Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1993 23 Litháenskir dýralæknar kynna sér sjúkdómavamir og matvælaframleiðslu Láttu EKKI glópagull samkeppnlsaöllans BLEKKJA ÞIG FÉLÖG dýralækna á Norður- löndum hafa aðstoðað systurfé- lög í Eystrasaltslöndunum. Síð- ustu þrjár vikur hafa tveir lithá- enskir dýralæknar kynnt sér dýralækningar og matvælaeftir- lit hér á landi. Þeir segja íslend- ingar geta hjálpað Litháum til að mæta þeim kröfum sem gerð- ar séu til matvæla í Vestur-Ev- rópu. Undanfarin ár hafa norrænu dýralækningarfélögin haft samstarf við félög dýralækna í Eystarsalts- löndunum með það að markmiði að miðla þessum löndum fræðslu og þekkingu á sviði dýralækninga. Það varð sammæli á fundi formanna norrænu dýralækningafélaganna á síðasta ári að skipta með sér verk- um eða öllu fremur löndum í þessu aðstoðarstarfí. Ákveðið var að Finnar aðstoðuðu Eista, Danir og Svíar aðstoðuðu Letta en íslending- ar og Norðmenn skyldu vera Lit- háum hjálplegir. 30. apríl síðastliðinn komu hing- að til lands í boði Dýralæknafélags íslands með aðstoð íslenska utan- ríkisráðuneytisins tveir litháenskir dýralæknar, Darius Bakutis aðstoð- armaður yfirdýralæknisins í Lithá- en og Zygimantas Simelionis sem stundar almennar dýralækningar. Tvímenningarnir sögust hafa orðið margs vísari um dýralækningar og um fyrirkomulag og skipulag sjúk- dómavarna og matvælaframleiðslu hér á landi. Þeim þótti t.a.m. sér- staklega fróðlegt að kynna sér starfsemi Einangrunarstöðvarinnar í Hrísey og eggjaflutninga í mjólk- urkýr. Evrópukröfur Hinir litháensku dýralæknar lögðu sig sérstaklega eftir því að kynna sér gæðastjórnun, hreinlæti og eftirlit með matvælavinnslu í .sláturhúsum. Daríus Bakutis sagði Litháa hafa staðið framarlega í mjólkurvinnslu og kvikfjárrækt. Nú vildu þeir selja sína framleiðslu í Vestur-Evrópu en þar væru gerðar strangar kröfur sem yrði að upp- fylla og ekki síður yrði allt gæða- og heilbrigðiseftrlit, vottorð og önn- ur pappírsvinna að vera í lagi. Dar- íus sagði Litháa ætla sér að koma upp einu eða tveimur fullkomnum sláturhúsum til að framleiða fyrir Evrópumarkaðinn. Hann sagðist hafa heimleiðis með sér í farteskinu ótölulegan fjölda mynda, leiðbein- inga og staðla um matvælafram- leiðslu. Þeir félagar töldu líklegt að gagnsemi þessarar heimsóknar ætti eftir að koma enn betur í ljós þegar heim kæmi og starfíð hæfist. Þá yrði gott að geta haft faglegt sam- starf við starfsfélaga hér á landi. Rögnvaldur Ingólfsson formaður Dýralæknafélags íslands sagði ís- lenska dýralækna vera mjög ánægða með að geta miðlað öðrum af þekkingu sinni og reynslu og þeir væntu þess að framhald yrði á þessu starfí en formaður Dýralækn- ingafélags Litháens mun koma á fund formamanna dýralæknafélaga Norðurlanda sem verður haldinn á íslandi 6. júní næstkomandi. Rögn- valdur vildi sérstaklega þakka ís- lenska utanríkisráðuneytinu fýrir þann stuðning og aðstoð sem það hefði veitt Dýralæknafélaginu við þetta verkefni. EKTA GULi raso UTURINN GULLINN, SKORPAN STÖKK, BRAGÐID UÚFFENGT - ekta gulllð rasp! Sumarfrí í Skandinavíu! Skandlnavía bí5ur, full af spennandl ferdamögulelkum. Fjölmargir gistimöguleikar í boöi, allar upplýsingar eru aö finna i SAS hótelbæklingnum. Flogiö er til Kaupmannahafnar alla daga, ■ BORGARDÆTUR og Setulið- ið halda tónleika á veitingahúsinu Tveimur vinum á morgun fimmtu- dag, klukkan 22. Borgardætur er söngtríó skipað Ellen Krisljáns- dóttur, Andreu Gylfadóttur og Berglindi Björk Jónasdóttur. Þær flytja tónlist í anda Andrews-systra við undirleik Setuliðsins, híjóm- sveitar sem skipuð er Eyþóri Gunnarssyni píanóleikara, Þórði Högnasyni bassaleikara, Matthí- asi Hemstock trommuleikara, Sigurði Flosasyni saxófónleik- ara, Veigari Margeirssyni tromp- etleikara og Ossuri Geirssyni básúnuleikara. Undanfarnar vikur hefur þessi hópur skemmt matar- gestum á Hótel Borg. Tónleikarnir á Tveimur vinum annað kvöld hefj- ast klukkan 22. (Fréttatilkynning) ■ ARABÍSKT-íslenskt kvöld verður fimmtudaginn 3. júní kl. 19 á Klapparstíg 28, 2. hæð (Félags- heimili heyrnarlausra). Arabískir kokkar bjóða upp. á arabíska rétti. Dagskráin verður þannig að Einar Kristján Einarsson leikur á gítar, Linda Vilhjálmsdóttir les eigin ljóð og Jóhanna Krisljónsdóttir segir frá ferð til Jemen í stuttu máli og myndum. allt aö þrisvar sinnum á dag og þaöan er tengiflug til annarra borga á Noröurlöndum. Hafðu samband viö söluskrifstofu SAS eöa feröaskrifstofuna þína. Sumarleyfisfargjöld SAS Keflavtk • Kaupmannahöfn 28.900,- Kefiavfk - Vaxjö 29.900,- Keflavtk - Gautaborg 28.900,- Keflavfk - Vesterás 29.900,- Keflavtk - Malmö 28.900,- Keflavfk - Örebro 29.900,- Keflavfk • Stokkhólmur 29.900,- Keflavfk - Osló 28.900,- Keflavfk - Norrköplng 29.900,- Keflavfk - Stavanger 28.900,- Keflavtk - Jönköplng 29.900,- Kefiavík - Bergen 28.900,- Keflavfk • Kalmar 29.900,- Keflavfk - Krlstlansand 28.900,- Verð glldlr tll 30. september og miðast við dvöl erlendls í 6 - 30 daga. _ Barnaafsláttur er 33%. Bókunarfyrirvarl 21 dagur. Innlendur flugvallarskattur 1.310 kr., danskur flugvallarskattur 664 kr. ff/f/SAS SAS á Islandi - valfrelsi i flugi! Laugavegl 172 Síml 62 22 11 YDDA F42.54 / SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.