Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 1
88 SIÐURB/C STOFNAÐ 1913 183. tbl. 81.árg. ÞRIÐJUDAGUR 17. AGUST 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Frétt í stærsta dagbiaðinu í Finnlandi Sovéskt hemám vofði yfir 1968 Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. SOVÉTMENN voru tilbúnir til að hertaka að minnsta kosti suður- hluta Finnlands sumarið og haustið 1968. Vissi aðeins lítill hópur finnskra ráðamanna af þessum fyrirætlunum og þeir voru reiðubún- ir að beita hernum gegn hugsanlegu innrásarliði. Kom þetta fram í stærsta dagblaðinu í Finnlandi, Helsingin Sanomat, á sunnudag. Barentshaf Rússakvóti að klárast Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, frétta- ritara Morgunblaðsins. NORSK stjórnvöld eru að búa sig undir að banna móttöku á rússneskum þorski í Noregi vegna þess, að Rússar eru um það bil að klára þorskkvóta sinn í Barentshafi á þessu ári. Kemur þetta fram í við- tali við Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegsráðherra Nor- egs, í blaðinu Nordlys. „Haldi Rússar áfram þorsk- veiðum þótt þeir hafi klárað kvótann, verður norskum fisk- vinnslustöðvum bannað að taka við honum,“ sagði Olsen, sem kvaðst þó ekki vilja trúa, að Rússar virtu ekki þá fiskveiði- samninga, sem ríkin hefðu gert með sér. Olsen segir, að þegar í ljós komi, að rússneski þorskkvótinn sé uppurinn verði haft samband við yfirvöld í Moskvu til að tryggja, að rússnesku skipin hætti veiðum. Hann vildi hins vegar ekki upplýsa hve mikið væri enn eftir af rússneska kvót- anum. Sjá frétt á bls. 22. Hernám Finnlands var hugsað sem svar við hugsanlegum hernaðar- aðgerðum NATO vegna innrásar Varsjárbandalagsríkjanna í Tékkó- slóvakíu 1968. Sömu nótt var fjölda sovéskra herskipa stefnt upp að suðurströnd Finnlands. Æðstu ráðamenn í Finnlandi vissu hve alvarlegt ástandið var og Yijö Keinonen, yfirmaður finnska herafl- ans, skipaði hernum í viðbragðsstöðu án þess, að almenningur frétti af því. Sem dæmi um hve ákveðinn finnski herinn var má nefna, að minnstu munaði, að sovéskt herskip, sem flutti Alexei Kosygin, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, á fund Ur- hos Kekkonens, forseta Finnlands, væri skotið í kaf. Það var á síðustu stundu, að skipun barst um að skjóta ekki. Reuter Nauðungarvinna í Bosníu KRÓATAR í Bosníu hafa verið sakaðir um nota múslimska stríðsfanga til nauðungarvinnu og var þessi mynd tekin þegar verið var að flytja nokkurn hóp þeirra til víglínunnar við borgina Mostar. Þar hafa þeir verið neyddir til að grafa skotgrafir fyrir króatíska hermenn. Samkomulag um Sara- jevo í friðarviðræðunum Fimmtán ríki vilja taka við 560 særðum og sjúkum frá Bosníu Hvað kost- ar vemdin? Genf. Reuter. NIÐURGREIÐSLUR og verndar- tollar eru öllum til óþurftar og valda hærra vöruverði og hærri sköttum. Segir svo í skýrslu, sem Peter Sutherland, framkvæmda- stjóri GATT, kynnti í gær. „Næstum allar verndaraðgerðir leiða til hærra vöruverðs,“ sagði Sutherland, „og það leiðir til þess, að rauntekjur neytenda minnka og þá um leið geta þeirra til að kaupa aðra vöru og þjónustu. Það er kom- inn tími til, að ríkisstjórnir skýri neytendum nákvæmlega frá því hve mikið þeir greiði í hærra vöruverði og hærri sköttum vegna ráðstaf- ana, sem vernda atvinnugreinar fyrir samkeppni." Sutherland sagði, að tilhneiging- in væri alltaf sú að vernda fram- leiðslu, sem tilheyrði nauðsynjum hvers heimilis. „Hér er því um að ræða skattlagningu, sem bitnar mest á þeim, sem síst skyldi, vegna þess, að kaup á brýnustu nauðsynj- um eru tiltölulega miklu hærra hlut- fall af útgjöldum fátækra heimila en þeirra, sem betur standa." Knapinn Clinton Reuter BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, og fjölskylda hans voru í fríi um síðustu helgi, því fyrsta síðan þau hjónin tóku við búsforráðum í Hvíta húsinu. Voru þau hjá vinafólki sínu í Colorado í Klettafjöllum, aðeins steinsnar frá sumarhúsi Geralds Fords, fyrrverandi forseta, og höfðu þeir Clinton um margt að spjalla á milli þess sem þeir léku golf og nutu náttúrufegurðarinnar. Hér er Bandaríkjaforseti í útréið- artúr uppi í fjöllunum en þessi myndarlegu tré eru aspir. Genf. Sarajevo. FULLTRÚAR þjóðarbrotanna í Bosníu féllust í gær á, að Sarajevo yrði undir stjórn Sameinuðu þjóðanna eftir að samkomulag hefði tekist um að binda enda á blóðbaðið í landinu, sem staðið hefur í 16 mánuði. Er litið á þennan árangur sem mjög mikilvægt skref í friðarviðræðunum, sem hófust aftur í gær. ítalir buðust í gær til að taka við 450 særðum Bosníubúum, jafnt börnum sem fullorðnum. Að sögn talsmanns Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóð- anna í Zagreb hafa nú borist tilboð frá fimmtán ríkjum um að taka við alls 560 sjúklingum. Samkvæmt samkomulaginu verður Sarajevo í raun utan þeirra þriggja smáríkja, sem fyrirhugað er að stofna í Bosníu, en það náð- ist þegar staðfest var, að síðasti serbneski hei'flokkurinn hefði far- ið frá hæðunum við borgina. Samningamanna þjóðarbrotanna, Alija Izetbegovic, forseta Bosníu, Radovans Karadzics, leiðtoga Serba, og Mates Bobans, leiðtoga Króata, bíður nú að semja um landamæri sín í milli en ekki er talið, að það verði létt verk. Sjúklingar fluttir frá Sarajevo Um helgina var flogið með 39 sjúklinga frá Sarajevo til Bret- lands og Svíþjóðar en enn eru um 400 manns á lista SÞ yfir fólk sem bráðvantar læknisaðstoð. Mun til- boð ítala væntanlega verða til að allt þetta fólk kemst brátt undir læknishendur. Nokkrar deilur hafa risið upp í Bretlandi vegna 21 sjúklings sem þangað kom um helgina. Þrettán þeirra voru karlmenn á herskyldu- aldri. Sár þeirra bentu til að þeir hefðu særst í bardögum. Var þetta harðlega gagnrýnt í breskum dag- blöðum og því jafnvel haldið fram að læknum í Sarajevo hefði verið mútað til að taka særða hermenn fram yfir særðar konur og börn. Ekki heimilt að greina á milli hermanna og borgara Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna hafa vísað þessari gagnrýni al- gjörlega á bug og segja að það hversu alvarlega særðir menn væru hafi ráðið valinu á þeim einstaklingum, sem sendir voru til meðferðar erlendis. Bentu læknar Sameinuðu þjóðanna í Sarajevo á að samkvæmt Genfar- sáttmálanum væri þeim óheimilt að gera greinarmun á særðum hermönnum og særðum óbreyttum borgurum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.