Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1993 Tónleikar í Akureyr- arkirkju KÓR Akureyrarkirkju, undir stjórn Bjöms Steinars Sólbergssonar, Óskar Pétursson tenór og Antonia Hevesi orgelleikari halda tónleika í Akureyrarkirkju annaðkvöld, fimmtudagskvöld, 3. júní kl. 20.30. Á fyrri hluta tónleikanna leikur Antonia Hevesi, organisti Siglu- fjarðarkirkju, tvö' orgelverk og Óskar Pétursson tenór syngur tvö einsöngslög. Á síðari hluta tónleik- anna flytur kór Akureyrarkirkju verk eftir Róbert A. Ottósson, Jak- ob Tryggvason, Pál ísólfsson, Jón Hlöðver Áskelsson, Mendelssohn, G. Fauré og Cesar Franck. Ein- söngvari með kómum er Óskar Pétursson. Morgunblaðið/Rúnar Þór A hraðferð á Greifann LITLU munaði að illa færi þegar ökumaður bifreiðar missti stjórn á henni og ók á vegg og rúðu á veitingahúsinu Greifanum við Glerárgötu á hvítasunnudag. Þetta gerðist við aðalinngang veitingastaðarins. Fimm manns sátu við borð við dyrnar og þykir mesta mildi að enginn skyldi slasast. Rúðan brotn- aði, en svo „vel“ vildi til að aðal- höggið kom á steyptan bita við hlið dyranna en ekki á gluggann. Menn- imir á myndinni, Karl F. Jónasson og Þorvarður Guðmundsson, standa við gluggann, en þeir voru meðal matargestanna sem fengu þennan óboðna og óvænta gest að borði sínu. Morgunblaðið/Rúnar Þór Hrossarekstur í Hegranesi SKAGFIRSKIR hestamenn reka hross í hús í blíðunni sem menn, hestar og hundar nutu á Norðurlandi nýlega. Sunnu- kórinn á söngför SUNNUKÓRINN á ísafirði verður í tónleikaferð um Norðurland dag- ana 4.-6. júní. Kórinn syngur í Miðgarði í Skagafirði á föstudag- inn 4. júní kl. 20.30 og í Samkomu- húsinu á Akureyri á laugardag kl. 16. í Miðgarði syngur Rökkurkórinn í Skagafirði með kórnum, og á Akur- eyri mun kór Glerárkirkju syngja með honum. Einsöngvarar með kórn- um eru Guðrún Jónsdóttir sópran- söngkona, sem hefur getið sér gott orð fyrir leik sinn í Leðurblökunni, sem sýnd er hjá Leikfélagi Akur- eyrar þessa dagana, og Reynir Inga- son, tenór. Stjórnandi kórsins er Beáta Joó. Undirleik annast Sigríður Ragnarsdóttir á píanó og Ingibjörg Snorradóttir og Messíana Marsellíus-*. dóttir, sem leika á harmonikku. Söngskráin er fjölbreytt, íslensk og norræn lög. Aðgöngumiðasala er við innganginn. (Úr fréttatilkynningu) Hátt í 100 umsóknir um nám í kennaradeild Háskólans á Akureyri Þetta kallar á aukíð hús- næði og aukinn mannafla - segir Guðmundur Heiðar Frímannsson forstöðumaður kennaradeildar 1 GÆR höfðu 93 umsóknir borist um nám í kennaradeild Háskólans á Akureyri, er umsóknarfrestur rann út. Deildin er nýsett á laggirnar og hefst kennaranám við skólann í haust. Umsóknir eru mun fleiri en reiknað var með, að sögn Guðmundar Heiðars Frímannssonar, forstöðumanns deildarinnar. Guðmundur Heiðar sagði við Morgunblaðið að skv. lögum yrði skólinn að taka við öllum sem sæktu um, ekki væri heimild til annars. „Það er hægt að bregðast við þessu á tvennan hátt. í fyrsta lagi að taka við öllum og biðja um aukafjárveit- ingu. Það verða eflaust ekki allir sem koma sem sækja um — það er eðlilegt að 20-25% detti út af ýmsum ástæðum; sumir sækja til dæmis um á fleiri stöðum og kjósa ef til vill að fara frekar annað. En þó afföll yrðu þessi yrðu 70 manns eftir og það er mun meira en við reiknuðum með. Hin leiðin er sú að fara fram á heimild ráðuneytis til að velja úr þeim sem sækja um.“ Guðmundur sagðist reikna með að það skýrðist í næstu viku hvað yrði ofan á í þess- um efnum. Guðmundur var spurður við hve mörgum umsóknum um nám hefði verið búist. „Upphaflega, í skýrslu til menntamálaráðherra sem lögð var fram í júní 1992, var gert ráð fyrir 35 en ekki löngu eftir að ég byijaði að vinna þótti mér ekki óeðli-r legt að umsóknir gætu orðið 50. Þó voru uppi efasemdir en er á leið veturinn bjuggumst við við 40-50 umsóknum; aldrei svona miklu,“ sagði Guðmundur, og sagði að- spurður að háskólamenn á Akur- eyrir kættust yfír þessum mikla ljölda umsókna. „Þetta er umtals- verð viðurkenning fyrir stofnunina. Henni hefur verið legið á hálsi fyrir að vera dýr og með fáa nemendur. En þama sjá menn umtalsverða fjölgun nemenda. En þetta em ekki bara gleðitíðindi; þetta kallar á auk- ið húsnæði og aukinn mannafla til að sjá um ýmislegt í kringum þennan hóp,“ sagði Guðmundur Heiðar Frí- mannsson við Morgunblaðið í gær. Þess má og geta að reiknað er með að umsóknum gæti enn fjölgað nokkuð — orðið um 100 — því þær sem póstsendar voru í gær eru gild- ar þó þær berist skólanum síðar. * Um 2.500 manns komu á vel heppnaða sýningu, EyFRIM 93 Sýnir áhuga fólks á söfnunardóti EyFRÍM 93, frímerkjasýning sem Félag frímerkjasafnara á Akureyri stóð fyrir um helgina í íþróttahöllinni, þótti takast mjög vel. Þar voru, auk margra frímerkjasafna, sýndir marg- víslegir hlutir sem fólk hefur safnað og kenndi þar margra grasa. Þá sýndi handverksfólk í Eyjafirði einnig framleiðslu sína. „Sýningin gekk ákaflega vel og var mjög vel sótt. Við áætlum að að minnsta kosti 2.500 manns hafi komið á sýninguna þessa þijá daga, og það sýnir hve mik- ill áhugi er á svona söfnunard- óti,“ sagði Sveinn Jónsson, for- maður sýningamefndar, við Morgunblaðið. Sýningin stóð yfir frá /östudegi til sunnudags. „í anddyrinu sýndi handverks- ÁHUGI fólks á söfnun er mikill. fólk frá Eyjafirði sína framleiðslu á ýmsum skemmtilegum heima- gerðum munum og minjagripum. Þetta var bæði sölusýning og framleiðslusýning á mismunandi hugðarefnum fólksins. í aðalsaln- um voru svo sýndir 260 rammar með frímerkjum og fjölmörgu öðru efni sem fólk safnar sam- an,“ sagði Sveinn - en nefna má gömul verkfæri, fulla sígarettu- pakka, gleraugu, bankakort, ölm- FJÖLDI fólks lagði leið sína í íþróttahöllina um helgina. iða, spil, fingurbjargir, vasahnífa, mynt og seðla, vínflöskur og happaþrennur — bæði skafnar og óskafnar. Þá var hljómplötusafn til sýnis, en eigandi þess, Valgarð- ur Stefánsson, fékk verðlaun fyrir skemmtilegasta safnið í flokki annars en frímerkja. Það voru sýningargestir sem völdu. „Hann var með fágætar hljómplötur og sagði sögu þeirra með alls konar fræðslu." Eins og sjá má á upptalning- unni hér að framan virðast því engin takmörk sett hveiju fólk safnar. Sveinn játti því, en sagði áhugann mikinn og aðalatriðið að hafa gott hugmyndaflug. Þá væri hægt að safna ótrúlegustu hlut- um. Afturgöng- ur Ibsens hjá LA í haust FYRSTA verkefni Leikfélags Ak- ureyrar á næsta leikári verður Afturgöngur eftir Henrik Ibsen. Sveinn Einarsson leikstýrir verk- inu á fjölum LA, en hann setti leikritið einmitt upp í vetur í Kaupmannahöfn og hlaut mikið lof danskra gagnrýnenda fyrir. Yfirstandandi leikári er að ljúka, og undirbúningur hafinn fyrir það næsta, en fyrsti samlestur á Aftur- göngum einmitt í dag. Verkið er meðal helstu verka skáldjöfursins og er löngu orðið sígilt, segir í frétt frá Leikfélaginu. Þar segir ennfremur að þrátt fyrir það hafi Sveinn þótt ná áherslum í sýningu sinni sem vís- uðu beint í líf okkar í dag og gerðu verkið ótrúlega nútímalegt. Sveinn leikstýrir einnig hjá LA, sem fyrr segir, en Sigurður Karlsson, gesta- leikari frá LR, verður í einu aðalhlut- verkanna. Með önnur stór hlutverk í sýningunni fara Sunna Borg, Krist- ján Franklín Magnús, Þráinn Karls- son og Rósa Guðný Þórsdóttir. Leik- mynd og búninga gerir Elín Edda Ámadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.