Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1993 Mercedes Benz MB 100 D, órg. 1990. Ekinn 69 þús. km. Viróisaukaskattsbíll. jJlL ío*o’ BÍLASALAN —j————— OKeuunni o, BILABORG sími 686222. Til sölu ijF Rauðir og bleikir leður- klossar Í(F Verð frá 2.300,- kr. HF Stærð 23 - 36 ijF 5% stgr. afsl. ijF Sendum í póstkröfu SKOVERSLUN Gísla Ferdinandssonar LÆKJARGOTU 6A ■ 101 REYKJAVIK • MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI Gríptu tækifærið! Menntaskólinn í Kópavogi býður þér hagnýtt nám á SKRIFSTOFUBRA UT sem er 2ja ára starfstengd braut innan skólans. Kennslugreinar m.a.: Islenska, bókfærsla, stjórnun, símsvörun, tungumál, skjalavarsla, sölutækni, tölvufræði, stærðfræði, tollur, verslunarréttur. Námið er metið inn á stúdentsprófsbrautir. Það er óþarfi að leita langt yfir skammt, því hér fara saman verð og gæði. Innritun stend- ur yfir í síma 43861 og einnig eru þeir sem 'áhuga hafa ávallt velkomnir. Áfangastjóri. HUGVIT ÞARF VIÐ HAGLEIKSSMÍÐAR eftir Stefán F. Hjartarson Út er komið sjötta bindi í Safni til iðnsögu íslendinga. Jón Böðvars- son er ritstjóri þess. Segja má að samnefnari þessa bindis sé hönnun og smíði farartækja til að auðvelda landanum að fara milli staða. Þess vegna verður saga samgangna á íslandi torskilin nema skilningur fáist á lykilhlutverki iðngreina til að framleiða og sinna viðhaldi og annarri þjónustu. Nú á dögum þegar íslendingar reyna að pressa niður verðlag með verslunarferðum til útlanda er sam- keppnin að breytast. Slíkt aðhald getur komið neytendum til góða. Þetta bindi hefur að geyma ljöl- mörg dæmi um hvað framleiðsla innanlands var hagstæð þjóðinni. T.d. var tæplega vit í að flytja inn söðla og aktygi sem gerð voru fyr- ir annars konar hesta en þá ís- lensku. Það vildi brenna við að litið væri á einn þáttinn í samanburði innlendrar og erlendrar vöru, hvort heldur var við söðlasmíði, vagn- smíði eða bílasmíði, en það var inn- kaupsverðið. Þá er litið framhjá nálægð til þjónustunnar, aðlögun að sérþörfum íslendinga vegna að- stæðna hér á landi. Gæðin voru betri en erlenda framleiðslan. Saga íslensks iðnaðar er saga smáiðnaðar sem veitt hefur hundruðum manna vinnu og þúsundum manna þjón- ustu. Allt gekk þetta ekki átaka- laust fyrir sig. Gleriðnaður á ís- landi hefur átt við ramman reip að draga og framleiðslan varð í sumum tilvikum eingöngu tilraunastarf- semi. Sumir náðu að festa rætur farsællega og afla kaupenda. Storr- ættin (Ludvig Storr) hefur frá alda- öðli unnið við gleriðnað. í „Hugviti“ er ætíð fjallað um verknám og fé- lagsstarf hinna ýmsu iðnaðar- manna. Án nokkurs vafa eru ítarlegar lýsingar á vinnubrögðum og verk- lagi við hinar ýmsu iðngreinar mik- ill fengur. Það getur reynt á þolrif þeirra sem í engu eru kunnir t.d. hnakkasmíði að fá nær tæmandi „Fyrir menningu okkar er nauðsynlegt að varð- veita þekkingu á verk- lagi fyrri tíma.“ lýsingu á hverju stigi framleiðslunn- ar. Það breytir þó engu um að fyr- ir menningu okkar er nauðsynlegt að varðveita þekkingu á verklagi fyrri tíma. Fyrir héstamenn er spennandi að lesa sér til um sögu söðulsins. Hestvagnar, hestakerrur og aktygi heyra sögunni til. Söðla- smíði virtist á sjötta áratugnum vera liðin undir lok en þá breyttist hestamennskan í það að verða tóm- stundagaman þéttbýlisbúans og aftur skapaðist markaður fyrir inn- lenda hnakkasmíði. Ögmundur Helgason ritar kafl- ann um söðlasmíði. Þess má geta að afi hans var kunnur söðiasmiður á Sauðárkróki. Þegar leita átti að heimildum um smíði hnakkvirkis (eiginlega grindin í hnakk), hnakks og höfuðleðurs kom fátt í leitirnar. Kom það sér þá vel að bróðir höf- undar hafði numið af afa sínum þá iðn og gat því sjálfur lýst hand- brögðum afa síns. Má segja að söðlasmiðir hafi verið margt í senn: trésmiðir og bólstrarar. Grundvöllur fyrir mikilli sérhæfingu var lítil. Stig sjálfsþurftarbúskapar var ekki yfirgefíð í einni svipan. Sjálfsbjarg- arviðleitni skóp margan þúsund- , þjalasmiðinn og sú þjálfun kom að notum þegar þörf á sérhæfðum úrlausnum vegna viðskipta fór vax- andi. Það er sammerkt öllum bind- unum í Iðnsögu Islendinga að veiga- mikill burðarás frásagna er viðtöl. „Hugvitsbókin" er þar engin undan- tekning. Munnleg geymd er nýtt á vandaðan hátt. Heimildir eru fengn- ar hjá þjóðháttadeild Þjóðminja- safnsins og síðan hafa höfundar sjálfir tekið aragrúa viðtala. Þetta bindi er að hluta til unnið í samráði við söguritnefndir nokkurra stéttar- félaga. Þannig fléttast inn í sögu bifreiðasmíða saga stéttarfélags bifreiðasmiða. Eftir lestur bókar- innar er maður margs fróðari um hve umfangsmikil iðn smíði yfir- bygginga var á fólksbifreiðir, vöru- bifreiðir og rútubifreiðir. Þær voru vandaðar og ódýrari en erlendar yfirbyggingar. Nægilegt var að flytja inn sjálfa undirvagnana með vél, afganginn sáu íslenskir bíla- smiðir um. í fyrstu var hér um að ræða trésmíði frekar en járnsmíði en brátt urðu bílasmiðir að kunna að setja saman rafkerfi bíla. Árið 1942 varð bifreiðasmíði löggild iðn- grein og var ísland nær eina landið sem það hefur gert. Á síðasta ári var B.íliðnafélagið stofnað eftir samruna bifvélavirkja, bifreiða- smiða og bílamálara. Þörfin á sam- stöðu, þjónustu við félagsmenn og fræðslumál hefur aukist. Viðtöl eru til margs nýt en það verður líka að varast að láta stjórn- ast af svörum viðmælenda. Saga fyrirtækis Egils Vilhjálmssonar kemur mikið við sögu bifreiða- smíða. Strætisvagnar Reykjavíkur hf. pöntuðu af honum yfirbygging- ar. Sagt er frá innflutningi og sam- setningu bifreiða á vegum Egils Vilhjálmssonar. Ef til'vill er frá- sögnin af því hvernig Egill Vil- hjálmsson kom undir sig fótunum full ógagnrýnin. Hann nálgast að vera gerður að dýrlingi en hann hafði sínar góðu hliðar. Haukur Már gerir vagnaöldinni skemmtileg skil í kafla um vagna- smíði. Þessi kafli sýnir hve ótrúlega seint hjólið kom til íslands. Elsta heimild um hestakerru er pöntun til rentukammersins í Kaupmanna- höfn frá árinu 1828. Hestar báru klyfjar og mannskepnan bar á baki sínu þungar byrðar. Það er ekki að ástæðulausu að margar verslun- arbækur færðu inn daglaunavinn- una undir liðnum erfiðisvinna. Ekk- ert vegakerfi var á íslandi á fyrri hluta 19. aldar, bara troðningar. Með vegalögum 1894 var ákveðið að skipta vegakerfinu í fimm flokka, flutningabrautir, þjóðvegi, fjallvegi, sýsluvegi og hreppavegi. Með lögunum var gert ráð fyrir að hægt væri fyrir hlaðna vagna að aka á sumrin á flutningabrautun- um. ísland var á hraðri leið inn í vagnaöldina. Torfi Bjarnason í Ól- afsdal hóf. smíði á hestakerrum og hestvögnum nokkru fyrir aldamót og seldust ágætlega en mest voru þeir notaðar heima við, enda akveg- ir fáir. Fjöldaframleiðsla á vögnum hófst hjá Kristni Jónssyni í Reykja- vík. Þessi stutti kafli um vagna- smíði mætti verða að skyldulesn- ingu í skólum landsins. I mínum augum hefur sögu vinnustaða og þróun vinnunnar ver- ið of lítill gaumur gefinn. Huga verður að samskiptum stjórnenda fyrirtækja og starfsfólks þeirra, enda einn þáttur i samspili félags- kerfis og hagkerfis. Iðnsaga íslend- inga bætir þar nokkuð úr. Saga merkra vinnustaða, sumra áður lítt þekktra, er dregin fram í dagsljós- ið, hvort heldur er utan Reykjavíkur eða innan. Sem dæmi má taka Tryggva Pétursson & Co., Bíla- smiðjuna hf., Guðmund Tyrfings- son, Árna Pálsson o.fl. Fjölmargar myndir með ágætis skýringum fylgja textanum jöfnum höndum: Frágangur er til fyrirmyndar og ekki rakst ég á prentvillur. Fyrir alla þá sem vilja vita eitthvað um hvernig farartækjum á íslandi hef- ur verið viðhaldið er þetta bindi búbót. Það yrði þjóðinni til góðs að farkostum yrði betur og lengur við- haldið en raun ber vitni. Með því móti gæti sparast erlendur gjald- eyrir í milljörðum. Höfundur er sagnfræðingur. Bolur 2.220 '.l'i WmBk SVANNI Bolir af ýmsum stæróum og geróum. Pöntunarsími 91-67 37 18 Oplt vlrka daga tró kl. 10-18. Lokai laugardaga. EFtSLLUNffAf dOHSlSOd Stangarhy/ 5 Pósthólf 10210 ■ 130 Reykjavfk Sími 91-67 37 18 ■ Te/efax 67 37 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.