Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1993
21
tarfatnadur k Gönguskór
ÁÐUR NÚ
NGGALLAR 8.900 3.500
ITARPEYSUR 4.500 2.290
iTARBOLIR 1.890 890
UJAKKAR 13.900 8.500
USETT 22.900 14.900
iÖNGUSKÓR 5.500 3.900
>KAR - 10 5.950 3.900
\R 62 L 7.500 5.890
BAKP
wmL E I G A NI
ÚTIVISTARBÚÐIN
Við Umferðarmiðstöðina,
simar 19800 og 13072.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Fjölbýlishúsið Traðarbergi 1 fékk viðurkenningu fyrir góða sam-
vinnu, fegrun og snyrtimennsku. Þetta er nýlegt fjölbýlishús og allt
ræktunar- og fegrunarstarfið er unnið af íbúðareigendum sjálfum.
Morgunblaðið/Kristinn
Byggðaverk hf. hlaut viðurkenningu fyrir snyrtimennsku við skrif-
stofuhús fyrirtækisins að Reykjavíkurvegi 60 og vélaverkstæði fyrir-
tækisins að Kaplahrauni 1.
—
Morgunblaðið/Kristinn
Stjörnugata Hafnarfjarðar í ár var valinn Skjólvangur.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Einbýlishúsið að Álfabergi 10 hlaut viðurkenningu fyrir fallegan og
vel skipulagðan garð. Eigendur eru Konráð Jónsson og Guðríður Jóns-
dóttir.
Viðurkenningar veittar fyrir fagurt umhverfi í Hafnarfirði
Skjólvangur valin Stj örnugata
VIÐURKENNINGAR fyrir fagurt umhverfi í Hafnarfirði voru veitt-
ar í síðustu viku. Alls fengu 18 aðilar viðurkenningar og auk þess
voru merkt tvö gömul hús með nafni og byggingarári. Þessi tvö hús
voru Hæðarendi, byggt 1907 (Jófríðarstaðavegur 9) og Gerði, byggt
1908 (Hverfisgata 52B).
„Góð umgengni er aðalsmerki
hvers manns og um leið hvers bæj-
arfélags," sagði Hólmfríður Finn-
bogadóttir, formaður fegrunar-
nefndar Hafnarfjarðar, í ávarpi, sem
hún flutti við þetta tækifæri. „Það
er trú okkar í fegrunarnefndinni, að
þessar árlegu viðurkenningar fyrir
ræktun, fegrun og snyrtimennsku
séu hvatning til annarra bæjarbúa
til að bæta og fegra umhverfi sitt.
Eftir gott og gjöfult sumar skart-
ar bærinn okkar fögrum og gró-
skumiklum gróðri," sagði Hólmfríð-
ur ennfremur. „Það er einlæg ósk
okkar í fegrunarnefndinni, að íbúar
Hafnarfjarðar haldi áfram að standa
vörð um bæinn sinn, hlúi að gróðri
og góðri umgengni. Með því skapast
ekki einungis fegurra umhverfi held-
ur betra mannlíf."
Þessi einbýlishús fengu viður-
kenningu:
Álfaberg 10, fyrir fallegan og vel
skipulagðan nýjan garð. Eigendur
eru Guðríður Jónsdóttir og Konráð
Jónsson.
Álfaberg 12, fyrir fallegan garð
og náttúruvernd. Eigendur eru Sig-
nin Grétarsdóttir og Ómar Smári
Ármannsson.
Þrastarhraun 3, fyrir fallegan og
vel hirtan garð. Eigendur eru Krist-
ín Árnadóttir og Jón Bjarnason.
Heiðvangur 26, fyrir fallegan
garð með fjölbreyttum gróðri. Eig-
endur eru Sólveig Jónsdóttir og Ólaf-
ur Jónsson.
Lindarhvammur 12, fyrir fallegan
og snyrtilegan garð. Eigendur eru
Sjöfn Magnúsdóttir og Ingimundur
Jónsson.
Sævangur 31, fyrir fallegan garð,
þar sem sérstakt tillit er tekið til
hraunsins. Eigendur eru Ebba Lár-
usdóttir og Þorgeir Ibsen.
Kaldakinn 8, fyrir fallegan garð
með gróskumiklum gróðri. Eigendur
eru Hulda Einarsdóttir og Jónatan
Kristjánsson.
Krosseyrarvegur 9, fyrir fallegan
garð unninn við erfið ræktunarskil-
yrði. Eigendur eru Elín Jónsdóttir
og Björn Ólafsson.
Þessi parhús fengu viðurkenn-
ingu:
Álfaberg 20. Eigendur eru Lára
Sch. Thorsteinsson og Magnús Páls-
son.
Álfaberg 22. Eigendur eru Sigríð-
ur Friðriksdóttir og Bjarni Ásgeirs-
son. Yiðurkenningin er veitt fyrir
fallega aðkomu að húsum og gró-
skumikinn gróður.
Tvíbýlishús:
Móabarð 26, fyrir snyrtilegan og
fallegan garð við tvíbýlishús. Eig-
endur eru Jóna Ólafsdóttir og Ólafur
Tryggvason.
Þessi fjölbýlishús fengu viður-
kenningu:
Höfn, Sólvangsvegi 1, fyrir fal-
lega og snyrtilega aðkomu að húsi
eldri borgara.
Traðarberg 1, fyrir góða sam-
vinnu, fegrun og snyrtimennsku.
Suðurvangur 15-25, fyrir góða
samvinnu og snyrtimennsku.
Þessi fyrirtæki hlutu viðurkenn-
ingu:
Kjötbankinn, fyrir fallega aðkomu
og snyrtimennsku.
Byggðaverk hf., fyrir snyrtilegt
umhverfi.
Jafnframt var Skjólvangur valinn
stjörnugata í ár. Sérstaka viður-
kenningar hlutu einnig vinnuflokkur
frá Vinnuskóla Hafnarfjarðar og
skógræktarflokkurinn fyrir vel unn-
in störf í þágu bæjarins, en flokks-
stjóri er Einar Sigutjónsson.
NÁMSKEIÐAPAKKI á einstökum kjörum!
Viltu margfalda lestrarhraðann og auka ánægju af öllum lestri?
Viltu auka afköst í starfi og námi?
Hraðlestrarskólinn býður nú tvö vinsæl námskeið, hraðlestr-
arnámskeið sem kostar kr. 15.800 og námstækninámskeið
sem kostar kr. 5.900, saman í „pakka“ á frábærum kjörum,
einungis kr. 15.800. Þú sparar kr. 5.900! Betra tilboð færðu
ekki, enda skila námskeiðin þér auknum afköstum í námi og
starfi alla ævi!
Næsta námskeið hefst 25. ágúst.
Skráning alla daga í síma 641091.
HRAÐLESTRARSKOLINN
...við ábyrgjumst að þú nærð árangri!
S 1978- 1993 (J|
London
jrá Ó8ki : *
Það kostar minna
en þig grunar að
hringja til útlanda
Utivistarfatnaður
8.
4.500
1.890
K2 JOGGINGGALLAR
K2 ÚTIVISTARPEYSUR
K2 ÚTIVISTARBOLIR
K2GÖNGUJ
K2GÖNG
ALP!NA
QVPPMD
PÓSTUR OG SÍMI
* 68 kr.: Verð á 1 mínútu símtali
(sjálfvirkt val) til London
á dagtaxta m.vsk.
3 ODYRASTIR
Við vorum ódýrastir í fyrra
og erum það enn og ætlum
að vera það áfram.
Allt að verða
upppantað, tilboðið
gildir út ágústmánuð
í okkar myndatökum er innifalið
að allar myndir eru stækkaðar og
fullunnar í stærðinni 13 x 18 cm
að auki 2 stækkanir 20 x 25 cm
og cin stækkun 30 x 40 cm í
ramma.
Verð frá kr. 11.000,oo
Ljósmyndastofan Mynd sími:
65 42 07
Barna og fjölskylduljósmyndir
sími: 677 644
Ljósmyndastofa Kópavogs
sími: 4 30 20
NOVELL
^ Tæknival
Skeifan 17, sími 681665
NOVELL umboöiö á Íslandi
atáStJi