Morgunblaðið - 02.06.1993, Page 23

Morgunblaðið - 02.06.1993, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1993 23 Litháenskir dýralæknar kynna sér sjúkdómavamir og matvælaframleiðslu Láttu EKKI glópagull samkeppnlsaöllans BLEKKJA ÞIG FÉLÖG dýralækna á Norður- löndum hafa aðstoðað systurfé- lög í Eystrasaltslöndunum. Síð- ustu þrjár vikur hafa tveir lithá- enskir dýralæknar kynnt sér dýralækningar og matvælaeftir- lit hér á landi. Þeir segja íslend- ingar geta hjálpað Litháum til að mæta þeim kröfum sem gerð- ar séu til matvæla í Vestur-Ev- rópu. Undanfarin ár hafa norrænu dýralækningarfélögin haft samstarf við félög dýralækna í Eystarsalts- löndunum með það að markmiði að miðla þessum löndum fræðslu og þekkingu á sviði dýralækninga. Það varð sammæli á fundi formanna norrænu dýralækningafélaganna á síðasta ári að skipta með sér verk- um eða öllu fremur löndum í þessu aðstoðarstarfí. Ákveðið var að Finnar aðstoðuðu Eista, Danir og Svíar aðstoðuðu Letta en íslending- ar og Norðmenn skyldu vera Lit- háum hjálplegir. 30. apríl síðastliðinn komu hing- að til lands í boði Dýralæknafélags íslands með aðstoð íslenska utan- ríkisráðuneytisins tveir litháenskir dýralæknar, Darius Bakutis aðstoð- armaður yfirdýralæknisins í Lithá- en og Zygimantas Simelionis sem stundar almennar dýralækningar. Tvímenningarnir sögust hafa orðið margs vísari um dýralækningar og um fyrirkomulag og skipulag sjúk- dómavarna og matvælaframleiðslu hér á landi. Þeim þótti t.a.m. sér- staklega fróðlegt að kynna sér starfsemi Einangrunarstöðvarinnar í Hrísey og eggjaflutninga í mjólk- urkýr. Evrópukröfur Hinir litháensku dýralæknar lögðu sig sérstaklega eftir því að kynna sér gæðastjórnun, hreinlæti og eftirlit með matvælavinnslu í .sláturhúsum. Daríus Bakutis sagði Litháa hafa staðið framarlega í mjólkurvinnslu og kvikfjárrækt. Nú vildu þeir selja sína framleiðslu í Vestur-Evrópu en þar væru gerðar strangar kröfur sem yrði að upp- fylla og ekki síður yrði allt gæða- og heilbrigðiseftrlit, vottorð og önn- ur pappírsvinna að vera í lagi. Dar- íus sagði Litháa ætla sér að koma upp einu eða tveimur fullkomnum sláturhúsum til að framleiða fyrir Evrópumarkaðinn. Hann sagðist hafa heimleiðis með sér í farteskinu ótölulegan fjölda mynda, leiðbein- inga og staðla um matvælafram- leiðslu. Þeir félagar töldu líklegt að gagnsemi þessarar heimsóknar ætti eftir að koma enn betur í ljós þegar heim kæmi og starfíð hæfist. Þá yrði gott að geta haft faglegt sam- starf við starfsfélaga hér á landi. Rögnvaldur Ingólfsson formaður Dýralæknafélags íslands sagði ís- lenska dýralækna vera mjög ánægða með að geta miðlað öðrum af þekkingu sinni og reynslu og þeir væntu þess að framhald yrði á þessu starfí en formaður Dýralækn- ingafélags Litháens mun koma á fund formamanna dýralæknafélaga Norðurlanda sem verður haldinn á íslandi 6. júní næstkomandi. Rögn- valdur vildi sérstaklega þakka ís- lenska utanríkisráðuneytinu fýrir þann stuðning og aðstoð sem það hefði veitt Dýralæknafélaginu við þetta verkefni. EKTA GULi raso UTURINN GULLINN, SKORPAN STÖKK, BRAGÐID UÚFFENGT - ekta gulllð rasp! Sumarfrí í Skandinavíu! Skandlnavía bí5ur, full af spennandl ferdamögulelkum. Fjölmargir gistimöguleikar í boöi, allar upplýsingar eru aö finna i SAS hótelbæklingnum. Flogiö er til Kaupmannahafnar alla daga, ■ BORGARDÆTUR og Setulið- ið halda tónleika á veitingahúsinu Tveimur vinum á morgun fimmtu- dag, klukkan 22. Borgardætur er söngtríó skipað Ellen Krisljáns- dóttur, Andreu Gylfadóttur og Berglindi Björk Jónasdóttur. Þær flytja tónlist í anda Andrews-systra við undirleik Setuliðsins, híjóm- sveitar sem skipuð er Eyþóri Gunnarssyni píanóleikara, Þórði Högnasyni bassaleikara, Matthí- asi Hemstock trommuleikara, Sigurði Flosasyni saxófónleik- ara, Veigari Margeirssyni tromp- etleikara og Ossuri Geirssyni básúnuleikara. Undanfarnar vikur hefur þessi hópur skemmt matar- gestum á Hótel Borg. Tónleikarnir á Tveimur vinum annað kvöld hefj- ast klukkan 22. (Fréttatilkynning) ■ ARABÍSKT-íslenskt kvöld verður fimmtudaginn 3. júní kl. 19 á Klapparstíg 28, 2. hæð (Félags- heimili heyrnarlausra). Arabískir kokkar bjóða upp. á arabíska rétti. Dagskráin verður þannig að Einar Kristján Einarsson leikur á gítar, Linda Vilhjálmsdóttir les eigin ljóð og Jóhanna Krisljónsdóttir segir frá ferð til Jemen í stuttu máli og myndum. allt aö þrisvar sinnum á dag og þaöan er tengiflug til annarra borga á Noröurlöndum. Hafðu samband viö söluskrifstofu SAS eöa feröaskrifstofuna þína. Sumarleyfisfargjöld SAS Keflavtk • Kaupmannahöfn 28.900,- Kefiavfk - Vaxjö 29.900,- Keflavtk - Gautaborg 28.900,- Keflavfk - Vesterás 29.900,- Keflavtk - Malmö 28.900,- Keflavfk - Örebro 29.900,- Keflavfk • Stokkhólmur 29.900,- Keflavfk - Osló 28.900,- Keflavfk - Norrköplng 29.900,- Keflavfk - Stavanger 28.900,- Keflavtk - Jönköplng 29.900,- Kefiavík - Bergen 28.900,- Keflavfk • Kalmar 29.900,- Keflavfk - Krlstlansand 28.900,- Verð glldlr tll 30. september og miðast við dvöl erlendls í 6 - 30 daga. _ Barnaafsláttur er 33%. Bókunarfyrirvarl 21 dagur. Innlendur flugvallarskattur 1.310 kr., danskur flugvallarskattur 664 kr. ff/f/SAS SAS á Islandi - valfrelsi i flugi! Laugavegl 172 Síml 62 22 11 YDDA F42.54 / SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.