Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAiÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ <1993 Netaveiðar á laxi og sil- nngi — Réttindi og skyldur eftirArna Isaksson Laxveiðitímabilið er nú liafið og stangaveiðimenn farnir að huga að útbúnaði sínum og hlakka til þess að draga lax eða silung úr uppá- haldsánni sinni. Á sama tíma byija einnig netaveiðar á laxi og silungi, en um þær gilda ákveðnar reglur, sem nauðsynlegt er að allir, sem netaveiði stunda, hafí greinargóðar upplýsingar um. Mun ég til fróð- leiks rifja upp helstu lög og reglur, sem gilda um veiðirétt, framkvæmd veiði og fyrirkomulag veiðieftirlits hér á landi, einkum er varðar veið- ar í sjó. Helstu reglur er varðar lax- og silungsveiðar er að finna í lögum um lax- og silungsveiði nr. 76/1970 og reglum um netaveiðar á göngu- silungi í sjó nr 205 1990. Veiðiréttur Laxveiðilögin kveða svo á, að veiðiréttur sé alfarið í höndum eig- anda þess lands er liggur að veiði-' vatni eða sjó. Þar sem laxveiðar í sjó eru bannaðar, verður hér ein- göngu fjallað um veiðirétt á silungi í sjó. Þessi réttur er bundinn lögbýl- um og miðast við þann fjölda sil- ungslagna, sem viðkomandi lögbýli notaði á seinni hluta sjötta áratug- arins, því samkvæmt 27. grein lax- veiðilaganna frá 1957 er óheimilt að fjölga lögnum eftir þann tíma. Telja má víst, að fjöldi neta á hverju lögbýli hafi verið á bilinu 1-2 net, enda var hér eingöngu um veiði til lífsbjargar að ræða. Þessi réttur sjávaijarða er óumdeilanlegur og á hann eru ekki bomar brigður sam- kvæmt núverandi löggjöf. Eðlilegt verður að telja, að veiðiréttur kaup- túna og kaupstaða sé miðaður við hefðbundinn rétt jarðanna, sem við- komandi þéttbýli byggðist út frá. Laxveiðar í sjó Laxveiðar í sjó hafa verið bann- aðar allt frá 1932, nema með örfá- um undantekningum. Þar var um að ræða lögbýli, sem höfðu laxveiði- hlunnindi í sjó skráð í fasteigna- mati 1930 og sem ríkið treysti sér ekki til að kaupa upp á þeim tíma. Nú eru þessi réttindi aðeins nýtt á 5 lögbýlum á suðvesturhorni lands- ins. Veiði sumra þessara lagna hef- ur vaxið verulega á undanförnum árum, vegna vaxandi umferðar á hafbeitarlaxi,, og nokkur umræða hefur verið meðal hagsmunaaðila um kauptá þessum réttindum. Auk þessarar löglegu veiða er vitað um tilburði til ólöglegra lax- veiða í ýmiss konar búnað. Slíkt hefur aðeins að hluta verið gert í skjóli löglegra silungsveiða og ekki síður undir því yfirskyni, að verið sé að veiða rauðmaga eða aðra nytjafiska utan kvóta. Mest hefur borið á slíkum tilburðum í nágrenni hafbeitarstöðva, þar sem mikið gengur af laxi á stuttum tíma og auðvelt er að ná honum. Ljóst er, að ekki er hægt að sætta sig við slíkar veiðar, þar sem við höfum státað af því að vera forystuþjóð í nýtingarstjórnun á laxfískum, sem að stórum hluta byggir á banni við laxveiðum í sjó. Verulegir hagsmunir eru í veði í laxveiðiánum, en heildarverðmæti þeirra eru lauslega áætluð um 500 milljónir króna. Auk þess eru mikil verðmæti í húfi fyrir hafbeitar- stöðvarnar, sem lagt hafa í mikinn kostnað við að framleiða og sleppa laxaseiðum. Silungsveiðar í sjó Silungsveiðar hafa frá ómunatíð verið stundaðar frá lögbýlum sem land eiga að sjó. Þessar jarðir veiða silung á ætisslóðinni, en hann dvel- ur aðeins í sjó yfír hásumarið og gengur þá í árnar til að hafa vetur- setu eða hrygna. Eðlilegt er að veiðiréttareigendur við ströndina taki sinn skerf af þessari bleikju, þegar hún hefur náð lágmarks- stærð, en rétt er að hafa í huga, að þeir samnýta bleikjustofnana með eigendum ánna, þar sem bleikj- an hrygnir. Báðir aðilar verða því að sætta sig við takmörkun á sókn í bleikjustofnana. Reglur um göngusilungsveiði í lögum um lax- og silungsveiði er kveðið svo á, að reglur um veið- ar á göngusilungi í sjó skuli í aðalat- riðum vera samhljóða reglum um veiðar í fersku vatni, þó landbúnað- arráðherra geti sett sérstakar regl- ur um einstök atriði veiðanna. Þessi almennu atriði snerta t.d. algjöra friðun frá netaveiði hálfa vikuna, frá kl. 10 á föstudagskvöldi til kl. 10 á þriðjudagsmorgni. Eins og gefur að skilja, er mjög erfitt að samræma bann við laxveið- um í sjó og heimild til silungsveiða, nema settar séu mjög þröngar regl- ur um silungsveiðina. Árið 1990 var nýtt heimild samkvæmt 14. grein laganna til að setja reglur um neta- veiði göngusilungs í sjó og eru helstu ákvæði sem hér segir: 1. Net á að vera landfast, liggja þvert á fjöru og má ekki vera lengra en 50 metrar að stjóra sjávarmegin. 2. Óheimilt er að mynda fyrir- stöðu eða gildru með staurum, gijóti eða öðrum föstum búnaði. Samkvæmt þessu er óheimilt að leggja silunganet frá bryggjum eða öðrum mannvirkjum, svo dæmi séu tekin. 3. Möskvastærð netanna milli hnúta skal vera frá 3,5 til 4,5 sm, þegar net eru vot og girnisþykkt má ekki vera yfir 0,4 mm. 4. Bil milli silungsneta í sjó á að vera að lágmarki 100 metrar eftir endilangri strönd en þó aldrei skemmri en fimmföld lengd lag- nets. Sé því lagnet um 50 metrar þarf vegalengd í næsta net að vera 250 metrar. 5. Öll silungsnet skal merkja með bauju ásamt nafni ábúanda og lög- býlis sem hefur veiðiréttinn. Veiði annar maður í umboði landeiganda skal hann merkja netið með nafni og heimilifangi og geta framvísað leyfi til veiðanna, ef óskað er. Veiðieftirlit Öllum ætti að vera ljóst að setn- ing laga og reglugerða hefur í för með sér að einhver aðili þarf að fylgjast með því, að þær séu ekki brotnar. Samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði skipar landbúnaðar- ráðherra veiðieftirlitsmenn. Veiði- eftirlitsmenn hafa vald til að taka úr vatni eða sjó ólögleg veiðarfæri og kæra brotið til viðkomandi lög- reglustjóra. Um aðrar aðgerðir þarf hinsvegar að leita til lögreglu. í skipunarbréfi ráðherra til veiði- eftirlitsmanna er kveðið á um lög- sögu eftirlitsmanns og greiðslu launakostnaðar. Veiðieftirlitsmönn- um við laxveiðiár er að öllu jöfnu greitt af viðkomandi veiðifélagi, en eftirlitsmenn með sjávarveiði hafa í vaxandi mæli fengið greitt af hinu opinbera, þegar komið er út fyrir ósasvæði ánna. í einstaka tilfellum hafa veiðimálastjóri og hagsmuna- aðilar á landsbyggðinni sameinast um að ráða eftirlitsmenn til eftirlits með sjávarlögnum, en þá hefur þess ætíð verið gætt, að viðkom- andi eftirlitsmaður væri óháður hagsmunaaðilanum og nyti óskor- aðs trausts viðkomandi lögregluyf- irvalds. Framtíðarskipan Við fjárlagagerð undanfarinna ára hefur verið stefnt að því, að eftirlit með silungs- og laxveiðilögn- um í sjó yrði alfarið í höndum eftir- litsmanna á vegum hins opinbera. Gæsla í veiðiám og innan umráða- svæðis hafbeitarstöðvanna yrði hinsvegar, eins og verið hefur, greidd af viðkomandi aðilum. Lagt hefur verið til, að strandlengjunni við landið yrði skipt milli 4-6 eftir- litsmanna, sem ynnu í nánu sam- ráði við viðkomandi sýslumenn og Landhelgisgæslu eftir því sem kost- ur er. Því ber að fagna, að þáttur Landhelgisgæslunnar í veiðieftirliti nálægt landi hefur farið vaxandi, en hún hefur til margra ára fylgst með því, að erlendir laxveiðibátar stunduðu ekki laxveiðar innan ís- lenskrar lögsögu. Lokaorð Þróun í veiðimálum hefur verið einstaklega jákvæð hér á landi, sem að stórum hluta má þakka banni við laxveiðum í sjó og þeim reglum, sem almennt eru settar um veiðar ferskvatnsfiska. í nágrannalöndun- Árni ísaksson „Þróun í veiðimálum hefur verið einstaklega jákvæð hér á landi, sem að stórum hluta má þakka banni við lax- veiðum í sjó og þeim reglum, sem almennt eru settar um veiðar ferskvatnsfiska.“ um hefur mengun ásamt löglegri og ólöglegri veiði á laxastofnum í sjó valdið miklum búsiijum og þar hefur laxveiði almennt farið minnk- andi á sama tíma sem veiði hér á landi hefur frekar aukist, þó hún sé ætíð sveiflukennd milli ára. Virkt veiðieftirlit er lykilatriði í því að viðhalda virðingu þegnanna fyrir lögum og reglum og gerir okkur kleift að fullyrða á innlendum og erlendum vettvangi að bann við Iax- veiðum í sjó sé haldið. Kaup á laxa- kvótum í úthafinu gagnast okkur lítið, ef laxinn er veiddur í net við okkar eigin strönd. Höfundur er veiðimálastjóri. Málþing um dómstóla og réttarfar á Þingvöllum Fjárstoð hf. Endurskipulagning fjármála, skuldbreytingar, samningaumleitanir við kröfuhafa, aðstoð á greiðslu- stöðvunartíma, nauðasamningar, lögfræðiráðgjöf, Borgartúni 18, sími 629091 DÓMARAFÉLAG íslands og Lögmannafélag íslands halda föstudaginn 4. júní málþing á Hótel Valhöll á Þingvöllum fyrir félagsmenn sína, en félögin hafa mörg undanfarin ár haldið sameiginlegt málþing á vorin um ýmis efni er varða dómstóla og réttarfar og störf lögmanna. Að þessu sinni verður fjallað um tvö efni, þ.e. annars vegar sjálf- stæði dómstólanna og hins vegar aðgang almennings að réttarkerfinu. SUMARTILBO Ð Frdbœrt Hvítt, slétt eldhús án borðplötu. Verð frá kr. 35.420. 5 mismunandi gerðir af hurðum. Til afgreiðslu strax. Borðplata 305x60 sm, kr. 6.000. verð J miðstöðin Lágmúla 8, sími 68 49 10. Ódýrar baðherbergisinnréttingar. Frábært verð án borðplötu, kr. 35.180. Marmaravaskplata 120 cm kr. 24.300. Til afgreiðslu strax. Um fyrra umræðuefnið fjallar Pétur Kr. Hafstein hæstaréttar- dómari og verður þar drepið á ýmis atriði er m.a. varða innra og ytra sjálfstæði dómstólanna undir fyrirsögninni „Er sjálfstæði ,dóm- stólanna nægilegt?“. Síðara efnið, „Aðgangur almennings. að réttar- kerfinu", er öllu umfangsmeira og verður reynt að nálgast það frá ýmsum sjónarhornum. Fjallað verður um eftirfarandi efni: Er málatíminn of langur? (Othar Örn Petersen hrl.), Hvernig valda dóm- stólar hlutverki sínu? (Már Péturs- son héraðsdómari), Er þörf á opin- berri réttaraðstoð og ef svo er, í hvaða formi og fyrir hveija? (Gísli Baldur Garðarsson hrl.), Smá- málameðferð. Er þörf á nýjum reglum um hraðari og ódýrari meðferð smámála? (Þorleifur Páls- son sýslumaður), Dómsmálagjöld - á réttarkerfíð að standa undir sér fjárhagslega? (Ari Edward aðstoðarmaður dómsmálaráð- herra), Málskostnaður - hvaða breytingu hafa samkeppnislögin nýju í för með sér? (Jón Kr. Sól- nes hrl.), Hvaða atriði þarf dóm- ari að hafa til hliðsjónar við ákvörðun málskostnaðar? (Óskar Magnússon hrl.) og Sjónarmið dómara um ákvörðun malskostn- aðar (Hei*vör Þorvaldsdóttir hér- aðsdómari). Fundarstjóri verður Ólafur Börkur Þorvaldsson hér- aðsdómari. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.