Morgunblaðið - 13.08.1993, Side 41
I!
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993
41
Grænmeti
o g nikótín
Frá Torfa Ólafssyni:
Ég hrökk ónotalega við síðastlið-
ið laugardagskvöld þegar ég heyrði
frá því sagt í sjónvarpinu að neysla
grænmetis hefði álíka nikótíneitrun
í för með sér og ef menn dveldu í
húsnæði þar sem fólk púaði í sífellu
frá sér nikótínreyk sem okkur hefur
verið sagt að geti valdið krabba-
meini.
Mér varð hugsað til æskuáranna
í blessaðri sveitinni minni þar sem
börnum voru gefnar kartöflur að
borða frá frumbernsku án þess að
menn hefðu hugmynd um að með
því væru þeir að gera þau að nikót-
ínfíklum. Þar var vitnað til orða og
athafna séra Björns Halldórssonar
í Sauðlauksdal sem var hinn ötul-
asti áróðursmaður fyrir kartöflu-
rækt og neyslu. Guð hefur vafa-
laust fyrirgefið honum mistök hans
því hann vissi ekki hvað hann var
að jrera.
Eg skil það núna að ég hef strax
á bernskuárum ánetjast kartöflu-
nautninni því ég get helst ekki
hugsað mér almennilega máltíð
nema kartöflur séu þáttur í henni.
Tómata, blómkál og annað græn-
meti, sem okkur var sagt í fréttinni
að innihéldi ekki minna nikótín en
kartöflurnar, fór ég ekki að borða
fyrr en á fullorðinsárum, til allrar
hamingju, og varð því ekki eins
háður því og kartöflunum. Senni-
lega hefur það bjargað lífí mínu að
mér hefur alltaf þótt allt grænmeti
vont, nema kartöflurnar, og ég yrði
ekki hissa þótt það kæmi á daginn
að í spínati væri svo mikið af nikót-
íni að það gæti drepið mann á
skömmum tíma ef þess væri neytt
í ófhófí. Það sem hefur forðað
mönnum frá slíkum dauðdaga er
hversu andstyggilega vont það er á
bragðið. í ljósi þessara upplýsinga
ætti það ekki lengur að vekja furðu
þótt magakrabbi sé algengari hér
en í öðrum löndum þar sem græn-
metisáróðurinn hefur verið minni.
Ég minnist þess að í æsku minni
voru pasturslítil borgarböm send í
sveit sér til heilsubótar og gefið
smjör og grænmeti í stómm stíl.
Auðvitað hefur það verið blekking
ein og missýning að þau væru patt-
aralegri þegar þau sneru heim aftur
en þegar þau komu. Þau hafa bara
verið þrútin af kólesteróli úr smjör-
inu og glampinn í augunum hefur
stafað af nikótínþorsta enda fóru
þau flest að reykja, taka í nefið eða
tyggja skro-eftir þennan nikótínkúr
í sveitinni.
Hvernig fer nú með allar aum-
ingja, blessaðar manneskjurnar sem
hafa verið blekktar til að leita sé
heilsubótar með grænmetisáti í
Hveragerði? Verður nú ekki að líma
nikótínplástra á allt það fólk og
vara það alvarlega við að leggja sér
þessar eiturplöntur til munns í
framtíðinni? Og er ekki rétt að vinda
bráðan bug að því að stofna samtök
gegn grænmetisbölinu? Og láta
ATVR fá einkarétt á innflutningi
og sölu grænmetis eins og á öðrum
skaðsemdarvarningi, svo sem
áfengi og tóbaki?
Eigum við ekki að strengja þess
heit að snerta ekki framar þessar
lífshættulegu plöntur, vara börn
okkar alvarlega við þeim, veita þær
aldrei gestum okkar og stuðla að
því í hvívetna að grænmetisbölinu
verði létt af þjóðinni?
TORFI ÓLAFSSON,
121 Reykjavík.
Pennavinir
Frá Ghana skrifar 26 ára kona
með áhuga á matseldun, ljósmynd-
un, póstkortasöfnun, ferðalögum
o.fl.:
Elizabeth Dontoh,
P.O. Box 1183,
Oguaa Capital,
Ghana.
Ástralskur frímerkjasafnari vill
komast í samband við íslenska safn-
ara:
Brian Delforce,
P.O. Augathella,
QLD 4477,
Australia.
Fimmtán ára japönsk stúlka með
áhuga á bréfaskriftum og dansi
vonast til að draumur um að eign-
ast íslenska pennavini rætist:
Ayako Okamura,
3-2-3 Shoyama-cho Nagata-ku,
Kobe 653,
Japan.
íslensk kona sem búsett hefur
verið í Svíþjóð um langt árabil og
segist hafa glatað öllu sambandi
við land og þjóð. Hefur áhuga á
dýrum, bandarískum bílum, handa-
vinnu, bókalestri, frímerkjum og
safnar póstkortum:
Karen Pálsdóttir,
Box 11,
S 270 12 Rydsgárd,
Sverige.
Frá Chapel Hill í Norður-Karól-
ínuríki í Bandaríkjunum skrifar
kennslukona sem kennir 8-9 ára
börnum. Ár hvert kemur hún á bré-
fasambandi milli nemenda í bekk
hennar, 27-30 talsins, og ungmenna
í öðrum löndum. Unnin eru marg-
vísleg verkefni tengd viðkomandi
landi í skólastarfínu það árið. Á
skólaárinu sem hefst 24. ágúst og
lýkur um miðjan júní 1994 er ætlun-
in að leita pennavina á íslandi.
Kennslukonan gefur upp símanúm-
er (svæði 919 sími 932-5369) en
annars er heimilisfang hennar:
Victoria A. Harkovitch,
105 Hampton Court,
Chapel Hill,
North Carolina 27514,
U.S.A.
VELVAKANDI
OLAFSVIKURVAKA
ÞESS ber að geta sem vel er gert,
nóg er af hinu. Dagana 9.-12.
júlí sl. voru svokallaðir Ólafsvíkur-
dagar í Ólafsvík, var þar boðið
upp á margskonar skemmtun og
menningarviðburði, svo sem lista-
sýningar og sýningu á heimilisiðn-
aði ýmisskonar, einnig voru í boði
sjóferðir og gönguferðir með leið-
sögn, svo eitthvað sé nefnt. Sér-
staklega var stílað upp á brott-
flutta Ólsara og skemmst er frá
því að segja að undirbúningurinn
var frábær og ekki spillti veðrið
sem var eins og best verður á
kosið. Ég, sem þama naut hinnar
bestu skemmtunar ásamt fjölda
annarra, hef saknað þess að ekki
hafí meira sést og heyrst frá þessu
í fjölmiðlum. Það var vel þess
virði.
Það sem vakti mesta athygli
mína sem aðkomumanns á staðn-
um var hátíðarsamkoma á föstu-
dagskvöldinu þar sem heimamenn
tróðu upp, hver á eftir öðrum og
sungu við undirleik Klakabands-
ins. Ekki hafði ég tölu á söngvur-
unum, körlum og konum á öllum
aldri, sem sungu eins og atvinnu-
menn væru. Er ég þess fuilviss
að fáir staðir með ekki fleiri íbúa
geti staðið fyrir slíku fjöri sem
þarna yar boðið upp á.
Ánægður Skagamaður
TÍSKUSÝNING í
HAGKAUPUM
ÉG VAR svo heppin að vera stödd
í Hagkaupum í Skeifunni föstu-
daginn fyrir verslunarmannahelgi
og sá þar ánægjulega tískusýn-
ingu þar sem grannar, fallegar
stúlkur, ungir, myndarlegir menn
og börn, bæði drengir og stúlkur,
sýndu föt. Síðan var skemmtileg
sýning á gömlu Hagkaupaslopp-
unum. Þetta var allt til fyrirmynd-
ar.
Þó fínnst mér alltaf vanta að
sýnd séu föt fyrir miðaldra fólk
sem er jafnvel svolítið þybbið.
Hvers eigum við að gjalda, við
þurftum líka að vera vel klædd?
Ég vona að einhver lesi þetta
og taki sig til og hafi tískusýning-
ar fyrir alla hópa.
Hagkaupaforstjórar, þið eigið
nóg af fatnaði fyrir alla aldurs-
hópa. Munið eftir okkur næst.
Geirlaug Erlingsdóttir
TAPAÐ/FUNDIÐ
Slæða tapaðist
DÖKKBLÁ og beinhvít Cartier-
slæða tapaðist fyrir verslunar-
mannahelgina. Þrír staðir koma
til greina: Á bílastæðinu við
Landsbankann Laugavegi 77, á
gatnamótum Öldugötu og Fram-
nesvegs eða á bílastæðinu við
Grímsbæ. Skilvís finnandi hringi
vinsamlega í síma 74526.
Úlpa tapaðist á niðjamóti
NY ÚLPA, svört öðru megin og
rauðbleik hinum megin, svokölluð
vendiflík, tapaðist á niðjamóti í
Miðgarði, Innri-Akraneshreppi,
helgina 23.-25. júlí. Finnandi vin-
samlega hringi í síma 686136 hjá
Ástu Haraldsdóttur.
12 gíra reiðhjól
RAUTT tólf gíra reiðhjól fannst
við Vesturbæjarapótek í síðustu
viku. Upplýsingar í síma 614647.
Óskilamunir á Elliðavatni
HVÍT veiðitaska, vínrauður
barnabakpoki og rauð-barnaúlpa
eru í óskilum á Elliðavatni. Upp-
lýsingar eru gefnar í síma
814142.
GÆLUDÝR
Högni í óskilum
BRÖNDÓTTUR fullvaxinn högni
hefur verið týndur frá 7. júlí sl.
Annað eyra hans liggur niðri,
hann er með gula hálsól og bjöllu.
Hafí einhver orðið hans var er
hann vinsamlega beðinn um að
hringja í síma 672909.
Páfagaukur
LÍTILL skærgulur páfagaukur
flaug út um glugga heima hjá sér
í Keflavík sl. mánudag. Hafi ein-
hver orðið hans var er hann vin-
samlega beðinn að hringja í síma
92-11978.
Kettlingur
ÁTTA vikna kassavanur kettling-
ur fæst gefins. Upplýsingar í síma
651050.
Ltm
Vinn ngstolur
miövikudaginn: H - ágúst 1993
VINNiNGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
Q 6 af 6 1 (áísl.O) 32.730.000,-
ETI 5 af 6 tíE+bónus 1 1.522.659,-
R1 5 af 6 26 46.014,-
H 4af6 1.100 1.965,-
nj 3 af 6 Cfl+bónus 3.652 240,-
Aðaltölur:
(23)(2§)@)
BÓNUSTÖLUR
@(g)@ .
Heildarupphæð þessa viku:
138.487.003.-
á isi.: 5.757.003,-
UPPLÍSINGAR, SlMSVARI 91- 68 15 11
LUKKULINA 99 10 00 - TEXTAVARP 451
BiRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR
.n FINNST ÞÉR GAMAN AÐ FERÐAST? FINNST ÞÉR GAMA/p
^ ÞYKIR ÞÉR VÆNT UM ÍSLAND? HEFURÐU FERÐAST
35-'
'lá
Ss
§g
1 oc
UJ D
te|
'O 3
2 =
CQ cE
Z U1
5S
'< <
< w
£ £
ÍS^
œS
P§
El-P.
■ ■
LEIÐSOGUNAM
Leiðsöguskóli (slands hefst 8. sept. nk.
Kennsla fer fram
í Menntaskólanum í Kópavogi.
Umsóknareyðublöð liggja frammi
á skrifstofu skólans.
Upplýsingar eru gefnar
í símum 643033 og 74309.
Umsóknarfrestur rennur út 16. ágúst nk.
LEIÐSÖGUSKÓLI ÍSLANDS
o
li
p
m z
c W
c m
ii
cl
z
o o
«0 rn
p c
E 31
c OL
Is
sS
E>
SS
v, ^moBtíQ avduvis noaruao GivnoNiaNsnn uiuAd 6 /
,<md nouniao óiaNVNNaudiau íywnoNni a'Naiua or
HEWLETT
PACKARD
MÓTIÐ 1 GOLFI í
GRAFARHOLTI
LAUGARDAGINN
14. ÁGÚST
Leikform: 18 holu höggleikur með og án
forgjafar. Verðlaun fyrir holu í höggi á
17. braut verða HP VECTRA 486/66 vél,
ein öflugasta PC vélin í heiminum í dag.
V_______________ J