Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993
Guðný Jóhannes-
dóttir - Minning
Fædd 21. apríl 1903
Dáin 27. júlí 1993
í dag verður kvödd móðursystir
mín, Guðný Jóhannesdóttir. Útförin
fer fram frá Fossvogskirkju kl.
13.30.
Guðný lést á Borgarspítalanum
að morgni 27. júlí síðastliðinn eftir
stutta legu. Hún var fædd 21. apríl
1903 á prestssetrinu Kvennabrekku
-4 Dölum, dóttir hjónanna Guðríðar
Helgadóttur og Jóhannesar Lárusar
Lynge Jóhannssonar prests. Systk-
inin voru alls sautján, þar af ellefu
alsystkin Guðnýjar. Fjögur dóu á
bamsaldri en enn eru fjögur á lífi,
Leifur, Haukur, Elín og Ragnheiður,
móðir mín. Guðný bjó hjá foreldrum
sínum á Kvennabrekku þar til hún
var 15 ára en þá fékk faðir hennar
lausn frá embætti og fjölskyldan
flutti til Reykjavíkur.
Afi var mikill fræði- og málvís-
indamaður og þegar til Reykjavíkur
kom hóf hann störf við íslenskurann-
sóknir og byrjaði að safna í íslensku
orðabókina. Alltaf ríkti gleði á
Laugavegi 54b, þótt húsakynni væru
þröng og efni lítil. Ein jólin fengu
systkinin hálfan blýant og blað og
allir voru ánægðir. Aldrei höfðu þau
jólatré, en kerti voru sett á homin
á borðstofuborðinu og dansað í
kringum það, því lyft og hrópað
húrra. Systkinin voru samheldin og
þegar faðir þeirra féll frá árið 1929,
fundu þau sér öll einhvetja launa-
vinnu til þess að ekki þyrfti að
sundra fjölskyldunni. Guðný var ekki
há í loftinu þegar hún fór að sauma
flíkur á heimilisfólkið. Hún hóf ung
störf hjá Brunabótafélagi íslands og
vann þar samfellt í ein 60 ár utan
eitt ár sem hún starfaði hjá trygg-
ingafélaginu Store Brand í Ósló.
Árið 1947 kynntist Guðný eftirlif-
andi eiginmanni sínum, Gils Guð-
mundssyni, rithöfundi og fyrrver-
andi alþingismanni. Þau eignuðust
eina dóttur, Ernu Sigríði. Áður hafði
Guðný eignast drenginn Úlf.
Með fjöiskyldum okkar var alla
tíð mikill samgangur og við Erna
urðum góðar vinkonur. Þótt Erna
flyttist til Danmerkur aðeins tvítug
að aldri, hætti ég ekki að koma á
Laufásveginn til Guðnýjar og Gils,
heldur tókst enn nánari vinskapur
með okkur Guðnýju. Við skildum
hvor aðra mjög vel þótt aldursmunur
væri mikill, enda sagðar að mörgu
leyti nokkuð líkar. Alltaf var mér
tekið opnum örmum á Laufásvegin-
um og seinna fjölskyldu minni einn-
ig. Börnin sem aldrei voru til ama
fóru þaðan alltaf með einhvern
glaðning.
Guðný Lynge var mikill persónu-
leiki og heimskona, það tóku allir
eftir henni þar sem hún fór. Hún
var mikilúðleg í fasi og bar með sér
vissa dul, en fjörmikil og fijálslynd
og setti aldrei neitt fyrir sig. Fyrir
tíu árum misstum við Guðný af rút-
unni og fórum á puttanum úr Mos-
fellssveit til Reykjavíkur. Það var
ekkert mál fyrir hana að taka upp
þennan ferðamáta. Hún var lítið
gefín fyrir snyrtivörur, en hafði yndi
af að búa sig upp á eftir eigin höfði
og var engum lík í því sem svo
mörgu öðru. Best féll henni einfald-
ur matur, soðinn fiskur og kjötsúpa,
enda taldi hún steiktan mat miður
hollan. Hún var mikið náttúrubarn,
sóldýrkandi og góð sundkona og fór
í sund daglega. Rúmlega tvítug synti
hún fyrst kvenna úr Engey að Kveld-
úlfsbryggju. Hún ferðaðist mikið
bæði innanlands og utan og ekki
alltaf alfaraleið. Hún fór til Rúss-
lands árið 1931 og dvaldi þar í einn
mánuð. Nokkrum árum síðar reið
hún norður Kjöl.
Guðný sat aðeins einn vetur í
Kvennaskólanum, en lauk tveggja
ára námi á þeim vetri. Hún las mik-
ið og sótti mörg námskeið og var
vel að sér um hvaðeina. Þegar hún
hætti hjá Brunabótafélagi Islands,
komin um áttrætt, tók hún til við
að auka þekkingu sína í frönsku og
ensku og ef til vill fleiri tungumálum
í Málaskólanum Mími. Hún var mik-
il íslenskumanneskja, hefur erft það
frá föður sínum. Það gladdi hana
mjög að fýrir nokkrum árum fannst
loks í Landsbókasafninu glatað orða-
safn föður hennar, en hann safnaði
upplýsingum um íslensk orð í vindla-
kassa og ók þeim á handvagni á
Landsbókasafnið. Móðir mín sagði
mér að hún notaði Guðnýju systur
sína eins og orðabók. Kattavináttuna
hafði hún einnig frá föður sínum.
Hann lagðist aldrei -svo til svefns,
að kisi væri ekki kominn í hús.
Guðný og Gils héldu alltaf kött á
Laufásveginum og hann fékk alltaf
bestu bitana.
Guðný var alla tíð mikil félags-
vera og lét sig aldrei vanta í mann-
fagnað. Það var gott að fá hana í
afmælið sitt því að hún kom með
svo glöðu geði. Hún hafði gaman
af að dansa og dansaði vel. Hún var
mjög trygglynd og hélt góðu sam-
bandi við vini og ættingja, meira að
Lilja Þorkels-
dóttir - Minning
Fædd 27. desember 1900
Dáin 30. júlí 1993
Sól eg sá
svo þótti mér
sem eg sæja göfgan guð.
Henni eg laut
hinsta sinni
alda heimi í.
^ (Sólarljóð, 41.)
Ofarlega á hurðinni á heimili Lilju
Þorkelsdóttur á Grettisgötu 28B þar
sem hún bjó lengst af ævi sinnar
er lítil postulínsplata, hvít með
svörtu letri. Frá því að ég byijaði
að stauta og lengi frameftir sýndist
mér ekki betur en þar stæði Lilja.
Þótti mér það ofur eðlilegt jafnvel
þó að eiginmaður hennar, Jóhannes
Kárason, og faðir hennar, Þorkell
Þorleifson, byggju þarna líka. Ekki
vegna þess að þeir stæðu ekki undir
nafni, heldur vegna þess að Lilja var
sú sem stóð manni næst á því heim-
ili, var samnefnari þess. Hún var
þessi mikla manneskja sem maður
leit upp til.
Svo stækkaði maður og komst að
raun um að í þessa postulínsplötu
var greypt þetta einfalda orð: Loft.
Var þetta einfaldlega gert svo að
fólk villtist ekki á dyrum, ef það
ætlaði að heimsækja fólkið á efri
hæðinni eða öfugt. Nöfn voru óþarfi
því að allir vissu hveijir áttu heima
í þessu húsi.
Það er á neðri hæð þessa húss
sem ég er fæddur og uppalinn. Bjó
þar raúnar þangað til ég þóttist
nógu lífsreyndur til að hleypa heim-
draganum.
>- Lilju fannst ævinlega hún eiga
eitthvað í mér og það með réttu.
Ekki síst þareð hún var viðstödd
fæðingu mina og átti sinn þátt í að
aðstoða móður mína við að koma
mér í heiminn. Sjálfri varð henni
ekki barna auðið og leit því á mig
sem son sinn. Hún reyndist mér líka
sem sönn fósturmóðir, enda hefí ég
,, ávallt litið á hana öðrum þræði þeim
augum, og Lilju og Jóhannes sem
fósturforeidra á meðan hans naut
við. Oftar en ekki ávarpaði Jóhannes
mig sem fóstra. Það má því segja
að ég hafí átt tvö heimili, enda ná-
inn vinskapur milli þeirra og foreldra
minna sem bjuggu á neðri hæðinni.
Frá þessum bernskuárum eru mér
hinar árvissu sumarfrísferðir til
Þingvalla ofarlega í huga. Foreldrar
mínir og Lilja og Jóhannes tóku sig
þá saman og dvöldu í tjaldi um viku-
tíma, jafnvel lengur. I þá tíð voru
þetta langferðir því að ævinlega var
áð á miðri leið til að fá sér kaffí og
meðlæti. Veiðiskapur var óspart
stundaður og veiddum við í soðið,
en það sem var umfram var saltað
í litla tunnu. Öfugsnáði heitir sá
staður þar sem mörg murtan og
bleikjan var dregin á land.
Á þessum árum var enn búið í
Vatnskoti, en ófá sporin átti maður
þangað til að sækja mjólk í brúsa
hjá bóndanum, Símoni, móðurbróður
Lilju. Betri né stærri kæli var vart
hægt að hugsa sér en sjálft Þing-
vallavatn.
Ég hélt áfram í nokkur ár að fara
þessar árvissu Þingvallaferðir með
Lilju og Jóhannesi þó að foreldrar
mínir færu ekki lengur með, eða
allt þar til þau Lilja treystu sér ekki
lengur til að fara í slíkar ferðir. Æ
síðan hefur mér fundist það sumar
ekki mega líða að ég líti ekki dýrð
Þingvalla augum - þó tjaldferðum
hafi fækkað nokkuð.
Síðasta ferð Lilju til Þingvalla,
sumarið 1991, verður mér minnis-
stæð. Hafði ég þá bifreið til umráða
og ákvað að bjóða henni og móður
minni í ökuferð með fjölskyldu minni
á fornar slóðir. Þegar ég hafði ekið
framhjá afleggjaranum að Valhöll
og átti skamman veg ófarinn að
Ófugsnáða gafst bifreiðin hreinlega
upp og neitaði að fara lengra. (Það
er ekki að spyija að þessari japönsku
fjöldaframleiðslu, hugsaði ég með
mér. Gamli pallbíllinn hans Jóa,
módel ’29, hikstaði aldrei og var
leiðin ómalbikuð þá.) Var þá ekki
um annað að ræða en að stíga út
úr bílnum og fá sér kaffisopa í ein-
hverri lautinni. Studdum við Lilju
yfír dúnmjúkan mosann og hjálpuð-
um henni að setjast á hæfílega stóra
þúfu. Það var lán að óvenjuhlýtt var
í veðri þennan dag, en mistur allt
um kring svo ekki gaf fjallasýn.
Ekki urðum við lengi strandaglóp-
ar þó að sannarlega væsti ekki um
okkur á þessum fagra stað. Tókst
mér að gangsetja bílinn á ný og ók
eins langt og farartækið leyfði í átt
að Þingvallabænum. Bankaði ég
uppá hjá presthjónunum, séra Heimi
Steinssyni og Dóru Þórhallsdóttur,
sem Lilja þekkti gjörla enda Dóra
nákominn ættingi. Þau sæmdarhjón
björguðu okkur í bæinn, og uppgefíð
farartækið var dregið til byggða.
Þessari óvæntu uppákomu tók
Lilja með þvi æðruleysi og jafnaðar-
geði sem henni var svo eðlislægt.
Ég var ekki einasta tíðum á efri
hæðinni heldur fylgdi ég þeim hjón-
um í heimsóknir til systkina Lilju
og þeirra fjölskyldna. Margar ánæg-
justundir átti ég á gamlárskvöldi á
heimili Betu, systur Lilju, og fjöl-
skyldu hennar.
Mér er einnig í bamsminni för
okkar að Brú í Biskupstungum þar
sem kunningjafólk þeirra, Marta og
Óskar, stunduðu búskap. Kynntist
ég þar dóttur þeirra, Lilju. Leiðir
okkar lágu síðan oft saman því að
Lilja gisti ævinlega hjá nöfnu sinni
er hún dvaldi í bænum - þar til
foreldrar hennar fluttu á mölina.
Miklir kærleikar voru jafnan milli
Lilju Þorkelsdóttur og Lilju frá Brú,
enda er mér ekki grunlaustum að
sú fyrmefnda hafí litið svo á að hún
ætti eitthvað í nöfnu sinni einsog
mér.
Ennfremur fór ég stöku sinnum
með Lilju að BijánsstÖðum í Gríms-
nesi^sem eru hennar æskustöðvar.
Þar var okkur tekið með kostum og
kynjum eins og við var að búast.
Állir ættingjar Lilju og kunningjar
hafa ævinlega reynst mér ákaflega
vel og tekið því sem eðlilegum hlut
að ég fylgdi þeim hjónum þegar
hugur minn stóð til þess. Slík
tryggðabönd rofna ekki. Á engan
er hallað þó að ég nefni hér sérstak-
lega vináttutengsl mín við Elísabetu,
systur Lilju, og Lilju Óskarsdóttur.
Síðustu árin var sjón Lilju farin
að daprast og treysti hún sér ekki
lengur til að greina svart letrið, en
löngum hafði hún lesið sér til
ánægju, einkum og sérílagi ævisögur
og æviþætti, allt er laut að alþýðu-
fróðleik. Var ráðin bót á þessu með
því að ég fékk lánaðar hljóðbækur
frá Blindrabókasafninu. Það voru
einna ánægjulegustu stundir hennar
segja hélt hún tryggð við tannlækn-
inn sinn þótt hún þyrfti að vitja
hans til Danmerkur í ein 30 ár eftir
að hann flutti þangað. Guðný var
alla tið mikill kommúnisti og hrun
Sovétríkjanna breytti engu þar um.
Guðný átti láni að fagna í lífinu.
Hún var alla tíð heilsuhraust nema
síðastliðið ár að líkaminn var aðeins
farinn að gefa sig, en hélt andlegum
kröftum óskertum. Hún naut oftast
lífsins. Hún átti góðan eiginmann
sem var óþreytandi að keyra hana
um og lesa fyrir hana þegar sjónin
var farin að bila. Hún eignaðist tvö
dugnaðarbörn og átta barnabörn,
hvert öðru mannvænlegra.
Erna Sigríður býr í Danmörku
ásamt manni sínum Per og fjórum
bömum. Hún er menntaður félags-
ráðgjafí og veflistakona og rekur
kaffihús samhliða listmunasölu og
framleiðslu á náttúmkremi. Úlfur
síðustu vikurnar á meðan heilsan
leyfði að hlýða á þessar snældur.
Hafði hún gaman af að endursegja
manni það sem hún var nýbúin að
hlusta á.
Þó að hún væri orðin ansi fótafú-
in og kæmist varla ferða sinna án
stuðnings lét hún sér aldrei leiðast.
Efast ég raunar um að hún hafi
kunnað það. Hún hafði brennandi
áhuga á íþróttum og þegar beinar
útsendingar vom frá knattspymu-
og handboltaleikjum lét hún slíka
merkisviðburði aldrei framhjá sér
fara.
Síðustu árin höfðum við hjónin
fyrir sið að heimsækja hana ásamt
dóttur okkar á aðfangadagskvöld
jóla þegar hún var ein i húsinu.
Þarna sat hún í stofunni og hafði
af veikum mætti tekist að skapa
hátíðlega stemmningu í kringum sig,
og maður var strax umvafinn þeim
hlýhug og þeirri vinsemd sem hún
sjálf mótaði með nærvem sinni.
Þetta vom ánægjulega kvöldstundir
yfír kaffíbolla og sérrístaupi.
Lilja var ákaflega bamgóð mann-
eskja. Hún reyndist systkinabörnum
sínum og börnum þeirra, börnum
kunningja sinna og þar á meðal
mínum börnum ákaflega vel. Var
hún alltaf að gauka að þeim ein-
hveiju smáræði.
Það fannst öllum gott að hein.
sækja Lilju, enda varð maður ávallt
reynslunni ríkari í hvert sinn er
Árnason býr í Svíþjóð, er prófessor
við erfðafræðistofnun Lundarhá-
skóla og er kunnur vísindamaður á
sínu sviði. Hann er kvæntur Lenu
og eiga þau fjögur börn. Erna og
Ulfur hafa haldið tryggð við heima-
haga sína og komið hingað árlega
með fjölskyldur sínar. Guðný hafði
yndi af spilamennsku og spilaði mik-
ið við barnabörnin. í sund fóm allir
daglega þegar hér var dvalið.
Guðný náði að kveðja allt sitt fólk.
í júní fór hún bæði til Danmerkur
og Svíþjóðar að hitta börn sín og
fjölskyldur þeirra og var við skírn
yngsta bamabarns síns.
Mikill sjónarsviptir er að Guðnýju.
Hún hélt andlegu fjöri til hinstu
stundar og var hnyttin í tilsvörum
eins og endranær. Nokkrum dögum
áður en hún dó, komum við í heim-
sókn á Laufásveginn til þeirra hjóna.
Guðný var hálflasin og lá að mestu
fyrir. Ég sat á rúmstokknum hjá
henni, og við áttum gott spjall sam-
an eins og svo oft áður. Ég sagði
að mér fyndist hún nú bara líta vel
út, en þá svaraði hún: „Þú kannt
að tala við fólk.“
Elsku Gils, Erna, Úlfur, börn og
tengdafólk, ég færi ykkur samúðar-
kveðjur mínar, ijölskyldu minnar,
móður minnar, bræðra og fjöl-
skyldna þeirra.
Blessuð sé minning Guðnýjar.
Guðríður Steinunn Oddsdóttir.
1 dag kveðjum við Guðnýju Jó-
hannesdóttur, sem lést 27. júlí síð-
astliðinn á 91. aldursári. Á þessari
stundu vil ég með fáeinum orðum
flytja kveðjur og þakkir og votta
minningu hinnar öldnu vinkonu
virðingu mína.
Guðný var mikilhæf kona, sér-
stæður en ljúfur persónuleiki og
lýsti af lífsgleði hvar sem hún fór.
maður átti við hana þægilegt spjall.
Hún var jákvæð manneskja, víðsýn
og heiðarleg. Hún var gjarnan opin
fyrir nýjum hugmyndum og vildi
reyna ýmislegt nýtt. Má í því sam-
bandi nefna mataræðið. Hún vildi
ólm prófa sitthvað nýtt á matvöru-
markaðnum, grænmeti, mjólkurvör-
ur, pasta- og pizzurétti svo að eitt-
hvað sé nefnt. Ekki sakaði að ég
mælti sjálfur með ákveðnum fæðu-
tegundum.
Lilja var sönn manneskja. Hún
viidi öllum gott gjöra. Hún forðaðist
deilur og vildi lifa með öðrum í sátt
og samlyndi. Siðferðilegur styrkur
hennar lá í kærleika, hófsemd og
heiðarleika. Þessi eiginleiki, þessi
styrkur, var henni svo eðlislægur og
blátt áfram. Öll sýndarmennska var
henni fjarlæg.
Styrk sinn sótti hún í trúna. Trú
hennar var einföld og sönn. Hún
þurfti ekki á bóklegri þekkingu eða
tíðum kirkjusóknum að halda til að
rækta trú sína. AHur hégómaskapur
og hávaði í kringum slík málefni var
henni fjarri skapi. Hún þurfti ekki
að sannfæra aðra um trú sína.
Með Lilju er gengin stórbrotin og
mikil manneskja sem er okkur, sem
áttum því láni að fagna að þekkja
hana, fyrirmynd um siðferðilegan
styrk. í umhverfi sem einkennist af
hraða, yfírborðsmennsku og sér-
hagsmunum er erfitt að vera sið-
ferðilega sterk manneskja. Þessi
sammannlegi þáttur, samhljómur til-
verunnar, sem tengir okkur saman,
má ekki bresta ef við ætlum að lifa
saman í sátt og samlyndi á þessari
jörð.
Innsta þrá tilveru okkar er leitin
að guði eða fegurðinni. Sú leit er
eilíf og henni lýkur ekki fyrr en á
hinsta degi. Enginn veit hvenær
kallið kemur, en þegar fólk kveður,
satt lífdaga og sátt við guð og menn,
er dauðinn fagur, fullkomnun alls.
Þegar ég leit Lilju augum, aðeins
tveim stundum eftir að hún hafði
kvatt þennan heim, skynjaði ég að
hún hafði fundið fegurðina. Yfir
andliti hennar var friður og ró. Um
varir hennar lék hlýlegt bros.
Hér við skiljumst
og hittast munum
á feginsdegi fira.
Drottinn minn
gefi dauðum ró
og hinum líkn er lifa.
(Sólarljóð, 82.)
Sigurður Jón Ólafsson.