Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 48
48- M0ÍRGMBLAQÍÐ ;MI©VIKW©íA.GUR 12. JÚNÍ. )10981 t SKÚLI ÞÓRARINSSON bóndi, Hafþórsstöðum, verður jarðsunginn að Hvammi í Norðurárdal fimmtudaginn 3. júní kl. 1 5.00. Aðstandendur. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LYDIA GUÐMUNDSDÓTTIR, Stangarholti 32, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. júní kl. 13.30. Hilda Guðmundsdóttir, Gunnar Felixson, Þórhildur Guðmundsdóttir, Sigurður Einarsson, Pétur R. Guðmundsson, Sólveig Ó. Jónsdóttir, Hafsteinn Örn Guðmundsson, Aldís Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, AUÐBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Gyðufelli 4, Reykjavík, andaðist 31. maí. Jarðarförin verður gerð frá Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn 8. júní kl. 15.00. Jón Ingvarsson, Eiríkur Jónsson, Maria Níeves Rosento og barnabörn. t Útför hjartkærrar eiginkonu minnar, móður og dóttur, HULDU EIRÍKSDÓTTUR, Freyvangi 24 á Hellu, sem andaðist 27. maí sl., fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 3. júní kl. 1 5.00. Hreinn Sveinsson, Hlynur Hreinsson, Anna Guðmundsdóttir. t Ástkær móðir okkar, RAGNA HALLDÓRSDÓTTIR HOOKS, lést fimmtudaginn 20 maí sl. Útförin hefur farið fram og var hún jarðsett í Grants, New Mexico, við hlið eiginmanns. Halldór Bjarnason, Jón Haukur Bjarnason, Lúðvík Bjarnason, Guðrún Valgerður Bjarnadóttir, Johnson H. G. Hooks. t Útför eiginkonu minnar og móður okkar, ÞORGERÐAR RÓBERTSDÓTTUIJ, Skarðshlíð 32b, Akureyri, verður gerð frá Glerárkirkju föstudaginn 4. júní kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Árni Jakob Stefánsson, Stefán B. Árnason, Róbert Árnason, Sólborg Árnadóttir, Magnús Árnason, Bragi Árnason. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, UNA PÉTURSDÓTTIR frá Sauðárkróki, Kambsvegi 3, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 3. júní kl. 13.30. Unnur Ragna Benediktsdóttir, Jan Valgeir Guðmundsson, Olga de Lange, Hulda Lovdahl, Gunnar Gunnarsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Minning Kristín Ólafsdóttir Fædd 22. október 1910 Dáin 25. maí 1993 Það var gaman að koma aftur heim til íslands í bjart vorið og grænt grasið. En amma hafði dáið á meðan ég var í ferðinni, hún sem var alveg sæmilega hress og bara í rannsókn þegar ég kvaddi hana. Núna verður ekki oftar læri í ofninum og amma að gera kross- gátu, ekki oftar amma að brúna kartöflur fyrir jólamatinn og ekki oftar mjólk og kökubiti úr ísskápn- um í Safamýri. Það er mjög undarlegt þegar einn hluti af lífinu er horfínn, sérstak- lega af því að mér fannst eins og amma hafi alltaf verið tii. Svona er samt lífið, alltaf að breytast og hluti þess endar, en ég veit að ég hitti ömmu síðar. Mig langar til að þakka henni fyrir samfylgdina, góðar minningar lifa í huganum og nóttin er björt því sumarið er að koma. Ásgeir Brynjar Torfason. Nú er komið að leiðarlokum. Hjartkær tengdamóðir mín er látin. Kristín Ólafsdóttir fæddist á Flat- eyri við Öndunarijörð 22. október 1910. Hún var dóttir hjónanna Ólafs Jónssonar skipstjóra og konu hans Ástu Málfríðar Magnúsdóttur. Hún var fimmta barn þeirra hjóna af tólf en aðeins sex þeirra náðu fullorðinsaldri. Eftirlifandi er aðeins Kriátjana, vistmaður á elliheimilinu Garðvangi í Garði. Kristín kynntist snemma sorginni. Á aðeins örfáum dögum dóu þijár ungar systur hennar úr skæðri barnaveiki. Eftir að faðir hennar lést fluttist móðir hennar með þau börn sem eftir lifðu til Keflavíkur og settist þar að. Kristín stundaði nám á Hvítár- bakkaskóla og átti margar góðar minningar þaðan. Þar kynntist Kristín tengdaföður mínum, Jóni Ásgeiri Brynjólfssyni, og gengu þau í hjónaband. Hann var ættaður frá Hlöðutúni í Stafholtstungum og starfaði lengst af sem sölumaður í Málningarverksmiðjunni Hörpu en hann lést árið 1981. Þau eignuðust fimm börn. Það elsta, sonur, dó í frumbernsku. Hin eru: Bryndís Jóna, gift Kalmani Stefánssyni, bónda í Kalmanstungu, og eiga þau þrjú börn; Ásta, gift Óla Ágústs- syni, forstöðumanni Samhjálpar, eiga þau sex börn; þá Ólafur Odd- ur, sóknarprestur í Keflavík, kvænt- ur undirritaðri, eigum við þijá syni; og yngst er Margrét, gift Torfa Ágústssyni rafeindavirkja, sem einnig eiga þijá syni. Enginn tími gleður mann eins og sumarið. Allt fær fallegri svip þegar gróðurinn tekur við sér. A tímamótum sem þessum leitar hug- urinn aftur og liðnir atburðir rifjast upp. Minningarnar kalla fram ólíkar en samofnar myndir þar sem Krist- ín og Jón eru þungamiðjan. Þær eru bjartar en sveipaðar söknuði og eftirsjá. Ég var svo lánsöm að eignast góða tengdaforeldra, slíkt er ekki sjálfgefið og fyrir það þakka ég. Þau hjónin vöktu yfir velferð barna sinna og fjölskyldna. Það eru ekki ófá skiptin sem þau kölluðu saman fjölskylduna á heimili sínu, fyrst á Hofteignum og síðan í Safa- mýrinni. Kristín reiddi fram veislu- föng sem henni var einni lagið. Hún naut þess að vera í hlutverki gest- gjafans og veitti ríkulega. Þá leið ekki sá afmælisdagur að ekki kæmi pakki frá ömmu og hún lagði metn- að sinn í það að muna eftir öllum tyllidögum í fjölskyldunni. Kristín var afskaplega heilsteypt kona, hreinskiptin en jafnframt hlý. Heimili hennar bar þess vitni að þar bjó snyrtimenni sem lagði metn- að sinn í að gera það sem hlýleg- ast. Kristín starfaði með kvenfélagi Laugarneskirkju um árabil og var formaður þess um tíma. Hún fylgd- ist vel með allri þjóðmálaumræðu og hafði yndi af því að ræða um það sem efst var á baugi. Sagt er að gleðin og sorgin séu systur. Sorgin er það gjald sem við greiðum fyrir það að elska. Erfiðri sjúkdómsgöngu er lokið. Hún hefur fengð hvíldina og er Guði falin, þeim Guði sem hún treysti á veg- ferð sinni. Edda Björk Bogadóttir. Hún Kristín mín er látin. Ég var ekki búin að vera nema um 7-8 mánuði í heimilishjálpinni hjá henni og mikið var hún alltaf glöð og kát er ég kom til hennar einu sinni í viku, og það er mikil eftirsjá hjá mér að hún sé horfin á braut. Hún gat alltaf hvílt sig fran) eftir á t Frænka mín, HELGA M. PÁLSDÓTTIR, áður Snorrabraut 33, andaðist 29. maí. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskapellu föstudaginn 4. júní kl. 10.30. Arngrímur Sigurðsson. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Hólmgarði 64, Reykjavík, sem lést 26. maí, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudag- inn 3. júní kl. 15.00. Sigurður Valdemarsson, Áslaug Valdemarsdóttir, Árni Valdemarsson, Svala Valdemarsdóttir, Gísli Valdemarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Theodóra Steinþórsdóttir, William S. Tracey, Anna Hjartardóttir, Gunnar Rafn Jóhannesson, Lilja Bragadóttir, Lokað Skrifstofa Samhjálpar hvítasunnumanna, Hverfis- götu 42, er lokuð í dag frá kl. 12.00 vegna jarðar- farar KRISTÍNAR ÓLAFSDÓTTUR. Samhjálp. morgnana, því hún vissi alltaf af því er hún átti von á mér, að ég komst alltaf inn því að hún lét mig hafa lyklana að íbúðinni. Svo var það fyrir um mánuði að hún veiktist og fór á sjúkrahús og ég hélt að hún yrði ekki mjög lengi þar, en það fór á annan veg. Eg heimsótti hana tvisvar og ég kom til hennar daginn áður en hún lést. Það var allt í lagi að tala við hana, og ekki datt mér í hug að það yrði í síðasta sinn sem ég sæi hana. Ég er vön að reyna að skrifa nokkrar línur um það fólk sem ég hef unnið hjá, en það er nú heldur fátæklegt sem ég get skrifað. Ég vil svo þakka henni fyrir allar góðu stundirnar með henni. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Ég bið góðan guð að geyma minningu um góða konu. Svo sendi ég börnum hennar og öllum vinum og vandamönnum mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur. Guðrún Jóhannsdóttir. í dag er til moldar borin frá Laugarneskirkju í Reykjavík amma mín, Kristín Olafsdóttir, frá Flat- eyri við Öndunarfjörð. Þar fæddist hún 22. október 1910, en hún lést eftir skamma sjúkrahúslegu í Borg- arspítalanum 25, maí síðastliðinn, 82 ára gömul. Hún greindist með krabbamein aðeins 12 dögum fyrir andlátið. Foreldrar ömmu voru þau Ólafur Jónsson, skipstjóri á Flateyri, f. 10. september 1875 í Arnarfirði, d. 2. mars 1935, og Ásta Magnfríður Magnúsdóttir, f. 13. júlí 1885 á Bíldudal, d. 24. september 1941. Ólafur og Ásta áttu 12 börn. Ein- ungis sex þeirra náðu fullorðins- aldri. Börn þeirra voru Jón, f. 22. mars 1904, en hann fórst með tog- ara síðla árs 1944. Hann var barn- laust. Þá Kristjana, f. 23. ágúst 1905, gift Bergsteini Sigurðssyni sem er látinn fyrir nokkrum árum. Þau áttu fimm börn. Kristjana er ein eftirlifandi barna Ólafs og Ástu, búsett á Garðvangi í Garði. Þá Magnús, f. 1906, en hann lést á fyrsta aldursári. Þá Sigrún, f. 30. júní 1907, gift Gunnari Sigurfinns- syni sem dáinn er fyrir mörgum árum. Þau áttu fimm börn. Sigrún lést 16. maí 1986. Þá amma, f. 1910 eins og áður er getið. Þá Magnús, f. 1912, en hann lést á fyrsta aldursári. Þá Jónína, f. 22. júní 1913, en hún lá á sjúkrahúsi frá tvítugsaldri til dánardags á ár- inu 1990. Þá Sólveig, f. 15. júní 1916, en hún lést fimm ára gömul úr kíghósta. Guðný, f. 15. júní 1919, en hún lést einnig úr kíghósta. Sól- veig og Guðný voru jarðsettar sama dag sumarið 1920. Þá Sölvi Guð- bjarni ísijörð, f. 6. júlí 1922, sem lést úr krabbameini 12. ágúst 1987. Hann var kvæntur Sigríði Þor- grímsdóttur sem er nýlátin. Þau áttu eina dóttur. Þá fæddist dreng- ur 1924, Magnús Halldórsson Ólafsson, sém einnig lést á fyrsta aldursári. Yngsta barn þeirra var Oddur, f. 7. ágúst 1927, en hann lést átta ára gamall ur kíghósta í júlí 1935. Amma fluttist ung ásamt systr- um sínum til Keflavíkur. Þar starf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.