Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1993 19 Siðspillt innheimtustofnun eftir Eirík A. Hermannsson Þessi grein er um þá siðspilltu stofnun, Innheimtustofnun sveitar- félaganna, en sú stofnun hefur við- haft það til margra ára að telja sig hvorki bundna af munnlegu né skriflegu samkomulagi. Þessa hef ég orðið áþreifanlega var á þeim fundum sem Félag forsjárlausra foreldra hefur haldið í Reykjavík og ekki síður úti á landi, eins á þeim gögnum sem ég hef séð og hef undir höndum. Ennfremur hef ég átt nokkur hundruð símtöl og viðtöl við menn sem kvarta sáran undan viðskiptum sínum við Inn- heimtustofnun. Þessar kvartanir hafa verið mun meira áberandi af landsbyggðinni þar sem meðlags- greiðendur á landsbyggðinni hafa þurft að treysta mun meira á samn- inga í gegnum síma en aðrir með- lagsgreiðendur. En þannig er nú háttað hjá þessari stofnun sem hefur tryggðar kröfur út yfir gröf og dauða og að hún veitir enga þjónustu á landsbyggðinni. Hér er eitt dæmi um þær kvartanir sem ég hef bæði heyrt og séð gögn um. Samkvæmt lögum um Inn- heimtustofnun má fella niður drátt- arvexti einu sinni á líftíma hvers skuldara. Maður sótti skriflega um niðurfellingu dráttarvaxta til stjórnar Innheimtustofnunar eins og lög gera ráð fyrir og með um- sókninni fylgdi skattaframtal síð- ustu þriggja ára ásamt launaseðl- um síðustu þriggja mánaða. Beiðni mannsins var tekin fyrir á stjórnar- fundi Innheimtustofnunar og sam- þykkt, en þegar viðkomandi aðili fékk yfírlit yfir skuld sína hjá stofn- uninni hafði staðan ekkert breyst. Hann hafði þá samband við Inn- heimtustofnun og fékk þau svör, að skuldin, sem fella átti niður, hefði aðeins verið sett inn á geymslureikning á meðan maður- inn væri að greiða niður höfuðstól- inn. Samkvæmt því er muðurinn að borga vexti og dráttarvexti af allri skuldinni á meðan hann er að borga niður höfuðstólinn, líka af þeirri upphæð sem hann var búinn að fá fellda niður samkvæmt bréfi sem kom frá stjórn Innheimtu- stofnunar, og var sú niðurfelling án skilyrða. Síðan lendir viðkom- andi í greiðsluerfiðleikum og hefur þá samband við framkvæmdastjór- ann, eins og hann hafði talað um þegar hann hafði samið símleiðis um greiðslur á höfuðstól og hafði það samkomulag verið gert með þeim fororðum að ef viðkomandi mundi lenda í vandræðum mætti hann hringja og fá frest. Þegar á reyndi og viðkomandi hringdi og bað um þann frest sem hann taldi sig hafa samið um, ef hann lenti í vandræðum, var svar fram- kvæmdastjórans að það væri ekki um neitt samkomulag að ræða og heldur enga niðurfellingu. Hvorki samkvæmt samþykkt né reglugerð Samkvæmt reglugerð nr: 210/1987 varðandi niðurfellingu dráttarvaxta af meðlagsskuld segir orðrétt: (4. gr.) „að jafnaði skal aðeins fella niður dráttarvexti af meðlagsskuldum einu sinni hjá hverjum skuldara. Verði samkomu- lag um greiðslu meðlagsskuldar vanefnt verulega eftir að dráttar- vextir hafa verið feldir niður, getur stjórn stofnunarinnar lagt svo fyr- ir, að skuldin verði tekin til dráttar- vaxtareiknings að njju.“ Það er ekkert í þessari regíugerð sem gefur framkvæmdastjóra Inn- heimtustofnunar né stjórn hennar heimild til að leggja niðurfellda dráttarvexti á aftur eins og hann gerði í þessu tilfelli og .hefur oft gert. Aðeins segir að það megi reikna dráttarvexti á ný frá þeim degi sem stjórn Innheimtustofnun- ar telur að um verulega vanefnd sé að ræða. Enda hafði fram- kvæmdastjóri ekki farið að sam- þykkt stjórnar Innheimtustofnunar og fellt niður dráttarvexti heldur aðeins sett þá inn á geymslureikn- ing, að eigin sögn. Það kemur ekki fram á yfirliti Innheimtustofnunar að niðurfelling á dráttarvöxtum hafi nokkurn tímann átt sér stað. Þar hefur framkvæmdastjóri ekki farið eftir samþykkt ráðherraskip- aðrar stjórnar Innheimtustofnunar. Nú hefur umboðsmanni Alþingis verið falið að fara yfir innheimtuað- ferðir og vinnubrögð framkvæmda- stjóra og stjórnar Innheimtustofn- unar og hvort að um framsal á valdi sé að ræða, þ.e.a.s. að stjórn „Nú hefur umboðs- manni Alþingis verið falið að fara yfir inn- heimtuaðferðir og vinnubrögð fram- kvæmdastjóra og stjórnar Innheimtu- stofnunar.“ Innheimtustofnunar hafi framselt það vald sem henni einni er ætlað, samkvæmt lögum og reglugerðum um Innheimtustofnun, til geð- þóttaákvarðana framkvæmda- stjóra. Þetta dæmi er eitt af nokkur hundruð sem ég hef heyrt af og staðfestir enn frekar þá skoðun mína og margra annarra að þetta er stofnun sem löngu átti að vera aflögð og innheimtu meðlaga átti strax að taka inn í staðgreiðslu- kerfið og fjöldi barna hvers með- lagsgreiðanda settur á skattkort hans. Höfundur er formaður Félags forsjárlausra foreldra Eiríkur Á. Hermannsson PHILIPS Whirlpool KÆUSKAPAR PHILIPS ARG 723 • Kæiir 205 Itr. • 18 Itr. innbyggt Irystihólf (••). • HáHsjálfvirir afþíöing. a 2 færanlegar hillur. • H: 114. B: 55. D: 60. STGR. PHILIPSARG636 • Kælir 168 Itr. • Frystir 48 Itr. (*••*). • Sjálfvirk afþíöing á kæli. • 3 færanlegar hillur. • Hasgri og vinstri opnun á hurð. • H: 139. B: 55. D: 58,5. Kr. 54.630 :IÉ*Ék .900,- STGR. PHILIPS ARG 655 • Kælir 190 llr. • Frystir 83 Itr. • Sjálfvirk afþíðing á kæli. • Stór ávaxta- og grænmetis- skúffa. • 3 stillanlegar hillur. • I frysti eru 2 skúffur og eitt hólf. • Hægri og vinstri opnun á hurð. • H: 160. B: 59,5. D: 60. Kr. 66.300 >.985,- STGR. Sérstök einangrun — Minni orkuþörff — Gott verö Það er á mörg mál að líta við val á rétta kæliskápnum. Hvað þarf þlnn t.d. að vera hár og breiður? Er frystirlnn nógu stór? Og ekki hvað slst: Hvað kostar skápurinn? öllum slíkum spurningum er svarað I verslunum Heimilistækja í Sætúnl 8 og Kringlunni. Athugaðu málið hjá þér vandlega, hafðu svo samband við okkur og við verðum þér innan handar með val á rétta kæll- skápnum fyrir þig. PHIUPSARG716 • Kælir 163 ftr. • SjáHviric afþlöfng. a TvááfstórargraánmotissKúft- ur. a 3 færanlegar hillur. a Haágri og vinstri opnun á huró. a Passar vid hlióina á AFB 726 frystiskáp 130 Itr. • H: 85. B: 55. D: 60. Kr. 35.750 Ajl STGR. PHILIPSARG724 a Kælir 255 Itr. a Sjáltvirk afþiðing. a Stór ávaxta- og grænmetis- skúfta. a 4 færantegar hillur. a Hægri og vinstri opnun á hurð. a H: 135: B: 55. D: 60. PHILIPS ARG729 a KækrSOOItr. • Sjálfvirk afþlðing. • Tvær stórar ávaxta- og grænmstisskúffur. a 5 færanlegar hilfiur. • Hægri og vinstri opnun á hurð. • Passarviðhliðinaá AFB740 trystiskáp 243 Itr. • H: 140. B: 59,2. D: 60. Kr. 46.210 PHILIPSARG637 • Kaaiir 198 Itr. • Frystir 58 Itr. (****). a Sjálfvirk atþlðing á kæfi. • Stðr ávaxta-og grænmetis- skúffa. • 4 stilianlegar hillur. • Hægri og vinstri opnun á hurö. • H; 159. B: 55. D: 60. Kr. 56.740 i4- M-900,- WW STCR. PH1L1PSARG6S7 • Kælir 190 Itr. • Frystir 122 Itr. (*•*•) • 2 stórar ávaxta- og grænmetisskúffur. • 3 stillanlegar hillur. • Sjálfvirk afþíðing. • Tvær sjálfstæðar pressur. • lfrystieru3stórarskúffurog eitt hólf. • Hraðfrystir. • Haagri og vinstri opnun á hurð. hj: 180. B: 59,5. D: 60. * Æ .1?! PHILIPS ARG651 • Kæ#r204 Itr. • Frystir 60 ttr. (****) • Sjálfvirk afþiðing á kaáti. a 2 stórar ávaxta- og grænmetisskúffur. • 3 stillanlegar hilfur. a Haágri og vinstri opnun á hutð. • H: 159. B: 55. D: 60. Kr. 63.100 -1« irr^ PHILIPSARG 658 • Kælir 242 Itr. • Frystir 83 Itr. (****). • Tvær stórar ávaxta-og grænmetisskútfur. • 4 stillanlegar hillur. • Sjáltvirk afþlðing. • 2 sjáltstaeðir mótorar. • ltiystieru2stórarskúflurog eitthótf. • Hraöfrystir. • Hægri og vinstri opnun á hurð. • H: 180. B: 59,5. D: 60. Kr. 83.000 78** Heimilistæki hf SÆTUNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 'MM/O/^M<b STGR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.