Morgunblaðið - 02.06.1993, Síða 30

Morgunblaðið - 02.06.1993, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1993 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1993 31 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. ( lausasölu 110 kr. eintakið. Siglufjarðarkaup- staður 7 5 ára Tröllaskagi skilur að Eyja- fjörð og Skagafjörð. Hann er krýndur miklum fjallgarði sem teygir þverhnípt björg í sjó fram. Inn í skagann skerst frá norðri lítill fjörður, varinn fjöll- um á þrjá vegu — og nesi í norður, gegn öldum úthafsins. Þetta er Siglufjörður, lífhöfn sæfarenda frá landnámstíð og miðstöð síldveiða og síldariðn- aðar lungann úr öldinni, eða þar til stofninn hrundi vegna ofveiði og/eða breytinga í lífríki sjávar. Dönsku einokunarverzluninni var aflétt árið 1788. Þá hófst svokallað fríhöndlunarskeið. Þetta sama ár var stofnuð fyrsta verzlunin í Siglufirði. Þijátíu árum síðar, 20. maí 1818, lög- gilti konungur Siglufjörð sem verzlunarstað. Þetta tvennt varð upphaf byggðar á Þormóðseyri, þar sem Siglufjarðarkaupstaður stendur nú. Fram yfir síðustu aldamót bjuggu þó Hvann- hreppingar (sveitarfélagið hét Hvanneyrarhreppur til þess tíma að Siglufjörður fékk kaup- staðarréttindi) að stærstum hluta á útvegsbýlum á Siglu- nesi, í Siglfirði, í Héðinsfirði og Úlfsdölum. Árið 1880 er stofnað félag í Siglufírði um síldveiðar með nót við land, eða í svokallaða síldar- lása. Það er þó ekki fyrr en um 1903, er Norðmenn heú’a síld- veiðar í hringnót og reknet, að síldarævintýrið fer að taka á sig mynd í íslandssögunni. Árið 1907 er sett hafnarreglugerð fyrir Siglufjörð og hafnarsjóður stofnaður. Það er á þessum árum sem hjólin fara að snúast í síldariðnaðinum, síldarplön eru byggð, síldarbræðslur og tunnu- verksmiðja og ýmsar stoðgrein- ar veiða og vinnslu styrkjast. Um það bil er síldarævintýrið hefst, á fyrstu árum nýrrar ald- ar, eru Siglfirðingar innan við 150 talsins. Segull síldarinnar dregur síðan fólk til Siglufjarðar hvaðanæva af landinu. Þar sezt og að erlent fag- og framtaks- fólks, tengt veiðum og vinnslu síldar og verzlun með síldaraf- urðir. Arið 1910 eru íbúarnir rúmlega 1.500 og árið 1920 2.500 en flestir verða þeir rúm- lega 3.100, seint á fimmta ára- tugnum. Sú tala gat síðan tvö- til þrefaldast í landlegum, þegar erlendir og innlendir síldveiði- sjómenn bættust í hóp heima- manna og aðkomins síldverk- unarfólks. Siglfirðingar bjuggu snemma í haginn fyrir vaxandi þéttbýli: Sparisjóður Siglufjarðar var stofnaður 1873, hreppsnefnd var kjörin 1874, héraðslæknir ráðinn 1879, skipuleg barna- fræðsla hófst 1883, vatnsveita var tekin i notkun 1911 og raf- veita 1913. Siglufjörður fékk síðan kaupstaðarréttindi á 100 ára verzlunarafmæli staðarins 20. maí 1918, eftir langa og stranga baráttu, sem leidd var af séra Bjama Þorsteinssyni, sóknarpresti þeirra, þjóðkunnu tónskáldi og safnara íslenzkra þjóðlaga. Siglfírðingar fagna því 75 ára kaupstaðarafmæli um þessar mundir. Norðmenn námu í vissum skilningi Island öðru sinni þegar þeir hófu síldveiðar hér við land um síðustu aldamót. Siglufjörð- ur hafði og náin tengsl við aðr- ar síldveiði- og síldarneyzluþjóð- ir. Þar þróaðist því fjölþætt og sérstætt, þjóðlegt og alþjóðlegt, félags- og menningarlíf. Síldin og síldarplássin voru þungvæg í þjóðartekjum. Þann- ig námu síldarafurðir 21-45% af útflutningstekjum 1961-68. En hrun Norðurlandssíldarinn- ar, sem skók afkomuundirstöð- ur þjóðarinnar á sinni tíð, lék síldarplássin illa. Og alverst Siglufjörð, sem hafði öll sín af- komuegg í síldarkörfunni. Þar hefur þó rætzt tiltölulega vel úr málum. Og með hliðsjón af stöðu sjávarútvegs og efna- hagsmála á líðandi stundu eru atvinnumál þar i bærilegu standi. Morgunblaðið ámar Siglfírðingum framtíðarheilla í tilefni kaupstaðarafmælisins. Stórslysa- laus hvíta- sunnu- umferð Frekar kalt var um land allt um hvítasunnuhelgina. Kuldinn réð því að umferð á vegum var með minna móti. Fólk sótti þó mikið í sumarbústaði en tjald- stæði vom nánast auð og dans-, leikir fásóttir. Eftir því sem bezt er vitað var umferðin stór- slysalaus, þótt ekki væri hún slysalaus, því miður. En það er út af fyrir sig fagnaðarefni þeg- ar mikil umferðarhelgi líður hjá án fleiri eða meiri óhappa en þó urðu. Fyrirbyggjandi eftirlit og, leiðbeiningar lögreglu og um- ferðarráðs stóðu fyrir sínu sem oft áður. Reynslan sýnir okkur að ef við leggjumst öll á eitt þá getum við bætt umferðina og fækkað slysunum. Ætluðu að kanna net við ósa Hólsár V élarvana gúm- báta rak á haf út Hellu. ÞAÐ óhapp átti sér stað að kvöldi hvítasunnudags að Zodiac-gúmbátur varð vélarvana skammt undan landi á Þykkvabæjarfjöru. Fjórir menn hugðust kanna netatrossur sem virtust hafa verið lagðar ólöglega rétt upp í landsteinum. Mennina rak hratt undan vindi á haf út en kallaður var til björgunarbátur frá Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli en vél hans bilaði einnig. Tókst síðan að koma vél annars bátsins í lag og komust allir í land heilu og höldnu. Þykkvabæingarnir hugðust kanna hver væri eigandi netatrossa sem lágu frá árósi Hólsár ve§tur undan strönd- inni á nokkurra km kafla, um 100 metra frá landi. Hólsá heitir þar sem Þverá, Eystri- og Ytri-Rangá koma saman og renna til sjávar. Grunur lék á að ólöglega hafi verið staðið að lögn þeirra en í veiðilögum segir, að aðeins megi leggja net í tveggja km radíus frá árósi. Mennimir voru komnir að- eins nokkra metra frá landi þegar bilun varð í vél bátsins en vindur stóð á haf út og rak gúmbátinn hratt frá landi. Félögum mannanna sem stóðu í fjörunni og horfðu á varð strax ljóst að bilun hafði orðið. Kölluðu þeir til lögreglu og björgunarbát frá Björgun- arsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli. Fór sá bátur til aðstoðar með tvo menn innanborðs en svo óheppilega vildi til að véi þess báts bilaði einnig þegar þeir áttu skamman spöl eftir að landi. Hvorugur bátanna var búinn tal- stöð, en félagar mannanna sáu nú báða bátana reka lengra frá landi án þess að nokkuð fengist við ráðið. Vind- ur var talsverður og sjáanlegt að mennimir réðu ekki við að róa til lands. Kallað var í björgunarbát frá Vestmannaeyjum en þá höfðu bát- sveijar skotið upp neyðarblysum sem skipveijar Hafnarrastar komu auga á, en báturinn Hafnarröst var á leið til Þorlákshafnar. Kom hann að mönn- unum skömmu síðar eða um svipað leyti og björgunarbátur Slysavarnafé- lagsins í Vestmannaeyjum. Einnig komu á vettvang tveir gúmbjörgunar- bátar frá Stokkseyri og Eyrarbakka. Þegar hér var komið við sögu hafði bátsveija á öðrum vélarvana bátnum tekist að gera við vél hans til bráða- birgða og gat hann því siglt sjálfur í land með hinn í togi. Mönnunum var aldrei hætta búin og varð ekki meint af volkinu. Veiðifélagið kærði atburðinn Að sögn Sveins Siguijónssonar á Galtalæk, varaformanns Veiðifélags Rangæinga, er litið mjög alvarlegum augum á netalögn sem þessa, því netunum er lagt rétt við árósinn þar sem lax og silungur ganga upp til hrygningarstöðva sinna. Hann sagði að komið hefði í ljós að um ýsunet hefði verið að ræða, en þau hafa sömu möskvastræð og laxanet sem notuð eru til veiði í vötnum. Veiðifélagið hefði kært atburðinn og var eigandan- um í framhaldi af því gert að taka netin upp. Sveinn kvaðst afar óhress með að ekkert eftirlit hefði verið af hálfu lögreglunnar þegar netin voru dregin og því ekkert vitað hversu mikið af laxi og silungi hefði verið í þeim. - A.H. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Til lands eftir hrakninga BÁTSVERJAR gúmbátanna tveggja koma að landi á Þykkvabæjarfjöru í fylgd björgunarbátanna. Mennirnir voru blautir og kaldir eftir nokk- urra tíma hrakninga. Iðnlánasj óði heimilt að stofna Hraun hf. m ............ ■ Morgunblaðið/Halldór B. Nellett Hæsti kletturinn horfinn FOKKER-flugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir Kolbeinsey í gær og var myndin, sem er til vinstri hér að ofan, tekin þá. Með samanburði á henni og myndinni til hægri, sem tekin var í fyrra, sést að kletturinn austan við þyrlupallinn (hægra megin á myndinni) hefur horfið í vetur og ber það saman við það sem sjómenn úr Grímsey sögðu í vor. Klettur- inn var hærri en þyrlupallurinn og lítur út fýrir að um tveir metrar hafi brotnað ofan af honum. Stjórnarseta starfsmanna Iðnlánasjóðs hins vegar talin óeðlileg VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu að lagaákvæði komi ekki í veg fyrir að Iðnlánasjóður stofni hlut- afélag, eins og Rekstrarfélagið Hraun, til að taka við atvinnu- rekstri skuldunauta, ef það er talið nauðsynlegt til að tryggja innheimtu krafna. Það er hins vegar ekki talið vera í samræmi við nýju samkeppnislögin og eðlilega viðskiptahætti að í stjórn Rekstrarfélagsins Hrauns hf. sitji starfsmenn Iðnlánasjóðs. Jafn- framt telur ráðuneytið það ámælisvert að yfirlýstur tilgangur Iðnlánasjóðs með stofnun félagsins komi hvorki fram í stofnsamn- ingi þess eða samþykktum. I framhaldi af þessari niðurstöðu hafa starfsmenn sjóðsins vikið úr stjórn félagsins og samþykkt- um þess verið breytt. Viðskiptaráðuneytinu barst kvörtun frá Steypustöðinni þann 18. maí sl. vegna Rekstrarfélagsins Hrauns, ásamt lögfræðilegri grein- argerð þar sem bent var á að Iðn- Iánasjóður hefði ekki heimild í lög- um til þátttöku í stofnun félagsins. Iðnlánasjóður sendi í framhaldi af því inn til ráðuneytisins lögfræði- lega greinargerð þar sem talið var að stofnun félagsins væri fyllilega lögleg enda væri hún liður í því að gæta hagsmuna sjóðsins. Lögfræðiálit Viðskiptaráðuneytið óskaði síðan eftir lögfræðilegu áliti Markúsar Sigurbjörnssonar, prófessors, um heimild Iðnlánasjóðs til að taka þátt í stofnun rekstrarfélagsins. Markús komst að þeirri niðurstöðu að Iðnlánasjóði hafi verið heimilt að eiga hlut að stofnun félagsins að uppfylltu því skilyrði að það hafí verið nauðsynlegt til að tryggja kröfur sínar á hendur þrotabúi Oss húseininga hf. Ennfremur væri Iðnlánasjóði heimilt að vera hlut- hafi í rekstrarfélaginu og eiga aðild að rekstri þess. Niðurstaða ráðu- neytisins var sömuleiðis á þann veg að lagafyrirmæli væru ekki því til fyrirstöðu að sjóðurinn stofnaði fé- lag til að taka við atvinnurekstri skuldunauta ef slíkt væri talið nauðsynlegt til að tryggja eða auka líkur á innheimtu krafna. Iðnlánasjóður lýsti því yfir gagn- vart ráðuneytinu að það væri von sjóðsins að nýr eigandi tæki við rekstri félagsins fyrir 1. september. Ráðuneytið gerði athugasemd við að þessi yfirlýsti tilgangur Iðnlána- sjóðs hafi hvorki komið fram í stofnsamningi né samþykktum og telur þetta ámælisvert. Sömuleiðis gerði ráðuneytið athugasemd við stjórnarsetu starfsmanna Iðnlána- sjóðs og er í því sambandi bent á að meðal viðskiptamanna Iðnlána- sjóðs séu öll helstu fyrirtæki lands- ins í steinefnaiðnaði. Sjóðurinn hafi því aðgang að reikningum og öðr- um upplýsingum um helstu sam- keppnisaðila rekstrarfélagsins. Er því beint til Iðnlánasjóðs að hann tryggi að í stjórn félagsins taki sæti óháðir aðilar. Hlutliafafundur í gær í framhaldi af niðurstöðu ráðu- neytisins var boðað til hluthafa- fundar í gær hjá Rekstrarfélaginu Hrauni hf. þar sem kjörnir voru þrír nýir stjórnarmenn í stað starfs- manna Iðnlánasjóðs. Jafnframt var samþykktur viðauki við samþykktir þar sem fram kemur að tilgangur félagsins sé ennfremur að tryggja hagsmuni Iðnlánasjóðs vegna gjaldþrots Óss húseininga hf. með því að halda rekstri í horfinu. Niðurgreiðslur auknar á nokkrum tegundum búvara frá og með 1. júní 3,7 til 8,5% verðlækkun NOKKRAR tegundir búvara lækkuðu í verði um 3,7 til 8,5% í gær vegna aukinna niðurgreiðslna sem ákveðnar voru í tengslum við kjarasamningana. Lækkun verður á rjóma, skyri, osti, nautgripa- kjöti, eggjum, kjúklingum og svínakjöti. Hins vegar breytist ekki verð á mjólk, smjöri, kindakjöti, hrossakjöti og grænmeti. Niðurgreiðslurnar samsvara lækkun virðisaukaskatts úr 24,5 í 14% á þeim búvörum sem ekki voru svo mikið niðurgreiddar. Algengar búvörur eins og mjólk, undanrenna, kindakjöt og grænmeti lækka ekki í verði vegna þess að virðisauka- skattur af þeim hefur verið niður- greiddur. Rjómi, skyr og ostar lækka um 8,4%. Hins vegar lækkar smjörið ekki að þessu sinni, en það mun væntanlega lækka sem þessu nemur þegar virðisaukaskatturinn verður lækkaður í 14% um næstu áramót. Verð á nautgripakjöti lækkar, einnig egg, kjúklingar og svínakjöt. Verðlagning þessara vara er fijáls í smásölu þannig að útsöluverð ligg- ur ekki fyrir fyrr en eftirnokkra daga. Til viðmiðunar má nefna að Breyting á verði nokkurra landbúnaðarafurða vegna kjarasamninga Q Smásöluverð Verðið var Veröið er nú Lækkun % breyting Rjómi, 0,5 lítri kr. 294 kr. 269 25 kr. -8,5% Skyr, 1 kg 131 120 11 kr. -8,4% Ostur, 45% 774 709 65 kr. -8,4% Nautgripakjöt, heilir og hálfir skrokkar Stjörnuflokkur, UN* 603 572 31 kr. -5,1% 1. flokkur, UN1 538 518 20 kr. -3,7% Viðmiðunarverð frá framleiðendum Kjúklingar, 1. fl., 1 kg 300 276 24 kr. -8,0% Svínakjöt,Grís1., 1 kg 340 319 21 kr. -6,2% Egg, 1 fl„ 1 kg 260 245 15 kr. -5,8% heildsöluverð og hámarkssmásölu- verð nautgripakjöts í heilum og hálfum skrokkum lækkar um 3,7 til 5,1%, viðmiðunarverð á eggjum og svínakjöti til framleiðenda lækk- ar um nálægt 6% og kjúklingar um 8%. Hrossakjöt hefur enn ekki lækkað í verði. Bygging stórhýsis í Hafnarfirði hafin Verktakafyrii'tækið Fjarðarmót í Hafnarfirði hefur hafið fram- kvæmdir við umdeilt stórhýsi við Fjarðargötu í miðbæ Hafnarfjarðar. Undanfarnar tvær vikur hefur verið unnið við uppsteypu grunns bygg- ingarinnar en áætlað er að stórhýsið verði fullfrágengið að utan 1. maí 1994 og ennfremur að öllum framkvæmdum Ijúki vorið 1995. Hálft annað ár er liðið frá því að Hafnarfjarðarbær úthlutaði Miðbæ Hafnarfjarðar hf. lóðinni við Fjarðar- götu. í húsinu verða ýmsar verslanir og skrifstofur auk bókasafns og hót- els. Að sögn Viðars Halldórssonar, verkefnisstjóra hjá Miðbæ Hafnar- fjarðar hf., fór útboð ekki fram á framkvæmdunum. Fyrirtækið gerði þess í stað samning þann 13. maí við verktakafyrirtækið Fjarðarmót í Hafnarfirði um allar framkvæmdir við byggingu hússins. Áður hafði verið samið við Suðurverk hf. og Grétar Sveinsson um jarðvinnu á lóðinni. Framkvæmdum lýkur 1995 Á lóðinni verður húsið að öllum líkindum risið að liðnu tæpu ári en Viðar gerir ráð fyrir því að það verði fullfrágengið að utan og uppsteypt 1. maí næstkomandi. Verslanir í húsinu verða aftur á móti tilbúnar í kringum 1. ágúst sama ár en Viðar telur að líklega muni þær opna um mánaðamótin október nóvember 1994. Skrifstofurými hússins verður tilbúið um svipað leyti en síðasta áfanganum verður loks náð með fyr- irhugaðri opnun hótels vorið 1995. Hafnarfjarðarbær kaupir Viðar segir að samningar hafi þegar tekist við Hafnarfjarðarbæ um kaup á hluta húsbyggingarinnar eða um 7-8% rýmisins en þangað á með- Bankamenn telja uppsagnir í Lands- banka ólöglegar SAMBAND íslenskra bankamanna hefur sent bankastjórn Landsbank- ans bréf þar sem fram kemur það álit lögfræðings sambandsins, Sveins Sveinssonar, að uppsagnir 74 starfsmanna bankans nýlega bijóti í bága við ákvæði laga um hópuppsagnir. Krefst sambandið þess að uppsagnirnar verði dregnar til baka, að öðrum kosti verði farið með málið fyrir dómstóla. Starfsfólk Landsbankans efndi í gær til aðgerða til að vekja athygli á málstað sínum. Anna G. ívarsdóttir, formaður Sambands íslenskra bankamanna, sagði að nú vær beðið viðbragða frá bankastjórn Landsbankans við bréfí sem sambandið sendi frá sér um helgina. í bréfínu kemur fram að það sé álit lögfræðings sam- bandsins að uppsagnir starfsfólks nýlega hafi brotið gegn ákvæðum í lögum um hópuppsagnir, m.a. að því er varðar að uppsagnir taki fyrst gildi 30 dögum eftir að til- kynning um fyrirhugaðar uppsagn- ir hafí borist stjórn vinnumiðlunar í hveiju umdæmi. Ennfremur að tilkynna beri fulltrúum starfs- manna um uppsagnirnar og til- greina þá einnig fjöldatölur sem og ástæður uppsagna. „Við teljum að uppsagnir geti ekki verið fyrirhugaðar þegar búið er að segja fólkinu upp. Þá teljum við að bankinn hafí ekki leitað eft- ir samkomulagi við okkur, það var ekkert við stéttarfélagið talað,“ sagði Anna og vísaði til ákvæðis um að leita eftir slíku samkomulagi bæði í kjarasamningi bankamanna og í lögum um hópuppsagnir. Dropi í hafið „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að okkur á eftir að fækka, en við höfnum þeirri leið sem farin var við uppsagnimar. Við teljum að um sýndarmennsku sé að ræða, þessi aðgerð skilar litlum sparnaði, miðað við þær tölur sem bankinn er að glíma við er þetta dropi í hafið,“ sagði Anna. Engar óvenjulegar tafir urðu í afgreiðslu í aðalbanka Landsbanka íslands í gær og sagði Karl Hall- björnsson, svæðisstjóri aðalbank- ans, að dagurinn hefði gengið fyrir sig eins og aðrar dagar um mánaða- mót. Um aðgerðir starfsmanna Lands- bankans í gær, sagði Anna að við- skiptavinir hefðu sýnt samstöðu sem sést hefði af því að fáir hefðu komið í bankana. Þessi mánaðamót hefðu verið róleg, en tilgangi að- gerðanna hefði verið náð, þ.e. að vekja athygli á uppsögnunum. Hefja flug frá Kaupmannahöfn til Hamborgar Gert ráð fyrir 42 þúsund farþegum HALLDÓR Blöndal, samgönguráðherra, opnaði nýja áætlunarflug- leið Flugleiða milli Kaupmannahafnar og Hamborgar í gær. Flugleið- in verður í beinu framhaldi af flugi félagsins milli íslands og Kaup- mannahafnar. Flogið verður tvisvar á dag nema laugardaga þegar er flogið einu sinni. Flugleiðir gera ráð fyrir að flytja um 42.000 farþega milli Kaupmannahafnar og Hamborgar á árinu. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, sagði að með þessari þjónustu opnaði félagið íslending- um flug milli íslands og Evrópu kvölds og morgna alla daga vikunn- ar allt árið. Með aukinni ferðatíðni til Kaupmannahafnar væri farþeg- um tryggð tíð og örugg tengiflug með flugvélum SAS og hefðu félög- in gert með sér samning um 5-10% verðlækkun í tengiflugi frá íslandi til borga víðs vegar um Evrópu. Að auki sagði Sigurður að félag- ið væri að opna nýjan markað milli Kaupmannahafnar og Hamborgar og fjölga þar með farþegum um meira en 5%. Svo væri verið að auðvelda íslendingum ferðir til Þýskalands, greiða fyrir viðskiptum og styrkja íslenska ferðaþjónustu með því að opna greiða leið milli íslands og Þýskalands allt árið. al annars að flytja bókasafn Hafnar- þátt í kostnaði við byggingu bíla- fíarðar. Bærinn mun ennfremur taka geymslu í kjallara hússins. Morgunblaðið/Bjarni Grunnur að stórhýsi NU er unnið við að steypa grunn byggingarinnar sem rísa á í miðbæ Hafnarfjarðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.