Morgunblaðið - 02.06.1993, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 02.06.1993, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1993 um er ekki lengur hægt að reka öfluga verkalýðshreyfingu," segir Valter Carlsson. Auka þarf framleiðni í prentiðnaði Morgunblaðið/Sverrir I heimsókn á Bessastöðum VALTER Carlsson, fyrir miðju, heimsótti forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, á Bessastöðum ásamt fleiri gestum. Lengst til hægri er Þórir Guðjónsson, formaður Félags bókagerðarmanna aðssvæði. Eru líkur á að prentverk muni í ríkara mæli fara til ríkja í suður- eða austurhluta Evrópu þar sem kostnaður er minni? „Það ef fyrst og fremst hætta á að vinna flytjist úr landi til Austur-Evrópu. Þar er nú verið að byggja upp prentiðnað og mikið um undirboð. Við leggjum því áherslu á að að- stoða þessar þjóðir við að stofna fijáls og óháð stéttarfélög sem geta gert heildarsamninga. Það er einmitt ekki síst vegna okkar sjálfra og hættunnar á undirboð- um, sem við erum að gera þetta.“ Hann sagði að auðvitað væri ekki hægt að koma í veg fyrir þá hættu með öllu þar sem oft væru undir- boð eina leiðin fyrir þessar þjóðir að fá verkefni. „Annað vandamál, sem ég hef orðið var við á ferðum mínum um Austur-Evrópu, er að þó að við byggjum upp stéttarfélög þá er enginn mótaðili til staðar. Sú furðulega staða er því komin upp að við sem samtök stéttarfé- laga verðum að aðstoða vinnuveit- endur við að skipuleggja sig. Það er búið að stofna nokkur einkafyr- irtæki en þau eru ekki með nein innbyrðis tengsl.“ Valter sagði að þó að það kynni að hljóma undarlega að verkalýðs- frömuðir væru að stússast í því að koma vinnuveitendasambönd- um á laggirnar þá væri það nauð- synlegt. Það yrði ákveðið jafnvægi að ríkja í hveiju þjóðfélagi. Það væri jafn mikilvægt að atvinnurek- endur væru með sterk samtök og að hafa öfluga verkalýðshreyfingu. „Ef maður splundrar vinnuveitend- Varðandi þá efnahagskreppu sem ríkt hefur á Vesturlöndum undanfarin ár sagði hann hana fyrst og fremst hafa leitt til aukins atvinnuleysis meðal bókagerðar- manna. Þetta væri vandamál sem að hans mati væri ekki hægt að leysa með því að lækka laun held- ur yrði að auka framleiðni, t.d. með bættri menntun starfsfólks. Það væri líka besta leiðin til að mæta samkeppni að utan. Ef menn ætluðu að hafa betur í samkeppn- inni við útlensk prentfyrirtæki yrði það að vera á grundvelli meiri gæða og framleiðni. Stærsta vandamálið, út frá sjón- armiði stéttarfélaga, sagði Valter hins vegar vera það, að aðstæður á vinnumarkaðinum hefðu versnað til muna. „Á tveimur árum hefur hinni borgaralegu ríkisstjórn Sví- þjóðar tekist að gera það sem tók Margaret Thatcher tólf ár að fram- kvæma í Bretlandi. Þetta leiðir til þess að andrúmsloftið á vinnu- markaðnum hefur versnað sem er slæmt fyrir báða aðila. Það er ver- ið að reyna að koma þeim stimpli á verkalýðshreyfinguna að hún sé óvinurinn og andstæð fyrirtækja- rekstri. Sú er hins vegar ekki raun- in. Norræna hefðin byggir á því að stéttarfélög og fyrirtæki vinni saman að því að varðveita atvinnu- tækifærin. Þetta er auðvitað gjör- ólíkt því sem er raunin í Suður- Evrópu þar sem hægt er að finna mun herskárri stéttarfélög." Viðtal: Steingrímur Sigurgeirsson. 25 TILBOÐ 16.578 j"stgr. STIGA kurlari 1300 W, sem endurnýtir næringuna úr garð- inum. Fjölbreytt úrval at sláttu- vélum, valsavélum, loftpúöavél- um, vélortum, limgerðisklippum, jarðvegstæturum, mosatæturum, snjóblásurum o.fl. /’TIGFk HAMRABORG 1 -3 KÓPAVOGl SfMI 91-641864 ; (DDDmniSTOiJ hvcr í sínum flokki LADAíS LADAS LADAISSLADA SAFIR 1500cc - 5gíra 495.000 kr. 130.000 kr. út og 13.417 kr. í 36 mánuði SKUTBILL 1500cc - 5gíra Lux 597.000 kr. 150.000 kr. út og 15.147 kr. í 36 mánuði SAMARA 1500cc - 5gíra 639.000 kr. 165.000 kr. út og 16.060 kr. í 36 mánuði SPORT 1600cc - 5gíra 859.000 kr. 235.000,- kr. út og 21.543 kr. í 36 mánuði Tökuni notaða bíla sem greiðslu upp í nýja og bjóðum ýmsa aðra greiðslumöguleika. Teldð hefiur verið tillit til vaxta í útreikningi á mánaðargreiðslum. AI AIÍ KAr.MI.I I I K IiOSTI K: BIFREIÐAR 8t LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. ARMÚLA 13. 5ÍMI: 68 12 00 BEINN SÍMI: 3 12 36

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.