Morgunblaðið - 13.08.1993, Síða 22

Morgunblaðið - 13.08.1993, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Mikilvægi ferða- mannaþjónustu að eru ánægjuleg tíðindi í því efnahagslega svartnætti sem nú ríkir að aldrei hafi fleiri erlendir ferðamenn komið til Ís- lands í einum mánuði en í júlí síð- astliðnum. Alls komu þá 38 þús- und útlendingar til landsins, sem samsvarar um 7,3% fjölgun frá júlí í fyrra. Frá áramótum til júlí- loka eru ferðamennirnir 97.360 sem er 6,9% fjölgun frá síðasta ári. Magnús Oddsson, markaðs- stjóri Ferðamálaráðs, telur í sam- tali við Morgunblaðið að_ þessi aukning eigi eftir að skila íslend- ingum 600-700 milljónum króna í auknar gjaldeyristekjur. „Verði hlutfallsleg aukning og meðal- eyðsla sú sama það sem eftir er ársins má gera því skóna að gjald- eyristekjur af ferðaþjónustu auk- ist um einn milljarð frá því í fyrra,“ segir Magnús. Ferðamannaiðnaðurinn er í ör- um vexti um allan heim og er talið að hann verði innan skamms stærsta atvinnugrein veraldar sé hann ekki orðinn það nú þegar. Kemur þar jafnt til aukin velmeg- un, meiri frítími almennings og ódýrari samgöngur milli ríkja. Nú þegar starfar fímmtándi hver starfsmaður í heiminum við ferða- þjónustu og er það spá samtak- anna „The World Travel and Tour- ism Couneii", sem stjómendur helstu fyrirtækja í ferðamanna- þjónustu í heiminum eru þátttak- endur í, að velta ferðamannaiðn- aðarins eigi nánast eftir að tvö- faldast að raunvirði fram til ársins 2005. _ Við íslendingar erum ekki þeir einu sem vilja fá stærri skerf af þessari köku. Ferðamenn skila sér heldur ekki sjálfkrafa til landsins. íslendingar ferðast mikið og vita sem er, að áhugaverðir áfanga- staðir eru fjölmargir. Það sama á við um staði, sem eru eftirsóknar- verðir fyrir ráðstefnuhald. Ef ferðaþjónusta á að halda áfram að dafna og verða einn af undirstöðuatvinnuvegum þjóðar- innar verðum við að búa þannig um hnútana, að ísland verði áfram fýsilegur kostur í augum erlendra ferðamanna og ráðstefnuhaldara þó að samkeppnin /ari vaxandi. Ferðamálaráð íslands sam- þykkti á síðasta ári stefnumótun í markaðsmálum fram til alda- móta. Meðal þeirra markmiða, sem stefnt er að, er fjölgun ferða- manna og aukning gjaldeyris- tekna um 6% á ári og að fjölgun starfa í ferðaþjónustu verði 2.200 fram til ársins 2000. Þetta þýðir að stefnt er að því að ferðaþjón- ustan skapi 25% nýrra starfa á næstu árum. Til að þessi markmið nái fram að ganga þarf að inna mikið starf af hendi bæði við markaðssetningu erlendis og skipulagningu innanlands. Mikil uppbygging hefur þegar átt sér stað á þessu sviði á undan- förnum árum en betur má ef duga skal. Við þekkjum það af okkar eigin reynslu sem ferðamenn á erlendri grundu, að við gerum miklar kröfur til áfangastaðarins varðandi þjónustu, aðbúnað og verðlag. Þessar sömu kröfur gera vitanlega þeir ferðamenn sem hingað koma og þær verðum við að standast. Markmiðið hlýtur að vera að fjölga ferðamönnum eins og unnt er og ná hámarkstekjum af þeim. Eitt af því sem helst háir ís- landi sem ferðamannalandi er óheyrilega hátt verðlag í saman- burði við önnur ríki. Utlendingar taka andköf er þeir sjá hvað hlut- irnir kosta hér og bregða því oft hreinlega á það ráð að taka vistir með sér að heiman. Þegar fólk er á faraldsfæti vill það gera betur við sig hvað varðar mat og drykk en það gerir dags daglega heima fyrir. Ferðamenn láta því ekki bjóða sér að einfalt snarl kosti á við dýrindis máltíð á góðum veit- ingastað í heimalandinu. Frekar kjósa þeir að nærast á dósamat og öðrum vistum að heiman. Engin ein ástæða er fyrir hinu háa verðlagi á þeirri þjónustu sem ferðamenn þurfa helst á að halda. Kemur þar jafnt til opinber skatt- lagning, sem í mörgum tilvikum óhófleg álagning þeirra, sem þjón- ustuna veita. Það hlýtur að vera umhugsunarefni hvort ekki sé skynsamlegra að taka upp aðra stefnu í þessum efnum. Það hagn- ast enginn, hvorki ríki né einka- fyrirtæki, á þjónustu sem aldrei er seld vegna þess að hún er of dýr. Má færa rök fyrir því að fleiri krónur myndu skila sér ef verði væri stillt í hóf þannig að það yrði sambærilegra við það sem gerist í löndunum í kringum okk- ur. Þá getur það einnig verið hollt að líta í' eigin barm og spyija hvort Island uppfylli að öðru leyti þær kröfur sem við sjálf gerum til ferðamannastaða erlendis. Enn hefur heldur ekki verið fundin lausn á því hvernig hægt er að samrýma vemdun við- kvæmra svæða á hálendinu stór- auknum fjölda ferðamanna. Hugsanlega væri hægt að leysa þann vanda með því að reyna að gera það að áhugaverðari kosti, með uppbyggingu allskyns þjón- ustu, að ferðast nær hringvegin- um. Það gæti bæði orðið til að drága úr ásókn á hálendið og að styrkja þéttbýliskjarna á lands- byggðinni. Ferðamannaþjónusta er ein fárra greina hér á landi í dag þar sem sóknarfærin eru nánast ótak- mörkuð. Þau verður hins vegar að nýta á skynsamlegan og raunsæjan hátt ef niðurstaðan á ekki að verða enn eitt ævintýri glataðra fjárfestinga og taprekst- urs. + Krabbameinsleit VEStFIRÐIR NORÐURLAND EYSTRA NORÐURLAND VESTRA AUSTURLAND VESTURLAND SUÐURLAND 'JANES Regluleg mæting er mikilvæg eftir Krislján Sigurðsson Batalíkur þeirra er fá krabba- mein byggjast á ýmsum þáttum en þó má segja að líkur á bata fari mest eftir því á hvaða stigi sjúkdómurinn greinist. Með stigi er átt við hversu útbreiddur sjúk- dómurinn er. Tökum legháls- krabbamein sem dæmi. Telja má að allar konur sem greinast með leghálskrabbamein á svonefndu forstigi eða hulinstigi hafi nær 100% möguleika á lækningu. Sjúk- lingar sem greinast með sjúkdóm- inn á fyrsta stigi þar sem sjúkdóm- urinn er sýnilegur en bundinn þeim stað þar sem hann byijaði, þ.e. staðbundinn, hafa einnig góðar batalíkur. Batalíkurnar minnka síðan mjög eftir því sem æxlið hefur dreift sér meira. Á mynd 1 má sjá batalíkur (lifun) sjúklinga með leghálskrabbamein eftir stig- um hér á landi á tímabilinu 1964- 1988. Lárétti ásinn sýnir fjölda mánaða frá greiningu en lóðrétti ásinn sýnir hlutfall þeirra sjúkl- inga sem eru á lífí eftir tiltekinn ijölda mánaða frá greiningu. Af línuritinu má vel sjá hve það hefur mikla þýðingu fyrir batalíkur sjúklings að greina sjúkdóminn meðan hann er staðbundinn og þá helst á forstigi eða hulinstigi. Markmið krabameinsleitar er að greina sjúkdóma á forstigi eða hulinstigi áður en einkenni reka á eftir sjúklingi að leita læknis. Til glöggvunar er því rétt að skil- greina forstig og hulinstig krabba- meina. Forstig er ekki eiginlegt krabbamein heldur breytingar í vefjum sem gefa til kynna hættu á myndun krabbameins. Hulinstig er aftur á móti krabbamein á byij- un fyrsta stigs en það er svo lítið að það hvorki sést né þreifast og veldur engum einkennum. Alþjóða heilbrigðismálastofnun- in (WHO) setur viss skilyrði fyrir beitingu skipulegrar krabbameins- leitar meðal almennings. Eitt skil- yrðið er að til sé rannsóknaraðferð til að greina forstig eða hulinstig þess sjúkdóms sem leitað er að. Rannsóknaraðferð þessi verður að vera auðveld og ódýr í notkun og má ekki valda einstaklingnum telj- andi óþægindum. Þá verður að vera til aðferð til að fjarlægja for- stigið eða hulinstigið og þegar til lengri tíma er litið þarf slík með- ferð að leiða til fækkunar á árleg- um fjölda nýgreindra tilfella (ný- gengi) og fækkunar sjúklinga sem árlega deyja af völdum sjúkdóms- ins (dánartíðni). Meðferð sjúkdóms á forstigi eða hulinstigi hefur ólík áhrif á ný- gengi og dánartíðni og þarfnast því nánari skýringar. Ef forstigs- breyting krabbameins er fjarlægð þá fær sá einstaklingur aldrei sjúkdóminn og leiðir það til lækk- unar á nýgengi. Greinist krabba- meinið aftur á móti á hulinstigi þá hefur einstaklingurinn þegar fengið sjúkdóminn og því mun árangurinn ekki verða mælanlegur í lækkun á nýgengi heldur lækkun á dánartíðni. Nú eru aðeins tveir sjúkdómar sem taldir eru uppfylla skilyrði Alþjóða heilbrigðismálastofnunar- innar um krabbameinsleit og eru það leghálskrabbamein og bijósta- krabbamein. Starfsemi Leitar- stöðvar Krabbameinsfélagsins beinist að því að greina þessi krabbamein á forstigi eða hulin- stigi. Leitarstöð Krabbameinsfélags íslands hóf leit að krabbameinum í leghálsi árið 1964 og í bijóstum 1973. Við leghálskrabbzmeinsleit er tekið frumustrok frá leghálsi. Þetta strok er tekið frá svæði neðst á leghálsi þar sem mætist flögu- þekja frá leggöngum og kirtilþekja frá legbol en á því svæði myndast 85 til 90% af öllu leghálskrabba- meini. Frá þessu svæði er með sérstökum tréspaða og bursta safnað slími og frumum sem strok- ið er út á gler sem stungið er í alkóhóllausn og síðan litað á sér- stakan hátt þannig að fruma og kjarni sjást vel við smásjárskoðun. Greina má afbrigðileika í kjarna frumanna sem gefur til kynna hvort viðkomandi kona hefur for- stigsbreytingar eða krabbamein á hulinstigi. Forstigsbreytingum er skipt niður í þijá flokka sem nefn- ast fyrsta, önnur og þriðja gráðu forstigsbreyting. Forstigsbreyt- ingum af fyrstu gráðu er fylgt eftir með nýjum frumustrokum eftir 6-12 mánuði en forstigsbreyt- ingar af annarri og þriðju gráðu leiða til þess að konan er kölluð til frekari rannsóknar með legháls- speglun. Við þessa speglun er leg- hálsinn skoðaður með sérstöku speglunartæki og tekin vefjasýni. Vefjasýnin staðfesta síðan rétta gráðu forstigsbreytingarnar eða hvort um er að ræða krabbamein á hulinstigi. Finnist annarrar og þriðju gráðu forstigsbreytingar eða krabbamein á hulinstigi í vefjasýni er konan send í meðferð á sjúkrahús þar sem öll breytingin er fjarlægð með svokölluðum keiluskurði. Neðsti hluti leghálsins er þá skorinn burtu neðan frá leg- göngum og í flestum tilfellum er konan útskrifuð af sjúkrahúsi Mæting til krabbameinsleitar % Þnagjé ém nmtlng, konur 2S-69 ára m v ■ m7 ,9tö Mynd 2 Kristján Sigurðsson Árlegur fjöldi ný- greindra krabbameina (nýgengi) hefur aukist jafnt og þétt bæði hjá konum og körlum frá upphafi krabbameins- skráningar árið 1955. Árið 1992 greindust um 850 krabbamein hér á landi og þar af var um helmingur hjá konum. sama dag og aðgerðin er gerð. Krabbamein sem er á hærra stigi en hulinstigi krefst geislameðferð- ar og í vissum tilfellum brottnáms legs, eggjastokka og eitla í grind- arholi. Leghálskrabbamein Tlöni miöaö viö 100.000 konur / \ Nýgengl \7\ >\ v \ Dánartlðni \ 1*a 1987 1 972 187/ 11m 1867 66 - 71 -7« -61 -66 .92" Mynd 3 Árangur leghálskrabbameins- leitar er metinn í breytingum á nýgengi og dánartíðni leghál- skrabbameins og af mynd 2 má sjá að nýgengið minnkaði mjög kröftuglega á tímabilinu frá 1967 og alveg fram til 1977. Eftir það varð tímabundin hækkun á ný- genginu en talið er víst að sú hækkun stafí að mestu leyti af því að fyrir 1982 mætti aðeins um helmingur kvenna á aldrinum 25-69 ára reglulega til leitar á þriggja ára fresti. Tvær af hveij- um þremur konum sem greindust með leghálskrabbamein á þessu tímabili höfðu aldrei mætt eða mætt mjög óreglulega til leitar. Flestar þessara kvenna voru með krabbamein á hærra stigi en hulin- stigi. Mæting hefur síðan batnað mjög mikið og var regluleg þriggja ára mæting í þessum aldurshópi komin upp í 82% í árslok 1992 (mynd 3). Meðalaldur kvenna sem greinst hafa með leghálskrabbamein hef- ur lækkað marktækt á síðari árum (úr 52 árum í 44 ár) samhliða því að þriðju gráðu forstigsbreyting- um hefur fjölgað marktækt meðal yngri kvenna. Af þessum sökum boðar nú Leitarstöðin allar konur á aldrinum 20 til 69 ára til leghál- skrabbameinsleitar á tveggja ára fresti og er stefnt að því að ná 85% þriggja ára mætingu í þessum aldurshópi á næstu árum. Frá síð- ustu áramótum hefur þó skyndi- lega dregið úr mætingum (17% samdráttur fyrstu sex mánuði árs- ins á Leitarstöð í Reykjavík) og vekur það ugg um að það geti leitt til nýrrar hækkunar á ný- gengi sjúkdómsins líkt og gerðist eftir 1977. Á fýrstu sex mánuðum þessa árs hafa þegar greinst 10 Brjóstakrabbamein Tlönl miöað vlö 100.000 konur Dénartlönl S -61 ■■ * MnaitSnl al 1991 Mynd 4 Mynd 5 Leghálskrabbamein 1964-1988 Lifun eftir stigi sjúkdóms viö greiningu Mynd 1 konur með leghálskrabbamein. Þijár af þessum 10 höfðu mætt reglulega og voru með sjúkdóminn á hulinsstigi. Sjö höfðu ekki mætt síðustu 3 ár og var aðeins ein kona af þeim með §jýkdóminn á hulinstigi. Frá árinu 1973 til ársins 1987 fólst brjóstakrabbameinsleit í því að bijóst kvenna voru skoðuð og þreifuð þegar þær komu til leg- hálskrabbameinsleitar. Konur voru auk þess hvattar til þess að þreifa bijóst sín reglulega sjálfar. Ef einhver þreifanleg fyrirferð fannst í bijóstum við þessar skoð- anir var gerð fínnálarstunga og tekin bijóstaröntgenmynd af kon- unni. Við fínnálarstungu er stung- ið nál í fyrirferðina og sogaður út vessi með frumum sem strokið er út á gler, stungið ofan í alkóhól- lausn og litað og loks skoðað und- ir smásjá, svipað og gert er við frumustrok frá leghálsi. Við bijóstaröntgenmyndatöku er bijóstinu komið fyrir á milli tveggja platna og síðan teknar röntgenmyndir. Markmið þessarar leitar var að fínna krabbamein í bijóstum eftir að það var orðið þreifanlegt en áður en það hafði dreift sér til aðliggjandi eitlastöðva í holhönd. Áhrif bijóstakrabba- meinsleitar eru því, þegar til lengri tíma er litið, metin af breytingum á dánartíðni bijóstakrabbameins en ekki af breytingum á nýgengi þar sem forstigsbreytingar grein- ast afar sjaldan í bijóstum. Eins og sjá má af mynd 4 hefur nýgengi bijóstakrabbameina auk- ist allt frá 1955 en dánartíðnin hefur lítið breyst. Þó segja megi að það sé á vissan hátt góður árangur að dánartíðnin hafí ekki aukist að sama skapi og nýgengið, þá er ljóst að bijóstakrabbameins- leit með þreifíngu hefur ekki haft þau áhrif sem að var stefnt, það er að lækka dánartíðni sjúkdóms- ins. Sú breyting var því gerð á bijóstakrabbameinsleitinni frá árslokum 1987 að allar konur á aldrinum 40-69 ára eru nú boðað- ar á tveggja ára fresti til bijósta- röntgenmyndatöku án undanfar- andi bijóstaþreifíngar, samtímis því sem þær eru boðaðar til leghál- skrabbameinsleitar. Brjóst eru nú eingöngu þreifuð hjá konum á aldrinum 30-39 ára og allar konur eru áfram hvattar til sjálfskoðunar bijósta. Ástæða þessarar ný- breytni er sú að reynsla annarra þjóða, m.a. Svía, sýnir að á bijóstaröntgenmyndum má oft fínna krabbamein í bijóstum á hulinstigi, þ.e. áður en það verður þreifanlegt. Sænskar rannsóknir hafa staðfest 29% marktæka lækkun dánartíðni hjá konum 50-69 ára sem boðaðar hafa verið til bijóstakrabbameinsleitar með bijóstaröntgenmyndum. Hjá kon- um 40-49 ára er lækkun dánar- tíðni 13%. Hér á landi líkt og í Svíþjóð hefur þessi nýja leitarað- ferð þegar leitt til hærra nýgengis sem rekja má til þess að fjöldi nýgreindra bijóstakrabbameinstil- fella hefur aukist vegna flýtingar á greiningu. Aukningin stafar að mestu af því að nú fínnast bijósta- krabbamein á hulinstigi sem ann- ars hefðu ekki greinst fyrr en seinna og þá stærri og erfiðari viðfangs. Þess er því vænst að þegar fram líða stundir muni þessi nýja leitaraðferð leiða til lækkunar á dánartíðni af völdum bijósta- krabbameins svipað og gerst hefur meðal kvenna í Svíþjóð sem boðað- ar hafa verið til reglulegrar bijóstaröntgenmyndatöku. Árangur bijóstakrabbameins- leitar er mjög háður góðri reglu- legri mætingu til bijóstaröntgent- myndatöku. Það hefur valdið viss- um vonbrigðum að mæting til bijóstakr.abbameinsleitar hefur verið 5 til 6% lægri en mæting til leghálskrabbameinsleitar. Ástæð- ur þessa geta m.a. verið að konur búsettar utan Reykjavíkur mæti til Ieghálskrabbameinsleitar á heil- sugæslustöð á tíma þegar ekki er boðið upp á bijóstaröntgenmynda- töku og konur í Reykjavík leiti annað en til Leitarstöðvar til leg- hálskrabbameinsleitar. Þessar konur sinna síðan ekki boði um bijóstaröntgenmyndatöku þar sem þær telja sig þegar hafa mætt til leitar, trúa ekki á gagnsemi rönt- genmynda eða óttast þær af ein- hveiju ástæðum. Að lokum. Leghálskrabba- meinsleit hefur þegar sannað að regluleg mæting itil leitar auðveld- ar greiningu forstiga og hulinstiga leghálskrabbameins og bijósta- röntgenmyndun auðveldar grein- ingu hulinstigs bijóstakrabba- meins. Árangur leghálskrabba- meinsleitar hér á landi er nú sá besti sem náðst hefur í heiminum og má þakka það betri þátttöku kvenna og markvissara eftirliti en tíðkast víðast hvar annars staðar. Konur eru því hvattar til að sinna kalli Leitarstöðvar og mæta reglu- lega á tveggja ára fresti allt frá tvítugsaldri til leitar á Leitarstöð í Reykjavík, hinum ýmsu heilsu- gæslustöðvum landsins eða hjá sjálfstætt starfandi kvensjúkdó- malæknum. Konum er bent á að bijóstaröntgenmyndir eru ein- göngu teknar á Leitarstöð í Reykjavík, á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri og við skipulega leit á vegum Leitarstöðvar á heil- sugæslustöðvum utan höfuðborg- arsvæðisins (mynd 5). Höfundur er yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. Sj ávarútvegsráðherra um veiðar íslensku togaranna í Barentshafi Geta skaðað hags- muni til langs tíma Hæpið að banna veiðarnar með núgild- andi lögum, segir lögfræðingur LIU ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að það valdi sér vonbrigðum ef íslenskir útgerðarmenn sendi skip til veiða í Barents- hafi. Slíkt geti skaðað langtimahagsmuni íslendinga í baráttu þeirra ásamt öðrum strandríkjum fyrir takmörkunum á veiðum á alþjóðlegum hafsvæðum. Þorsteinn ítrekar að hann muni leggja fyrir ríkisstjórn í næstu viku hugmyndir um að koma í veg fyrir veiðar íslensku skip- anna. Jónas Haraldsson lögfræðingur LÍU segir að hann telji hæpið að hægt sé að banna þessar veiðar samkvæmt núgildandi lögum. „Ég mun gera ríkisstjórninni grein fyrir stöðu mála í næstu viku og væntanlega verða ákvarðanir teknar í framhaldi af því,“ segir Þorsteinn Pálsson. Hann telur sig hafa laga- heimildir til þess að setja reglugerð sem kemur í veg fyrir veiðar íslensku skipanna. Áðspurður um þau sjónarmið út- gerðarmanna að Islendingar skuldi Norðmönnum ekki neitt í þessu máli segir Þorsteinn að hann sé hér fyrst og fremst að hugsa um hagsmuni íslendinga en ekki Norðmanna og bendir á þátttöku íslendinga í alþjóð- legri ráðstefnu um sjávarútvegsmál sem haldin var í New York nýlega. „Það er ljóst að íslendingar hafa ver- ið í fararbroddi þeirra strandríkja sem vilja að takmarkaður verði aðgangur fiskiskipa að alþjóðlegum hafsvæðum þar sem ljóst er að verið er að veiða úr fiskistofnum strandríkjanna. Veið- ar okkar í Barentshafi gætu skaðað þessa réttindabaráttu strandríkj- anna.“ Hæpin túlkun Jónas Haraldsson iögfræðingur LIÚ segir að væntanlega muni ráð- herra styðjast við lög frá 1976 um veiðar íslenskra skipa utan fískveiði- landhelgi íslands. „Að beita þessum lögum nú til þess að banna alfarið veiðar á alþjóðlegu hafsvæði þar sem við erum ekki bundnir af neinum físk- veiðisamningum er að mínu mati hæpin túlkun á þessum lögum,“ segir Jónas. Jónas telur að þar sem stjórnvöld virðist staðráðin í að banna þessar veiðar megi efast um að nokkur út- gerðarmaður treysti sér til að standa uppi í hárinu á þeim eða láta reyna á málið fyrir dómi. „Það er pólitísk ákvörðun stjórn- valda hvort þau banna þessar veið- ar,“ segir Jónas. „Sé sú ákvörðun tekin verður að gera þá lágmarks- kröfu til stjórnvalda að sú ákvörðun standist örugglega að lögum og ekki þurfí að leika minnsti vafí á því þann- ig að það kynni að ýta mönnum út í þessar veiðar á grundvelli vafans. Lögin frá 1976 eru að mínu mati ekki fullnægjandi réttarheimild. Af þeim sökum tel ég brýna nauðsyn á að sett verði skýr ákvæði í lög sem banna þessar veiðar i Barentshafi klárt og kvitt.“ Jónas segir að einnig verði að átta sig á því hvað liggi að baki áformum um veiðarnar í Barentshafí. „Menn verða að átta sig á því að fyrir útgerð- armenn sem lepja dauðann úr skel skipta þessar veiðar miklu meira máli í dag en vilji eða metnaður ís- lenskra stjórnvalda að standa í farar- broddi um mótun alþjóðlegrar stefnu í fískveiðistjórnunarmálum sem kynni að verða að veruleika eftir 5-10 ár,“ segir hann. Lögin frá 1976 Lög þau sem hér um ræðir voru sett árið 1976 í tíð Matthíasar Bjama- sonar þáverandi sjávarútvegsráð- herra. Fyrsta grein þessara laga hljóðar svo: „Sjávarútvegsráðherra setur með reglugerð þær reglur um veiðar íslenskra skipa utan fískveiði- landhelgi íslands sem nauðsynlegar þykja til þess að framfylgt verði ákvæðum alþjóðasamninga sem ís- lendingar eru að gerast aðilar að eða þá samninga sem gerðir eru á milli íslenskra og erlendra stjórnvalda. Ráðherra er auk þess heimilt að setja aðrar þær reglur um þessar veiðar sem honum þykir þurfa svo sem til samræmingar við reglur þær er gilda um veiðar íslenskra skipa í fiskveiðilandhelgi íslands.“ Lindbergh í Viðey Flugvél Lindberghs við Björnsbauju í höfninni á Sundbakka. Sundbakkadagur í Viðey MARGT verður um að vera í Viðey um helgina. Sagt verður frá þorpinu sem var á Sundbakka á laugardag, messa og staðarskoðun verður á sunnu- dag og hægt er að fara í hestaferðir alla daga. ■ í frétt sem Morgunblaðinu hefur borist frá staðarhaldara segir m.a.: Laugardaginn 14. ágúst verður dag- skráin helguð þorpinu, sem var á Sundbakka í Viðey á fyrri hluta þess- arar aldrar. Menn geta farið, hvort sem þeir vilja með Skúlaskeiðinu, gömlu Viðeyjarfeijunni, beint austur á Sundbakka eða með Maríusúðinni yfir í Bæjarvör í Viðey, þar sem verð- ur stutt staðarskoðun heima við, en síðan verður gengið með gestum aust- ur á Sundbakka. Þessar bátsferðir verða kl. 14 og 15 og hefst staðarskoð- unin við kirkjuna kl. 14.15 og 15.15. Austur á Sundbakka tekur Örlygur Hálfdánarson bókaútgefandi og for- maður Viðeyingafélagsins á móti gestum, sýnir staðinn og segir sögu hans. Síðast en ekki síst verður Viðey- ingafélagið með kaffísölu í Vatngeym- inum, 150 tonna geymi, sem er frá tíð Milljónafélagsins og er nýttur sem félagsheimili Viðeyinga. Sunnudaginn 15. ágúst verður messa í Viðeyjarkirkju kl. 14. Það er sr. María Ágústsdóttir, aðstoðarprest- ur við Dómkirkjuna, sem messar, en Marteinn H. Friðriksson og Dómkór- inn sjá um tónlistina. Sérstök bátsferð verður með kirkjugesti kl. 13.30. Kl. 15.15 verður staðarhaldarinn svo með heðfbundna staðarskoðun, sem hefur verið afar vel sótt í sumar:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.