Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1993 Farþegaþoturnar tvær sem flugu of nærri hvor annarri Ný sjálfvirk ratsjá varaði flugstjóra SAS við hættunni NÝ sjálfvirk ratsjá, sem sett hefur verið í stærstu vélar flugfélags- ins SAS kom í veg fyrir að farþegaþotur frá SAS og Air Canada, sem flugu mjög nærri hvor annarri yfir íslensku flugumferðarsvæði sl. miðvikudag, lentu í mikilli hættu. Ratsjáin lét flugstjóra SAS-vél- arinnar vita af flugvél Air Canada áður en hann gat séð hana með berum augum. Þannig gat hann afstýrt hættuástandi með því að hækka flugið um 3.000 fet í tíma. 209 farþegar voru í SAS-vélinni en ekki fengust upplýsingar um málið frá Air Canada. Þetta er í a.m.k. þriðja skipti á átta árum, sem leiðir tveggja þotna skerast í nánast sömu hæð yfir íslensku flugumferðarsvæði. Flugstjóri SAS-vélarinnar, sem er af gerðinni Boeing 767, taldi að hin flugvélin hefði farið a.m.k. 1.000 fetum fyrir neðan sig þegar leiðir þeirra skárust. Farþegar vél- anna urðu því aldrei varir við hætt- una né að nokkuð væri að. Jack Herbert talsmaður SAS sagði í sam- Norrænir þingmenn þinga um umhverfismál JAN P. Syse, forseti Norðurlandaráðs, setti í gær ráðstefnu þing- manna ríkja sem land eiga að norðurpólssvæðinu. Auk þingmann- anna tekur þátt fjöldi fulltrúa stofnana og ráða. Frú Vigdís Finnboga- dóttir, forseti íslands, er sérlegur gestur ráðstefnunnar. --- Forseti Norðurlandaráðs um máiefni ríkja á norðurhjara Víðtæk samvimm landanna er brýn Á RÁÐSTEFNU um málefni ríkja á norðurhjara, sem nú stendur yfir í Reykjavík á vegum Norðurlandaráðs, er lögð áhersla á að aðgerðir í umverfismálum á norðurhveli jarðar þoli ekki bið. Jan P. Syse, forseti Norðurlandaráðs, þingmaður norska hægriflokksins og fyrr- verandi forsætisráðherra, sagði við opnun ráðstefnunnar að mörg vandamál steðjuðu að sameiginlegri stjórnun auðlinda og náttúru á pólsvæðinu. Því væri brýnt að koma á sem víðtækastri samvinnu ríkjanna sem hlut eiga að máli á sem flestum sviðum. Tæp 15 þús- und hafa séð Júragarðinn KVIKMYNDIN Jurassic Park, eða Júragarðurinn, virðist ætla að slá flest aðsóknarmet, sem hægt er að slá hér á landi, en hún var frumsýnd í þremur bíósölum í BíóhöUinni, Bíóborginni og Há- skólabíói á föstudaginn. Tæplega 13 þúsund manns sáu myndina fyrstu sýningarhelgina, sem Þorvaldur Ámason hjá Sambíó- unum segir vera met. Um 2 þúsund manns höfðu ennfremur tekið for- skot á sæluna á forsýningum bíó- anna. Þorvaldur segir að allt stefni í það að yfir tuttugu þúsund hafi séð myndina í lok fyrstu sýningarvik- unnar, sem yrði enn eitt metið. Til viðmiðunar hafi vikumetið hjá Sam- bíóunum áður verið um 16 þúsund á sýningar á borð við Home Alone og Leathal Weapon. Syse nefndi sem dæmi hættuna á kjamorkuslysum, sem gætu vald- ið stórfelldum umhverfísspjöllum á svæðinu, svo og hættuna á mengun frá geislavirkum úrgangi sem sökkt hafí verið í Barents- og Karahöfin. Gróðurhúsaárifin yrðu margföld á norðurhjara í framsöguræðu sinni um stjóm- un náttúruauðlinda, umhverfís og iðnþróunar, sagði dr. E. Fred Ro- ots, formaður kanadísku alþjóða- norðurhjaravísindanefndarinnar, að norræn náttúra væri sérlega við- kvæm fyrir öllum utanaðkomandi áhrifum — til dæmis gæti ein teg- und lirfa haft mikil áhrif á afkomu skóglendis á stórum svæðum og ein tegund þorskfiska haft hlutfallslega mikil áhrif á fæðukeðjunna. Stjóm- un náttúruauðlindanna væri því erfíðleikum bundin. Varðandi gróðurhúsaáhrifín kvað dr. Roots flest benda til þess að áhrif þeirra á norðurhjara yrðu frekar með þeim hætti að vetur yrðu mildari en að sumrin yrðu hlýrri — en einnig hér yrðu áhrifín hlutfallslega meiri í norðrinu en Þing SUS dag Guðlaugur Þór Þórðarson var kos- inn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 18-19 Prófessorsstaða Ólafs Rqgnars Ólafur Ragnar Grímsson hefur sagt prófessorsstöðu sinni við Háskóla íslands lausri 5 HM í hestaíþróttum______________ íslendingar taka í tólfta sinn þátt í heimsmeistaramótinu í hesta- íþróttum 2 Leiöari ________________________ Réttur til veiða á fjarlægum miðum 24 Fasteignir ► Stórframkvæmdir á Akranesi - Innan veggja heimilisins - Lagnafréttir - Rimla- og rúllug- ardínur - Nýtt húsnæði lækna- samtakanna íþróttir ► íslenska U-21s árs landsliðið í handknattleik Norðurlandameist- ari - Framarar náðu jafntefli á Skiþaskaga - Heimsmeistaramót- ið í frjálsíþróttum tali við Morgunblaðið að erfitt væri að meta fyrr en að rannsókn lok- inni hvort stórslys hefði orðið ef nýju ratsjárinnar hefði ekki notið við. Ekki í fyrsta sinn Tveir flugumferðarstjórar voru árið 1990 sakfelldir af sakadómi Reykjavíkur fyrir að hafa ekki sýnt nægjanlega árvekni og aðgæslu við starfa sinn þann 2. júní 1986 þegar leiðir DC-8 vélar frá SAS með 186 farþega innanborðs og Boeing 747 frá British Airways með 375 far- þega skárust í svipaðri hæð. I miðjum febrúar árið 1990 lá einnig við stórslysi þegar ratsjár- merki frá Boeing 747, vél ísraelska flugfélagsins E1 Al, kom ekki fram á ratsjárskjám flugumferðarstjóm- ar. Aðeins nokkur hundruð metrar skildu þær þotur að þegar leiðir þeirra skárust í 33 þúsund feta hæð en breska flugstjóranum hafði tek- ist að beygja af leið þegar hann sá þotuna frá E1 Al. annars staðar. Einnar gráðu hitnun að meðaltali á jörðinni ylli sénnilega um 4-5 gráða hærri hita á pólsvæð- inu. Þungmálmar, DDT og PCB Heikki Sisula, yfírmaður fínnska norðurhjaraverkefnisins, bætti því við að mengun af völdum þung- málma væri líka veruleg — til dæm- is væri það athyglisvert hversu nikkelmengun frá borginni Nikkel á Kólaskaga næði að breiðast til nágrannalandanna í vestri, þrátt fyrir að ríkjandi vindátt væri að vestan. Ef flokka ætti umhverfís- vandann mætti nefna lífræn efni eins og PCB og DDT, olíumengun, þungmálma, geislun og súra úr- komu. Nægar upplýsingar lægju fyrir um vandann til að hefíast handa við lausn hans nú þegar. Sjávarspendýr éta meiri fisk en veiddur er Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, flutti erindi um nýtingu sjávar, sem hann sagði mikilvægara atriði á þessum slóðum en annars staðar, því hér nyti land- gæða minna við. Hann benti á að í Barentshafí og Noregshluta Atl- antshafsins ætu sjávarspendýr mun meiri físk en veiddur væri af mönn- um. Það væri því bjargföst skoðun sín að nýta þyrfti stofna rándýra í norðurhöfum jafnframt því sem komast bæri hjá ofveiði á hverjum og einum stofni. Pizzusendill Morgunblaoio/RAX SENDLAR munu standa í ströngu næstu daga því forráðamenn Domino’s lofa viðskiptavinum að pizzur komi til þeirra, sem búa í austurbæ Reykjavíkur milli Lækjargötu og Ártúnshöfða, innan 30 mínútna. Gáfu um 100 pizzur MIKIL ásókn var í Domino’s pizzur á opnunardegi matsölustaðar- ins í Reykjavík í gær og sökum þess fóru oft sjálfskipuð tímamörk á afhendingu úr böndunum. Þurfti fyrirtækið af þeim sökum að gefa um 100 pizzur. Birgir Bieltvedt framkvæmdastjóri Domino’s pizza segir að þeir hafi þurft að loka um þremur timum fyrr en áætlað var í gærkvöldi þar sem hráefni gekk til þurrðar. höfði er grunnverð 650 og 750 krónur. Fyrir hvert kjöt- og físká- legg eru greiddar 200/300 krónur en fyrir grænmetisálegg 100/200 krónur. Samkvæmt matseðli Domino’s pizza kosta algengar miðlungs- stórar pizzur 950-1450 krónur og stórar 1.250-1.950 krónur. Ef sett er saman pizza eftir eigin Deilur um sölu- átak á dilkakjöti LAMBAKJÖT býðst nú öllum verslunum á sömu kjörum og Hagkaup fékk á kjötinu sem verslunin seldi fyrir síðustu helgi. Þetta segir Arn- ór Karlsson formaður samstarfshóps um sölu á lambakjöti og segir það hafa verið fljótræði að gefa Hagkaupum kost á kjöti með afslætti á undan öðrum. Kaupmenn telja hins vegar vinnubrögð samstarfshóps- ins óviðunandi og hafa krafist þess skriflega að fá fulltrúa í hópinn. Magnús E. Finnsson, formaður Kaupmannasamtakanna, segir að versl- anir muni fara sér hægt við að nýta sér sölutilboð samstarfshópsins og biði viðbragða við bréfinu. Magnús E. Finnsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að vinnubrögð samstarfshópsins væru óviðunandi. Hinn 30. júlí hefí verið undirritað samkomulag um átak í sölu dilka- kjöts sem hefði átt að hefjast í gær. Þar hefðu kaupmenn sæst á að lækka álagningu úr rúmlega 13% niður í rúmlega 11%. Síðan hefði Samstarfs- hópurinn heimilað einum aðila að hefja söluátakið á undan öðrum og að því er virtist með öðrum kjörum en kaupmönnum voru boðin á fyr- nefndum fundi. Magnús sagði að með þessu hefði viðskiptavinum verslana verið stór- lega mismunað og fólki út á landi alls ekki gefíst kostur á að nýta sér tilboðið. Fulltrúar Félags dagvöru- verslana, sem er sameiginlegt félag matvöru- og kjötkaupmanna, hefði fundað um málið í gaer og sent sam- starfshópnum bréf þar sem krafíst er að kaupmenn fái fulltrúa í hóp- inn. Magnús sagði að kaupmenn myndu fara sér hægt við að hefja söluátakið. Hann sagði að samstarfs- hópurinn hefði boðið fulltrúum Fé- lags dagvöruverslana á fund í morg- un en þeir ákveðið að sitja ekki fund- inn eða ræða við Samstarfshópinn fyrr en viðbrögð fengjust við bréfínu. Fljótræði Amór Karlsson, formaður Sam- starfshópsins, sagði að það væru aðalfundir Landssamtaka sauðfjár- bænda og Stéttarfélags bænda sem hefðu frumkvæði að myndun hópsins og yrðu þau að taka afstöðu til þess hvort kaupmenn ættu að eiga sæti í honum eins og krafíst er í bréfinu. Hann sagði það hafa verið fljótræði af Samstafshópnum að heimila Hag- kaupum að byija á undan öðrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.