Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1993 Um orsakir Mult- iple Sclerosis - MS eftir Sverri Bergmann Sjúkdómurinn multiple sclerosis — MS — hefur á íslensku hlotið nafnið heila- og mænusigg. Eg mun í þessari grein nota hina alþjóðlega viðurkenndu skammstöfuðu nafngift á sjúkdómnum, MS. Þótt liðin sé meira en ein og hálf öld frá því meingerð MS-sjúkdóms- ins var lýst er sjúkdómurinn ennþá ráðgáta. Orsök hans er óþekkt, í það minnsta svo ótvírætt sé. I MS-sjúkdómnum myndast dreifðir bólgublettir fyrst og fremst í hvíta efni miðtaugakerfisins. Ein- kenni sjúkdómsins verða því marg- vísleg eftir því hvar í miðtaugakerf- inu þessar skemmdir eru og ein- kenni verða missvæsin, bæði eftir því hvort bólgubreytingar eru á bráðu stigi eða ekki og eins eftir því hversu mikil skemmdin hefur orðið í mýlinu á hverjum bólgustað. Orsakakenningar eða tilgátur Bólgubreytingarnar hafa bent til þess að veira eða veirur yllu þeim og væri þar falin orsök MS. Hver eða hveijar þær veirur eru er ekki vitað og kenningin er ósönnuð og er því tilgáta ein. Hins vegar hefur ekki fundist ákveðið samhengi við sérstakar veirur og ein sérstök MS- veira hefur ekki uppgötvast, hvort sem hún kann að lokum að reynast vera til eða ekki. Vert er að undir- strika að MS-sjúkdómur er ekki smitandi. Þær breytingar sem greindar verða í mænuvökva og í blóði MS-sjúklinga, árétta þó að um sýkingu geti verið að ræða og þær benda til þess jafnframt, að stöðug virkni sé í ónæmiskerfi Iíkama MS- sjúklingsins. Sú virkni beinist að frumum í miðtaugakerfinu og þá sérlega að frumum mýlisins. Hvort hér væri þá orðið um sjálfstæðan sjálfsónæmissjúkdóm að ræða, þeg- ar frumur ónæmiskerfisins ráðast að frumum eigin líkama eða glöp ónæmiskerfisins fyrir tilverkan stöð- ugrar hæggengrar sýkingar er enn- þá ekki ljóst. Sjálfstæður sjálfsónæmissjúk- dómur þarfnast ekki stöðugrar ert- ingar eins og t.d. sýkingar til að viðhalda glöpum í ónæmiskerfinu. Ónæmisglöpin eru þau að ónæmis- kerfið ræðst gegn sjálfseiginlegum mótefnavökum, sem í tilviki MS eru annað hvort eða hvoru tveggja í æðaþeli miðtaugakerfisins og í mýli. Vakar þessir væru breyttar og skaddaðar frumur úr þessum vefj- um, hugsanlega vegna áhrifa tilfall- andi sýkingar. Það hefur komið í Ijós að 30—60% af svonefndum köst- um (replapses) í MS-sjúkdómnum eru samfara veirusýkingum. Þannig gætu hugsanlega margar veirur leitt til myndunar sjálfseiginlegra mót- efnavaka. Tilgáturnar annað hvort um þrá- láta hæggenga veirusýkingu með eða án rangrar starfsemi ónæmis- kerfisins og um sjálfstæðan sjálfs- ónæmissjúkdóm hafa verið ríkjandi kenningar um orsök MS um margra ára skeið og allar ábendingar úr rannsóknum hafa stutt að tilgátur þessar væru réttar, þótt lokaniður- staða og þar með þekking á orsök MS liggi ekki enn fyrir. Að vísu munu margir lesendur kannast við það að vísindamenn við Stanford háskóla í Kaliforníu í Bandaríkjun- um, undir leiðsögn prófessors Lorenz Steinmans, birtu grein í tímaritinu Nature í lok febrúar sl., þar sem þeir telja sig hafa komist að niður- stöðu og staðfest að MS-sjúkdóm- urinn sé sjálfsónæmissjúkdómur og jafnframt að þeir hefðu fundið þann veika erfðavísi, sem réði því að ákveðnar frumur ónæmiskerfisins ráðast á vakafrumur í mýlinu. Ekki treysti ég mér til að fullyrða hvort þetta er raunverulega lokaniðurstað- an og ótvíræð orsök MS, en virtar stofnanir og vísindamenn verður að taka alvarlega og vænta þess alla vega, að stórt skref hafi verið stigið fram á við þótt vissulega þurfi frek- ari staðfestingar við og enn sé bið eftir því að niðurstaðan verði endur- tekin staðreynd og leiði til árangurs Tölvuskóli Reykiavíkur Borgartúni 28, sími 91-687590 TÖLVUSKÓLI FYRIR BÖRN QG UNGLINGA, 10-16 ÁRA í sumar býður Tölvuskóli Reykjavíkur upp á 24 klst. 2 vikna tölvunámskeið þar sem kennt er á PC tölvur en eins og kunnugt er hefur Reykjavfkur- borg nú tölvuvætt alla grunnskóla borgarinnar með PC tölvum. Námið miðar að því að veita al- menna tölvuþekkingu og að koma nemendum af stað við að nýta tölvuna sér til gagns og gamans við nám. Farið er í eftitalin atriði: - Fingrasetning og vélritunaræfingar - Windows og stýrikerfi tölvunnar - Ritvinnsla - Teikning - Almenn tölvufræði - Töflureiknir - Leikjaforrit Áhersla er lögð á að vinna verkefni sem að gagni geta komið við ritgerðarsmíð og alskonar verkef- nagerð í skóla. Verð námskeiðanna er vel undir almennum námskeiðsgjöldum. Kennsla fer fram að Borgartúni 28, 3. hæð, en innritun er í síma 687590. Kennsla fer fram kl. 9-12 eða 13-16 mánudaga til föstudagar. í meðferð á sjúkdómnum. Við sem fylgst höfum með yfirlýsingum um það að þessi eða hin vísindastofnun- in hafi fundið eða nær fundið orsök MS af og til á sl. 20 árum í það minnsta, tökum þrátt fyrir allt öllu með nokkurri varúð, en þó er þessi niðurstaða öðrum frábrugðin að því leyti, að hún er ef til vill staðfesting tilgátu, sem árum saman hefur ver- ið líkleg sem orsök MS. AUar eldri hugmyndir um orsök MS heyra nú í raun sögunni til. Tekur varla að tína þær allar upp lengur, en þær vörðuðu næringar- skort, andlega og/eða líkamlega of- keyrslu, afleiðingar margvíslegra sótta, vosbúð, truflun á hormónabú- skap líkamans, sérlega hjá konum og þá m.a. í sambandi við meðgöngu og barnsburð, og enn voru það eitr- anir éða áverkar og þannig mætti áfram telja. Hugsanlegt er þó að einhveijir þessara þátta hafi áhrif á framvindu MS-sjúkdómsins hjá einstaklingum, þótt ekki séu þessir þættir grunn- orsök sjúkdómsins. Niðurstöður Orsök MS er ennþá óþekkt. Lík- legast er þó í ljósi nýjustu rannsókna. að um sjálfsónæmissjúkdóm sé að ræða og að gallaðir arfberar valdi því, að ákveðnar frumur ónæmis- kerfisins ráðist að frumum í mýli miðtaugakerfisins. Reynist þessi til- gáta rétt verður til meðferð við Sverrir Bergmann „Yonandi er þess ekki langt að bíða að grein um orsök MS sé aðeins fáar línur. Það verður svo þegar hún er sann- anlega þekkt og þá um leið verður bætt sú margvíslega bæklun og stundum böl, sém sjúk- dómurinn nú veldur þeim sem af honum líða.“ 'MS-sjúkdómnum um síðir. Enn er hvorki sannað né afsannað, að ekki geti verið um þráláta sýkingu að ræða með bráðaköstum og að hún viðhaldi stöðugri virkni í ónæm- iskerfinu, sem hvort heldur rétt eða röng veldur hinu sama og skýrt er um sjálfsónæmi. Sýkingin veldur stöðugum skemmdum í æðaþeli og mýli miðtaugakerfisins og leiðir til myndunar mótefnavaka. Sjúkdóm- urinn er ekki hreinn erfðasjúkdóm- ur, en margar erfðaeigindir, en þó mismunandi, auka næmi fyrir sjúk- dómnum og gera hann líklegri hjá nánum ættingjum MS-sjúkdóma heldur en öðrum. Sérstök MS veira hefúr ekki fundist og sjúkdómurinn er ekki smitandi, en draumurinn um bólusetningu gegn sjúkdómnum er óraunhæfur, í bili a.m.k. Aðrar or- sakir gætu verið meðvirkandi um framvindu sjúkdómsins, en eru ekki líklegar grunnorsakir. Meðan orsök er ekki þekkt er heldur ekki hægt að veita neina full- nægjandi meðferð við sjúkdómnum. Því er ábyrgð þeirra sem bjóða upp á varanlega lækningu MS-sjúkdóms- ins, sem engin er til, auðvitað mikil því skiljanlegt er að sá sem veikur er fylgi eftir von sinni og vænting- um. Nauðsynlegt er að sjúklingar og aðstandendur geri sér grein fyrir því, að munur er á meðferð sem getur mildað einkenni, en slíkar eru margar til, og þeirrar, sem hugsan- lega ræðst að rótum meins og er enn ófundin. í því efni skyldi enginn láta svo blekkjast, að hann bíði af „meðferð“ meira tjón en jafnvel af sjúkdómnum, þar sem hann er erfið- astur. Vonandi er þess ekki langt að bíða að grein um orsök MS sé að- eins fáar línur. Það verður svo þegar hún er sannanlega þekkt og þá um leið verður bætt sú margvíslega bæklun og stundum böl, sem sjúk- dómurinn nú veldur þeim sem af honum líða. Höfundur er sérfræðingur í taugasjúkdómum. ATVINNULEYSI. Betri nýting - leið til sparnaðar Á samdráttartímum er eðlilegt að hugað sé að því, meira en áður, hvernig hægt sé að gæta meira aðhalds i heimilisrekstrinum. í þessari lokagrein verða teknir fyrir nokkrir þættir sem víða þykja sjálfsagðir í sparnaðarvið- leitni og öllu aðhaldi í fjármálum. 1. Nauðsynlegt er að fylgjast með hitareikningum, sérstaklega yfir sumarmánuðina. Komið hefur fram, að sandur og önnur óhreinindi geta sest í næma hitastilla á krönum á ofnum og ruglað stillinguna þannig að þeir hleypa heitu vatni í gegn í stað þess að loka fyrir rennslið. Af þeim ástæðum geta komið hærri hitareikningar yfir sumarmánuðina en eðlilegt getur talist. Þessvegna getur verið nauðsynlegt að láta fylgjast með því hvort kranar og hitastillar séu í lagi og láta hreinsa þá ef hitastigið í íbúðinni er óeðlilegt og hitareikningurinn verður of hár. 2. Víða erlendis hafa opinberir aðilar bæja og borga reynt að auðvelda íbúum að komast á milli staða á ódýran hátt, með því að bæta al- mennar samgöngur. Slík þjónusta hefur stuðlað að því að draga út notkun bifreiða. Margir hafa orðið til að reyna að vekja athygli á þess- um þáttum hér á höfuðborgarsvæð- inu á undanförum árum, með litlum árangri. Fækkun strætisvagnaferða hefur aðeins orðið til þess að fólk hefur neyðst til að fara fyrr í bifreiðakaup en ella. Aukin bifreiðaeign hefur síð- an leitt af sér meiri umferð og auk- inn kostnað, m.a. vegna fjölgunar bifreiðastæða. Þessi sparnaður hjá almenningsvagnakerfinu á síðustu árum hefur í raun reynst dýrari bæði fyrir bæjarfélög og einstakl- inga og talsvert dýrari en vel skipu- lagt almenningsvagnakerfi hefði verið. Svo ekki sé minnst á kostnað vegna innflutnings á bílum langt umfram þörf, eða þann kostnað sem fer í óþarfa bensíneyðslu. 3. Þvottavélar geta verið þungar á fóðrum, bæði hvað varðar raf- magns- og sápunotkun. Bent hefur verið á að spara megi rafmagn með því að setja ekki þvottavélina í gang fyrr en safnast hefur fyrir hæfilega mikið af óhreinum þvotti í eina vél. Þvottaefni er fastur útgjaldaliður heimila og það er dýrt í innkaupum. En það má drýgja þvottaefni með því að nota með þeim íslenskan „Rapid“-sóda til helminga. Rapid- sódinn er umhverfisvænn, hann mýkir upp vatnið og þó að vatn hér á landi sé ekki hart eða steinefna- ríkt, eins og víðast erlendis, þá eyk- ur sódinn virkni þvottaefnisins þann- ig að það þarf minna af því, einnig verður þvotturinn hreinni. 4. Tau-þurrkarar geta verið raf- magnsfrekir og mikil notkun þeirra getur hækkað rafmagnsreikninginn upp úr öllu valdi. Margir hafa því brugðið á það ráð að hálfþurrka þvottinn í þurrkaranum, til að fá í hann loft, og hengja hann síðan upp til þerris. 5. Annað rafmagnstæki sem leyn- ir á sér er rafmagnsketillinn. Venju- legt íslenskt heimili getur ekki án slíks ketils verið, en oft er hitað í honum óþarflega mikið vatn sem svo smám saman hækkar rafmagns- reikninginn. 6. Rafljósagleði íslendinga á vetr- um er við brugðið. Fyrir ekki mörg- um árum þótti sjálfsagt að slökkva ljósin í þeim herbergjum sem ekki var dvalið í og var það gert í sparnað- arskyni. Nú eru að alast upp kyn- slóðir sem þekkja slíka sparsemi aðeins af afspurn. 7. Ef til vill stafa fjárhagsþreng- ingar margra af því að meira hefur verið hugsað um að afla en nýta. í góðri nýtingu er fundið fé. Fatnaður barna- og hálfstálpaðra unglinga getur verið dýr þáttur í heimilisút- gjöldum, því oft vaxa þau upp úr fötunum Iöngu áður en þau hafa slitið þeim, og þá verður að kaupa ný. Það gæti án efa verið barnafjöl- skyldum mikill sparnaður ef komið væri á fót snyrtilegum skiptimark- aði, þar sem hægt væri að selja óslit- in eða lítið slitin föt og fá að kaupa önnur í staðinn. Ég minnist slíkra markaða erlendis sem settir voru upp vor og haust af ungum konum í kvenfélögum ýmissa kirkjudeilda. 8. Nýting matarafganga er ekki aðeins sparnaðarþáttur heldur ákveðin matargerðarlist, sem mörg okkar vildu gjarnan ná betri tökum á. Nýting á afgöngum felst ekki í því að setja saman ólíka mataraf- ganga á disk fyrir fjölskylduna, eins og gömul frænka gerði forðum með þeirri athugasemd að ekki væri ástæða til að kvarta — þetta færi allt á sama staðinn! heldur í að velja saman nokkrar máltíðir með það í huga að búa megi til nýja máltíð út afgöngunum. En þá þarf að skipu- leggja máltíðir vikunnar fyrirfram. Þannig má t.d. með útsjónarsemi nýta afganga af mismunandi kjöt- réttum í pottrétt og setja t.d. af- ganga af fiskréttum í sósu með soðnu pasta í pastarétt, svo eitthvað sé nefnt. Betri nýting á því sem aflað er leiðir til sparnaðar bæði á heimilum og hjá þjóðfélaginu í heild. Það er því nauðsynlegt að þessum þætti verði sýnd meiri rækt í framtíðinni en gert hefur verið til þessa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.