Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1993 um er ekki lengur hægt að reka öfluga verkalýðshreyfingu," segir Valter Carlsson. Auka þarf framleiðni í prentiðnaði Morgunblaðið/Sverrir I heimsókn á Bessastöðum VALTER Carlsson, fyrir miðju, heimsótti forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, á Bessastöðum ásamt fleiri gestum. Lengst til hægri er Þórir Guðjónsson, formaður Félags bókagerðarmanna aðssvæði. Eru líkur á að prentverk muni í ríkara mæli fara til ríkja í suður- eða austurhluta Evrópu þar sem kostnaður er minni? „Það ef fyrst og fremst hætta á að vinna flytjist úr landi til Austur-Evrópu. Þar er nú verið að byggja upp prentiðnað og mikið um undirboð. Við leggjum því áherslu á að að- stoða þessar þjóðir við að stofna fijáls og óháð stéttarfélög sem geta gert heildarsamninga. Það er einmitt ekki síst vegna okkar sjálfra og hættunnar á undirboð- um, sem við erum að gera þetta.“ Hann sagði að auðvitað væri ekki hægt að koma í veg fyrir þá hættu með öllu þar sem oft væru undir- boð eina leiðin fyrir þessar þjóðir að fá verkefni. „Annað vandamál, sem ég hef orðið var við á ferðum mínum um Austur-Evrópu, er að þó að við byggjum upp stéttarfélög þá er enginn mótaðili til staðar. Sú furðulega staða er því komin upp að við sem samtök stéttarfé- laga verðum að aðstoða vinnuveit- endur við að skipuleggja sig. Það er búið að stofna nokkur einkafyr- irtæki en þau eru ekki með nein innbyrðis tengsl.“ Valter sagði að þó að það kynni að hljóma undarlega að verkalýðs- frömuðir væru að stússast í því að koma vinnuveitendasambönd- um á laggirnar þá væri það nauð- synlegt. Það yrði ákveðið jafnvægi að ríkja í hveiju þjóðfélagi. Það væri jafn mikilvægt að atvinnurek- endur væru með sterk samtök og að hafa öfluga verkalýðshreyfingu. „Ef maður splundrar vinnuveitend- Varðandi þá efnahagskreppu sem ríkt hefur á Vesturlöndum undanfarin ár sagði hann hana fyrst og fremst hafa leitt til aukins atvinnuleysis meðal bókagerðar- manna. Þetta væri vandamál sem að hans mati væri ekki hægt að leysa með því að lækka laun held- ur yrði að auka framleiðni, t.d. með bættri menntun starfsfólks. Það væri líka besta leiðin til að mæta samkeppni að utan. Ef menn ætluðu að hafa betur í samkeppn- inni við útlensk prentfyrirtæki yrði það að vera á grundvelli meiri gæða og framleiðni. Stærsta vandamálið, út frá sjón- armiði stéttarfélaga, sagði Valter hins vegar vera það, að aðstæður á vinnumarkaðinum hefðu versnað til muna. „Á tveimur árum hefur hinni borgaralegu ríkisstjórn Sví- þjóðar tekist að gera það sem tók Margaret Thatcher tólf ár að fram- kvæma í Bretlandi. Þetta leiðir til þess að andrúmsloftið á vinnu- markaðnum hefur versnað sem er slæmt fyrir báða aðila. Það er ver- ið að reyna að koma þeim stimpli á verkalýðshreyfinguna að hún sé óvinurinn og andstæð fyrirtækja- rekstri. Sú er hins vegar ekki raun- in. Norræna hefðin byggir á því að stéttarfélög og fyrirtæki vinni saman að því að varðveita atvinnu- tækifærin. Þetta er auðvitað gjör- ólíkt því sem er raunin í Suður- Evrópu þar sem hægt er að finna mun herskárri stéttarfélög." Viðtal: Steingrímur Sigurgeirsson. 25 TILBOÐ 16.578 j"stgr. STIGA kurlari 1300 W, sem endurnýtir næringuna úr garð- inum. Fjölbreytt úrval at sláttu- vélum, valsavélum, loftpúöavél- um, vélortum, limgerðisklippum, jarðvegstæturum, mosatæturum, snjóblásurum o.fl. /’TIGFk HAMRABORG 1 -3 KÓPAVOGl SfMI 91-641864 ; (DDDmniSTOiJ hvcr í sínum flokki LADAíS LADAS LADAISSLADA SAFIR 1500cc - 5gíra 495.000 kr. 130.000 kr. út og 13.417 kr. í 36 mánuði SKUTBILL 1500cc - 5gíra Lux 597.000 kr. 150.000 kr. út og 15.147 kr. í 36 mánuði SAMARA 1500cc - 5gíra 639.000 kr. 165.000 kr. út og 16.060 kr. í 36 mánuði SPORT 1600cc - 5gíra 859.000 kr. 235.000,- kr. út og 21.543 kr. í 36 mánuði Tökuni notaða bíla sem greiðslu upp í nýja og bjóðum ýmsa aðra greiðslumöguleika. Teldð hefiur verið tillit til vaxta í útreikningi á mánaðargreiðslum. AI AIÍ KAr.MI.I I I K IiOSTI K: BIFREIÐAR 8t LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. ARMÚLA 13. 5ÍMI: 68 12 00 BEINN SÍMI: 3 12 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.