í París til leigu í júlí, ágúst og hluta af september. Upplýsingar í síma 686602 eftir kl. 19.00. Málverkauppboð fimmtudagskvöld Gallerí Borg heldur málverkauppboð á Hótel Sögu fimmtudagskvöldið 3. júní kl. 20.30. Verkin verða sýnd í Gallerí Borg í dag og á morgun frá kl. 12.00-18.00. BORG v/Austurvöll, sími 24211. auglýsingar NÝ-UNG KFUM & KFUK Suðurhólum 35 Samvera í kvöld kl. 20.30. Sýnt veröur myndband um rokk. Ath. breyttan fundardag. Allir hjartanlega velkomnir. Félag leiðsögumanna Leiðsögumenn Atkvæðagreiðsla um kjarasamn- ingana verður fimmtudaginn 3. júní á Suðurlandsbraut 30 kl. 20.00. Stjórnin. SÁLARRANNSÓKNAR- FÉLAGIÐ Í HAFNARFIRÐI heldur fund á morgun, fimmtu- daginn 3. júni, kl. 20.30. Dagskró: 1. Einsöngur: Jóhanna Linnet við undirleik Guðna Guð- mundssonar. 2. Skyggnilýsing: Miðillinn Terry Evans annast skyggni- lýsinguna - túlkur Katrin Árnadóttir. 3. Kaffi og meðlæti. 4. Spurt og spjallað. Aðgöngumiðar í Bókabúð Óli- vers á kr. 700. Kaffi og með- læti innifalið. Öllum heimill aðgangur. Stjórnin. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Skrefið kl. 18.00 fyrir 10-12 ára krakka. Biblíulestur kl. 20.30. Ræðumaður: Mike Fitzgerald. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Miðvikudagur 2. júní kl. 20 Heiðmörk Fjölskylduratleikur og skógræktarferð. Árlegar kvöldferðir í skógarreit Ferðafélagsins veröa farnar þrjú miðvikudagskvöld i júni. í þessar kvöldferðir verður fyrst unnið að umhirðu reitsins, en kl. 21.15 verður ratleikur fyrir börn og unglinga og að sjálfsögðu full- orðna líka. Rútuferð er frá BSÍ, austanmegin, kl. 20 og þátttöku- gjald er ekkert. Þórsmörk - helgarferð 5.-6. júní Brottför laugardagsmorgun kl. 08. Frábær gistiaðstaöa i Skag- fjörðsskála. Gönguferðir. Hag- stætt verð. Upplýsingar og far- miðar á skrifstofunni, Mörkinni 6. Ferðafélag (slands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.