Morgunblaðið - 05.08.1993, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993
Minning
Gissur Jörundur
Kristinsson fram-
kvæmdasijóri
Fæddur 17. júlí 1931
Dáinn 28. júlí 1993
Síðastliðinn föstudag barst mér
sú harmafregn, að Gissur Jörundur,
mágur minn, hefði látist skyndilega
daginn áður í sumarleyfisferð.
Óneitanlega brá mér í brún, þar sem
ég hafði kvatt hann hressan og
kátan nokkrum dögum áður og
ekki séð þess nein merki, að svo
stutt væri til æviloka. Að vísu vissi
ég, að hann hafði þá um nokkurra
ára skeið átt við nokkra vanheilsu
að stríða, sem hann hafði borið með
æðruleysi og jafnaðargeði á þann
hátt að fáum var um kunnugt.
Kynni okkar Gissurar höfðu þá
staðið um 40 ára skeið allt frá þeim
tíma er hann gekk að eiga systur
mína Ástu Hannesdóttur. Með okk-
ur tókst fljótlega hinn besti kunn-
ingsskapur enda þótt mismunandi
starfssvið leiddi til þess, að ekki
væri um um dagleg samskipti að
ræða. Mér varð fljótlega ljóst, að
áhugamál Gissurar voru mjög víð-
feðm, og lét hann sig öll mál varða
og kynnti sér eftir föngum. Bar
tæplega nokkurt mál á góma sem
hann kunni ekki einhver deili á.
Sérstaklega hafði hann mikinn
áhuga á hvers konar félagsmálum.
Það vakti fljótlega athygli mína af
hve mikilli sanngimi hann talaði
um öll mál og hlustaði á skoðanir,
sem gengu gegn sannfæringu hans,
og skipti engu, þótt um heit mál-
efni væri að ræða eins og pólitík
rétt fyrir kosningar eða hvers konar
önnur dægurmál. Öfgar og ein-
strengingsháttur var fjarri skap-
lyndi hans og hann reyndi jafnan
að ræða málin til hlítar og finna
sanngjamar málamiðlanir, og í deil-
um manna á milli var hann alltaf
fús til að bera klæði á vopnin og
vera mannasættir.
Gissur gerðist á unga aldri ein-
dreginn sósíalisti og hélt þeirri lífs-
skoðun sinni allt til dauðadags. Eg
er sannfærður um, að það var ekki
af neinni sérstakri aðdáun á Stalín
og fylgifískum heldur af meðfæddri
samúð með þeim, sem minna máttu
sín í hinum harða kapítalíska heimi.
Það var bjargföst skoðun hans, að
sósíalískt hagkerfi mundi best
tryggja hag hinna verr settu í þjóð-
félaginu. Hann skildi hins vegar vel
sjónarmið hinna og lét ekki, svo
mér sé kunnugt um, neinn gjalda
þess í orði eða verki, að hann hefði
andstæðar skoðanir, og átti jafnan
mjög auðvelt með að starfa með
mönnum með öndverðar skoðanir.
Reyndi ég þetta oft persónulega,
því að því fór víðs íj'arri að skoðan-
ir okkar féllu saman um hin marg-
víslegustu mál. Eftir því sem mér
er kunnugt var hann ávallt vinsæll
og vel látinn af því fólki sem hann
vann með.
Gissur var frá unga aldri bók-
hneigður og las mikið. Hann átti
gott bókasafn og hafði einkum
áhuga á þjóðlegum fróðleik og ætt-
fræði. Kunni hann þar deili á mörgu
og margan fróðleik sótti ég til hans
um þau málefni. Þegar tölvuöldin
hélt innreið sína, fékk hann óskap-
legan áhuga á þeim möguleikum,
sem þar komu í ljós, og má segja,
að tölvan ætti hug hans allan í frí-
stundum upp frá þvi og mörg voru
þau kvöldin, sem hann settist við
tölvumar og vann fram á nætur
við að kynna sér möguleikana og
fylgjast með hinum öm breytingum
og möguleikum. Hann var óþreyt-
andi við að miðla þekkingu sinni
til annarra, og þeir em ófáir, sem
notið hafa aðstoðar hans á því sviði.
Tölvubókasafn hans og upplýsinga-
banki var með fádæmum og sam-
skipti hans við alþjóðlega gagna-
banka vom slík að margur atvinnu-
maðurinn í faginu hefði getað verið
stoltur af.
Gissur naut lítillar skólagöngu í
æsku og byijaði fljótt að vinna fyr-
ir sér. Framan af ævinni stundaði
hann ýmis störf til sjós og lands,
sem of langt væri upp að telja, en
1970 hóf hann nám í trésmíði og
lauk því námi 1973. Eftir það starf-
aði hann við margs konar verkefni.
Nýttust honum þá vel meðfæddir
eiginleikar, sem vom vandvirkni og
reglusemi í störfum og var því oft
- t
Móðir okkar,
ELÍN FRÍMANNSDÓTTIR,
til heimilis
í Álftamýri 38,
lést þann 3. ágúst 1993 á hjartadeild Landspítalans.
Börn hinnar látnu.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Viðimel 30,
andaðist í Landakotsspítala miðvikudaginn 4. ágúst.
Torfi Þ. Ólafsson, Guðrún E. Kristinsdóttir,
Axel Ingólfsson,
Elfsabet Dinsmore, Reed Dinsmore,
Helga Guðrún Ingólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför
JÓNS EINARSSONAR
kennara við Vélskóla íslands,
Fellsmúla 5,
verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. ágúst kl. 15.00.
Vilborg Berentsdóttir,
Hólmfríður Jónsdóttir, Halldór Gíslason
og barnabörn.
valinn sem verkstjóri við vandasöm
störf svo sem virkjunarfram-
kvæmdir, hafnargerð og hitaveitur.
Árið 1981 hófst lokaferill hans,
þegar hann gerðist framkvæmda-
stjóri við byggingu félagslegra
íbúða í Kópavogi, fyrst á vegum
Verkamannabústaða í Kópavogi og
síðar Húsnæðisnefndar Kópavogs.
Var hér um að ræða mjög ábyrgðar-
mikið starf þar sem gæta þurfti
mikilla fjármuna og sýna mikla lip-
urð en þó mikla festu til að allt
færi vel. Þrátt fyrir að starfið væri
hápólitískt samkvæmt íslenskri
venju tókst honum að sinna því af
slíkri festu og sanngirni að aldrei
var talin ástæða til að breyta til
hver sem ofan á varð í hinni póli-
tísku baráttu. Með faglegri þekk-
ingu og mikilli fjármálalegri stjórn-
un tókst honum að tryggja gæði
og halda byggingakostnaði innan
ramma kostnaðaráætlana og nú við
starfslok eru þær orðnar margar
félagslegar íbúðirnar, sem hann bar
ábyrgð á. Að öðrum ólöstuðum tel
ég, að þessar íbúðir beri af hvað
snertir vandaða hönnun og bygg-
ingu. Góður og fallegur frágangur
lóða var honum einnig mjög hug-
leikinn.
Að góðri íslenskri venju vil ég
ljúka þessum orðum mínum með
því að gera lítils háttar grein fyrir
uppruna og ætt Gissurar Jörundar.
Hann var í föðurætt kominn af
traustum vestfirskum ættum en í
móðurætt af sterkum sunnlenskum
ættum. Foreldrar hans voru Krist-
inn G. Guðbjartsson vélstjóri og
Salvör Gissurardóttir, og voru þau
bæði búsett í Reykjavík. Móður sína
missti hann fimm ára að aldri og
ólst eftir það upp hjá móðurforeldr-
um. Þrátt fyrir gott atlæti mun það
hafa sett djúp spor í æsku hans og
unglingsár. 1952 kvæntist hann
systur minni, Ástu Hannesdóttur
frá Undirfelli. Þau eignuðust íjögur
böm: Dr. Hannes Hólmstein, dósent
við Háskóla íslands, Salvöru Krist-
jönu, lektor við Kennaraháskólann,
Kristin Dag, verslunarmann í Kópa-
vogi, og Guðrúnu Stellu, skólastjóra
við Holtsskóla í Önundarfírði. Þegar
þetta er ritað, eru bamabörn þeirra
þijú.
Ég mun sakna Gissurar mágs
míns um langan tíma. Það var allt-
af ánægjulegt að hitta hann og
ræða um landsins gagn og nauð-
synjar og heyra rólegan og rök-
fastan málflutning hans og njóta
þekkingar á hinum mörgu áhuga-
málum hans. Systur minni, Ástu,
bömum þeirra og bamabömum
færi ég mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Páll Hannesson.
Hann setti sterkan svip á mann-
fundi félaga okkar í Kópavogi.
Skarpar athugasemdir, sjálfstætt
álit og holl ráð vom kjaminn í ræð-
um hans. Gamansemin og kímnin
gáfu málflutningnum ætíð mannlegt
yfírbragð svo að gagnrýni hans var
betur tekið en frá flestum öðmm.
Gissur Jörandur Kristinsson var
traustur féþigi og góður vinur. Liðs-
sveit Alþýðubandalagsmanna í
Kópavogi er til muna svipminni þeg-
ar slíkur flokksbróðir hverfur
skyndilega yfír þau landamæri sem
öllum em búin.
Ég hlakkaði ávallt til að hitta
Gissur Jörand og eiga við hann trún-
aðartal til hliðar við hinn formlega
vettvang fundanna. Hann gaf mér
góð ráð og Iét í té mat sitt á mönn-
um og málefnum. Greining hans á
atburðum líðandi stundar og fram-
rás sögunnar var djúpvitur og fram-
leg, oft blönduð skörpu skyni á hið
skoplega og jafnvel kaldhæðnislega
í mannlegri tilvera, einkum á hinu
dramatíska sviði stjórnmálanna,
ekki aðeins hjá landsfeðrunum og
forystumönnum annarra flokka
heldur líka, oft ekki síður, í okkar
flokki.
Það var mér dýrmætt að eiga
slíkan trúnaðarmann og vita að
ætíð mælti hann af heilindum og
vinsemd, bæði í minn garð og mál-
staðarins. Mér fannst hver sá fund-
ur í Kópavogi fátæklegur ef Gissur
Jörandur hafði ekki deilt með mér
í trúnaði hugmyndum sínum, frétt-
um og mati á atburðum líðandi
stundar.
Á kveðjustund færi ég honum
þakkir fyrir vináttu hans og holl-
ustu, margar góðar stundir og sam-
ræður.
Félagar okkar í Kópavogi sakna
forystumanns sem um árabil var í
fremstu röð Alþýðubandalags-
manna í bænum og kjördæminu.
Gissur Jörandur var burðarás í und-
irbúningi kosninga, lagði gjörva
hönd á að gera félagslega aðstöðu
og húsakost sem best úr garði, safn-
aði kröftum til að létta fjárhagsleg-
ar byrðar sem ætíð fylgja flokks-
starfí og gaf góð ráð um val á nýj-
um mönnum til framboðs og trúnað-
arstarfa. Hann var einn þeirra sem
ávallt var ómissandi þegar stórar
og mikilvægar ákvarðanir voru á
dagskrá.
Gissur Jörandur var skarpskyggn
og hjartahlýr hugsjónamaður en líka
hagsýnn framkvæmdamaður. Hon-
um var falinn mikill trúnaður við
uppbyggingu félagslegs húsnæðis í
Kópavogi. Það er að mörgu leyti
dugnaði og sóknarkrafti Gissurar
Jörandar að þakka, að Kópavogur
er nú talinn fyrirmynd hvað snertir
velferð og félgashyggju í húsnæðis-
málum. Þær skipta hundraðum fjöl-
skyldumar í Kópavogi sem bera
hlýjan hug til hins góða drengs,
Gissurar Jörandar, sem með upp-
byggingu verkamannabústaða og
hins félagslega húsnæðiskerfis í
Kópavogi gerði þeim kleift að búa
heimili og bömum traustan sama-
stað.
Saga Kópavogs er í reynd mikið
ævintýri, kraftaverk hugsjóna-
manna sem miðuðu allt sitt starf
við hag fólksins og töldu gleði þess
nægilega umbun fyrir erfíðið. Nafn
Gissurar Jörandar Kristinssonar
mun ávallt skína skært í einstakri
sögu hinna hugsjónaríku jafnaðar-
sinna sem gerðu Kópavog að fyrir-
myndarbæ félagslegra framfara.
Við kveðjum í dag traustan félaga
og góðan vin. Ég færi fjölskyldu
hans samúðarkveðjur frá miklum
fjölda þakklátra samheija.
Ólafur Ragnar Grímsson.
Ég var felmtri sleginn er mér
barst fregn um lát vinar míns, Giss-
urar Jörundar Kristinssonar. Góður
drengur er fallinn í valinn langt um
aldur fram.
Kynni okkar Gissurar hófust fyr-
ir u.þ.b. einum áratugi. Hann var
þá framkvæmdastjóri verkamanna-
bústaða í Kópavogi. Hann í hlut-
verki verkkaupa en ég í hlutverki
verksala. Ágætis kunningsskapur
tókst með okkur á þeim áram. Síðan
lágu leiðir okkar saman aftur er ég
hóf afskipti af pólitík í Kópavogi.
Þá var Gissur orðinn framkvæmda-
stjóri húsnæðisnefndar Kópavogs-
bæjar. Samstarf okkar var með
miklum ágætum og með okkur tókst
náin vinátta.
Gissur var mjög traustur maður
og samviskusamur í alla staði. Hann
rak bæði verkamannabústaðakerfið
og svo núna húsnæðisnefnd með
miklum sóma. Öll byggingamál og
peningamál vora í föstum skorðum.
Verktakar er unnu fyrir Gissur
höfðu það á o'rði að alltaf stæðu
greiðslur eins og stafur á bók og
vel það.
Gissur fór ekki fram með bægsla-
gangi heldur vann hann sín verk
án þess. Það var ótrúlegt hvað hann
afkastaði miklu. Hann sá um bygg-
ingaeftirlit ásamt fjármálum, út-
hlutun íbúða, útreikning greiðslna
íbúðarhafa og fleira mætti telja.
Ekki má heldur gleyma þvi trausti
sem hann ávann sér og Kópavogsbæ
hjá Húsnæðisstofnun ríkisins. Menn
þar á bæ sáu að hér fór traustur
og áreiðanlegur maður, þar sem orð
stóðu. Undip-hans stjóm var íbúða-
verð í félagslega kerfinu hér í Kópa-
vogi það lægsta á landinu. Það var
hans verk.
Gissur var manna snjallastur í
tölvumálum og slógu fáir hann út
á því sviði þó svo að þeir væru há-
skólagengnir. Við hjá Kópavogsbæ
báðum hann að framkvæma erfíð
uppgjör og greiða úr málum sem
komin voru í hnút. Allt slíkt leysi
hann með stakri prýði og úrlausnir
vora vel fram settar og skotheldar.
Gissur var mikill vinur vina sinna.
Hann var hrókur alls fagnaðar í
vinahópi. Hann var húmoristi og
kunni að njóta lífsins á góðri stund.
Kópavogsbær sér nú á bak einum
af sínum bestu og traustustu starfs-
mönnum. Hans skarð verður vand-
fyllt. Ég hef misst góðan vin og
félaga.
Ég votta fjölskyldu Gissurar Jör-
t
Ástkær eiginmaður minn, fafiir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
PÉTUR ELÍAS PÉTURSSON,
Mosgerði 21,
Reykjavík,
lést í Borgarspítalanum 2. ágúst.
Guðbjörg Halldórsdóttir,
Guðmunda G. Pétursdóttir, Pétur Th. Pétursson,
Nína Dóra Pétursdóttir, Baldey S. Pétursdóttir,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir
okkar, tengdamóðir og amma,
FJÓLA STEINGRÍMSDÓTTIR,
Norðurvangi 21,
Hafnarfirði,
lést í Landspítalanum að morgni
4. ágúst.
Jarðarförin auglýst síðar.
Helgi Sigurðsson,
Helga Steingerður Sigurðardóttir,
Jón Bergþór Kristinsson,
Brynhildur Kristinsdóttir,
Sigþór R. Kristinsson
- og barnabörn.
Kristinn Jónsson,
Helga Jónsdóttir,
Jóna Dís Bragadóttir,
Haraldur Stefánsson,
Katelijne Beerten,
Snævarr Guðmundsson,