Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 44
 MORGUNBLADW, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 5. AGUST 1993 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Framlengingu þurfti í fyrri undanúrslitaleik bikarkeppninnar í knattspyrnu Skaga- menn í úrslit AKURNESINGAR tryggðu sér sæti í úrslitaleik bikarkeppninn- ar í knattspyrnu í fyrsta sinn síð- an 1986, er þeir lögðu KR-inga að velli í miklum baráttuleik á KR-velli í gærkvöldi, 1:0. Það var ekki fyrr en í framleng- ingu að eina mark leiksins kom; varnarmaðurinn Ólafur Adolfsson skallaði í netið þegar sex mínútur voru eftir. „Þetta var mikilvægasta markið á ferlinum," sagði Olafur um sigurmarkið. Rúmlega þrjú þús- und áhorfendur fylgdust með leikn- um og er það nýtt áhorfendamet á KR-velli. Á myndinn fagna Skagamennirn- ir Mihajlo Bibercic, Þórður Guðjóns- son, Lúkas Kostic fyrirliði, Sigurður Jónsson og Haraldur Ingólfsson. Sjá bls. 43: „Mikilvægasta markið“ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Engin loðnu- móttaka í Reykjavík ÓSENNILEGT er að tekið verði á móti loðnu í Reykjavík á þess- ari vertíð. Loðnubræðslan sem Faxamjöl hf. rak í verksmiðj- unni á Kletti hefur verið lögð niður og verksmiðjan í Örfirisey gegnir fyrst og fremst því hlut- verki að vinna fiskúrgang sem til fellur hjá nálægum fisk- vinnsluhúsum. Loðnuverksmiðjan, sem til skamms tíma starfaði á Kletti, hef- ur verið tekin á leigu tímabundið af aðilum sem nota hana til að þurrka vikur. Starfsleyfi verksmiðj- unar til að bræða loðnu rann út í vor. Tekjutap Að sögn Sveins Jónssonar hjá Félagi íslenskra fiskimjölsframleið- enda verður varla tekið á móti loðnu til bræðslu hjá verksmiðju Faxa- mjöls í Örfirisey á þessari vertíð. Hann sagði að bæði Reykjavíkur- höfn og borgin myndu verða af tekj- um vegna þessa. “Ráðherrar mega ekki fjalla um mál vensla- fólks síns í NÝJUM stjórnsýslulögum sem sett voru í vor en taka gildi um áramótin eru settar reglur um jpálsmeðferð í stjórnsýslunni. Ohlutdrægni er þar höfð að leið- arljósi og starfsmönnum sljórn- sýslunnar, þ. á. m. ráðherrum, bannað að hafa í embættisnafni afskipti af málum er varða þá sjálfa eða venslamenn miklu. Það hefur löngum verið almennt viðurkennt að reglur um málsmeð- ferð og sjónarmið sem taka má til- lit til við úrlausn stjómsýslumála hafa verið í gildi hérlendis þótt ekki væru þær lögfestar. Réttar- óvissa hefur þó verið nokkur og misbrestur á að farið væri eftir þessum reglum eins og fram kemur í greinargerð með framvarpi til nýju stjórnsýslulaganna. ----Svo dæmi sé tekið um það víða svið sem nýju lögin spanna má nefna að ráðherra má ekki velja úr hópi umsækjenda um opinbert starf ef t.d. systurdóttir hans er þar á meðal. En líklega dugir ekki að ráðherrann víki sæti heldur verða allir undirmenn hans í ráðuneyti einnig vanhæfir eins og kallað er. Þyrfti því strangt til tekið að koma til skipun seturáðherra. Sjá af innlendum vettvangi bls. 16. Ekki hafa áður fleiri erlendir ferðamenn sótt landið heim í einum mánuði en í júlí Gjaldeyristekjur gætu auk- ist um eiuu milljarð á árinu TÆPLEGA 38 þúsund erlendir ferðamenn komu hingað til lands í júlímánuði og hafa þeir aldrei verið fleiri í einum mánuði í sögu íslenskrar ferðaþjónustu. Þetta samsvarar um 7,3% fjölgun frá júlí í fyrra. Fyrstu sjö mánuði ársins komu 97.360 útlendingar til lands- ins og hefur þeim fjölgað um 6.262 eða 6,9% frá þvi í fyrra. Flestir hinna erlendu ferða- manna í júlí komu frá Þýskalandi eða 10.785. Frá Bandaríkjunum komu 4.161, 3.013 frá Frakklandi, 2.569 frá Sviss, 2.461 frá Bret- landi og 2.442 frá Svíþjóð. Þá vek- ur athygli að frá áramótum hefur orðið um þriðjungsaukning á fjölda ferðamanna frá Þýskalandi og Hol- landi. ur ferðaþjónustunnar frá upphafi þegar litið er til fjölda ferða- manna,“ sagði Magnús Oddsson, markaðsstjóri Ferðamálaráðs, í samtali við Morgunblaðið. „Þetta hljóta að vera mjög ánægjulegar fréttir í hinum mikla samdrætti sem er í íslensku atvinnulífi um þessar mundir. Það sem af er árinu hefur farþegum fjölgað um rúm- lega 6 þúsund og ef tekið er mið af meðaleyðslu ferðamanna í fyrra ætti þetta að skila um 600-700 milljónum króna í auknar gjaldeyr- istekjur. Verði hlutfallsleg aukning og meðeyðsla sú sama það sem eftir er ársins má gera því skóna að gjaldeyristekjur af ferðaþjón- ustu aukist um einn milljarð frá því í fyrra. Eg held að þessi aukn- Erlendin fenöamenn frá nokkrum löndum jan.-júlí 1992 og '93 1992 1993 4 Breyting Heildarfjöldi 91.098 97.360 6,9% h Sviþjóð 10.208 9.401 1-8,0% Danmörk 9.377 8.608 1-8,2% Noregur 7.131 8.233 15,5% ■ Finnland 3.513: 1.444 lBB|-59,0% Norðurlönd alis 30.229 27.686 -8,4% H Þýskaland 16.289 21.398 31,3% ÍMM Bandarikin 13.030 14.322 9,9% || Bretland 8.752 9.275 6,0% i Frakkland 5.390 4.767 11,6% ■ Sviss 4.277 4.137 3,3% 1 Holland 2.417 3.220 33^%|HI ing hljóti að vera árangur af gífur- legu starfi allra aðila í ferðaþjón- ustu, sérstaklega á meginlandi Evrópu. Það varð einnig 10% fjölg- un á Bandaríkjamönnum í júlí mið- að við sama tíma í fyrra. Þar er án efa að skila sér 30-40% hækkun á dollara gagnvart íslenskri krónu frá því í júlí í fyrra, samhliða miklu kynningarstarfí í Bandaríkjunum." Aðspurður um hvort meira væri um styttri ferðir erlendra ferða- manna benti Magnús á að tölur vantaði yfir gistináttafjölda og því lægju ekki fyrir upplýsingar um dvalarlengd. „Gistináttatalning gefur hvað mikilvægustu upplýs- ingarnar um umfang í ferðaþjón- ustu og því nauðsynlegt að þær liggi fyrir sem allra fyrst,“ sagði Magnús. - Þrefaldur pottur næst ENGINN var með sex rétta í Víkingalottói í gær og verður potturinn þrefaldur næst. Vil- hjálmur Vilhjálmsson, fram- rkvæmdastjóri íslenskrar get- spár, giskar á að þá verði 90-100 millj. króna í pottinum. Sólin sýndi sig loks SÓLIN er loks farin að sýna sig á Akureyri. Aldrei færri sólskins- stundir á Akureyri NÝLIÐINN júlímánuður er hvað veður snertir í hópi alverstu júlímánaða á Akur- eyri á þessari öld. 1 Ijósi meðalhita var júlí sá þriðji kaldasti á öldinni og sólskinsstund- ir hafa aldrei verið færri í þessum mánuði síðan mælingar hófust. Sólarminnsti júlímánuðurinn Að sögn Þórönnu Pálsdóttur á veðurfarsdeild Veðurstofu íslands er þessi júlímánuður með verri mánuðum. Meðalhitinn var 7,6 stig, en það er 2,9 stigum undir meðallagi. Kaldasti júlímánuður á öldinni var árið 1915, en þá var meðalhitinn 6,6 stig. Næstkaldastur er júlí 1970, þá var meðalhitinn 7,4 stig. Nýliðinn júlí er sá þriðji kaldasti á öldinni. Meðalhitinn var 8,1 stig 1967, 8,7 stig 1918 og 1979 og 8,8 stig 1938. Þetta era einu árin á öldinni sem meðalhiti hefur orðið undir 9 stigum. I nýliðnum júlí sagði Þóranna að mælst hefðu 59 sólskinsstundir, en það er það langminnsta sem mælingar ná yfir. Áður var sólarleysismet- ið árið 1954 en sólskinsstundir í júlí vora þá 70. Úrkoma í júlí var nærri meðallagi, 31 milli- metri. Sumartíð ekki fyrirsjáanleg Að sögn Unnar Ólafsdóttur á veðurspádeild er gert ráð fyrir að í dag verði suðlæg átt um norðaustanvert landið. Framhaldið sagði hún óljóst en hætt væri við því að kólnaði næstu daga í breytilegri átt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.