Morgunblaðið - 05.08.1993, Page 20

Morgunblaðið - 05.08.1993, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993 Fjórir fórust FJÓRIR menn fórust og tveir slösuðust þegar lítil tveggja hreyfla flugvél fórst í skóglendi í grennd við bæinn Vasterás í Svíþjóð seint á þriðjudagskvöld. Vélin var að koma frá Gotlandi þegar slysið varð og átti skammt ófarið að flugvellinum í Vast- erás. Engar fregnir hafa borist um orsakir. Bretar drekka minna BRETAR drekka minna en ná- grannar þeirra í Evrópu, sam- kvæmt nýlegri könnun í Evr- ópubandalags- ríkjunum. Þann- ig innbyrti meðalfrakkinn 12,6 lítra af hreinu áfengi árið 1990, sem er 80% meira en meðalbretinn drakk. Þjóðverjar drukku að meðaltali um 70% meira en Bretar, og Spánveijar helmingi meira. Bjór er rúmlega helmingur alls þess áfengis sem Bretar drekka, þótt sífellt aukist neysla léttvína. Frakkar drekka fimm sinum meira af léttvíni en Bretar. Það eru svo Spánveijar sem drekka mest af brenndum vínum. Motown selt BANDARÍSKA hljómplötufyrir- tækið Motown hefur verið selt PolyGram fyrir um 200 milljónir punda. Yfírmaður PolyGram, sem er í eigu hollenska alþjóðar- isans Philips, sagði að Motown myndi halda „menningarlegri sérstöðu sinni“ en fyrirtækið hefur gefið út verk margra þekktustu soul-tónlistarmanna Bandaríkjanna. Mafíulimir tengdir morði TVEIR meðlimir mafíunnar sem eru í fangelsi á Ítalíu hafa verið bendlaðir við morðið á dómaran- um Giovanni Falcone í fyrra. Að sögn rannsóknara benda all- ar líkur til að mafíulimirnir tveir hafi verið potturinn og pannan í tilræðinu sem varð Giovanni, konu hans og þrem lífvörðum að bana á Sikiley. Hann var ötull baráttumaður gegn mafíu- glæpum í landinu. Zuroff gegn Demjanjuk EFRAIM Zuroff, forstöðumaður Wiesenthal-stofnunarinnar í Jerúsalem, segist munu ganga í lið með fleiri aðilum sem vilja koma í veg fyrir að John Demj- anjuk fái að yfírgefa ísrael. Eru rök Zuroffs þau að Demjanjuk hafí verið vörður í útrýminga- búðunum Sobibor, skammt frá Treblinka. „Sobibor voru ekki sumarbúðir,“ segir Zuroff. „Þeir sem þar unnu tóku þátt í morð- um á 250 þúsundum saklauss fólks. Við munum leita allra lagalegra leiða til þess að fá manninn dæmdan fyrir þá glæpi sem hann hefur framið." Kúrdar myrða 25 manns KÚRDÍSKIR skæruliðar stöðv- uðu fjórar fólksflutningabifreið- ar í suðausturhluta Tyrkiands í gær, skutu 25 óbreytta borgara til bana og særðu 50. Byssu- mennirnir heyra til Verka- mannaflokki Kúrdistan, sem hefur barist fyrir sjálfstæði Kúrda síðan 1984. Rúmlega 6500 manns hafa verið myrtir í Tyrklandi síðan sjálfstæðisbar- áttan hófst. Aftur til fortíðar Taldi Thatcher við völd London. The Daily Telegraph BRESKUR kráarhaldari rotaðist í áflogum og vaknaði aftur til þess sem hann hélt vera valda- tíma Margaretar Thatcher, auk þess sem hann mundi ekki til þess að vera giftur snótinni sem sagðist vera konan hans. John Bowe, 35 ára gamall kráar- haldari í Portsmouth á Suður-Eng- landi rotaðist þegar hann lenti í útistöðum við þijá menn síðastliðið mánudagskvöld. Hann rankaði við sér daginn eftir, en hélt þá vera árið 1986. Hann mundi ekki til þess að hafa nokkurn tíma heyrt minnst á John Major, sem væri tek- inn við völdum af Thatcher. Hann átti ennfremur í miklum erfíðleikum með að kannast við konuna sína „og höfum við þó verið gift síðan 1978,“ sagði konan. Henni tókst þó á endanum að sannfæra Bowe um að þau væru hjón. Reuter Afmæli drottningarmóður ELÍSABET dróttningarmóðir á Englandi hélt upp á 93 ára afmæli sitt í gær. Mörg hundruð manns söfnuðust að hliði heimilis hennar, Clarence House, í London til óformlegs fagnaðar, og tók Elísabet við blómum og heillaóskum. Dagblöð fóru virðingarorðum um „uppáhaldsömmu þjóðarinnar". Neðri deild ítalska þingsins samþykkir breytt kosningalög „Þingið undirritaði sinn eigin dauðadóm“ Róm. Reuter. NEÐRI deild ítalska þingsins samþykkti í gær með 287 atkvæðum gegn 78 umfangs- miklar breytingar á kosningalöggjöf lands- ins. Öldungadeildin hafði samþykkt frum- varpið á þriðjudagskvöld og það er því orðið að lögum. Með hinum nýju lögum hefur þing- ið í raun leyst sig sjálft upp og ákveðið að algjörlega nýtt kerfi taki við að nokkrum mánuðum liðnum. „Þetta er frábær árangur, hvorki meira né minna en hara-kiri. Þingið er búið að undirrita sinn eigin dauðadóm," sagði sigrihrósandi embættismaður á skrif- stofu Carlos Azeglios Ciampis forsætisráð- herra er úrslit atkvæðagreiðslunnar lágu fyrir. Búist er við að efnt verði til þingkosninga í janúar á næsta ári og verða þá tekin upp ein- menningskjördæmi í stað hlutfallskosninga. Mik- ill meirihluti ítölsku þjóðarinnar hafði krafist þess í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem haldin var í apríl á þessu ári, að núverandi kerfi yrði fellt úr gildi. Búist er við mikilli endurnýjun meðal þingmanna, enda sætir um fimmtungur þeirra, sem nú sitja á þingi, opinberri rannsókn vegna spillingar eða tengsla við mafíuna. Rannsókuir á spillingu Rannsóknir saksóknara á spillingarmálum hafa komið sérlega illa við flokka kristilegra demókrata og sósíalista, sem farið hafa með völd í landinu undanfarna þijá áratugi. Ríkisstjórn Ciampis, sem tók við völdum skömmu eftir atkvæðagreiðsluna, hafði það að meginmarkmiði að breyta kosningalögunum. Hafði Ciampi gefíð þinginu frest fram á föstu- dag í þessari viku til að samþykkja frumvarpið. Málþóf Frumvarpið hafði þá verið til umfjöllunar í marga mánuði og ekki verið hægt að ganga til atkvæða vegna málþófs og hundraða breytinga- tillagna. í kjölfar sprengjutilræða í helstu borg- um Italíu ákváð þingmenn loks að falla frá and- stöðu sinni. Forsætisráðherrann fagnaði úrslitunum og sagði þau sýna að Italir væru þess megnugir að endurnýja hina lýðræðislegu umgjörð án þess að grípa til örþrifaráða. Sovétiiiósnari í ísrael Tíu ára fangelsi álaun Jerúsalem. Reuter. VÍSINDAMANNI sem vann á ísra- elskri rannsóknarmiðstöð í líf- fræði hefur verið haldið í fangelsi á laun undanfarin 10 ár. Honum er gefið að sök að hafa verið sov- éskur njósnari. Dagblaðið Haaretz greindi frá þessu i fyrradag. Blað- inu tókst að fá aflétt banni ritskoð- enda ísraelshers við birtingu fréttarinnar. Haaretz segir að vísindamaðurinn, Marcus Klingberg, hafí verið einn helsti njósnarinn sem _ Sovétmenn höfðu á sínum snærum í ísrael. Hann hafi flutt til landsins frá Sovétríkjun- um árið 1948, og unnið á rannsókn- armiðstöð í grennd við Tel Aviv frá 1957 þangað til hann var tekinn höndum árið 1983. Miðstöðin sá um megnið af rannsóknum ísraels á efna- og sýklahemaði. Klingberg var að sögn dæmdur í lífstíðarfangelsi í leynilegum réttarhöldum í Tel Aviv, og er nú 75 ára gamall. Clinton vill stuðning landsmanna í stríðinu við fjárlagahallann BILL Clinton, forseti Bandarikjanna, skoraði í fyrrakvöld á landsmenn sína að styðja fjárlagatillögur stjórnarinnar en talið er, að mjótt verði á munum í atkvæðagreiðslu um þær 'á þingi. Með tillögunum er stefnt að því að lækka fjárlagahallann um nærri 500 milljarða dollara á fimm árum. A að gera það annars vegar með niðurskurði og hins vegar skattahækkun en bandarískir þingmenn eru ekki jafn viðkvæmir fyrir neinu sem nýjum álögum. í ræðu sinni, sem var sjónvarpað, lagði Clinton áherslu á, að ekki væri aðeins um skattahækkanir að ræða, heldur raunverulegan niðurskurð en repúblikanar á þingi hafa snúist önd- verðir gegn tillögunum. Meðal demó- krata er líka veruleg andstaða við þeim og því snýst baráttan í raun um að tryggja, að sem fæstir þeirra greiði atkvæði gegn þeim. Clinton leggur til, að opinber út- gjöld verði skorin niður um 256 millj- arða dollara og 241 milljarðs aflað með nýjum sköttum. Það er skatta- hækkunin, sem fer fyrir bijóstið á flestum, og sumir áhrifamenn í hópi demókrata ætla af þeim sökum að greiða atkvæði á móti. Meðal þeirra er áhrifamikill öldungadeildarþing- maður, David L. Boren frá Okla- homa, en hann segir, að upphaflega hafi verið gert ráð fyrir að skera helmingi meira niður en næmi nýjum sköttum. A1 Gore varaforseti kveðst þó viss um, að tillögumar muni kom- ast í gegnum báðar deildir nú í vik- unni. Útþynntur orkuskattur Tillögur Clintons nú eru ekki alveg þær, sem hann lagði fram fyrst, held- ur málamiðlun sem fengist hefur fram eftir fyrstu meðferð þingdeild- anna tveggja á frumvarpi hans. Munar þar mismiklu en langmestu hvað varðar orkuskattinn. Hugmynd forsetans var að leggja skatt á allt eldsneyti og fá þannig í ríkiskassann 72 milljarða dollara á fimm árum en útkoman er sú, að gert er ráð fyrir 4,3 senta skatti á bensíngallonið (3,8 lítra) og á hann að skila 23 milljörð- um dollara á fyrmefndum tíma. í þeirri málamiðlun sem fyrir þing- deildunum liggur er hins vegar ekki að fínna áætlanir um vegagerð, stór- felldar umbætur á sviði samgangna og tæknilega umbyltingu á vettvangi umhverfísmála, sem Clinton lagði svo ríka áherslu á í kosningabaráttu sinni og fullyrti að skapað gætu fjölda nýrra starfa. Þykir mörgum stjórn- málaskýrendum vestra fjárlögin minna mjög á þau sem George Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti lagði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.