Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JUNI 1993 11 Kirkjulistahátíð ’93 Hans Fagius Tónlist Ragnar Björnsson Undirritaður minnist þess að fyrir u.þ.b. 20 árum þurfti hann að sitja í dómnefnd í Stokkhólmi, þar sem ungir organleikarar frá Norðurlöndum leiddu saman hesta sína, en Fagius var þar einn þeirra. Þótt Fagius yrði að sætta sig við annað sæti fékk undirritaður það sterkt á tilfínninguna að hann ætti ekki síður glæsta framtíðina fyrir sér en sá sem varð í fyrsta sæti og svo virðist og hafa orðið raunin. Fagius er glæsilegur organleikari, hefur mikla og örugga tækni og persónulegan stíl í leik sínum. Mik- ið öryggi sýndi hann í Prelúdíu og hinni mjög erfiðu fúgu í D-dúr eft- ir Bach, þar sem mikið reynir á pedalatækni og varð honum aldrei fótaskortur. Aftur á móti skildi ég ekki nauðsyn á því að bæta við röddum í lok fúgunnar, í einfald- leik sínum nýtur hún sín best, tær og ómenguð allt til loka. Kannski var að einhveiju leyti um að kenna raddskipan orgelsins, en tæplega er hægt að segja að hún sé heppi- leg fyrir tæran, pólifónískan vef Bachs og þá hættir manni til að bæta upp með því að ofhlaða verk- ið röddum, sem þessi fúga bíður tæplega upp á. Varla var hægt að nýta orgelið miklu smekklegar en Fagius gerði í tilbrigðum Partít- unnar „0 Gott, o frommer Gott“. Fantasínuna í G-dúr (Bach) lék Fagius af reisn, millikaflinn á mörkunum að vera ofhlaðinn rödd- um, en þó náði Fagius að sýna mikilleik hans, sem aðeins fáum tekst, og hann féll ekki í þá gröf að spila síðasta hlutann píanó, eða píanissimó, sem undirritaður hefur aldrei fundið nein rök fyrir. Tvísöngvr, verðlaunaorgelverk Hallgrímskirkju eftir Norðmanninn Kjell Mörk Karlsen sem byijaði með þrumandi samstígum fim- mundum, fékk fljótlega á sig róm- antískan hljómagang með þjóðlegu mótívi, býður upp á fínlegt fingra- spil, en þrumandi fimmundirnar yfirtaka í lokin. Verk sem höfðar strax til áheyrandans, þó nokkuð áhrifaríkt, tekur á sig ýmsar stíl- myndir, klæðir orgelið í Hallgríms- kirkju sérlega vel. Verkið er kannski glæsilegra áheyrnar en það er innihaldsríkt, en Fagius lék það stórvel. Svo var og um „Partita per Organo“ eftir Svíann Anders Nils- son, sem hlaut önnur verðlaun keppninnar. Tæknilega erfitt verk, en vantaði einhveija músíklega lausn, að mér fannst. Bach-Vivaldi konsertinn í a-moll var vel spilaður og með sterkri stílkennd þótt mið- kaflinn væri óvenju rómantískt út- færður og sumstaðar næðu mótívin illa í gegn í fyrsta og síðasta þætt- inum. Sálmforleikir tveir voru mjög fallega spilaðir og tónleikunum lauk Fagius með stóru g-moll Fantasíunni og fúgunni. Þarna fannst mér Fagíus fara yfir strikið. Millikaflann í Fantasíunni spilaði hann of sterkt til þess að andstæð- ur gætu myndast og fúguna, sem hann spilaði tæknilega mjög vel, hlóð hann svo röddum að hún gat ekki orðið sú spegilmynd pólifóníu og kontrapunkts sem Bach ætlast til. Ekkert orgel er gert fyrir allar tegundir tónlistar, frekar en tón- leikasalir og Bach er kannske veik- leiki þessa annars stærsta orgels okkar Islendinga. Þrátt fyrir þessar vangaveltur var um að ræða glæsi- lega tónleika Fagiusar og um leið verðugt upphaf Kirkjutónlistarhá- tíðar að ræða. Sven Asmussen átti salinn Jass Guðjón Guðmundsson Tónleikar danska fiðlarans Sven Asmussens ásamt tríói skip- uðu bassaleikaranum Jesper Lundgaard, gítarleikaranum Carl Fisher og trommuleikaranum Aage Tanggaard í Súlnasal voru einstaklega velheppnaðir. Uppselt var á tónleikana, en áður en As- mussen og félagar stigu á svið lék Stórsveit Reykjavíkur undir stjórn Sæbjörn Jónssonar, en söngvarar með sveitinni voru Ragnar Bjarnason og Björn R. Einarsson. Sveitin virtist ágætlega æfð en eitthvað skorti á kraftinn. Asmussen, sem er 77 ára gam- all, stóð fyllilega undir þeim vænt- ingum sem til hans voru gerðar á tónleikunum og gott betur því auk þess að vera frábær tónlistarmað- ur er hann „entertainer" af guðs náð og ekki spillir fyrir honum danski húmorinn. Asmussen hefur mikla útgeisl- un á sviði og „átti salinn". Hann lék hveija perluna á fætur ann- arri á tónleikunum. Þrátt fyrir háan aldur hefur hann engu týnt niður og voru einleikskaflarnir hans listrænustu tilþrifin á ný- loknum Rúrek / ’93. Fjölmargir gestir voru til að hlýða á leik meistarans. Margir af eldri kyn- slóðinni kváðust ekki hafa heyrt Asmussen jafnmagnaðan og þetta kvöld, en þó höfðu þeir heyrt í honum í Kaupmannahöfn á stríðs- árunum með Benny Goodman og stórsveit hans. Yngri kynslóðin, sem kannski þekkti Asmussen ekki nema af afspurn, átti ekki til orð yfir hvers hún hafði farið á mis við öll þessi ár. Auk velþekktra standarda lék sveitin nokkur lög eftir Asmussen, þar á meðal kalýpsó og þortúg- alska sömbu, sem var falleg tón- Milan Kundera hrífst af íslandi Samdi hluta Ódauð- leikans hér á landi Tékkneski rithöfundurinn Milan Kundera hefur dvalist í einkaer- indum á Islandi að undanförnu ásamt konu sinni, Veru Kund- era. Þau héldu til Parísar á sunnudaginn, en þar eru þau bú- sett. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kundera kemur til Islands. Hér á landi hefur hann samið hluta eins kunnasta skáldverks síns, Ódauðleikans. Af hálfu Morgunblaðsins var óskað eftir viðtali við Kundera og í því sambandi leitað til þýð- anda hans og vinar, Friðriks Rafnssonar. Síðastliðin 5-6 ár hefur Kundera ekki veitt viðtöl eða komið fram í fjölmiðlum að öðru leyti en því að hann hefur skrifað nokkrar tímaritsgreinar. Ástæðu þessa sagði Friðrik vera að eftir að Óbærilegur létt- leiki tilverunnar kom út og sér- staklega eftir gerð kvikmyndar- innar með sama heiti hafi Kund- era þurft að velja á milli þess að „vera étinn upp til agna eða halda áfram að skrifa og valdi síðari kostinn sem betur fer“. Friðrik sagði að Kundera væri mjög hlé- drægur maður, ekki gefinn fyrir að vekja athygli sem persóna. Honum þætti sviðsljósið óþægi- legt. Um persónuleg kynni sín af Kundera sagði Friðrik að hann væri „mjög skemmtilegur maður og mikill öðlingur, húmoristi og hlýr“. Friðrik sagði að Kundera hefði komið til íslands í fyrra og liðið mjög vel hér. Friðrik staðfesti að Kundera hefði skrifað hluta Ódauðleikans á íslandi. Hann væri mjög hrifinn af landinu og áhugi hans á íslenskri menningu færi vaxandi. í'slensk myndlist og tónlist væru meðal áhugamála hans. Líka íslenskar samtímabók- menntir sem hann læsi í frönsk- um og þýskum þýðingum. Á Prag-árunum kynntist hann ve: kum Halldórs Laxness og ís- lenskum fornsögum í tékknesk- um þýðingum. Friðrik Rafnsson sagði að til gamans mætti geta að í tvþimur fyrstu bókum Kundera sé Island nefnt. Þetta eru Kveðjuvalsinn, 1973, og Bók hláturs og óminnis, 1979. Laxveiðar á íslandi og al- þjóðlegt skákmót koma lítillega við sögu. Friðrik vinnur nú að þýðingu síðarnefndu bókarinnar, en í þýð- ingu hans hafa eftirtaldar skáld- sögur Kundera komið út: Óbæri- legur léttleiki tilverunnar, Ódauðleikinn og Kveðjuvalsinn. Leikritið Jakob og Meistarinn eftir Kundera var sýnt hjá Stúd- entaleikhúsinu 1984. Islandsáhugi Kundera_ nær að sögn Friðriks til stöðu íslands í Evrópu, „sjálfur er hann frá smáþjóð og þar af leiðandi finnst honum menning smáþjóða for- vitnileg, hvernig þeim reiðir af í nýrri Evrópu". I Ódauðleikanum skopast Ljósmynd/Aron Manheimer Milan Kundera Milan Kundera að sýndar- mennsku, ekki síst skemmtana- iðnaðarins og fjölmiðlanna. Sag- an er innblásin og andrík, sveifl- ast milli prósa og ljóðs og nálg- ast á köflum að vera í formi prósaljóðs. Meðal persóna sög- unnar eru ýmsir frægðarmenn í skáldskap og aðdáendur þeirra. Eins og áður hjá Kundera er afar djarflega skrifað um mann- leg samskipti, einkum ástina og lífshættir nútímafólks skoðaðir í spéspegli. Ekki er ofmælt að Kundera sé meðal kunnustu skáldsagna- höfunda og greinat- hans hafa oft kallað á viðbrögð. Aðspurður sagði Friðrik Rafnsson að Kundera væri nú að leggja síðustu hönd á greina- safn sem kæmi út í Frakklandi í haust. I því væru greinar sem birst hefðu m.a. hér á landi og víða vakið eftirtekt. En stór hluti greinasafnsins hefði ekki verið prentaður áður. J.H. Sven Asmussen lék fyrir fullu húsi gesta í Súlnasal sl. föstudags- kvöld. I bakgrunni er bassaleikarinn Jesper Lundgaard. smíð. Gítaristinn Carl Fisher lék frábæra sólóa, en sá er kom undir- rituðum mest á óvart með ein- skærri snilli var Tanggard. Það var ekki mikill hávaði frá settinu hans, og vart hægt að hugsa sér ólíkari trommuleikara en Louis Hayes sem lék með Hubbard kvintettinum fyrir rúmri viku. En þó var alltaf eitthvað í gangi hjá honum. Varla nokkur hljóðfæra- leikari getur hugsað sér skemmti- legri meðleikara en Lundgaard, tónn hans er silfurtær og framar- lega í hverri sveit, og einleikskafl- arnir skólabókardæmi um tækni- lega fullkomnun. Með tónleikum Asmussen lauk Rúrek ’93 fyrir undirrituðum, en á laugardagskvöldið var þó loka- veislan þar sem fram komu m.a. Kuran Swing og tríó japanska píanistians Hiroshi Minami. Há- tíðin var að þessu sinni ákaflega velheppnuð, að undanskildum vonbrigðunum með Hubbard, en rúsínan í pylsuendanum var að sjálfsögðu Asmussen. Tónleikar í Norræna húsinu SINFÓNÍ UHL J ÓMS VEIT Skellefteá, sinfóníublásarasveit með 45 manns, mun leika í Nor- ræna húsinu í kvöld, miðviku- dagskvöldið 2. júní. í hljóm- sveitinni er ungt fólk sem stund- ar eða hefur stundað nám við tónlistarskólann í Skellefteá í N-Svíþjóð. Efnisskráin er fjölbreytt, þýskir marsar, jazz og kammertónlist. Einig verður fruinflutt verk eftir Svíann Tomas Liljeholm sem hann samdi sérstaklega fyrir sinfóníu- blásarasveit og klarínett. Einleik- ari á klarínett er íslendingurinn Hermann Stefánsson. Allir eru velkomnir og er að- gangur ókeypis. VlKA í DUBLIN ÁAÐEINS á% 38.070KR! w1 - fyrir Dagsbrúnarfélaga 12.-19. júlí. Hressileg vikuferð með ótal möguleikum innan um fjörugt og blómstrandi mannlíf í hinni fornfrægu borg Dublin. Gist verður á Burlington, skemmtilegu fyrsta flokks hóteli þar sem allt er að finna undir sama þaki: Góða veitingastaði, vinsælan pöbb og næturklúbb. Boðið verður upp á margvíslegar skoðunarferðir auk þess sem góður tími gefst til að njóta borgarinnar á eigin vegum. Fararstjóri verður Helgi Pétursson og Guðmundur J. Guðmundsson slæst að sjálfsögðu einnig með í för. Innifalið í veröi: Flug, akstur til og frá flugvelli erlendis, gisting í 7 nætur með morgunverði, skoðunarferð um Dublin, íslensk fararstjórn, skattar og gjöld. Samvinniilerúir Landsýn QATXAS/* Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 691010 • Innanlandsferðir S. 91 - 6910 70 • Símbréf 91 - 2 77 96 / 6910 95 • Telex 2241 • Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91162 22 77 • Símbréf 91 - 62 24 60 Hafnartjöröur: Reykjavfkurvegur 72 • S. 91 - 5 11 55 Kellavík: Hafnargötu 35 • S. 92 -13 400 • Símbróf 92-13 490 Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Slmbréf 96 -1 10 35 Vestmannaeyjar. Vestmannabraut 38 • S. 98 -1 12 71 • Slmbréf 98 -1 27 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.