Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JUNI 1993 • • Okukennsla og umferðaröryggi eftir Snorra Bjarnason Það er víst, að áhugamál allra er að draga sem mest úr slysum í umferðinni, sérstaklega hjá yngstu aldurshópunum. Þó greinir menn á um þær leiðir sem vænlegastar eru til að ná árangri í þeim efnum. Nú fyrir stuttu* samþykkti Alþingi breytingar á umferðarlögum þar sem gert er ráð fyrir að foreldrar og aðrir velunnarar unglinga geti tekið að sér akstursþjálfun fyrir ökupróf. Sú ímynd sem flutningsmenn hafa haldið fram í annars þeirri litlu kynningu sem þetta frumvarp hefur hlotið er sú að þetta tryggi meiri og betri þjálfun áður en til öku- prófs er komið. Nú er það þannig að í lögunum er ekki stafur um hvemig þetta á að ganga fyrir sig og setning reglna er sett í vald ráðherra. Það er með ólíkindum hvað þau yfirvöld sem um þetta mál hafa fjallað og undirbúið hafa verið treg til að ræða málefnalega við okkur um þessi alvarlegu mál. Fagleg umræða hefur engin verið og ekki hlustað á þær raddir sem best þekkja til og hafa kynnt sér þessi mál erlendis. Svo langt hefur þetta gengið að fulltrúa Ökukennarafélags íslands var ýtt úr stjórn Umferðarráðs nú í vor og annar fenginn sem þægari er talinn en hefur ekki jafn mikla þekkingu og reynslu til að bera sem fyrri fulltrúi hafði. Þetta er gert þrátt fyrir munnlegt loforð ráðherra um að skipa fulltrúa félagsins í stjórnina. Þeir sem ekki vilja hafa Öku- kennarafélag íslands með í þessari umræðu hafa beitt þeim rökum að hér sé á ferðinni hagsmunafélag sem setji eingöngu peningalega hagsmuni á oddinn. Rétt er það að ökukennslan í landinu er starfs- grein sem verður að standa undir sér þannig að verðlagning þjón- ustunnar verður að vera með þeim hætti að svo sé. Verður er verkamaðurinn launa sinna og fæ ég ekki séð að þar sé neitt á ferðinni sem ökukennarar þurfa að fyrirverða sig fyrir eða megj ekki koma fram. Fagleg um- ræða getur verið eitt og hagsmuna- leg önnur þó að þær tengist að ein- hverju leyti. Það sem gerir málstað okkar sem stundum kennslu- og uppeldisstörf oft svo veikan er, að erfítt er að benda á hvað megi rekja til góðrar kennslu og uppeldis. Einnig er oft um langtímamarkmið að ræða sem ekki er gott að hafa yfírsýn yfír. Þetta og ásakanir um hagsmuna- gæslu gera það því að verkum að við liggjum vel við höggi þeirra sem vilja sem minnst af okkur vita og vilja ekki að sjónarmið okkar komi fram. Því miður fyrir umferðar- öryggið í landinu hafa þessar radd- ir fengið alltof mikinn hljómgrunn. Erlendur samanburður Til að gera langa sögu stutta vil ég aðeins bera saman slysatölur frá tveimur löndum þar sem sitt hvor hátturinn er hafður á við undirbún- ing ökunema undir bílpróf en þessj lönd eru Svíþjóð og Danmörk. í Svíþjóð hefur það lengi tíðkast að foreldrar geti sagt börnum sínum til á bíl og síðan skilað þeim til prófs. Meirihluti unglinga hefur kosið að sækja sitt ökunám til öku- kennara. Foreldrakennslan hefur þó sótt á með versnandi efnahags- ástandi. í Danmörku er ökunám einungis stundað við ökuskóla hjá menntuðum kennurum. Okkur er kunnugt um að alvarleg umferðar- slys hafa hlotist af æfingaakstri Ferbalangar! Þiö sem ætlið að leggja land undir fót ættuð að kynna ykkur Ferðaupplýsingar í sérblaðinu Daglegt líf, ferðalög, bílar sem kemur út á föstudögum. í Ferðaupplýsingum er að finna upplýsingar um flest það sem viðkemur ferðalögum og ferðaþjónustu sem í boði er. Meðal annars upplýsingar um gistingu, viðlegubúnað, tjaldstæði, veiði, flug, óbyggðaferðir, siglingar, ferjur, sérferðir, hesta, sérleyfi, bílaleigur o.fl. - kjarni málsins! Snorri Bjarnason „Þetta mál var keyrt í gegnum þingið meira af kappi en forsjá. Allar faglegar umræður sem miða að varkárni og vönduðum vinnubrögð- um hafa verið kveðnar niður.“ foreldra í Svíþjóð og nokkur bana- slys hafa orðið. Þegar við berum saman slysa- tíðni ungra ökumanna í þessum tveimur löndum vekur það athygli að hún er umtalsvert Iægri í Dan- mörk en í Svíþjóð. Nú horfir í að samþykkt verði lög í Svíþjóð þar sem foreldrar geti hafíð æfinga- akstur með börnum sínum þegar 16 ára aldri er náð. Ekki er gert ráð fyrir neinu nánara skipulagi eða tengslum við ökuskóla í lögum þess- um. Er þetta því hrein afturför frá því sem áður var. Telja félagar okkar þar í landi að hefðbundin ökukennsla leggist nánast af. Ekki er gert ráð fyrir neinum sérbúnaði í bílum leiðbeinenda. Danir eru ekki með neinar hug- myndir um breytingar hjá sér enda telja þeir það fyrirkomulag sem þeir hafa haft undanfarið hafi gef- ist vel. Rétt er að sjá hvort þessi svokallaða „franska aðferð" þar sem hún er notuð skili árangri. Ekki þurfí að vera með tilrauna- starfsemi alls staðar með öllum þeim kostnaði sem því fylgir. Breytt andlit Umferðarráðs Það er óhjákvæmilegt að spurn- ingar hljóta að vakna um hvort að stjómvöld séu á réttri leið með því að koma þessum breytingum á. Væri ekki rétt að staldra aðeins við og skoða málið betur? Er rétt að draga úr eða veikja það kerfi sem nú er fyrir hendi? Stuðningsmenn tillögunnar segja að svo verði ekki raunin en staðreynd er, að þetta 3M Prentvörur Endurklcebum húsgögn. Gott úrval áklceba. Fagmenn vinna verkib. Bólstrun Ásgríms, Bergstaðastræti 2, sími 16807. er að gerast í Svíþjóð og því skyldi það ekki gerast héma einnig. Dæm- in sanna að þegar til kastanna kem- ur er ráðherrum ekki treystandi til að fara með þessi mál. Þeir koma og fara, hræra síðan í hlutunum svona til að sýna að þeir geri eitt- hvað. Enginn er síðan viss um hvaða reglur em í gildi og engin festa á hlutunum. Því telst affara- sælast að Alþingi setji reglur um þessi mál eins og svo mörg önnur en afsali sér ekki því valdi sem það hefur. Til að þessar breytingar skili þeim árangri sem væntingar standa til er þörf á mjög markvissri út- færslu á þessu fyrirkomulagi. Eg fæ ekki komið auga á í fljótu bragði að slíkt muni takast. Ýmsir veikir hlekkir em í núverandi fyrirkomu- lagi sem ekki hefur gengið vel að styrkja og ekki aukast líkumar með meiri og flóknari reglum. Fram kom í ræðum þingmanna við þriðju umræðu um frumvarpið að enginn umsagnaraðili taldi sig geta mælt með foreldrakennslunni án fyrirvara og það eitt ætti að færa okkur heim sanninn um hve vandmeðfarið þetta er í raun og vem. Þetta mál var keyrt í gegnum þingið meira af kappi en forsjá. Allar faglegar umræður sem miða að varkárni og vönduðum vinnu- brögðum hafa verið kveðnar niður. Umferðarráð hefur haft fmmkvæði í málinu og í því frumkvæði felst einnig sú útilokun sem verið hefur á vitrænni umræðu og niðurstöðu sem hægt væri að sameinast um öllum til hagsbóta. Öll meðferð málsins gefur tilfinningu fyrir að hér sé verið að kaupa sér vinsældir einhvers staðar og sýna fram á til- gang stofnunarinnar. Niðurstaðan verður síðan allt annað og harðn- eskjulegra andlit Umferðarráðs en áður var. Það er alltaf tortryggilegt þegar þeir sem best til þekkja em ekki hafðir með í ráðum. Það er einnig tortryggilegt þegar engin opinber umræða fer fram í fjölmiðlum um svo mikilvægar breytingar á öku- námi og hér er á ferðinni. Alvarleg og dýrkeypt mistök hafa orðið hjá Alþingi vegna lélegs undirbúnings og kannana. Nægir þar að nefna loðdýrarækt og fískeldi. Ökukennarafélag íslands hefur aldrei sett sig á móti leiðum sem leitt gætu til betra ökunáms og fækkunar umferðarslysa. Þar em hagsmunir á ferðinni sem við setj- um ofar okkar eigin. Við þekkjum vel hvemig þetta hefur gefíst er- lendis og teljum okkur geta séð fyrir að ekki verði um breytingar til batnaðar að ræða og hér sé ras- að um ráð fram. Höfundur er varaformaður Ökukennarafélags íslands. -----*—*-*---- Málþing um heils- dagsskóla FORELDRASAMTÖKIN efna til málþings fimmtudaginn 3. júní um heilsdagsskóla. Þingið verður haidið í Hinu húsinu, Brautarholti 20, 3. hæð, og hefst kl. 20. Frum- mælendur koma úr röðum skóla- manna og foreldra. Umræðan um heilsdagsskóla, ein- setinn skóla og lengingu skóladags hefur aukist síðustu misseri og eru margir foreldrar í óvissu um hvað felst í þessum orðum og hver fram- tíðin verður í skólamálum. Foreldra- samtökin ákváðu því að efna til málþings og fá til liðs við sig skóla- menn, foreldra og fleiri sem ætla að segja frá reynslu sinni. Frummæl- endur verða Aslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri, Páll Guðmundsson, skólastjóri Mýrarhúsaskóla, Gunn- hildur Amardóttir, foreldri í Lauga- neskóla, og Kári Arnórsson, skóla- stjóri Fossvogsskóla. Fundarstjóri er Katrín Baldursdóttir blaðamaður. (Úr fréttatilkynningu.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.